Morgunblaðið - 26.08.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
Þessi skreyting Ingibjargar
Þorkelsdóttur fékk viðurkenn-
•ngu. Frá sýningu Daiiuklúbbsins í Laugardalnum. Liósm. ói.k.m.
Dalíusýning í Laugardal
UM FJÖGURHUNDRUÐ og fimmtíu manns sóttu
sýningu Dalíuklúbbsins, sem fram fór í Reykjavík á
sunnudag í gróðurhúsi í Laugardalnum. Sýndu
félagar þar dalíur og ýmis fleiri blóm sem þeir hafa
ræktað, en sýning þessi er árviss viðburður í starfi
klúbbsins. Dómnefnd veitti viðurkenningar fyrir
fallegustu dalíuna, rósina og fallegustu skreytinguna,
en dalíur eru viðkvæmar og þurfa gott skjól og
aðhlynningu til að vaxa upp.
Stella Guðmundsdóttir með rósina sem hún fékk viðurkenningu Áslaug Pétursdóttir fékk viðurkenningu fyrir þessa dalíu.
fyrir.
_______________17_
Svína- og ali-
fuglabændur:
Krefjast end-
urgreiðslu á
fóðurbætis-
skattinum
Sameiginlegur fundur alifugla-
og svinabænda. sem haldinn var i
Glæsibæ sl. sunnudag. mótmælir
álógðum fóðurbætisskatti og þar
sem komið hefur fram að áætlað
er að skatturinn renni til ann-
arra búgreina viljum við harð-
lega mótmæla slikri tilfærslu á
fjármagni, segir i frétt frá félög-
um svina- og alifuglabænda og
eggjaframleiðendum.
Segir jafnframt í fréttinni að
krafa sé gerð til þess að skattur-
inn verði endurgreiddur til við-
komandi búgreina, en þær standi
óstuddar á almennum markaði við
hlið styrktra og stórlega niður-
greiddra búgreina. „Getum við
ekki viðurkennt að búgreinar
okkar eigi að skattleggja með
þessum hætti. Fari hins vegar svo,
að umræddur skattur verði ekki
endurgreiddur að fullu eða afnum-
inn, teljum við eðlilegt og jafnvel
sjálfsagt, að þessar búgreinar fái
notið hans,“ segir í frétt félag-
anna.
Stálu 9
hrossum
RANNSÓKN á hrossaþjófnað-
armálinu er langt komin hjá
RLR. Ungmennin þrjú, sem sitja
í gæzluvarðhaldi vegna þessa
máls, hafa viðurkennt að hafa
tekið ófrjálsri hendi 9 hross. Þar
af höfðu þau selt þrjú hross.
AUGLÝSINGASIMINN ER:
JBorounbUtiib
Skrrfstofuvélar hf bjóða nú fjórar gerðlr af léttum
og þægilegum skólarítvélum frá ABCogKovac
Þú getur sjálfsagt fundið notaðar
vélar á lægra verði. En þegar þú
ætlar að kaupa skólaritvél þarftu
að hugsa um fleira en verðið. ABC
og Kovac fullnægja öllum þeim
kröfum sem gerðar eru til góðra
skólaritvéla. Þær eru léttar og
þægilegar í meðförum; traustar og
endingargóðar; í góðri tösku; og
ekki síst: byggðar eins og,,alvöru“
ritvélar. Þegar þú hefur kynnt þér
ABC og Kovac vélarnar hjá okkur
geturðu sannfærst um, að það er
ekki að ástæðulausu að við teljum
þær framúrskarandi.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
+ —■ - .i? Hverfisgötu 33
Simi 20560