Morgunblaðið - 29.07.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 29.07.1980, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980 og samþykkt 15. júlí sl. áskor- un á þingmenn Austurlands- kjördæmis og stjórnvöld að vinna að því með fullum þunga að koma á orkufrekum iðnaði á Reyðarfirði í tengslum við Fljótsdalsvirkjun, þannig að ákvarðanir megi taka sem fyrst. Benda sveitarstjórnirn- ar réttilega á að hagkvæm virkjun sem Fljótsdalsvirkjun óumdeilanlega er, kemur Austurlandi til góða bæði hvað varðar húsahitun og ann- an iðnað. Orkukostnaður í dreifbýli Orkan og orkukostnaður kemur víða við sögu og næst heimilishögum, þegar hita skal híbýli manna. Nú er svo komið að upphitunarkostnað- ur er víða tífalt meiri en á Reykjavíkursvæðinu, að vísu þegar miðað er við undirverð og taprekstur eða mergsogin orkufyrirtæki eins og Hita- veitu Reykjavíkur og Lands- virkjun. Það er til dæmis um auðnu- leysi núverandi ríkisstjórnar að draga fæturna í orkufram- kvæmdum, þykjast halda orkuverði niðri í þéttbýli, sem eykur vitaskuld á aðalstöðu- mun strjálbýlis- og þéttbýlis- fólks, og nýta síðan þann aukna mun sem rök til að leggja orkuskatt á alla lands- menn, ýmist með verðjöfnun- argjaldi og beinum eða óbein- um sköttum. Auðvitað ber að jafna jafn geigvænlegan að- stöðumun og fram hefur kom- ið í kyndingarkostnaði lands- manna, en slík jöfnun má ekki draga úr orkuframkvæmdum, svo að fleiri og fleiri búi við háa orkuverðið eins og aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar leiða til, þegar aftur þarf að kynda hús í Reykjavík með olíu. Slíkt seinkar því að strjálbýlið fái leiðréttingu sinna mála. Það skilja Egilsstaðabúar sem nú fá væntanlega nægilegan varma til hitunar híbýla sinna. Fátt tengir þó betur og samræmir hagsmuni fólks í strjálbýli og þéttbýli en samgöngumálin. Þar hafa sjálfstæðismenn einnig verið í fararbroddi. Við Sjálfstæð- ismenn lögðum til fyrir kosn- ingar 1978 að gerð yrði 15 ára áætlun um lagningu varanlegs slitlags á hringveginum kring- um landið og helstu tengivegi til sveita og sjávar. Fátt mundi breyta landi okkar í jafnríkum mæli til hins betra og einmitt slíkt átak. En skilningsleysi andstæðinga okkar var slíkt, að um óraun- hæft áróðursbrall var talið um að ræða. Það sama vorum við sjálf- stæðismenn sakaðir um í borgarstjórn Reykjavíkur 1962, þegar við birtum 10 ára áætlun um malbikun allra gatna borgarinnar. En okkur tókst að gera fyrirætlanirnar að veruleika, 15 ára vegaáætl- un á landsvísu er ekki meira fyrirtæki en fullnaðarfrá- gangur gatna í Reykjavík. Ef við sjálfstæðismenn fáum það afl atkvæða sem við höfðum í Reykjavík verður slíkri samgöngubót á landinu öllu komið í framkvæmd. Sá munur er á byggðastefn- um sjálfstæðisflokksins og annars vegar Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokks- ins hins vegar — Alþýðuflokk- urinn hefur enga byggða- stefnu — að Sjálfstæðisflokk- urinn leggur áherzlu á að skapa almenn skilyrði sem víðast á landinu fyrir atvinnu- rekstur, afkomu fólks og heimila, menntun, heilsugæslu og félagslega þjónustu, en Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokkur hugsa fyrst og fremst um sérgreindar ráðstafanir í hverju byggðarlagi fyrir sig, svo að þeir geti slegið sér á brjóst og sagt við háttvirta kjósendur: Sjáið hvað við höf- um gert fyrir ykkur, fallið nú fram og kjósið okkur. í samræmi við þetta sjónar- mið vinstri flokkanna vilja þeir auka miðstýringu og fjar- stýringu úr höfuðborginni því að þeir treysta annars vegar ekki einstaklingunum, ein- staka byggðarlögum eða at- vinnufyrirtækjum fyrir for- ræði mála sinna og vilja hins vegar hafa ráð þeirra í hendi sér, með því að skammta þeim úr hnefa. Gagnstætt þessu vilja sjálf- stæðismenn dreifingu valdsins og sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarrétt einstaklinga, byggð- arlaga og atvinnufyrirtækja. Sjálfstæðismenn vilja færa valdið og fjármagnið til fólks- ins, þar sem það á heima. Núverandi ríkisstjórn gengur þvert gegn þessari megin- stefnu Sjálfstæðisflokksins og nægir að benda á stórauknar álögur því til svörunar. Um leið og við jöfnum að- stöðumun, miðað við búsetu manna, hljótum við og að jafna atkvæðarétt eins og ég hef gert að umræðuefni í ræðum síðustu helgar á Bol- ungarvík og við Búrfell í Varðarferð. Með því verður ekki gengið á hlut strjálbýlis- ins, en sköpuð betri skilyrði en áður, fyrir gagnkvæmum skilningi allra landsmanna óháð búsetu þeirra. Við Islendingar erum ham- ingjunnar börn. Við erum sjálfsagt jafn mismunandi og við erum margir. Við búum í hlutfallslega stóru landi sem býður einnig upp á mismun- andi skilyrði og landkosti. Hér á landi ættu allir íslendingar að geta fundið sér búsetu og starfsvettvang í samræmi við eðli sitt, skipulag og hæfileika. Við skulum ekki jafna svo skilyrði og aðstöðumun á landi okkar, að landsins börn eigi ekki fjölbreyttra og mismun- andi kosta völ til búsetu og viðfangsefna. Og sem betur fer, verður slíkt seint á mannsins færi, máttarvöld og náttúruöfl munu sjá fyrir því. Það verður heldur ekki full- næging eða gagn af að lifa í landi þar sem allt er jafnað í samskonar staðnað mót, frek- ar en við kjósum að einstakl- ingarnir, fólkið sjálft, glati persónuleika sínum og verði brúður í leikhúsi sósíalist- anna. Fjölbreytni og frumkvæði einstaklinganna og frjáls sam- skipti þeirra á milli í lífi og starfi í fjölskrúðugu landi gefur lífinu gildi. Trén í Heiðmörk og Hall- ormsstað búa vafalaust við misgóð skilyrði. Að hvoru- tveggja viljum við hlynna. Við þurfum ekki að draga úr vexti á Hallormsstað þótt við þurf- um e.t.v. að hlúa sérstaklega að Heiðmörk í uppvextinum. Getum við ekki af þessu dregið lærdóm við mótun heil- brigðrar byggðastefnu til vaxtar hamingjuríks mannlífs í landinu öllu? Sumartónleikar í Skálholti Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari og Ingvar Jónasson lágfiðluleik- ari opnuðu tónlistarhátíðina að Skálholti um helgina og fluttu verk eftir Corette, Reger og Bach og frumfluttu nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, er hann nefnir Notturno III. Einnig var á efnisskránni verk eftir undirritaðan. Tónleikarnir hófust á sónötu í E-dúr eftir, Michel Corette (1709—1795), sem var organisti í París og þar um slóðir einn þekktasti „Vínarklass- ikkerinn“ fyrir fallegar „serenötur" og „noktúrnur“. Hann stendur í flokki með ítölsku tónskáldunum Durante, Paganelli og Ferrandini, en tónlist þeirra hefur þar til nú á síðustu árum lent nokkuð utan við allt tónleikahald og verið viðfangs- efni námsmanna. Sónatan eftir Corrette er falleg tónsmíð og var vel leikin af Ingvari og Helgu. Annað verkefnið var einleiks- svíta fyrir lágfiðlu (op. 131), eftir Max Reger. Miðað við tækni Regers er þessi Svíta mjög klassisk og var leikur Ingvars góður. Hann hefur mjúkan tón og allt er varðar tæknina í hendi sér, en það vantar þann tíma í mótun verksins, sem gerir nótnabókina óþarfa. Eftir Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Jónas Tómasson tónskáld var frumflutt Notturno III. Verkið er í sex stuttum þáttum, fjórum er bera yfirskriftina Epigramma (áletr- un?) 1—4, en upphafs- og endá- þættimir heita Prologos og Epilog- os. Það er eins og Jónas sé að hugsa til hreyfings út úr mjög fast mótuðum tónstíl sínum. Þarna gat að heyra margt fallegt og vel gert, eins t.d. skemmtilegt samspil fiðl- unnar og sembalsins á 1. áletrun- inni, þar sem leikið var með pizzicato fiðlunnar. Þó allt væri í knöppu formi, skeði margt skemmtilegt og mætti hugsa sér að þetta verk eigi eftir að njóta vinsælda hjá lágstrengjaleikurum og áheyrendum í framtíðinni. Eftir undirritaðan lék Helga Ingólfsdótt- ir þrjá þætti fyrir sembal. Helga er frábær semballeikari og flutti verkið mjög vel. Tónleikunum lauk með annarri gambasónötunni eftir Bach og var samleikur Ingvars og Helgu mjög góður. Fiðla og sembal eiga mjög vel saman, einkum ef fiðluteikarinn hefur gott vald á veikri tónmyndun eins og kom fram hjá Ingvari, og hann og Helga léku sér nokkrum sinnum að. Þeir óútreiknanlegu veðurguðir, sem af óvægni hafa tamið Islendinga og innrætt þeim hryssing og harðn- eskju, voru um helgina fullir um- hyggju og blíðu, svo heimsókn í Skálholt var meira en að hlusta á góða tónlist. Stórhugur Islendinga er samtengdur víðfeðmri útsýn til stórfenglegra fjalla og fram eftir óendanlegum ökrum til sjávar, þar sem samspilið er ofið úr gegntærri veðurfegurð og ógnþrunginni hörku með eld og eimyrju sem millispil. Um helgina var Hekla spariklædd og saklaus á svipinn, þar sem hún trónaði yfir fjallasýninni til aust- urs. Phílíps ferðafélaglnn ánægjuna. Kassettu- tæki fyrir rafhlödur og 220 v. Innbyggöur hljóðnemi. Ól yfir öxl- ina og kassetta fylgir. /Ferðaútvarpstækid í vasann er Philips AL 172 fyrir rafhlöður. Lb. Mb. Heymartæki fylgir. Tilvalið í gönguferðina. /Litli ferðafélaginn er Philips N 2002 kassettutækið. Inn- byggður hljóðnemi. Rafhlöður. Kassetta fylgir. Gott verð. Spennubreytir fylgir. Sjónvarp líka í ferðina / Philips ART 60 er allt í / senn, útvarp - stereo - ^— segulband og sjónvarp. Bæðifyrir rafmagn og rafhlöður og getur því fylgt þér hvert sem er. /Vanti þig sambyggt útvarp og segulband er Philips AR 073 mik- ill ferðagarpur. Lb. mb. fm. Rafhlöður 220 v. Tónstilling. Endastopp — hraðspól- un og innbyggður hljóðnemi. Auka- tengingfyrir hljóð- nema, plötuspilara eða annað. Kassetta fylgir. Minnsti morgun- haninn er vafalaust Philips AS 100 ferða- útvarpsklukkan. Fm. Mb. Rafhlöður. 21* tíma minni. Vekur afiur og afiur með út- varpi eða hringingu. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.