Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Ólafur Ragnar Grímsson, alþm: ólafur Ratcnar Grímsson. ingu skatta, beina styrki, afslátt af gjöldum og aðra fjármuni frá almenningi í landinu til flugrekst- ursins. Hvorki forstjórarnir né ritstjórar Morgunblaðsins hafa hins vegar minnst á það einu orði að til greina gæti komið að Flug- leiðasamsteypan seldi eitthvað af hinum miklu eignum sem fyrir- ta'kið hefur safnað erlendis, t.d. í erlendum flugfélögum, hótelum og öðrum hlutabréfum, til að draga úr erfiðleikum fyrirtækisins hér inn- anlands. Nei, það er gamla sagan að tapið á að þjóðnýta, en einka- framtakið á að fá að sitja að gróðanum. Hitt er svo erfitt að skilja hvernig sömu mennirnir sem sífellt eru að heimta minni álögur á almenning í landinu gera nú kröfur Flugleiðamálið — dómur reynslunnar og tilboð um engin ríkisafskipti Helförin var nýlega sýnd í sjón- varpinu. I þættinum birtist starfs- maður Þriðja ríkisins, sem þjónaði húsbændum sínum á þann hátt að dylja veruleikann með annarlegum kenningum og orðasmíðum í öfug- mælastíl. I Flugleiðamálinu hafa ritstjórar Morgunblaðsins fengið sams konar hlutverk. Þeir þjóna nú aðalhluthöfum fyrirtækisins, sem reyndar eru’einnig sterkir hluthaf- ar í Morgunblaðinu, með því að semja dag eftir dag öfugmæla- þætti, sem bera heitið „Aðför Alþýðubandalagsins að Flugleið- um“. Þar eð undirritaður er greinilega „vondi karlinn" í þessum nýja framhaldsþætti Morgunblaðsins, verður að telja sjálfsagða kurteisi við lesendur blaðsins að taka þátt í umræðunni milliliðalaust. Verða hér raktar nokkrar staðreyndir um málflutning Alþýðubandalagsins í Flugleiðamálinu á sl. tveimur árum og aðgerðir stjórnenda félagsins. Vonandi varpar sú frásögn skýrara ljósi á það sem raunverulega hefur gerst í þessu máli og hjálpar lesendum Morgunblaðsins að rata í gegnum það moldviðri, sem rit- stjórar blaðsins hafa reynt að búa til á síðustu dögum. Dómur reynslunnar Fyrir tæpum tveimur árum flutti ég á Alþingi tillögu um rannsókn á rekstri Flugleiða. I framsöguræðu komu fram staðhæfingar um fram- tíðarhorfur í rekstrinum. Allar þessar staðhæfingar voru af for- stjórum fyrirtækisins og ritstjór- um Morgunblaðsins lýstar einber vitleysa: aðdróttanir sem fælu í sér árás á einkaframtakið. En hver hefur dómur reynslunnar verið? Á Alþingi var því lýst yfir, að innan fárra ára mundi verulegur hluti flugsamgöngukerfis þjóðar- innar hrynja í rúst og þar með væri vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Þessa spásögn um rekstrarhorfur hjá Flugleiðum töldu forstjórarnir og Morgunblaðið jafngilda aðför að einkaframtakinu. Reynslan hefur hins vegar ótvírætt sýnt, að hún reyndist rétt. Nú er það aðalmál ríkisstjórnar og allra fjölmiðla í landinu, þúsunda starfsfólks og annarra sem hagsmuna hafa að gæta, að fjalla um það á hvern hátt verður brugðist við þeim gífurlega niðurskurði á samgöngukerfi þjóð- arinnar sem felst í nýjustu aðgerð- um stjórnenda Flugleiða. Á Álþingi var því lýst yfir, að framtíð Atlantshafsflugsins væri í verulegri hættu. Innan tíðar mundi það blasa við að Flugleiðir þyrftu að hætta þeim rekstri vegna hinna nýju aðstæðna í samkeppni á þessum leiðum. Ritstjórar Morgun- blaðsins og forstjórar Flugleiða fordæmdu þessa svartsýni og töldu hana jafngilda aðför að einka- framtakinu. Veruleikinn hefur nú tekið af skarið í þessum efnum. Á Alþingi var því haldið fram að kaup Flugleiða á DC-10-þotunni væri algerlega röng fjárfesting. Á hættutímum í rekstrinum gæti það riðið fyrirtækinu að fullu að ráðast í slík þotukaup og ætti því að hagnýta DC-8-þoturnar á þeim biðtíma sem færi í hönd. Ritstjórar Morgunblaðsins og forstjórar Flugleiða hömpuðu hins vegar kaupunum á DC-10-þotunni og töldu þau jafngilda miklu framfaraskrefi í sögu fyrirtækis- ins. Efasemdir um ágæti slíkra fjárfestinga frá þingmönnum Álþýðubandalagsins sýndu ein- göngu fjandskap þeirra við einka- reksturinn í landinu. Reynslan af DC-10-þotunni hefur hins vegar orðið ömurleg. Kaupin á þessari flugvél eru stór hluti orsakanna að óförum Flugleiða. Hún átti einn stærsta þáttinn í hinum mikla taprekstri fyrirtækisins og stjórn- endur þess hafa nú losað vélina úr rekstri. Hin ranga fjárfestingar- stefna og ákvarðanir forstjóra fyrirtækisins í þeim efnum eru hins vegar bannorð i Morgunblað- inu nú, þegar leitað er skýringa á erfiðleikum fyrirtækisins. Talsmenn Alþýðubandalagsins hafa einnig sagt, að kaupin á nýju Boeing-þotunni fælu í sér ranga fjárfestingarstjórn. Þessi þota þjónar illa þörfum fyrirtækisins. Hún getur ekki tengt saman vöru- flutninga og farþegaflutninga á Evrópuleiðum líkt og fyrri Boeing- vélarnar og hún getur aldrei reynst hagkvæm á Atlantshafsleiðum. Þar að auki var vélin óeðlilega dýr. Slíkar skoðanir eru auðvitað taldar af forstjórum fyrirtækisins og rit- stjórum Morgunblaðsins bera vott um árás á einkaframtakið og ill- vilja í garð fyrirtækisins. Það er hins vegar nú að koma á daginn að þessi skoðun hefur reynst rétt. Þegar eldri Boeing-vélarnar verða seldar úr landi og búið verður að leigja DC-8urnar út um heim verður hin nýja Boeing-vél eina flugvél Flugleiða til nota á Evrópu- leiðum og Ameríkuleiðum. For- svarsmenn fyrirtækisins hafa nú þegar viðurkennt, að mjög erfitt geti reynst að hagnýta þessa vél til slíkra flutninga. Alþýðubandalagið hélt því fram á Alþingi, að Flugleiðir seldu Islendingum farmiða til Evrópu á uppsprengdu verði til þess að fjármagna tapið á Atlantshafsleið- inni. Almenningur á Islandi væri þannig með ferðum sínum látinn borga að hluta til brúsann af áhættusamkeppninni í flutningum fólks milli Ámeríku og Evrópu. Þessi skoðun var ætíð fordæmd af talsmönnum Flugleiða og fékk eng- an hljómgrunn hjá ritstjórum Morgunblaðsins. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að einnig í þessu máli höfðu talsmenn Alþýðubanda- lagsins rétt fyrir sér. Árið 1979 græddu Flugleiðir 4 milljónir dollara á Evrópufluginu. Á sama tíma var tapið á Atlants- hafsleiðinni margfalt meira. ís- lenskur almenningur var látinn borga sem samsvarar tveimur miiljörðum islenskra króna meira fyrir að fljúga til Evrópu en þörf var á samkvæmt kostnaði við rekstur slíks flugs. Flugleiðir hafa þannig lagt aukinn skatt á almenn- ing í landinu, sem nemur þessari upphæð. Sú inneign almennings hjá fyrirtækinu er lítt til umræðu á síðum Morgunblaðsins þessa dag- ana. Gróðinn af Evrópufluginu er hið mikla feimnismál Flugleiða. Alþýðubandalagið hefur hvað eftir annað talið brýna nauðsyn á betra samstarfi stjórnenda fyrir- tækisins við starfsfólkið. Við höf- um vakið athygli á því að hinar sífelldu illdeilur forstjóranna við starfsfólkið og lítt skiljanlegar stjórnunarathafnir þeirra væri verulegur þáttur i erfiðleikum fyrirtækisins. Slík gagnrýni á for- stjóra einkaframtaksins hefur ver- ið talin guðlast á síðum Morgun- blaðsins og enn eitt dæmið um „aðför Alþýðubandalagsins að Flugleiðum". Atburðarásin hefur hins vegar rækilega sannað að þessi varnaðarorð Alþýðubanda- lagsins áttu fyllilega rétt á sér. Og það er vissulega gleðileg nýbreytni að lesa í Morgunblaðinu, þriðju- daginn 16. september sl., svipaðan dóm um stjórnendur Flugleiða og talsmenn Alþýðubandalagins hafa sett fram á undanförnum misser- um. í langri grein um „íslenska flugævintýrið" í Morgunblaðinu þennan dag er að finna lokakafla, þar sem því er lýst yfir að starfsandinn í fyrirtækinu sé al- gerlega glataður og gagnrýni á stjórnina sé mjög útbreidd. Þessir lokakaflar í hinni miklu yfirlits- grein Morgunblaðsins um íslenska flugævintýrið eru nánast í sama anda og boðskapur Alþýðubanda- lagsins. Varla er Morgunblaðið óvart farið að taka þátt í „aðförinni að Flugleiðum"? Fulltrúar Alþýðubandalagsins hafa haldið því fram að þegar kæmi að örlagauppgjöri í flug- rekstri Flugleiða myndu birtast kröfur um að almenningur borgaði tap fyrirtækisins en stjórnendur héldu eignum sínum erlendis óskertum. Þessi spásögn var einnig talin bera vott um illvilja Alþýðu- bandalagsins í garð stjórnenda fyrirtækisins. í þessum efnum höf- um við einnig reynst hafa á réttu að standa. Nú birtast dag eftir dag nýjar kröfur til almennings í land- inu um að fjármagna hallann á Flugleiðum. Forstjórar fyrirtækis- ins og ristjórar Morgunblaðsins hafa undanfarið myndað samkór um kröfur, sem fela í sér niðurfell- um að hann borgi brúsann af tapi Flugleiða. Þegar litið er yfir þróun síðustu tveggja ára, kemur í ljós, að öll höfuðatriðin i málflutningi Al- þýðubandalagsins i Flugleiða- málinu hafa reynst rétt. Vörn Morgunblaðsins er hins vegar fólg- in í því að reyna að kenna Alþýðubandalaginu um ófarir Flugleiða, þótt öllum sé ljóst, að flokkurinn hafi þar hvergi nærri komið og forstjórar fyrirtækisins hafa algerlega óáreittir fengið að ákveða fjárfestingar, taka þátt i alþjóðlegri samkeppni, ákveða að- gcrðir gagnvart starfsfólki og annað í stjórn fyrirtækisins alger- Icga upp á eigin spýtur. Alþýðu- bandalagið hefur þar hvergi nærri komið — því miður! Eigi kennis- etningin um þátt Alþýðubanda- lagsins í rekstraróförum Flugleiða að ganga upp, hlýtur að koma að því að málflytjendur slíkra hugar- óra fari að halda því fram, að Sigurður Helgason hafi verið leyni- legur erindreki Alþýðubandalags- ins innan fyrirtækisins!! Flugleiðaskýrslan — tilboð til Morgun- blaðsins! Þegar forstjórar Flugleiða höfðu gengið á fund ríkisstjórnarinnar og óskað eftir margvíslegri aðstoð almannavaldsins í landinu við fyrirtækið, svöruðu ráðherrar með því að óska eftir ítarlegri skýrslu um fjárhag og stöðu fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem færi fram á niður- fellingu skatta, beina og óbeina opinbera styrki, margvíslega fyrir- greiðslu frá stjórnvöldum og stór- fellda fjárhagsáhættu ríkissjóðs, yrði að gera almenningi skýra grein fyrir rekstri sínum og stöðu. Forstjórar Flugleiða svöruðu þess- ari beiðni stjórnvalda með því að afhenda sérstaka skýrslu, sem fyrst var kynnt á opinberum blaðamannafundi, áður en hún barst ráðherrum í hendur. Á þess- um blaðamannafundi tilkynntu forstjórarnir að allt væri í stakasta lagi með reksturinn. í frétt Morg- unblaðsins af fundinum kemur fram, að „eignir Flugleiða séu verulega umfram skuldir og endur- metið eigið fé fyrirtækisins frá 30. júní sl. um 13 milljarðar kr. Reiknað er með að Flugleiðir verði reknar með hagnaði á næsta rekstrarári" og er fullyrt að sá hagnaður verði um 900 millj. kr. Fyrirtæki í slíkri stöðu ætti nú ekki að vera í miklum vandræðum. Er nokkurt annað fyrirtæki á íslandi, sem telur sig geta grætt milljarð á næstu 12 mánuðum? Daginn eftir að Flugleiðir birtu alþjóð þennan „fagnaðarboðskap" um góða eignarstöðu fyrirtækisins og stórfelldan gróða taldi ég nauð- synlegt að vara almenning í land- inu við því að hér væri enn á ný á ferðinni blekkingaráróður frá fyrirtækinu. Það væri víðs fjarri að eignastaða fyrirtækisins væri með þessum hætti og sú rekstrarspá, sem gróðayfirlýsingin byggðist á, væri algerlega röng. Ég kallaði þessar yfirlýsingar ómerkilega auglýsingastarfsemi og skýrsluna í reynd falska. Þessi orð mín, varn- aðarorð til almennings í landinu að treysta ekki heldur nú yfirlýsing- um forsvarsmanna fyrirtækisins, hafa orðið Morgunblaðinu og sam- herjum þess á ritstjórnarskrifstof- um Alþýðublaðsins og Tímans til- efni til einhvers mesta fjaðrafoks sem um getur í íslenskri blaða- mennsku á undanförnum misser- um. Ég fullyrði hins vegar, að lýsing mín á þessari skýrslu Flugleiða mun reynast jafnrétt og fullyrðingarnar um framtið flug- rekstursins sem settar voru fram fyrir tveimur árum og reynslan hefur nú dæmt. Það munu ekki líða margir mánuðir, jafnvel aðeins fáeinar vikur, þangað til alþjóð verður ljóst að sú spásögn og það mat, sem fram koma í skýrslu forstjóra Flugleiða um eignastöðu og rekstrarhorfur fyrirtækisins, er alröng. I deilunum um þessa skýrslu er ég reiðubúinn að bjóða ritstjórum Morgunblaðsins upp á ákveðna tilraun. Vilji þeir leggja til að stjórnvöld hafi engin afskipti af málefnum Flugleiða á næstu 12 mánuðum og láta þannig reyna á það hvort fullyrðingar forstjór- anna um rekstrarstöðu og eigna- mat fyrirtækisins reynast réttar, þá er ég reiðubúinn til þess að styðja Morgunblaðið i þeirri kröfu. Ég tel það fyllilega koma til greina, sé það vilji Morgunblaðsins og forstjóra fyrirtækisins, að rekstrarskýrslan fái að gangast undir próf reynslunnar. í yfirlýs- ingum mínum krafðist ég á engan hátt opinberra afskipta af rekstr- inum á næstu 12 mánuðum eða afskipta af eignastöðu fyrirtækis- ins. Ég einfaldlega lýsti því yfir, að 'fyrirtækið hefði á röngu að standa. Nú vil ég formlega bjóða ritstjór- um Morgunblaðsins upp á banda- lag mitt og þeirra um það, að afstaða rikisstjórnar til Flugieiða verði einfaldlega á þá leið að segja: „Jæja, herrar mínir, nú hafið þið lýst því yfir, að fyrirtækið standi vel eignalega og eigi von á tæplega milljarðs gróða á næstu 12 mánuðum. Er þá nokkur þörf á því að við séum að aðstoða ykkur á einn eða neinn hátt? Fyrirtæki, sem svo glæsilega stendur að vígi, hlýtur að geta séð um sig sjálft.“ Nú bíð ég spenntur eftir að fylgjast með því hvort ritstjórar Morgun- blaðsins vilji taka þessu tilboði um bandalag milli min og þeirra sem fæli í sér algert afskiptaleysi stjórnvalda af rekstri Flugleiða næstu 12 mánuði. Ekki skal standa á mér að taka undir og styðja heils hugar slíka kröfu um afnám ríkis- afskipta. Hitt er svo annað mál, að slíkt afskiptaleysistímabil, sem grund- vallað væri á nýlegri skýrslu fyrir- tækisins um eignastöðu og rekstr- arhorfur, gæti reynst almenningi í landinu og starfsfólkinu harla dýrt. Spurningin er hins vegar sú, hvort Morgunblaðið vill nú taka undir tilboðið um afskiptaleysi stjórnvalda af rekstri fyrirtækisins eða hvort Morgunblaðið tekur und- ir kröfu forstjóranna um ríkisaf- skipti. Svar óskast sem fyrst. Stefna Alþýðu- bandalagsins Alþýðubandalagið hefurá undan- förnum árum haft afar skýra stefnu í flugmálum. Við höfum talið óeðlilegt að blanda saman áhættusamkeppni á erlendum mörkuðum og því grundvallarflugi milli íslands og annarra landa, sem er í senn hagsmunamá! almennings og grundvallarþáttur fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Við höfum í öðru lagi viljað efla áhrif starfs- fólksins á rekstur fyrirtækisins í þeirri trú að Islendingum tækist aldrei að reka sómasamlegt flugfé- lag nema þar ríkti friður og gott samstarf með öllu starfsfólki. Við höfum í þriðja lagi talið nauðsyn- legt, að stjórnvöld hefðu betri aðstöðu til þess að fylgjast með og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.