Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
Norðmennirnir, Jan Johansson og Finn Ryhl-Andersen, fagna sigri uppi á þaki bifreiðar sinnar á
sunnudagskvöld og sprauta kampavíni yfir nærstadda.
„Svona svakaleg-
um vegum höfðum
við ekki búist við“
„ÉG IIEF aldrei áður séð
slíka vegi, — það var
búið að segja okkur að
vegirnir hér væru vondir
en svona svakalegum
vegum höfðum við ekki
búist við,“ sagði Jan Joh-
ansson, annar sigurveg-
arana í Ljómarall ’80, er
blaðamaður Morgun-
blaðsins spjallaði við
hann um keppnina. Norð-
mcnnirnir Finn Ryhl-
Andersen og Jan Joh-
ansson óku á Datsun 160
J og fengu eina klukkust-
und og tuttugu mínútur í
refsistig. í öðru sæti
lentu Hafsteinn Aðal-
steinsson og ólafur Guð-
mundsson á Subaru GFT
og fengu þeir eina klukk-
ustund, fjörutíu og níu
mínútur í refsistig. I
þriðja sæti, Bragi Guð-
mundsson og Matthías
Sverrisson á Lancer með
tvær klukkustundir og
átján mínútur t refsistig.
Sautján bílar hófu
keppnina en einugis sjö
komust á leiðarenda og
höfðu þá lagt að baki
2.696 km leið á fimm
dögum.
„Okkur stóð fyrst nokk-
ur stuggur af ánum, því
við höfðum heyrt ljótar
sögur af því hvernig farið
hefði fyrir ökumönnum í
viðureigninni við þær,“
sagði Johanson, „en eftir
- segir Johansson,
annar Norðmann-
anna sem sigruðu
í Ljómaralli ’80
að hafa farið yfir þá
fyrstu höfðum við minni
áhyggjur af þeim. Þó var
mjótt á mununum að við
kæmumst yfir þær sumar,
tvisvar fengum við vatn í
kveikjuna og yfir eina
þeirra fórum við á einum
sílindra — við rétt mörð-
um það yfir og það heyrð-
ist í bílnum eins og í
gömlum trillubát."
Áttuð þið von á að
vinna þessa keppni?
„Nei, okkur kom það
ekki til hugar. Við höfðum
heyrt að vegirnir hér
væru slæmir og vonuð-
umst aðeins til að komast
alla leið. Á öðrum degi,
þegar Eggert og Tryggvi
féllu út úr keppninni, fór-
um við að gera okkur
vonir um flokkaverðlaun,
— bílunum er skipt í
flokka eftir breytingum,
vélarstærðum o.fl. og
veitt verðlaun þeim sem
fyrstur er í hverjum
flokki. Það var ekki fyrr
en við lok keppninnar að
við gerðum okkur ljóst að
við hefðum möguleika á
að vinna. Það hefur áreið-
anlega komið okkur sjálf-
um mest á óvart."
Ef þessi keppni yrði
endurtekin að ári, mynd-
uð þið þá taka þátt í
henni?
„Það var mjög gaman
að þessari keppni og við
ættum sjálfsagt erfitt
með að standast freisting-
una — þó að við gerum
okkur auðvitað ljóst að
við myndum varla vinna
aftur. Þið hafið alveg sér-
staklega góða rallvegi hér
en það þarf góða og
trausta bíla til að stand-
ast álagið — við sigruðum
fyrst og fremst vegna þess
hvað við höfðum góðan
bíl. — Hér á íslandi væri
upplagt að koma á alþjóð-
legri rallkeppni, — til
þess þarf ekkert nema
viljann. Hér hagar mjög
vel til fyrir slíka keppni,
en flestar aðrar þjóðir eru
komnar með svo þróað
vegakerfi að þar verður að
aka á sérstökum rall-
brautum sem ekki eru
fyrir venjulega umferð."
Að lokum sagði Joh-
ansson: „Þessi keppni var
sérstaklega vel skipulögð
og mjög vel staðið að
öllum undirbúningi.
Okkur er efst í huga
þakklæti til þeirra hér á
Islandi sem greiddu götu
okkar og gerðu okkur fært
að taka þátt í þessari
keppni."
Sæmundur Arelíusson
Þormóði ramma, Siglufirði:
„Rekstrargrund-
völlur er óbreyttur“
— VIÐ höfum fregnað, að menn hafi orðið varir við síld hér út af
Norðurlandi og ég býst við, að reynt verði að salta sild á Siglufirði, ef
einhverjir fara á reknet, sagði Sæmundur Áreliusson hjá Þormóði
ramma á Siglufirði.
— Hér hefur ekki verið söltuð
síld síðan 1976, en það ætti þó að
verða vandalítið að bjarga því við,
ef af yrði.
— Annars er það að segja, að
staðan í frystihúsarekstrinum
hefur ekkert breyst, það eru sömu
laun og 1. júní, sama fiskverð, og
þótt gengissigið hafi eitthvað
lappað uppá, hafa hinir geysiháu
vextir þau áhrif að við erum
nákvæmlega í sömu sporum og
fyrr. Næsta holskefla kemur síðan
1. september þegar launahækkun
og nýtt fiskverð koma til fram-
kvæmda.
— Það ætti öllum að vera ljóst,
að þegar fiskverð t.d. á ferskfiski á
Bretlandi hefur lækkað í pundum
um 25%, við sívaxandi tilkostnað,
verður ekkert fyrirtæki rekið.
Annars eru það þessir himinháu
vextir sem reynast okkur erfiðast-
ir og ég get ekkert séð framundan
sem bendir tii bjartari tíma.
— Við höfðum vonað, að við
yrðum látnir í friði með þorsk-
veiðarnar fram í desember, en nú
er það ljóst að svo er ekki, við
missum út 27 daga næstu þrjá
mánuði, þannig að útlitið er dökkt.
— Frystihúsið hefur opnað aft-
ur án þess að grundvöllurinn hafi
nokkuð breyst, fólkið fór aðeins í
sumarfrí eins og um var talað og
kom aftur úr sumarfríi, en staðan
er óbreytt, sagði Sæmundur að-
spurður að lokum.
Eyjólfur Martinsson
Isfclagi Vestmannaeyja:
„Lausafjárstaðan er
enn gífurlega slæmw
— VANDI frystihúsanna er í raun sá sami um allt land,
og þegar við hættum rekstri í sumar var staðan orðin
þannig, að við fengum ekki peninga hjá bankanum til
að borga vinnulaun og hráefni, sagði Eyjólfur Martins-
son hjá ísfélaginu í Vestmannaeyjum. — Gífurlegar
birgðir höfðu safnast hjá okkur og vorum við t.d. einir
með um 50 þúsund kassa. Undanfarið hefur grynnkað
talsvert á birgðunum, en lausafjárstaðan er enn
gífurlega slæm.
— Við hér í Eyjum söltuðum þó
mjög mikið siðasta vetur og það
bjargaði miklu, en hins vegar
höfum við ekki getað hengt neitt
upp. Það hefur ekki verið hægt
síðan eftir gos vegna öskuryks, en
við vonumst til að fá aðstöðu á
nýja landinu fljótlega og það
bætir hag okkar ef skreiðin verður
áfram eins verðmikil og hún er
núna.
— Peningalega hafa fyrirtækin
aðeins rétt úr kútnum undanfarið,
en þó alls ekki nægjanlega. Margir
þurfa lán til að bjarga sér og sú
fyrirgreiðsla, sem Seðlabankinn
ætlar að veita Útvegsbankanum,
til að hann geti hjálpað, kemur
eflaust í góðar þarfir.
— Menn ern að tala sig saman
þessa dagana um að hefja rekstur
á næstunni, en í því er þó ekkert
ákveðið og í raun ekki fýsilegt að
fara af stað aftur. Síldveiðarnar
byrja í næstu viku og það er
trúlegt að þær reki einhverja af
stað, en það er þó ekki víst því
fyrsta síldin kom ekki fyrr en 4.
september í fyrra.
Hvenær við byrjum að taka á
móti fiski er ekki vitað, en ætli
það verði ekki í síðasta lagi viku af
september, sagði Eyjólfur Mart-
insson.
Utanríkisráðherra Austur-
Þýzkalands í heimsókn hér
OSKAR FISCHER, utan-
ríkisráðherra Austur-
Þýzkalands, kom hingað
til lands í opinbera heim-
sókn í gærmorgun. Ilann
heldur aftur utan síðar í
daK- . . ,
I gær hitti hann Olaf
Jóhannesson utanríkisráð-
herra og ýmsa starfsmenn
utanríkisráðuneytisins.
Þá fór ráðherrann í
heimsókn í frystihúsið ís-
björninn og skoðaði Árna-
safn. í gærkvöldi hélt Ólaf-
ur Jóhannesson utanríkis-
o
INNLENT
k A
ráðherra svo hinum aust-
ur-þýzka starfsbróður sín-
um kvöldverð að Hótel
Sögu.
í dag hittir utanríkisráð-
herrann austur-þýzki m.a.
Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra, Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta ís-
lands og Sigurjón Péturs-
son, forseta borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Maðurinn
ófundinn
MAÐÚRINN, sem sveik 2,6 millj-
ónir króna út úr veðdeild Lands-
bankans Laugavegi 77 sl. föstu-
dag hcfur ekki náðst ennþá.
Rannsóknarlögregla rikisins
vinnur kappsamlega að þvi að
uppiýsa málið.