Morgunblaðið - 18.09.1980, Side 16

Morgunblaðið - 18.09.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Samkeppnin í flugheiminum kyns útgjaldahækkanir fyrir fjöl- skyldurnar, sem verða að halda áfram að verja fjármunum í nauðsynjavarning, en skera niður kostnað við orlof og ferðalög. Því er talið að sólarlandaferðir frá Danmörku hafi dregist saman um allt að 30% í sumar miðað við fyrri sumur. Þá hafa ferðir Bandaríkjamanna til Evrópu stór- um dregist saman, en þær voru vaxandi allt fram til ársins 1978. Fjöldauppsagnir og samdráttur Öll þessi ólga í flugmálum heimsins hefur komið niður á starfsmönnum i þessari atvinnu- grejn. Talið er að starfsmönnum bandarískra flugfélaga muni á þessu ári fækka um 10.000 og er þar byggt á ástandi í dag og spám út árið. Talan er frá Sambandi bandarískra flugfélaga, sem spáir einnig lakari afkomu flugfélag- anna á þessu ári en nokkru sinni fyrr í sögu flugsins. Bandarísk flugfélög hafa orðið að selja flug- vélar og byggingar til að lagfæra rekstrarfjárstöðu sína og þannig hefur t.d. Braniff International ráðgert að selja um 30 flugvélar, sem er um 25% flugflotans. Er söluverðið talið verða um 180 milljónir dala og ættu að grynnka á yfir 700 milljón dala skuld félagsins. Þá er Pan American tilneytt til að selja skrifstofubygg- ingu sína í New York á 400 milljónir Bandaríkjadala og sagt var nýlega upp kringum 3.500 starfsmönnum. Þannig mætti lengi halda áfram að rekja rauna- sögu flugfélaga og erfiðleika þeirra. En þrátt fyrir þetta allt og þrátt fyrir það hversu illa horfir nú í ferða- og flugmálum heimsins halda menn því fram að brátt stytti upp. Talað er um að hér verði ekki um langa kreppu að ræða og í hinum stóra flugheimi gera menn sér vonir um að úr þessu rætist á næsta ári. Þá hafi menn jafnað sig nokkuð á hraðri hækkun flugfargjalda og annarri dýrtíð, séu tilbúnir til að safna á ný fyrir langferðum og muni þá heldur fjölga flugfarþegum á ný. En eins og nú er í pottinn búið glíma mörg flugfélög við sparnað- ar- og samdráttaraðgerðir, sem vonandi linnir. Árið 1965 kom fyrsta Fokker F-27-vélin til landsins og hafa þær reynst mjög vel við hinar erfiöu aöstæður innanlandsflugsins. Myndin er tekin þegar Fokker-vél kom fyrst til ísafjarðar. Unniö að viögerð DC-4 Skymaster-vélarinnar Heklu é Reykjavíkurflugvelli. Myndin var tekin um 1950. við önnur lönd bæði í vestri og austri og mun það verða höfuð- markmið okkar við þessa breyttu skipan mála. Þá ber að leggja áherslu á aukningu ferða erlendra ferðamanna til landsins þar eð mjög erfitt er að halda uppi nægjanlegri tíðni ferða án þess að til komi erlendir ferðamenn. Það gerir smæð hins íslenska markað- ar.“ Engum blöðum er um það að fletta að samdráttaraðgerðir Flugleiða hafa verið umdeildar og verða sjálfsagt lengi enn. Komið er að lokum hins íslenska flug- ævintýris eins og það hefur verið undanfarin ár, og á það bæði við um áræði Loftleiðamanna og Flugfélags íslands. Á þeim grunni er frumherjar félaganna lögðu reis Flugleiðir og hafa starfað þar allt að 1.700 manns þegar flest hefur verið á góðu árunum. Lengi var talan milli 13 og 14 hundruð starfsmenn, en nú er útlit fyrir að hún verði milli 850 og 900. Fleiri erlenda ferðamenn Seint í ágústmánuði flutti Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða, erindi á fundi Rotaryklúbbs Austurbæjar og ræddi þar um stöðu flugs á alþjóðavettvangi. Lokaorð hans fjölluðu um Flug- leiðir og sagði hann þá: „Eins og mönnum er kunnugt, höfum við hér á íslandi ekki farið varhluta af þessu ástandi og hefur nú sú ákvörðun verið tekin af stjórn Flugleiða, að draga verulega úr Atlantshafsflugi félagsins. Það hefur verið rekið með stórfelldum halla og er útilokað að halda slíkum hallarekstri áfram. Þessi samdráttur er óhjákvæmilegur, en því miður ekki um annað að ræða eins og málum er nú háttað. Að sjálfsögðu verður lögð öll áhersla á að tryggja samgöngur íslands Flugleiðir stórt nafn í Luxemborg Luxemborgarmenn hafa gegn- um árin haft mikinn hag af veru Flugleiða þar í landi. Hefur far- þegum verið beint þangað í stór- um stíl og í kringum þá byggst upp atvinna, hótel og annað í kringum móttöku ferðamanna. Ekki er því óeðlilegt að yfirvöld þar vilji leggja nokkuð af mörkum til að Flugleiðir haldi stöðu sinni. Flugleiðir hafa í 25 ár verið stórt nafn þar í landi og þykir mönnum leitt að horfa e.t.v. fram á það, að félagið hverfi þaðan. En hvernig þeim málum lyktar er ekki ljóst á þessu stigi, viðræður milli ríkis- stjórna landanna standa nú yfir og þær skera væntanlega úr um hvort aðilar vilja styðja og styrkja Flugleiðir til að halda áfram Atlantshafsfluginu eða ekki. HL/JT Flugbjörgunarsveitin kringum 1948. Blindflugsskéli var starfræktur á Reykjavíkurflugvelli fré 1. október 1947 og flugmönnum Loftleiða og Flugfélags íslands kennt að ftjúga með aöstoð mælitækja. Hér er Eric Cooney að þjélfa Hörð Sigurjónsaon sem þé var ftugmaður Flugfélags íslands. m M Fyrsta vél Flugfélags íslands á Akureyrarpolli. Vélin var keypt fyrri hluta érs 1938. Næst í sunnudagsblaði Staða Flugleiða og framtíðin Fjallað veröur um erfiðleika Flugleiða { framhaldi af tapinu é Atiantshafsfluginu og viðbrögöin við því, minnst é vandamél tlugmanna og samskipti Flugleiða og Arnarflugs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.