Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 25 Pottþéttur dómari Knattspyrnudómarar vekja oft eftirtekt fyrir hin ýmsu tiltæki sin á knattspyrnuvöllunum. Paul Arce stal heldur betur senunni er hann reyndi eftir megni að hafa tök á knattspyrnuleik í Uruguay. Arce varð ljóst, er á leikinn leið. að hann réði ekki við neitt, þannig að skyndilega dró hann rauða spjaldið úr vasa sínum. sýndi sjálfum sér spjaidið og gekk þvi næst til búningsklefa. Kom svo á leikmennina, að þeir hættu að berjast... • John Robertson. Ólga hjá Nott. Forest NOTTINGHAM Forest hefur ekki hafið hið nýja keppnistíma- bil eins og Evrópumeisturum sæmir. Enda er ólga í herbúðun- um. Tveir af kunnustu leik- mönnum liðsins, þeir John Rob- ertson og Garry Birtles eru taldir munu yfirgefa skútuna áður en langt um líður. Skýringarnar eru þær, að hvorugur er ánægður með launa- umslagið. Þá fer líka í taugarnar á Birtles, að Brian Clough skuli hafa skipað honum að raka af sér nývaxið skegg. „Ég kann vel við þökurnar og konan er stjörf yfir skegginu. Ég get ekki séð að það þvælist fyrir mér úti á knatt- spyrnuvellinum,“ segir Birtles og er mikið niðri fyrir ... Fyrsti kaninn EIGI alls fyrir löngu var Dave Brici kjörinn knattspyrnumaður mánaðarins i Skotlandi. Brici er markvörður hjá Morton. Það teldist ekki til tiðinda nema vegna þess að Brici er Banda- rikjamaður og var þetta í fyrsta skiptið sem maður af því þjóðerni hreppti Viskiflöskuna. Áður höfðu m.a. íslendingar orðið svo frægir að hreppa áfengið sem er jafnan i laun fyrir nafnbót þessa. Marlen Goldie var fengin til að afhenda Brici flöskuna og eins og sjá má, ganga ekki allir Skotar um kviknaktir undir skotapils- unum ... im immmmmmmmmk Kajak-menn stofna félag ■ ■ ■ • íslenskir áhugamenn um kaj- aksiglingar hafa nýlega stofnað „Kajak-klúbbinn“. I sumar komu til landsins á þeirra vegum breskir kajak-snillingar og var það kveikjan að stofnun félags- ins. Myndirnar sem hér fylgja. tók Þorsteinn Guðmundsson. Efri myndin sýnir Bretann Dennison á fleygiferð á Þjórsá. Neðri myndin er tekin í sund- lauginni í Garðabæ, en þar sýndu Bretarnir ýmsar æfingar. Kajakklúbburinn telur nú um 10 manns og eru þeir dreifðir hér og þar. á Austfjörðum, í Borgar- firði og svo í Reykjavik. íslend- ingarnir æfa sig helst i Borgar- firðinum, t.d. á Norðurá áður en að laxar taka að ganga, en eftir það gjarnan á Hvitá við Húsafell. Rensenbrink á spítala ◄---------- SVO virðist sem að hollenski knattspyrnusnillingurinn Rob Rensenbrink sé gersamlega bú- inn að vera. Ilann var kominn yfir „toppinn“ eins og sagt er, þegar hann yfirgaf Belgiu og Anderlecht og freistaði gæfunnar i bandarisku knattspyrnunni. Leiðin lá til Portland Timbers, en dæmið hefur ekki gengið upp. Rensenbrink á nefnilega við slæma vöðvabólgu að striða og hann hefur lítið sem ekkert getað leikið. Siðustu vikurnar og mán- uðina hefur hann meira að segja orðið að mæta daglega á sjúkra- hús i meðferð. Gekk á ýmsu á Islands- mótinu í siglingum Þar sem keppt var í Laser-flokki Eitt skemmtilegasta íslands- mót sem haldið hefur verið í siglingum hér á landi fór fram dagana 14,—16. ágúst á Skerja- firði, þegar keppt var á Laser bátum. Keppni var hörð og mjög jöfn og úrslit fengust ekki fyrr en i siðustu keppni af sex sem haldnar voru. Það einkenndi þetta Islandsmót að útsjónarsemi keppenda og gott vald yfir regl- um hefur aldrei verið meira og er það eflaust að þakka komu enska siglingaþjálfarans Eric Twiname og þýðingu þeirri á alþjóða- kappsiglingarcglum sem Jóhann Nielsson og Gunnlaugur Jónas- son komu saman i vor og einnig námskeið það er Gunnar Hilm- arsson hélt. Gunnlaugur varð sigurvegari i Laser flokki og sýndi það sig að sá timi, sem hann hefur varið til æfinga. er að skila sér i frábærum árangri þó hann sé aðeins 18 ára gamall. í fyrstu keppninni á fimmtudegin- um voru keppendur nokkuð jafn- ir framan af en þegar keppendur voru á leið aö siðustu bauju kom blanka logn og lentu þeir i einum hnapp, en Gunnlaugur, Baltasar, Rúnar og Bjarni komust i góðan vind og varð það hörkukeppni á milli þeirra um sigurinn. Gunn- laugur hafði best á endasigling- unni og hafnaði hann i fyrsta sæti, Rúnar i öðru og Bjarni i þriðja. Á föstudag voru haldnar tvær siglingar. í fyrri keppninni og raunar allt kvöldið var mjög hvasst og þurftu flestir keppenda að hugsa mest um það að halda bátunum á réttum kili. Bjarni tók forystu strax í upphafi en Gunn- laugur, Gunnar, Rúnar og Jóhann fylgdu fast á eftir. Á „lens- leggnum" velti Rúnar og braut kjöl og varð því að hætta keppni. Jóhann lenti í einhverjum vand- ræðum með bátinn og dróst aftur úr og þegar í mark var komið stóð Bjarni uppi sem sigurvegari, mjög dugandi siglingamaður sem á eftir að láta mikið að sér kveða í framtiðinni. Gunnlaugur hafnaði í öðru sæti og Gunnar í þriðja. í seinni keppninni kom Rúnar tví: efldur til leiks með nýjan kjöl. I upphafi keppninnar tók Ingvi for- ystu en Rúnar fylgdi fast á eftir. Þegar keppni var tæplega hálfnuð hafði Rúnar dregið Ingva uppi, en þá vildi það óhapp til að Ingvi sleit tábönd og varð hann að taka sér langan tíma í að gera við og hafnaði hann í næst síðasta sæti þegar upp var staðið. Rúnar hélt hins vegar forystu til loka keppn- innar og var sigri hans aldrei ógnað verulega. I öðru sæti varð Aðalsteinn og Ágúst hafnaði í þriðja sæti. Gunnlaugi gekk frem- ur illa í þessari keppni f.g hafnaði í sjötta sæti. Á laugardag hófst keppnin kl. 10 f.h. í hægum vindi. í upphafi þeirrar keppni tók Gunn- laugur forystu, en fast á hæla hans fylgdi Ingvi og þar á eftir Snorri, Gunnar og Rúnar. Gunn- laugur hélt forystu til loka og tókst Ingva ekki að ógna sigri hans verulega þótt mjótt væri á munum. Um þriðja sæti börðust Snorri og Gunnar og hafði Snorri betur á síðasta beitilegg. Önnur keppnin gekk mjög svipað fyrir sig; Gunnlaugur í fyrsta sæti og Ingvi í öðru en Rúnar náði þriðja sæti í þeirri keppni. Síðasta keppnin var all söguleg og voru vindbreytingar með ólíkindum. I upphafi höfðu Gunnlaugur og Baltasar forystu en Ingvi, Rúnar og Snorri voru nokkuð jafnir. Rúnar tók þó fljótlega forystu af þeim og dró mjög á Baltasar og Gunnlaug. Bjarni dró Ingva og Snorra uppi í miðri keppni og fór fram úr þeim og dróst Ingvi þá aftur úr en Snorri fylgdi fast á hæla Bjarna. En Bjarni hafði betur og hafnaði í fjórða sæti. Baltasar virti ekki stjórnborðsrétt sem Rúnar átti og varð að venda undir hann og satþar eftir í logni, nældi Rúnar þá í fyrsta sæti, Baltasar í annað og Gunnlaugur í þriðja. Það sem mesta athygli vakti í þeirri keppni var frammi- staða Bjarna Guðmundssonar og Rúnars Steinsen. Þegar á heildina er litið er Gunnlaugur óumdeilan- lega sigurvegari með 714 úr stigi minna en Rúnar. Verðlaun gaf Istækni hf. og eru þau veglegustu verðlaun sem gefin hafa verið í sgilingum hér á landi. Annars urðu heildarúrslit sem hér segir: stig 1. Gunnlaugur Jónasson 814 2. Rúnar Steinsen 15'A 3. Bjarni Guðmundsson 20% 4. Gunnar Guðmundsson 22 5. Ingvi Kr. Guttormsson 23 6. Ágúst Arinbjarnarson 26 7. Jóhann Níelsson 31 8. Snorri Hreggviðsson 34 Aðrir keppendur náðu ekki nógu mörgum mótum til að geta verið taldir með í heildarúrslitum en til þess þurfti að keppa í fimm mótum af sex. Keppendur urðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.