Morgunblaðið - 29.07.1980, Page 42

Morgunblaðið - 29.07.1980, Page 42
* 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980 Baráttuleik lauk með jafntefli LIÐ Hauka ok ísfirðinKa skildu jöfn 1 —1, á lauKardaK. er liðin mættust á Kaplakrikavellinum í Hafnarfiröi. Ba-öi þessi liö hafa alla burði til þess að hlanda sér i toppbaráttuna í 2. deild i ár. En þau eru nú skammt á eftir efstu liðum deildarinnar. Leikurinn á lauKardaK var mikill baráttuleik- ur ok einkenndist knattspyrnan nokkuð af þvi hversu harður malarvöllurinn var. Lið ísfirð- inKa var öllu betra liðið á vellin- um ok átti að fá meira út úr leik sinum en úrslitin seKja til um. Fyrri hálfleikur liðanna var Haukar— ÍBÍ frekar þófkenndur en þó brá fyrir góðum köflum. Ekki tókst þó leikmönnum að skora þrátt fyrir að sæmileg tækifæri sköpuðust. í síðari hálfleiknum færðist meira fjör í leikinn. Lið ÍBÍ kom ákveðið til leiks, og sótti mun meira. Það voru þó Haukar sem skoruðu fyrsta markið. Einn varn- armanna ísfirðinga slæmdi hendi í boltann inn í teig og réttilega var dæmt víti. Ólafur Jóhannesson skoraði af yfirvegun og öryggi úr sprynunni. ísfirðingar gáfust ekki upp þrátt fyrir mótlætið, sóttu í sig veðrið, pressuðu stíft og, upp- skáru loks mark á 82. mínútu. Það var besti leikmaður þeirra, Andr- és Kristjánsson, sem skoraði með hælspyrnu eftir nokkurt þóf inn í vítateignum. Þrátt fyrir mikla pressu í lokin tókst liði IBI ekki að ná báðum stigunum í leiknum. - þr. Markverðir streyma til Fram FRAMARAR hafa heldur betur fengið liðsauka fyrir komandi handknattleiksvertíð. Tveir kunnir markverðir hafa ákveðið að leika með liðinu eftir því sem Mbl. kemst næst. Eru það Þórir Flosason sem lék með ÍR á síðasta keppnistimahili við goðan orðstýr og Sigmar Þröstur Óskarsson. unglingalandsliðsm- arkvörður. sem leikið hefur allan sinn skamma feril með Þór i Vestmannaeyjum. Sigmar hygg- ur að sögn á nám í Reykjavik og mörg félög lögðu net sín fyrir hann, enda snjall markvorður. Markvarslan var helsti höfuð- verkur Fram á síðasta keppnist- ímabili, en fróðlegt verður nú að sjá hvort Framarar ná umtals- verðum árangri. En einn kemur þá annar fer, Andrés Bridde fer að öllum líkindum til Vestmanna- eyja, þattil Þórs á nýjan leik, en þar er Andrés heimavankur. Koma markvarðanna tveggja ætti hins vegar að bæta upp brotthvarf Andrésar og vel það. íslandsmótið í golfi er hafið ÍSLANDSMÓT í golfi 1980, það 39. í röðinni. fer fram í Grafar- hoiti i umsjón Golfklúbhs Reykja- vikur. dagana 28. júlí til 2. ágúst. Þátttakendur eru 259 frá 14 golfklúbbum viðs vegar að af landinu. og hefur aldrei áður verið eins mikil þátttaka. Dagskrá mótsins er i aðalatrið- um þannig, að 1. daginn er keppt i Öldungaflokki með og án for- gjafar. en í þeim flokki eru einungis lciknar 18 holur. Auk þess hefst á mánudegi keppni i 1. flokki kvenna. Á þriðjudegi fer fram sveita- keppni og taka þátt i henni sveitir frá 6 golfklúbhum. Þá hefja einnig keppni 3. og 2. flokkur karla. I flokkunum (nema Öldungaflokki) eru leikn- ar 72 holur á 4 dögum (16 holur á dag). Meistaraflokkur karla og kvenna og 1. flokkur karla hefja keppni á miðvikudegi. Á mið- vikudegi, fimmtudegi og föstu- degi verða þannig um 225 kylí- ingar ræstir út til keppni á dag. Þessa daga hefst keppnin kl. 7 að morgni og reiknað með að sið- ustu kylfingar komi inn um 22.30. Á laugardeginum 2. ágúst hefst keppnin kl. 8 i 1. flokki karla, en siðan verða Meistar- aflokkarnir ræstir út til kl. 14.30 og er reiknað með að beztu kylfingar i hvorum flokki fyrir sig komi inn um kl. 16.00 i Meistaraflokki kvenna og um kl. 18.00 i Meistaraflokki karla. ís- landsmeistarar í golfi 1979 urðu þau Hannes Eyvindsson og Jó- hanna Ingólfsdóttir, bæði frá Golfklúbbi Reykjavikur. Sigurvegarar 1979: Meistaraflokkur karla: Högg Hannes Eyvindsson GR Meistaraflokkur kvenna: 298 Jóhanna Ingólfsd. GR 1. flokkur karla: 363 Guðni Ó. Jónsson GL 1. flokkur kvenna: 327 Jónína Pálsdóttir GA 2. flokkur karla: 418 Friðþjófur Helgas. NK 3. flokkur karla: 328 Sigurður Hólm GK Öldungaflokkur: 387 Gestur Magnússon GA Sveitakeppni: sveit Golfklúbbs Rvík. Stúlknameistari 1979: 83/72 Steinunn Sæmundsdóttir GR Stúlknameistari 1980: Steinunn Sæmundsdóttir Telpnameistari 1979: Þórdís Geirsdóttir GK Telpnameistari 1980: Þórdís Geirsdóttir GK Unglingameistari 1970 (piltameistari): Hilmar Björgvinsson GS Unglingameistari 1980 (piltameistari): Sveinn Sigurbergsson GK Drengjameistari 1970: Jón Þ. Gunnarsson GA Drengjameistari 1980: Héðinn Sigurðsson GK Að þessu sinni eru allir beztu kylfingar okkar með í baráttunni um titlana, nema Jóhanna Ing- ólfsdóttir, sem ekki getur komið því við vegna starfa sinna. Meðal keppendanna eru t.d. ungu menn- irnir, sem tóku þátt í Evrópu- meistaramóti unglinga, sem lauk í Dusseldorf á sunnudeginum 27. júlí. Aðstaða fyrir keppendur er mjög góð í Grafarholti og er meðal annars mikill viðbúnaður í eldhúsi skálans til að seðja allan þann fjölda sem heimsækja mun Graf- arholtsvöllinn meðan á mótinu stendur. Evrópumeistaramót unglinga 1980 verður haldið á Grafarholts- velli íágústmánuði að ári og hafa miklar framkvæmdir staðið yfir til þess að gera völlinn sem bezt úr garði, til þess að hýsa þetta fyrsta Evrópumót, sem haldið er á ís- landi. Mikið undirbúningsstarf vegna Landsmótsins 1979 hefur hvílt á herðum fárra manna, en móts- stjóri er Gunnar Torfason. Óvænt KA tapaði mjög óvænt fyrir Þrótti austur á Norðfirði um helgina og er það annað tap KA á þessu keppnistímabili. Sigur Þróttar var eftir atvikum sann- gjarn, en liðið lék oft mjög vel, einkum i siðari hálfleik er hvcrt færið rak annað. Lokatölur urðu 2—1 fyrir Þrótt, en KA var þó engu að síður yfir í hálfleik, 1-0. KA var frískara liðið framan af og á 15. mínútu uppskar liðið fyrsta mark leiksins. Elmar Geirsson skoraði þá laglega eftir að hafa snúið af sér nokkra varnarmenn Þróttar. Smám saman náði Þróttur betri tökum á leiknum, en það var þó ekki tapKA fyrr en í seinni hálfleik að liðið fór fyrst að sýna veruiega klærnar. Fljótlega skoraði Val- þór Þorgeirsson, hann fylgdi vel eftir góðu skoti sem markvörður KA varði en hélt ekki. Stórsókn Þróttar fylgdi í kjölfar marksins. Hörður Rafnsson skaut í þverslá og Njáll Eiðsson átti skalla í stöng áður en að sigurmarkið skaut loks upp kollinum. Sigurbergur Sigsteinsson þjálfari liðsins skokkaði þá af venju inn í vítateig mótherjanna er horn- spyrna var dæmd. Var knöttur- inn gefinn vel fyrir og Sigur- bergur stökk upp og skallaði í netið. VK/gg. Austri fékk á sig fimm mörk ÞAÐ verður alltaf crfiðara og erfiðara fyrir Austra að rifa sig upp og bjarga sæti sínu í 2. deild. Liðið sótti að þessu sinni Imr heim og eftir tvö jafntefli i röð og sæmilega frammistöðu i þeim leikjum, hafa austanmenn væntanlega trúað því að betri timar væru framundan. En svo var ekki á Akureyri a.m.k.. Þór vann nefnilega yfirburðasigur, 5—0, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 2—0. Gang leiksins ætti að vera óþarfi að rekja, tölurnar tala sínu máli um það atriði. Austra- menn áttu varla nema tvær umtalsverðar atlögur í leiknum. bæði skiptin átti miðherjinn Bjarni Kristjánsson hlut að máli, en í báðum tilvikum rann allt saman út í sandinn. Guð- mundur Skarphéðinsson og Oddur Óskarsson skoruðu mörk Þórs í fyrri hálfleik og í þeim síðari bættu óskar Gunnarsson, Baldur Rafnsson og Árni Stef- ánsson mörkum við. Besti maður Þórs að þessu sinni var Guð- mundur Skarphéðinsson sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Auk þess sem hann skoraði sjálfur eitt mark, átti hann allan heiðurinn af þremur öðrum. IIT/gg. Völsungar töpuðu á heimavelli sínum VÖLSUNGAR töpuðu á heima- velli sínum fyrir Ármanni i 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina og má því segja. að Húsavikurliðið hafi heldur betur dalað eftir f jöruga byrjun. Egill Steindórsson skor- aði bæði mörk þessa leiks, bæði fyíir Ármann. Og bæði komu mörkin í fyrri hálfleik, nánast á sömu mínút- unni. Fyrra markið skrifast á reikning Gunnars Straumland markvarðar Völsungs, sem færði Agli knöttinn á siifurfati í góðu færi með lélegri markaspyrnu. Mínútu síðar, eða varla það, skoraði Egill svo aftur með firnaföstu langskoti. Bætti sigur þessi stöðu Ármanns verulega, en liðið hefur ekki beinlínis mokað inn stigum í sumar og er því neðarlega í deildinni. bs/gg. Staðan í 2. deild Staðan 1 2. deildinni er nú þannig eftir leiki helgarinnar: KA 11 812 35- -9 17 Þór 11 812 25- -9 17 Haukar 11 542 22- -20 14 ísafjörður 10 442 22- -18 12 Þróttur 10 424 15- -19 10 Fylkir 10 415 17- -11 9 Yölsungur 10 325 11- -15 8 Ármann 11 245 19- -27 8 Selfoss 9 225 15- -23 6 Austri 11 038 13- -41 3 Hannes og Steinunn sigruðu um helgina Steinunn Sæmundsdóttir sigraði i Lancome kvennakeppninni i golfi sem fram fór á Nesvellinum um helgina. Steinunn lék 36 holur með forgjöf á 161 höggi. Sólveig Þorsteinsdóttir GR lék á 169 höggum. Þriðja varð Jakop- ina Guðlaugsdóttir GV á 171. í keppni með forgjöf sigarði Ás- gerður Sverrisdóttir lék á 143 höggum, önnur varð Guðfinna Sigurþórsdóttir GS á 14 höggum. Þá fór fram Einherjakeppni í golfi á Hvaleyrarholtsvelli, þar sigraði Hannes Eyvindsson eftir að hafa leikið bráðabana gegn Eiríki Smith. Alls kepptu 17 kylfingar. Einherjar eru þeir sem leikið hafa holu í höggi. Úrslit keppninnar urðu þessi: Hannes Eyvindsson, GR 34 pkt. Eiríkur Smith, GK 34 pkt. Júlíus R. Júlíusson, GK 32 pkt. Gunnar Árnason, GR 31 pkt. Leifur Ásmundsson, 31 pkt. Knútur Björnsson, KG 31 pkt. Magnús Halldórss., GK 28 pkt. Ólafur Skúlason, GR 28pkt. Kjartan L. Pálsson, NK 28 pkt. Björgvin Þorsteinss., GA 27 pkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.