Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
29
„Eitt sinn ég kom
að Kaldárseli“
Þar er barnastarf í hávegum haft
Hressir og glaðir strákar
hlaða sér virki úti i hrauni.
Draumar rættust,
dáðir hófust,
reis upp skáli
við rústir bæjar.
Girt var túnið
traustum strengjum,
kom þá nýtt líf
i Kaldárseli...
Kaldá sem rennur rétt fyrir
framan skálann hefur alltaf
seiðmaKnað aðdráttarafl.
ByKKÍa þeir hafnir
hlaða garða
skip láta sigla
á svölum legi.
Kaupskap þeir fremja
ok flotum beina
heim i hafnir
af höfum utan.
í spennandi gönguferð sýndi
forstöðumaðurinn drengjunum
dauða kind, sem hafði dottið
niður í djúpa gjótu.
Fljótt líður tíð
og fyrr en varir
komið er fram
að kvöldi og háttum,
siðast þá hljómar
sveinum prúðum
orð Guðs og bæn
i aftanrónni.
Sumir drengjanna eru svo
heppnir að fá að njóta lifsins á
öxlum flokksforingjans.
Heilnæmt er þar
og hollt að vera,
hressandi loft
sem himinveigar.
Margt er til yndis
ungum sveinum,
leikefni nóg
i leirum elfar ...
Hluti drengjanna, sem dvöld-
ust i Kaldárseli síðari hluta
júlimánaðar.
Grundvöll skal leggja
i Guðs vors nafni,
áhuga sannan
sý"a í verki,
eftii þá koma
aðrir munu,
betur sem kunna
að byggja' og starfa.“
Texti og myndir/Þórir S. Guðbergsson