Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 5 Sáttatillagan 1977 hærri en BSRB-samningarnir „Ef tillagan var slæm 1977, hvað er þá gott við þennan samning?“ Hagfræðingur BSRB hefur nú reiknað út kaup- mátt sáttatillögunnar frá 1977, sem opinberir starfs- menn felldu í atkvæða- greiðslu og fóru síðan í verkfall. Það kemur í Ijós að kaupmáttur sáttatillög- unnar, miðað við fram- færsluvisitölu 1. ágúst er töluvert hærri en þeir samningar, sem nú er boð- ið upp á. Til dæmis má taka að laun í efsta þrepi 5. flokks eru samkvæmt nýgerðum samningum kr. 360.345, en samkvæmt - segir Pétur Pétursson þulur sáttatillögunni frá 1977 kr. 377.911, laun í 10. launaflokki nema 424.733, en samkvæmt sáttatillögu hefðu þau numið kr. 466.313, laun í 15. launa- flokki nema 505.082, en hefðu numið 558.811, og í 20. flokki nema laun 571.552, en hefðu numið 663.723 kr. samkvæmt sáttatillögunni frá 1977. Útreikningar þessir voru unnir samkvæmt beiðni Péturs Péturs- sonar, þular. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til hans og ræddi við hann um niðurstöðurn- ar: „Það hefur tekið tímann sinn að fá niðurstöðu birta á saman- burði á sáttatillögu, er opinberir starfsmenn felldu 1977 og kjörum þeim, er fjármálaráðherra býður nú. Rétt er að nota þetta tækifæri og lýsa undrun sinni og óánægju með að fjármálaráðuneytið og launadeild þess hefur reynst ófáanlegt til þess að láta svo sjálfsagðar upplýsingar í té, þótt margoft hafi verið um það spurt. í sl. viku lét hagfræðingur BSRB loks tilleiðast og lofaði niðurstöðu á útreikningi. Nú er rétt að spara stóru orðin en láta tölurnar tala. Rétt er þó að segja þetta: Hafi sáttatillagan 1977, er forystumenn BSRB hvöttu félaga til þess að vísa á bug og fella í allsherjar- atkvæðagreiðslu verið slæm, í hverju er þá launabót Ragnars Arnalds fólgin? Eins og fram kemur eru laun sáttatillögunnar 1977 framreiknuð til núverandi vísitölubreytingar. Af samanburði sést glöggt að tilboð Ragnars 1980 nægir hvergi nærri til þess að jafnast á við sáttatillögu er opin- berir starfsmenn felldu, ekki hvað síst fyrir eindregin tilmæli for- ystu sinnar 1977. Ef tillagan var slæm 1977, hvað er þá gott við þennan samning 1980? Vilja for- ustumenn svara því? Nú þurfa almennir félagar að kenna forystu sinni enn eina lexíu. Það hlýtur að vera sérkennileg lífsreynsla fyrir Vilhjálm Hjálm- arsson, sem nú er sáttasemjari, að Kristján og Haraldur skuli nú vera æstir í að undirskrifa samn- inga, sem eru um miklu lægra kaup en þeim bauðst í ráðherratíð Vilhjálms," sagði Pétur Pétursson að lokum. Utan- kjörstaðar- kosning BSRB Utankjörstaðarkosn- ing um samninga BSRB og ríkisins hófst á skrif- stofu BSRB í gærmorg- un og stendur þar til atkvæðagreiðsla hefst þann 4. september. Að- ildarfélög BSRB undir- búa nú kynningarfundi vegna væntanlegrar at- kvæðagreiðslu um samn- ingana. I gær voru fyrstu vinnustaðafund- irnir haldnir og skipta samninganefndarmenn með sér verkum að kynna samningana. Ás- garður, blað BSRB, kem- ur út á miðvikudag og mun þar vera að finna ítarlega umfjöllun á því, sem í samningunum stendur. „IPEX“ 1980 Alþjóðleg prentvörusýning 11. september til 19. september. PHOTOKINA ’80 Alþjóðieg Ijósmynda- vörusýning, 12. september til 18. september. KAUPMANNA HÖFN Scandinavia Fashion Week í Bella Center 11. sept. til 14. sept. M Ferðamiðstöðin hf. J EZzJLJ Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI Heimilið ’80 er lifandi og skemmtileg sýning. Fræðsla, skemmtun og leikir fyrir alla fjölskylduna. Milljón króna sr! sournínpín spurníngín í hliðarsal Laugardalshallarinnareróvenjulegtenskemmtilegt húsgagn, „Draumavagninn". í sambandi við hann höfum við stofnað til getraunasamkeppni sem við köllum „Milljón króna spurningin". Verðlaun eru ein, vöruúttekt í tilgreindum húsgagnaverslunum að upphæð kr. 1.000.000. - Ein milljón króna - Hver þiggur ekki slíka bú- bót? Athugaðu málið þegar þú gengur um hliðarsalinn. Þátttaka í leiknum er að sjálfsögðu ókeypis, en við vekjum athygli á að „Milljón króna spurningin" er einskis virði nema þú hittir á „milljón krónasvarið". HeimiBð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.