Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 32

Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 Hörkuspennandi keppni var i 800 m stökki og hér kemur fyrstur i mark Gnýfari. en Don og Móri berjast um annaó sætið. Blesi i B-flokki góðhesta. knapi er Helgi Eftir tvisýna keppni sigraði Eggertsson. Stórmót á Ilellu: Þytur ok Sigfús sÍKruðu öruKttleKa í A-flokknum. enda báðir orðnir keppnisreyndir. Keppni í skeiði hefur verið mjöK spennandi í sumar ok hefur enginn einn hestur borið af öðrum. Hér er það ViilinKur sem hefur vinninginn en Frami fylgir fast á eftir. Gott skipulag og góðir tímar HestamannafélöKÍn á Suður- landi héldu um fyrri helgi árlext Stórmót sitt að Hellu. Hesta- mannafélagið Geysir sá um alla framkvæmd mótsins að þessu sinni, og er óhætt að segja að vel hafi til tekist. Veður var eins or best verður á kosið alla dagana. Mótið hófst á föstudag með kyn- bótadómum á hryssum. Á laugardag voru gæðingar dæmdir hjá unglingum og full- orðnum, kynbótahryssur kynntar og undanrásir kappreiða. Á sunnudag hófst dagskrá með hópreið og helgistund, kynbóta- dómum var lýst og verðlaun af- hent. Þá fóru fram úrslit í ungl- ingakeppni og í A- og B-flokki gæðinga. Síðast voru svo úrslit í kappreiðum og verðlaun afhent að þeim loknum. Léleg kynbótahross Það var fátt um fína drætti í þeim hluta mótsins er að kynbót- unun sneri, en þó framför frá því í fyrra. í fyrra náði aðeins ein hryssa 1. verðlaunum, en nú voru þær tvær. í yngri flokknum var það Perla frá Kaðalstöðum sem stóð efst, en hún er undan ófeigi 818 á Hvanneyri, sem fékk 1. verðlaun fyrir afkvæmi á fjórð- ungsmótinu á Kaldármelum í sumar. Það má geta þess að Perla var sýnd með Ófeigi þar vestra og var hún eitt af afkvæmunum, sem dómurinn grundvallaðist á. Perla er örviljug og fljúgandi vökur, enda fékk hún 8,38 í einkunn fyrir hæfileika og 8,13 í aðaleinkunn, sem verður að teljast mjög gott hjá 5 vetra hryssu. Eigandi Perlu er Bragi Andrésson. í eldri flokknum stóð efst Kol- brún frá Núpi í Fljótshlíð. Eigandi hennar er Jónas Guðmundsson. Kolbrún er undan Kolbak 730 frá Gufunesi og hlaut hún 8,00 í einkunn. Aðspurður kvað Þorkell Bjarnason þetta heldur skárra í heildina en í fyrra, en þó væri eigi að síður alltof mikið af mjög lélegum hryssum á sýningunni. Sunnlenskir hrossabændur eru greinilega ekki búnir að átta sig á því hvað sé sýningarhæf hryssa og hvað ekki, í það minnsta sumir þeirra. Þytur efstur í A-flokki Það fór eins og menn reiknuðu með, að Þytur Sigfúsar í Geld- ingaholti sigraði í A-flokki gæð- inga, en eftir forkeppnina var hann lang efstur með 8,62 í einkunn og var hann greinilega í sérflokki. Annar varð Hofnar Birnu Eyþórsdóttur með 8,41 eftir forkeppni og hélt hann sæti sínu í endurröðun eða úrslitakeppninni eins og það heitir víst. í þriðja sæti varð Blesi Þorvaldar Krist- inssonar. Hann hlaút 8,35 í ein- kunn og færðist upp um eitt sæti í úrslitum. Hreimur Gylfa Þor- kelssonar varð fjórði með 8,26, færði hann sig einnig upp um eitt sæti í úrslitum. í fimmta sæti varð 21 vetra gömul kempa, Borði frá Kjörseyri, eigandi og knapi Kristinn Guðnason. Borði hlaut 8,39 í einkunn í forkeppni, en það var þriðja besta einkunnin, í úrslitum færðist hann í fimmta sætið. í B-flokknum var keppni tví- sýnni, en þar munaði aðeins tveim stigum á fyrsta og öðrum hesti eftir forkeppnina. I fyrsta sæti varð Blesi Kristjáns Friðgeirsson- ar, en knapi Helgi Eggertsson. Hann var með 8,42 í einkunn, og hélt hann því sæti í úrslitum, en engin breyting varð á sætaröðun í úrslitakeppni B-flokks hesta. Önn- ur varð Steinunn Skúla Steinsson- ar, sem hana sat, með 8,40 í einkunn. Þriðji varð Ljúfur Agn- esar Guðbergsdóttur, en knapi á honum var Jón Jónsson. Ljúfur hlaut 8,31 í einkunn. í fjórða sæti varð Háfeti Þorvaldar Kristins- sonar, en knapi var Halla Sigurð- ardóttir. Háfeti hlaut í einkunn 8,27. Fimmti varð svo Glæsir, en hann á Guðmundur Gíslason og knapi var Eiríkur Guðmundsson. Glæsir er aðeins fimm vetra gamall og vakti hann mikla at- hygli meðal áhorfenda, þótti hann mjög efnilegur og sjálfsagt á hann eftir að láta að sér kveða á sýningum á komandi árum. Glæs- ir hlaut 8,11 í einkunn. í unglingakeppninni varð hlut- skarpastur Ágúst Sigurðsson á hestinum Stefni sem er öskuvilj- ugur unghestur og er sjaldgæft að sjá svo viljuga hesta í unglinga- keppni. Ágúst og Stefnir hlutu 8,65 í einkunn. Önnur í unglinga- keppninni varð Hlín Pétursdóttir á Kötlu, þær hlutu 8,43 í einkunn. I þriðja sæti varð Sigurður Þ. Kristjánsson á Fjölni með 8,22. Ekki er mikið um það að ungl- ingar sýni skeið í keppnum sínum, en þarna var óspart reynt að ná kostunum úr gæðingunum. Mörg vallarmet sett á kappreiðum Það var greinilegt í upphafi móts að Geysismenn höfðu hug á að góðir tímar næðust á vellinum og var kannski ekki vanþörf á, því segja má að völlurinn á Hellu hafi ekki verið með bestu völlum lands- ins. Hér er aðeins verið að tala um völlinn sjálfan, en ekki aðstöðuna í heild. Stöðugt var verið á ferð með valtarann þegar færi gafst og beina brautin nær áhorfendum var ekki notuð við gæðingadóma eða sýningu kynbótahrossa eins og tíðkast hefur. Nú það var eins og við manninn mælt, árangurinn lét ekki standa á sér og vallarmetin fuku eitt af öðru. Sennilega hefur árangurinn ver- ið hvað bestur í skeiðinu og var meðal annars hlaupið undir gild- andi meti í aukaspretti í 150 m skeiði og var þar að verki sú fræga Lyfting, komin alla leið að norðan. Tíminn var 14,5 sek. En þegar keppt var til verðlauna var það „brokkarinn" Fengur sem náði bestum tíma eða 14,9 sek. Eigandi Fengs er Hörður G. Albertsson, en knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Á sama tíma og í öðru sæti varð lítið þekktur hestur, Þröstur Aðal- steins Reynissonar og knapi var Reynir Aðalsteinsson, en Reynir skýtur öðru hverju upp kollinum og tekur þátt í skeiði og er þá oftast í verðlaunasætum. Þriðji varð Gammur Harðar G. á 15,0 sek, knapi á Gamm var Aðalsteinn Aðalsteinsson. I 250 m skeiði voru tímar einnig góðir, en þar sigraði Villingur Harðar G. Álbertssonar á 22,6 sek. Knapi á Villingi var Trausti Þ. Guðmundsson. Annar var sá Frægi Fannar á 22,7 sek. sem er besti tími hans í sumar, en Fannar hefur ekki verið í fremstu röð eins og undanfarin ár, en hann mun ekki hafa gengið heill til skógar fyrri hluta keppnistímabilsins. Þriðji varð svo Trausti Reynis Aðalsteinssonar á 22,9 sek. Svo virðist sem ný stjarna sé að skjóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.