Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
23
Sigurður Halldórsson skorar þriðja markið
Sigurður Lárusson og Sigþór fagna markinu
Ljósm. Kristinn.
SgSsM** <*•**»* *»”
Einkunnagjdfin
LIÐ VÍKINGS:
Diðrik ólafsson
Þórður Marelsson
MaKnús Þorvaldsson
IleÍKÍ HeÍKason
Gunnar Gunnarsson
Róbert AKnarsson
Jóhannes Bárðarson
ómar Torfason
Lárus Guðmundsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Heimir Karlsson
Hörður SÍKurðsson (vm)
Hörður Þórhallsdh (vm)
LIÐ FRAM:
Guðmundur Baldursson
Símon Kristjánsson
Trausti Haraldsson
Jón Pétursson
Marteinn Geirsson
Gunnar Guðmundsson
Hafþór Sveinjónsson
Guðmundur Torfason
Pétur Ormslev
Guðmundur Steinsson
Erlendur Daviðsson
LIÐ KR:
5 Stefán Jóhannsson
5 Guðjón Hilmarsson
6 Jósteinn Einarsson
5 Ottó Guðmundsson
5 Börkur Ingrvarsson
5 Elias Guðmundsson
6 BirKÍr Guðjónsson
5 ÁKÚst Jónsson
g Jón Oddsson
4 Sæbjörn Guðmundsson
6 SÍKurður Indriðason
4 ErlinK Aðalsteinsson (vm)
4
LIÐ ÍA:
Bjarni SÍKurðsson
8 Guðjón Þórðarson
5 Jón Áskelsson
7 SÍKurður Lárusson
6 SÍKurður Halldórsson
6 Jón GunnlauKsson
6 Kristján OÍKeirsson
6 Björn H. Björnsson
7 SÍKþór ómarsson
7 Guðbjörn TryKKvason
6 Árni Sveinsson
5 Júlfus InKÓlfsson (vm)
LIÐ UBK:
5 Guðmundur ÁsKeirsson
6 ólafur Björnsson
5 Tómas Tómasson
6 Valdemar Valdemarsson
7 Einar Þórhailsson
8 GunnlauKur HelKason
6 VÍKnir Baldursson
6 Þór Hreiðarsson
7 Hákon Gunnarsson
6 InKÓlfur InKÓlfsson
5 SiKurður Grétarsson
6 Björn Þór EKÍlsson ívm'
- \ *
LIÐ FH:
Friðrik Jónsson
Viðar Halldórsson
9 Atli Alexandersson
6 Valþór SÍKþórsson
4 Guðjón Guðmundsson
6 Lokí ólafsson
5 HelKÍ RaKnarsson
7 ÁsKeir Elíasson
6 Valur Valsson
6 Pálmi Jónsson
6 ÁsKeir Arnbjörnsson
6 MaKnúS Teitsson (vm)
6 Dómari:
5 Þorvarður Björnsson
LIÐ ÍBK:
6 Þorsteinn Bjarnason
7 Guðjón Guðjónsson
6 Gisli Eyjólfsson
6 Kári GunnlauKsson
6 óskar Færseth
5 Björn InKÓlfsson
5 Hilmar Iljálmarsson
6 ómar InKvarsson
6 ólafur Júliusson
5 RaKnar MarKeirsson
8 Steinarióh»r.^.n
5 Oli Þór MaKnússon (vm)
7
5 LIÐ ÍBV:
5 Páll Pálmason
6 Þórður IlallKrímsson
5 SÍKhvatur Bjarnason
4 Viðar Elíasson
4 Snorri Rútsson
4 Sveinn Sveinsson
4 ómar Jóhannsson
6 Sigurlás Þorleifsson
5 Kári Þorleifsson
6 Guðmundur Erlendsson
Dómari:
7 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
7
6
5
5
6
5
4
6
5
8
4
4
7
5
6
5
5
4
6
5
5
5
6
af krafti í upphafi seinni hálfleiks
en ekki tókst þeim að skora. Fyrst
skaut Sæbjörn framhjá í dauða-
færi og Bjarni varði frábærlega
vel skallabolta frá Jóni Oddssyni.
Á 20. mínútu seinni hálfleiks
kom svo þriðja markið, sem end-
anlega gerði út um leikinn. Árni
tók langt innkast, boltinn barst til
Sigurðar Lárussonar, sem tókst að
slá hann með höndunum til nafna
síns Halldórssonar án þess að
dómarinn sæi. Sigurði Halldórs-
Bjarni lokaði marki IA
EITTHVERT lánleysi hefur verið yfir KR-ingum í undanförnum
leikjum og engin breyting varð þar á þegar KR-ingar fengu
Akurnesinga í heimsókn á laugardaginn. Gestirnir unnu 3:0 í leik. þar
sem KR-ingar voru mun sókndjarfari. En þeim tókst ekki að koma
boltanum í netið þrátt fyrir mörg góð tækifæri. Þau skot og
skallaboltar sem á markið komu lentu ætíð i höndum Bjarna
Sigurðssonar skagamarkvarðar, sem að þessu sinni sýndi algeran
stjörnuleik í markinu. sérstaklega
Fyrri hálfleikurinn var mjög
fjörugur og skemmtilegur og
marktækifærin komu á færibandi.
Strax á 6. mínútu skoruðu Akur-
nesingar mark. Guðbjörn
Tryggvason braust upp hægra
megin og gaf boltann inn í víta-
teiginn til Sigþórs Ómarssonar,
sem skallaði boltann laglega í
markið af nokkuð löngu færi.
Stefán markvörður var mjög hik-
andi í varnaraðgerðum sínum.
Á 12. mínutu bættu Skagamenn
við marki og var það mjög svo
einkennilegt. Skagamenn spyrntu
langsendingu fram völlinn, beint á
Stefán markvörð. Sigþór var rang-
stæður og veifaði línuvörðurinn en
dómarinn, Rafn Hjaltalín flautaði
ekki, heldur lét leikinn halda
áfram eins og rétt var. En Stefán
markvörður hélt að búið væri að
dæma rangstöðu, því hann rúllaði
boltanum fram hinn rólegasti.
Guðbjörn var fyrstur að átta sig,
brunaði upp að markinu, lék á
Stefán en var felldur af honum.
í fyrri hálfleik.
Vítaspyrna var réttilega dæmd og
úr henni skoraði Sigþór af miklu
öryggi.
Eftir þetta mark færðist mikið
fjör í leikinn og var sótt á báða
bóga en KR-ingarnir voru samt
hættulegri. Bjarni var mjög vak-
andi í markinu og hirti allt sem
inn í vítateiginn kom. í nokkur
skipti varði hann frábærlega vel,
t.d. skallbolta Barkar, sem stefndi
í bláhorn marksins og þrumuskot
Jóns Oddssonar beint úr auka-
spyrnu. Árni Sveinsson komst í
dauðafæri hinum megin á vellin-
um er hann komst einn inn fyrir
vörn KR en hann varð of seinn að
skjóta.
KR-ingar héldu áfram að sækja
syni tókst með harðfylgi að koma
boltanum yfir marklínuna.
'Eftir markið dofnaði yfir leikn-
um en síðasta tækifærið féll
Erlingi Aðalsteinssyni í skaut en
enn einu sinni voru heilladísirnar
á bandi IA. Erling átti þrumuskot
í höfuð Guðjóns Þórðarsonar og
stöngina.
Bæði liðin léku ágæta knatt-
spyrnu í þessum leik og voru
Akurnesingar þar framar í flokki
þótt lánið hafi ekki leikið við þá.
KR-ingarnir eru komnir í alvar-
lega fallhættu en þeir hljóta að
bjarga sér, þeir eru einfaldlega
alltof góðir til þess að fara niður í
2. deild.
Sigurinn var mkilvægur fyrir
Skagamenn. Þeir eru aftur komnir
í baráttuna. Sigurinn geta þeir
fyrst og fremst þakkað heilladís-
unum og Bjarna markverði Sig-
urðssyni, sem átti hreint frábær-
an leik.
í STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 23. ágúst,
KR - ÍA 0-3 (0-2).
MÖRK ÍA: Sigþór Omarsson á 6.
og 12. mínútu (vítaspyrna) og
Sigurður Halldórsson á 65. mín-
útu.
ÁMINNING: Engin.
Áhorfendur: 843.
- SS.
FH sótti en
UBK skoraði
UBK steig mikilvægt skreí í átt
burt frá fallbaráttusvæði 1. deild-
ar, en FH sogaðist hins vegar enn
nær, er liðin mættust á Kapla-
krikavelli. UBK sigraði í leikn-
um með eina marki leiksins sem
Sigurður Grétarsson, framherj-
inn stórefnilegi, skoraði snemma
í fyrri hálfleik. Ilafa Blikarnir
nú hlotið 15 stig <>k ættu ekki að
þurfa að hugsa um fall lengur.
Siðustu leikirnir verða hins veg-
ar FH-ingum erfiðir, þeir eiga
eftir að leika gegn Fram, ÍBV og
Þrótti. Annars var gangur leiks
FH og UBK svolítið furðulegur.
Það var nefnilega FH sem sótti
allan leikinn mun meira. Engu að
síður runnu öll þau marktæki-
færi sem buðust í vasa Breiða-
bliksmanna, það voru ein 5—6
færi eða meira, þannig að þrátt
fyrir meiri sókn FH, var sigur
ÚBK meira en verðskuldaður.
ubk 0:1
Sigurmark UBK kom strax á 13.
mínútu leiksins. Hákon Gunnars-
son sendi þá Iaglega stungusend-
ingu á Sigurð Grétarsson, sem
stakk FH-vörnina af, ekki í fyrsta
skiptið og ekki síðasta. Komst
Sigurður á auðan sjó og skoraði
yfirvegað fram hjá úthlaupandi
markverðinum.
FH-liðið var með ólíkindum
slakt að þessu sinni. Það vantaði
ekki, að leikmenn li&ain«-óft
•dgiega saman úti á vellinum, nei,
það vantaði sko ekki. En framlín-
an var með öllu vopnlaus og
bitlaus, auk þess sem vörnin var
fjarri því að vera eitthvað til að
gala húrra fyrir. Það eru að sjá of
margir veikir hlekkir í liðinu. En
knattspyrna FH-inga gleður oft
augað, ekki verður annað sagt.
Það vantar bara alla ákveðni og
allt stál. Blikarnir eru án nokkurs
vafa mun betri lið, enda hafa þeir
lagt FH að velli í báðum viður-
eignum þeirra í sumar. Þrátt fyrir
að menn vatnaði í vörnina eins og
Benedikt og Helga Helgason, stóð
hún sig vel. Miðvallarspil liðsins
var gott á köflum og Sigurður
Grétarsson var stórhættulegur
Það em. zgz- ykJur, að pH
komst ekki nálægt því að skora
hjá Blikunum fyrr en komið var
fram yfir venjulegan leiktíma. Þá
reyndi Pálmi Jónsson skot af
25—30 metra færi, gott skot, sem
Guðmundur Ásgeirsson varði
mjög vel. Þar fyrir utan ógnaði
bitlaus framlína FH Blikunum
aldrei. Kópavogsmennirnir beittu
mjög skyndisóknum með þeim
afleiðingum, að þeir hefðu átt að
vinna 3—4 núll. Sigurður Grét-
arsson komst þrívegis í dauðafæri
og Helgi Bentsson tvívegis. En
þeir ýmist brenndu af, létu ræna
frá sér knettinum, eða þá að
Friðrik varði eins og herforingi.
frammi. Félagar hans Helgi og
Ingólfur voru óvenjulega daufir að
þessu sinni. En sigur UBK var
verðskuldaður.
I STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild: FH:UBK
0:1 (0:1)
Mark UBK: Sigurður Grétars-
son (13. mín.)
Gul spjöld eða rauð: SÍKurðnr
Grétarsson sá gult. — gg-
• Guðmundur Torfason lék Víkingsvörnina grátt.
Ljósm. Kristinn.
Fram nýtti betur færin
— en vann of stóran sigur miöað viö gang leiksins
FRAMARAR unnu stórsigur á Vikingi í 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu um helgina. Skoruðu Framarar þrjú mörk, en Víkingum
var hins vegar gersamlega fyrirmunað að skora. Þeir fengu til þess
ekki siðri og ekki færri tækifæri en Framarar. Sigur Fram var
verðskuldaður, þó einkum fyrir þær sakir, að liðið nýtti þau færi sem
buðust. í frekar slökum leik, voru það hins vegar Víkingarnir sem að
léku heldur áferðarfallegri knattspyrnu úti á vellinum. En Fram lék
árangursrikari fótboltann að þessu sinni. Þessi leikur var geysilega
þýðingarmikill, þar sem bæði Víkingur og Fram voru með 18 stig
fyrir leikinn, tveimur minna en Valur.
Víkingur -
Fram
Framarar fengu sannkallaða
óskabyrjun, en knötturinn lá í neti
Víkings eftir aðeins þrjár mínút-
ur. Það blés því ekki byrlega fyrir
Víking og til að bæta gráu ofan á
svart, kom markið upp úr innkasti
sem að Víkingur hefði réttilega
átt að fá. Knötturinn barst til
Guðmundar Torfasonar við hægra
vítateigshornið. Hann stakk
lúmskri sendingu inn að markteig
Víkings og Diðrik vaknaði ekki
fyrr en of seint af blundi sínum. í
stað þess að hlaupa til og hrifsa
knöttinn til sín, stóð hann frosinn
á línunni og lét Guðmund Steins-
son næla í tuðruna. Guðmundur
skaut í fætur Diðriks, en þaðan
skaust knötturinn til Péturs
Ormslevs sem þrumaði knettinum
í þaknetið frá vítapunkti.
Leikurinn var mjög jafn framan
af og fyrir kom að bæði lið sýndu
eitthvað af viti. Þegar líða tók að
miðju fyrri hálfleiks færðustJVík-
ingarnir hins yo^o- rnjog - aukana
og um tíma rak hvert dauðafærið
annað. Það byrjaði á 20. mínútu,
Lárus Guðmundsson lék þá illa á
Símon, en Marteinn potaði knett-
inum burt á síðustu stundu. Fimm
mínútum síðar varði Guðmundur
Baldursson snilldarlega skalla
Helga Helgasonar sem stefndi í
bláhornið. Guðmundur varði enn
af snilld tveimur mínútum síðar,
er Lárus komst einn í gegn eftir
mistök Marteins. Enn sóttu Vík-
ingar og á 33. mínútu komust bæði
Helgi og Heimir í góð færi á
markteig Fram, Guðmundur varði
fyrra skotið, en síðan tókst þeim
Víkingsfélögum að koma knettin-
um aftur fyrir endamörk.
Framarar byrjuðu síðari hálf-
leikinn nákvæmlega eins og þann
fyrri, eða með því að skora.
Guðmundur Torfason var þar á
ferðinni, en markið var keypt á
útsölu. Skot Guðmundar úr
þröngu færi breytti lítillega um
stefnu af Víkingsfæti og skaust
undir Diðrik sem virtist ekki eiga
von á skoti. Víkingar gáfust ekki
upp og aðeins tveimur mínútum
síðar fékk Heimir Karlsson eitt
besta marktækifæri sumarsins,
komst á auðan sjó, en tókst á
ótrúlegan hátt að brenna af.
Víkingarnir dofnuðu mjög er
hér var komið sögu og á 67.
mínútu bættu Framarar þriðja
markinu við. Guðmundur Steins-
son skildi varnarmann Víkings
eftir á afturendanum og lék fast
að markinu. Guðmundur renndi
síðan út á nafna sinn Torfason
sem ýtti knettinum yfir marklín-
una. Mínútu síðar var Víkings-
vörnin í berjamó er Guðmundur
Steinsson óð einn upp allan völl.
Rétt utan vítateigs voru varnar-
menn Víkings farnir að þrengja að
honum og lét hann því gríðarlegt
skot ríða af. Small knötturinn í
vinklinum á leið sinni fram hjá,
glæsilegt skot. Gæði þessa leiks
fjöruðu mjög út lokakaflann, en á
síðustu mínútunni hefði PAtnj
Ormslav. 5>kora fjórða mark.
ið, hann komst þá í ákjósanlegt
færi, en var of kærulaus og allt
rann út í sandinn.
í heild var þetta nokkuð þokka-
legur leikur. Að vísu komu oft
langir kaflar þar sem lítið átti sér
stað á vellinum. En yfirleitt
reyndu menn að leika knattspyrnu
og stundum tókst það. Sigur Fram
var verðskuldaður, en allt of stór.
1—0 hefði verið nær lagi og
Framarar hefðu meira að segja
ekki getað kvartað hefðu Vík-
ingarnir hirt annað stigið. En það
lið sem nýtir færi sín á sigur
skilinn, því þarf enginn að
skammast sín. Guðmundur Bald-
ursson og Pétur Ormslev voru
bestu menn Fram að þessu sinni.
Guðmundur Torfason var einnig
mjög drjúgur, svo og Trausti að
venju. Aðrir í liðinu voru jafnir.
Þegar maður rifjar upp Víkings-
liðið í þessum leik, kemur fyrst í
hugann nafn Jóhannesar Bárðar-
sonar. Ekki fyrir neina sérstaka
snilldartakta, heldur fyrir hve
lygilega duglegur hann er og
ósérhlífinn. Má heita að hann hafi
hlaupið frá upphafi leiksins og þar
til honum lauk. Flestir eða allir
Víkinga léku undir getu, helst að
Magnús Þorvaldsson kæmi sér vel
frá sínu auk.Jóhannesar.
í STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 1. deild: Víking-
ur — Fram 0—3 (0-1).
MÖRK FRAM: Pétur Ormslev (3.
mín.) og Guðmundur Torfason (50.
og 67. mín.).
ÁMINNINGAR: Þórður Marels-
son Víkingi og Hafþór Sveinjóns-
son Fram.
— K g.
I »natlsp>ma l
Heil um-
ferð í
vikunni
tAD er nóg að gera í 1. deildar-
keppninni í vikunni, en næstu
dagana fer fram heil umferð.
Annað kvöld fara fram þrír
leikir og umferðinni lýkur með
tveimur leikjum á fimmtudags-
kvöldið.
Allir leikir eru stórleikir eins
og staðan er á toppi og botni í
dag. A Laugardalsvelli mætast
klukkan 19.00 Fram og FH,
toppur og botn. Breiðablik og KR
eigast við á Kópavogsvellinum og
eru bæði liðin óþægilega nærri
botninum. einkum þó KR-ingar.
ÍBV og Víkingur eigast síðan við
í Vestmannaeyjum, en allir leik-
irnir hefjast klukkan 19.00.
Á fimmtudaKskvöIdið eru síð-
an sem fyrr segir tveir leikir. Á
Laugardalsvellinum leika Þrótt-
ur og ÍBK og á Akranesvelli
leika heimamenn og Valur. alger
stórleikur, en eins og menn
muna, vann ÍA Val 3—0 á
Laugardalsvellinum fyrr á sumr-
inu.