Morgunblaðið - 18.09.1980, Side 17

Morgunblaðið - 18.09.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 17 Jón Magnússon, formaður SUS: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einkafyrirtæki í deilum þeim, sem risið hafa meðal æðstu forystumanna Sjálf- stæðisflokksins, vill það stundum gleymast að allflestir sjálfstæð- ismenn fylgja flokknum vegna lífsskoðana sinna, en ekki af fylgispekt við tiltekna forystu- menn. Afstaða þeirra til einstakra mála mótast því af þeim mark- miðum sem þeir vilja berjast fyrir í þjóðmálum. Það er því rangt að halda því fram að sjálfstæðismenn skiptist annars vegar í Geirsmenn og hins vegar í Gunnarsmenn. Báðir þess- ir forystumenn eiga marga áhrifamikla stuðriingsmenn, en allur fjöldinn í flokknum vill fyrst og fremst vinna að því að skapa frið í flokknum og efla hann til dáða á nýjan leik með eða án Gunnars og Geirs eftir atvikum. Skömmu eftir myndun ríkis- stjórnar dr. Gunnars Thoroddsen tók fjölmennur fundur ungra sjálfstæðismanna eindregna af- stöðu gegn ríkisstjórninni á mál- efnalegum grundvelli vegna ým- issa ákvæða í málefnasamningi hennar sem að okkar mati braut í bága við samþykktir og stefnu ungra sjálfstæðismanna. Þarna var tekin afstaða til málsmeðferð- ar en ekki manna, þó að ýmsir létu í veðri vaka að nú hefðu ungir sjálfstæðismenn gengið á mála hjá Geirsarminum í Sjálfstæðis- flokknum. Nú fyrir skömmu leyfði fram- kvæmdastjórn SUS sér að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi ráðningu framkvæmda- stjóra flokksins, þar sem gagn- rýnd var málsmeðferð formanns flokksins í því máli, þá bregður Jón Magnússon. svo við að hrópað er, atlaga af hálfu Gunnarsmanna að Geir! Þar sem mál þetta hefur fengið takmarkaðri umfjöllun í Morgun- blaðinu finnst mér eðlilegt að benda á helstu sjónarmið sem liggja að baki viðhorfum okkar í þessu máli. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokk- urinn á við mikla erfiðleika að etja fjárhagslega, skipulagslega og vegna innanflokksdeilna. Að okkar mati var því nauðsynlegt að leita eftir manni í starf fram- kvæmdastjóra, sem hefði víðtæka þekkingu og reynslu í fjármálum og stjórnun og nyti stuðnings eða hlutleysis stríðandi afla í flokkn- um. I vor, þegar umfjöllun um málið hófst, voru fáir trúaðir á að slíkur maður væri fáanlegur til að taka starfið að sér, en í júlí sl. kom fram að Ragnar Kjartansson, sem uppfyllir bæði framangreind skil- yrði mjög vel, var reiðubúinn til viðræðna um málið. Að mati okkar, sem fjölluðum á þeim tíma um málið í framkvæmdastjórn SUS, var Ragnar óumdeilanlega hæfasti og æskilegasti maðurinn sem völ var á til framkvæmda- stjórastarfa í Sjálfstæðisflokkn- um við þær aðstæður sem nú ríkja, því auk þess að uppfylla þau starfsskilyrði, sem minnst var á hér að framan, hefur hann ekki skipað sér í fylkingu stríðandi afla í flokknum. Við sáum því í Ragn- ari sem framkvæmdastjóra mann, sem gæti leyst brýnustu vanda- málin á sviði fjármála og stjórn- unar flokksins, auk þess sem hann ætti alla möguleika á að efla flokksstarfið og fá aftur til starfa menn sem hafa horfið frá því vegna innanflokksdeilna. Það urðu okkur því mikil von- brigði, þegar það var ljóst að formaður Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga á þessari lausn, sem við . töldum, og teljum, að hefði verið flokknum fyrir bestu, en skv. viðtali við Ragnar í Dagblaðinu þ. 13.9. sl. kemur það greinilega fram að svo var ekki, en þar segir Ragnar: „Ég lýsti mig reiðubúinn til viðræðna um málið að tilteknum skilyrðum uppfyllt- um. Þeir, sem höfðu ráðningar- málin á sinni könnu fyrir flokk- inn, höfðu hins vegar ekki áhuga á að ræða við mig og þar með var málið úr sögunni." Geir Hallgrímsson hafði alfarið með ráðningu framkvæmdastjóra að gera og mér er fullkunnugt um að fjölmargir urðu til þess auk mín að leggja að honum að ráða ÚT ER komin hjá Almenna bókafé- laginu ný frönsk málfræði, sem Emil H. Eyjólfsson. háskólakenn- ari. hefur búið i hendur islenzkum notendum. Bókin er upphaflcga unnin i Vestur-Þýzkalandi og er miðuð við Etudes Francaises Cours Intensif, sem frönskunemendur kannast við. Þetta er fyrri hluti málfræðinnar og kemur annar hluti innan skamms. Þessi málfræði er í senn mjög svo auðveld í notkun, þar sem öll atriði eru skipulega sett upp með töflum, Ragnar í starfið, en á því var ekki áhugi eins og fram kemur í viðtalinu við Ragnar. Það er því alröng fullyrðing sem komið hefur fram í Dagblaðinu, að Ragnar væri sérstakur kandidat SUS og Gunnars Thoroddsen. Staðreyndin er sú að fjölmargir áhrifamenn í flokknum lögðu á það mikla áherslu að hann yrði ráðinn. Ég hef vakið á því athygli, að það sé alvarlegur hlutur ef það ástand á að skapast í flokknum, að eingöngu menn handgengnir for- ystumönnum flokksins séu taldir hæfir til trúnaðarstarfa fyrir hann. Með slíkum vinnubrögðum verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki stór og sterkur flokkur til lengdar. í Sjálfstæðisflokknum eru mörg og mismunandi sjónarmið til manna og málefna og það hlýtur ávallt að vera hlutverk forystu- manna hans að leita þeirra leiða sem sameina flokksmenn. Enginn forystumaður flokksins hefur leyfi til að líta á flokkinn sem einkafyr- irtæki sitt, en flokkurinn er sam- eign okkar allra sem myndum hann og allt sjálfstæðisfólk á rétt á því að skoðanir þess séu virtar, óháð því hvort þær falla saman við skoðanir þeirra, sem ráða í flokknum í hvert skipti. Reykjavík, 15.9 1980, lituðum flötum og uppdráttum, og auk þess er hún mjög rækileg og þægileg að fletta upp í henni. Málfræðihugtök öll eru bæði á íslenzku og frönsku. Þó bókin sé miðuð við ákveðna kennslubók er hún hentug hverjum þeim sem fræðast vill um frönsk málfræðiat- riði. Bókin er 71 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og í Speyer am Rhein í Vestur-Þýzka- landi. AB gefur út nýja franska málfræðibók Stúdentakór- inn í Lundi heim- sækir Island ÞESSA dagana er á tónleikaferð um ísland stúdentakór háskólans í Lundi. Þetta er fyrsta heimsókn kórsins til tslands. Stúdentakórinn kom til Iands- ins 14. þessa mánaðar og hefur þegar haldið tónleika i Iláteigs- kirkju og Skálholtskirkju. báða til minningar um dr. Róbert A. Ottósson, og einnig hefur kórinn sungið f Vfkurröst á Dalvík og i gærkvöldi i Akureyrarkirkju. A efnisskrá kórsins eru m.a. íslenzk tónverk: íslenzkur kirkju- söngur frá miðöldum, Þorlákstíðir, tónverk eftir dr. Róbert A. Ottós- son og Pál P. Pálsson. í för með kórnum er próf. Gösta Holm norrænufræðingur, sem mikið hefur unnið að sænsk- íslenzkri orðabók og hélt Gösta Holm fyrirlestur um það starf sitt í Háskóla íslands á þriðjudags- morgun. Auk þess fluttu fyrir- lestra þeir Dr. Folke Bohlin í guðfræðideild og dr. Stig Persson í læknadeild. Á föstudagskvöld heldur kórinn almenna tónleika i hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Og laugardaginn, 20. september held- ur píanóleikari kórsins píanó-1 tónleika í Norræna húsinu klukkan 17. Lýkur þá heimsókn stúdenta- kórs háskólans í Lundi til íslands. Kynntu þér f jölþætt notagildi lausblaðabókanna frá Múlalundi. Þær eru níðsterkar og endast árum saman. Ótal mismunandi gerðir og stærðir, fyrir mismundi þarfir. Vinnubækur fyrir skóla. Verðlistar og allskyns upplýsingabækur fyrir fyrirtæki. Ljósmyndaalbúm, jafnvel myntalbúm. Bjóðum líka plasthulstur innan í bækurnar til þessara nota. Bjóðum gyllingu eða áprentun ef óskað er. Verðið er lágt og möguleikamir óteljandi. ® Hafið samband við sölumann. ji Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík Lausblaðabækur sem halda fast utan um hlutina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.