Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
Lifandi
æskulýðsfélag
NÁMSKEIÐ fyrir leiðbein-
endur innan æskuiýðsféiaga
verður haldið á vegum Þjóð-
kirkjunnar í Skálholti dag-
ana 4.-7. september n.k.
Gestur þess verður norski
sóknarpresturinn Sindre
Eide en leiðbeinendur ásamt
honum verða Stína Gisla-
dóttir og Oddur Albertsson
aðstoðaræskulýðsfulltrúar.
„Námskeið sem þetta er ár-
legur viðburður í æskulýðsstarfi
Þjóðkirkjunnar," sagði Oddur í
samtali við Mbl. „Á námskeiðun-
um er fjallar um ýmis mismun-
Æskulýðsleiðtoga-
námskeið Þjóð-
kirkjunnar verður
i Skálholti 4.-7.
september n.k.
Oddur Albertsson rifjar upp
minningar frá fyrri nám-
skeiðum.
Songur tilheyrir starfi innan
æskulýðsfélaga og verður mikið
sungir á námskeiðinu.
Hápunktur námskeiðsins verður guðsþjónusta sem verður í
hóndum þátttakendanna sjálfra. Myndin er frá samskonar
aðburði á námskeiðinu á sl. ári.
andi mál hverju sinni. Nú verður
yfirskriftin „Lifandi æskulýðsfé-
lag“. Við munum velta fyrir
okkur markmiðum æskulýðsfé-
laga og leiðum til þess að virkja
ungt fólk til starfa í slíkum
félögum. Á síðasta ári var uppi-
staða námskeiðsins námskeið í
leikrænni tjáningu.
Við fáum gesti á hvert mót, í
þetta sinn norska prestinn
Sindre Eide. Hann hefur mjög
mikla reynslu i æskulýðsleið-
togastarfi innan kristins æsku-
lýðsfélags. Eide e^ líka mikill
tónlistarmaður og er m.a. yfir-
maður um 200 kóra í Noregi,
svokallaðra Tension-kóra.“
Sköpunargleði
í fyrirrúmi
— Hvernig er dagskrá nám-
skeiðsins í ár?
„Sköpunargleði þátttakenda
verður í hávegum höfð og mikið
verður unnið í hópum. Þá verða
fluttir fyrirlestrar og mikið
sungið. Hápunktur námskeiðsins
verður síðan guðsþjónusta sem
þátttakendurnir sjálfir undirbúa
og byggja upp. Slíkt var einnig
gert á síðasta námskeiði og tókst
mjög vel.“
— Hefur mikill árangur orðið
af þessum námskeiðum?
„Það er ekki hægt að segja
annað. Frá því námskeiðið í
leikrænni tjáningu var haldið á
sl. ári hefur slíkt verið notað í
kristilegu æskulýðsstarfi. Hafa
leiðbeinendur notfært sér þá
reynslu sem þeir fengu á mótinu
og einnig notað leiðbeiningabók
þá sem þar fékkst," sagði Oddur.
Öllum opið
Eins og skýrt var frá í upphafi
hefst námskeiðið 4. september
n.k. og því lýkur 7. september.
Það er opið öllum þeim sem
áhuga hafa en Oddur sagði að
miðað væri við að þátttakendur
væru ekki yngri en 16 ára.
Sagðist hann búast við um 50
manns, flestum frá Reykjavík og
byggðum í kring, en einnig
nokkrum frá öðrum landshlut-
um.
Það var barnmargt hjá þeim hjónum
1 l w / 1
■> » i
Á ferd um Austurland Texti/Guðbjörg Guðmundsdóttir Myndir/Kristinn Ólafsson
„Allt helber lygi sem að
í blöðunum stendur"
ÞAÐ er fögur en stórskorin leið þegar ekið er um Njarðvikurskrið-
ur til Borgarfjarðar eystri. Hann er nyrstur fjarðanna sem skerast
inn i austfjarðahálendið. Sveitin i dalnum er sérstæð og fögur,
enda fjallahringurinn löngum dásamaður fyrir litadýrð og
formfegurð, en blágrýti og liparit eru megin bergefni. Dyrfjöllin
ber við himin við norðvestanverðan Borgarfjörð. Tiguleg og fögur
hafa þau orðið mörgum málara myndefni s.s. Kjarval sem hefur
fest þau á léreft i ótal litbrigðum.
Bakkagerði heitir kauptúnið
sem kúrir í dalnum friðsælt og
hlýlegt. Líklega kemur ferða-
manni fyrst í hug að í kirkjunni
litlu er rómuð altaristafla eftir
meistarann Kjarval. Byggðin er
forn í dalnum og hafa fundist
fornar minjar í jörðu þar sem
landnámsbærinn Bakki stóð,
skammt frá núverandi Kaup-
túni. Blaðamaður og ljósmynd-
ari Morgunblaðsins gleymdu sér
þó ekki í hugleiðingum um jarð-
hús búandans, sem sagt er frá í
Fljótsdælasögu, heldur bönkuðu
upp á hjá hjónunum Sólbjörtu
Hilmarsdóttur og Guðmundi
Sveinssyni að Hóli, sem er
bóndabýli inn í miðju Bakka-
gerðisþorpinu.
Okkur eru boðnar veitingar en
síðan spyr blm. þau hvort þau
séu uppalin í Bakkagerði. Sól-
björt kvaðst vera uppalin á
malbikinu nánar tiltekið á
Óðinsgötunni, en Guðmundur er
fæddur og uppalinn í Borgarfirði
eystra.
— Eru þetta ekki mikil við-
brigði fyrir þig, að koma úr
borginni í svona lítið og að
sumra mati afskekkt þorp?
— Jú þetta er öðruvísi, en ég
myndi alls ekki vilja flytja aftur
til Reykjavíkur, sagði Sólbjört.
— Þetta hefur samt eflaust
verið afskekktara hérna áður
fyrr?
— Það var miklu betra þá,
sagði Guðmundur. Það var allt
annað að vera dálítið einangrað-
ur. Fleira og fleira fólk leggur
leið sína hingað. Þetta er rumpu-
lýður sem hefur ekkert hingað
Guðmundur var hressilegur og
þótti gaman að taka upp i sig.
Tja við erum með kindabúskap, hesta, ketti, hunda, aligæsir,
aliendur og hænsni.
að gera, sagði Guðmundur og
glotti.
— Ferðu oft til Reykjavíkur?
Guðmundur sem er hressi-
legur og hefur gaman af að taka
upp í sig segir: — Nei, nei,
þangað fér ég alls ekki nema að
bráða nauðsyn beri að, hélt
Guðmundur áfram. Ég skal nú
segja þér það, að ég hef komið
þrisvar til Reykjavíkur á æfinni
og finnst það meira en nóg. Ef
það er eitthvað sem mig vantar
þá fer ég bara til Egilsstaða.
— Fáið þið dagblöðin sam-
dægurs?
— Þessi helv ... sorprit. Jú,
við fáum þau samdægurs, á
sumrin, en á veturna oft viku
seinna. Annars kaupi ég þau
aldrei, því ég hef allt annað við
peningana mína að gera, enda er
allt helber lygi sem í blöðunum
stendur.
— Hafið þið ykkar eigin prest,
lækni o.s.frv.?
— Já, sei sei, prest höfum við,
en lækni engan og ekki mikill
skaði hlotist þar af. Læknirinn
kemur hingað á miðvikudögum,
blessaður, og það er allt of
mikið. Við erum svo hress hérna
í Borgarfirði eystra og það eru
einungis móðursjúku kerl-
ingarnar sem fara til hans hvern
miðvikudag. Konur þurfa ekkert
að gera núorðið. Það eru allskon-
ar maskínur sem sjá fyrir öllu.
Þær hafa ekkert að gera annað
en að eiga börn. Sólbjört skaut
því inn í að hún hefði alið sín
þrjú börn heima, en ekki þurft
að leita út á við.
— Það var barnmargt hjá
þeim hjónum, og blaðamaður
spurði hvort þau ættu öll þessi
börn.
— Nei, sagði Sólbjört, sem er
aðeins 21 árs, en þriggja barna
móðir eins og hún sagði. Ég er
með fjögur börn í sveit. Svona
yfir sumartímann elda ég að
jafnaði ofan í 11—12 manns.
Hvernig búskap hafið þið?
— Tja, það er nú ekki gott að
segja, sagði Guðmundur og
brosti. Við erum með kindabú-
skap, hesta, ketti, hunda, aligæs-
ir, aliendur og svo þrjár hænur.
Eftir að hafa lokið úr kaffi-
bollanum og átt góða stund á
heimilinu, kvöddum við þessi
myndarlegu hjón, sem una glöð
við sitt að Hóli í Borgarfirði
eystra.