Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
33
upp kollinum í 250 m unghrossa-
hlaupi, en það er Haukur Sigur-
björns Bárðarsonar.
Hefur hann verið nær ósigrandi
seinni hluta sumars og sigraði
hann einnig nú á 18,6 sek. Knapi á
Hauk var Hörður Harðarson.
Önnur var Skessa Borghildar
Tómasdóttur á 18,8 sek. Knapi á
Skessu var Steingrímur Ellerts-
son. I þriðja sæti varð Irpa Leifs
Bragasonar á 18,8 sek. Knapi á
Irpu var Sigurður Sigurðsson. Það
má geta þess að Haukur hljóp á
18,00 sek í undanrásum, sem er
sennilega besti tími sumarsins á
þessari vegalengd.
í 350 m stökki sigraði Glóa
Harðar G. Albertssonar á 24,8 sek.
Knapi var Hörður Harðarson.
Annar var Óli Guðna í Skarði á
24.8 sek. Knapi á Óla var Einar
Daníelsson sem þarna hleypti sinn
fyrsta sprett á kappreiðum. í
þriðja sæti varð Snegla Sigfinns í
Stórulág á 25,3 sek. Knapi var
Tryggvi Árnason. Þess má geta að
Stormur sem hefur verið sigursæll
á þessari vegalengd í sumar varð
að hætta keppni eftir að hafa náð
besta tíma í undanrásum, mun
hann hafa meiðst á fæti.
Það var sama uppi á teningnum
í 800 metra stökkinu og í öðrum
greinum, góðir tímar og hörku
keppni. Þar var það Gnýfari sem
bætti enn einum fyrstu verðlaun-
um í safn sitt, en naumur var
sigurinn í þetta skiptið. Tveir
fyrstu hestarnir voru á sama tíma
60,4 sek. sem er mjög frábær tími
á þessum velli, því 800 m brautin á
Hellu er mjög erfið. En sem sagt
Gnýfari Jóns Hafdal sigraði á
sjónarmun. Knapi á honum var
Sigurður Sigurðsson. Annar og á
sama tíma varð Don, en þetta er í
annað skiptið, sem Don er hleypt á
þessari vegalengd. Eigandi hans
er Hörður G. Albertsson en knapi
Hörður Harðarson. Þriðji varð svo
Móri Hörpu Karlsdóttur á 60,9
sek. Knapi á Móra var Sævar
Haraldsson.
Segja má að árangur hafi verið
lakastur í brokkinu. Eftir fyrri
umferð leit það ekki björgulega út
því allir helstu brokkararnir voru
dæmdir upp, þ.e. stukku upp. En í
seinni umferð lagaðist þetta held-
ur og þá náði Faxi Eggerts
Hvanndal bestum tíma 1.42,2 mín.
Knapi á Faxa var Sigurbjörn
Bárðarson. Annar varð Frúar-
Jarpur Unnar Einarsdóttur á
1.42.8 mín. Knapi var Kristinn
Guðnason. í þriðja sæti varð svo
Höttur Guðna í Skarði á 1.48,5
mín.
Eftir þennan árangur geta
Geysismenn vel við unað, því ekki
er ósennilegt að slá megi met á
þessum velli sé hann vel til hafður
eins og nú var gert. Það má geta
þess að þegar Lyfting hljóp undir
gildandi meti var mótvindur, og
segir það sitt um ásigkomulag
vallarins.
Framkvæmd mótsins
Það mun óhætt að fullyrða að
framkvæmd þessa Stórmóts tókst
með afbrigðum vel. Jafnvel þó
eitthvað eldfjall í næsta nágrenni
færi að gjósa virtist það ekki hafa
nein áhrif á framkvæmd mótsins
eða áhorfendur. Eða eins og einn
sem engan áhuga hefur á hesta-
mennsku sagði: „ja, þessir hesta-
menn, þó það kæmi heimsendir þá
myndu þeir ekki hætta í miðju
hestamóti."
Tímasetningar stóðust með
ágætum, veðrið eins og best getur
verið, góður völlur og aðstaða og
síðast en ekki síst, starfsmenn
allir af vilja gerðir að láta hlutina
ganga vel fyrir sig. Þegar allt
þetta er sameinað verður útkoman
aldrei nema á einn veg. Með móti
þessu hafa Geysismenn sannfært,
sennilega sjálfa sig og alþjóð um
að þeir geti haldið Landsmót
þannig að sómi sé að.
V.K.
Dr. Hallgrímur
Helgason heiðraður
Hlýtur Henrik-Steffens-verðlaun
háskólans í Kiel
ÞANN 27. júní fór fram á vegum
háskólans í Kiel við hátíðarathöfn
í ráðhúsi Lúbeck-borgar afhend-
ing Henrik-Steffens-verðlauna
1980. Samkvæmt einróma ákvörð-
un verðlaunaráðs hlaut þau nú dr.
Hallgrímur Helgason.
Forseti háskólans, próf. dr.
Gerd Griesser, ávarpaði boðsgesti
í þéttskipuðum áheyrnarsal ráð-
hússins, sem raunar er glæsileg
bygging frá 13. öld. Rakti hann
lauslega sögu þessara verðlauna,
sem m.a. Gunnar Gunnarsson
rithöfundur, fyrstur íslendinga,
hefði fengið árið 1937. Þá las hann
upp skrautritað heiðursskjal til
handa dr. Hallgrími og afhenti
honum verðlaunin, veitt „í viður-
kenningarskyni fyrir víðtækt
starf hans sem músíkvísindamað-
ur og tónskáld, og fyrir mikils-
verða kynningu hans á íslenzkum
tónmenntum víðsvegar í Evrópu
og Norður-Ameríku, í ræðu, riti og
á konsertum, — að öllu saman-
lögðu framúrskarandi afrek, sem
hafa munu varanlegt gildi fyrir
menningu íslands og norrænna
þjóða."
Þarnæst flutti próf. dr. Fried-
helm Krummacher, forstöðumað-
ur músíkvísindastofnunar háskól-
ans, aðalræðuna (Laudatio) sem
rökstuðning fyrir verðlaunaveit-
ingu. Lýsti hann æviverki dr.
Hallgríms og lagði megináherzlu á
tryggð við þjóðlegan arf, sem væri
allsherjargrunntónn í fjölda verka
hans, bæði sem frumskapandi
listamaður og vísindamaður; en
einmitt þessvegna hefði hann náð
sterkum hljómgrunni á alþjóðleg-
um vettvangi. Tónsmíðar hans,
með traustu og séreiginlegu höf-
undarhandbragði, markaðar stíl-
einkennum nýklassískrar stefnu
(Neoklassizismus), hafði brotið ís-
inn fyrir eftirfylgjandi möguleika
alþjóðlegrar framúrstefnu
(Avantgarde).
UM vísindastarf dr. Hallgríms
sagði próf. Krummacher, að með
kerfisbundinni greiningu á laga-
forða rímnakveðskapar (Heldenli-
ed) hefði hann lagt fram veiga-
mikinn skerf rannsókna, sem
væntanlega myndu reynast mik-
ilvæg stoð fyrir komandi sérfræð-
inga. — Með hljómsveitarstarfi
síðan á æskuárum og með stjórn-
araðild sinni að stofnun margra
félagssamtaka, kóra og útgáfu-
fyrirtækja hafði hann stuðlað
verulega að uppbyggingu íslenzks
músíklífs, auk starfa sinna sem
ritstjóri, rithöfundur, gagnrýn-
andi og háskólaprófessor í Evrópu
og Ameríku. — Að síðustu sagði
próf. Krummacher: „Heildaryfir-
sýn unninna verka leiðir rök að
þökk, virðingu og viðurkenningu
fyrir ævistarf Hallgríms Helga-
sonar."
Að lokinni ræðu próf. Krum-
machers tók dr. Hallgrímur til
máls, þakkaði sér auðsýndan heið-
ur og flutti ítarlegt erindi, „Is-
lenzka tónskáldið Jón Leifs og
hugmynd hans um þjóðlegan
skóla." Kom hann víða við og
„opnaði mörgum áður ókunnan,
nýjan heim,“ Var máli hans frá-
bærlega vel tekið af áheyrendum,
en meðal þeirra voru sendiherra
íslands í Bonn, Pétur Eggerz.
borgarstjórinn í Lúbeck, forseti
borgarstjórnar og ræðismenn
norrænu landanna í Hamborg og
Lúbeck.
Hátíðarathöfn lauk með því að
„Dresdener Trio“ lék kammermús-
íkverk í þrem köflum eftir verð-
launahafa, tríó fyrir fiðlu, celló og
píanó. Var það flutt af konsert-
meistara og sóló-cellista Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Leipzig, Helga
og Hans-Werner Rötscher og rekt-
or Músíkháskólans í Dresden,
próf. Gerhard Berge. Blaðið „Lú-
becker Nachrichten" lætur svo um
mælt: „Verkið er hlaðið lífskrafti,
fullt af sjálfstæðri og persónulegri
tjáningu. Var það túlkað af meist-
aralegum myndugleik."
Stofnunin F.V.S. í Hamborg, en
formaður hennar er dr. Alfred
Toepfer, hefir stofnað Henrik-
Steffens-verðlaunasjóðinn, til
þess að veita meðal skandinav-
ískra þjóða viðurkenningu fyrir
frábæra frammistöðu á sviði lista
og hugvísinda. Dr. Toepfer var
sjálfur viðstaddur og hélt öllum
boðsgestum veglega hádegisverð-
arveizlu, þar sem hann, ásamt
sendiherra Islands og verðlauna-
hafa, hélt ágæta ræðu og minntist
þakksamlega á formóðurlegt bók-
menntahlutverk Islands í þágu
Evrópu.
(Fréttatilkynning).
Forseti háskólans i Kiel, próf. dr. Gerd Griesser, afhendir dr.
Hallgrimi Ilelgasyni heiðursskjal Henrik-Steffens-verðlauna i mót-
tökusal ráðhússins i Lubeck.
í áheyrnarsal ráðhússins i Lúbeck við afhendingu Henrik-Steffens-
verðlauna 1980. í fremstu röð eru frá v. til h. dr. Alexander Scharff
formaður verðlaunaráðs, Guðrún Sigriður Friðbjörnsdóttir, sem hlaut
Henrik-Steffens-námsstyrk, Valgerður Tryggvadóttir, verðlaunahafi
dr. Ilallgrimur Helgason, dr. Gerd Griesser, forseti háskólans í Kiel,
sendiherra íslands i Bonn, Pétur Eggerz, forseti borgarstjórnar,
Pohl-Laukamp og frú dr. Toepfer.
Styrkió og f egr ið líkamann
Byrjum aftur eftir sumarfrí.
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 1. september.
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt yoga og megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira.
Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki, eöa þjást af
vöðvabólgu. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi —
Innritun og upplýsingar alla virka daga
frá kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRjCTI • SlMAR: 17152- 17355
Útgerðar
menn
Viljum kaupa heila
skipsfarma af góöum
ísuöum fiski, þaö
sem eftir er ársins.
P/F BACALAO
Þórshöfn, Færeyjum,
sími 11360 og 12226 (Færeyjum).
> — • *■ . . w • .