Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
35
Athugasemd
í MORGUNBLAÐINU 16. sept. sl.
birtist greinarstúfur eftir Hilmar
Foss, þar sem fram kemur að
Hilmar telur sig einan manna vita
hver var vilji Mark heitins Wat-
sons, er hann gaf íslendingum
dýraspítala.
Þessari fullyrðingu til staðfest-
ingar birtir hann glefsur úr bréfi,
sem hann segir hafa verið „síðustu
orðsendingar til mín (Sigríðar
Asgeirsdóttur)" frá Mark heitnum
Watson.
Þar sem Hilmar Foss fer hér
með rangt mál óska ég eftir að fá
að koma á framfæri leiðréttingu í
blaðinu.
Hið sanna er að síðasta bréf
Marks til mín hljóðaði þannig:
„London 24. janúar 1979. Kæra frú
Sigríður Ásgeirsdóttir, þakka þér
fyrir bréf þitt, sem ég fékk
snemma í síðasta mánuði. Það
gladdi mig mjög að heyra að
smádýraspítalinn muni verða
opnaður 1. janúar. Ég vona að allt
takist á viðunandi hátt. Vinsam-
legast láttu mig vita. Mínar bestu
óskir fyrir árið 1979. Þinn einlæg-
ur Mark Watson."
Þessu til staðfestingar leyfi ég
mér að láta fylgja ofannefnt bréf,
á frummálinu.
Ég vil engum getum leiða að því,
hvað vakir fyrir Hilmari Foss með
ofannefndri grein sinni, en eitt er
víst, að þar heggur sá, er hlífa
skyldi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sigríður Ásgeirs-
dóttir hdl.
Form. dýraverndun-
arfél. Reykjavikur.
14 EATON PLACE
LONDON SW1X 8AE
c\
,<j-e
/Wo Cc ,t /t~ .« ""
J- //L.a.y /,r * ÍL C .—»■>■>- A
_ Á* —
7^
■Xt.r
~4~í
"2ÁrV* /v—d-r)
Ástþór Ragnarsson iðnhönnuður:
Víst er það
einokun
í Morgunblaðinu 6. sept. birtist
grein eftir Ernu Ragnarsdóttur
innanhússarkitekt, þar sem hún
gagnrýnir réttilega þátttökuregl-
ur í samkeppni um gangstéttar-
biðskýli SVR. Samkeppnisnefnd
A.í. og dómnefnd samkeppninnar,
sem að meirihluta er skipuð arki-
tektum, þótti þar nærri sér höggv-
ið að vera taldir hlutdrægir eigin
félögum, og birtust varnarskrif
þeirra í Morgunblaðinu 13. sept.
sl.
I svari dómnefndar segir, að
ákveðið hafi verið að efna til
tveggja þrepa samkeppni:
„... Fyrra þrepið var almenn hug-
myndakeppni, opin öllum, og var
skilafrestur til 15. apríl sl. Til-
gangur hennar var að fá fram
verulega góðar hugmyndir að
gangstéttarbiðskýli, sem síðar
væru lagðar til grundvallar við
gerð útboðslýsingar fyrir þann
hluta keppninnar, sem nú stendur
yfir.“
Þá segir einnig í svari dóm-
nefndar, að báðir hlutar þessarar
samkeppni hafi verið kynntir í
fjölmiðlum. Eftir því sem ég hef
komizt næst var sú kynning eftir-
farandi: I Þjóðviljanum þann 22.
marz birtist frétt^þar^. sem sagt
var frá tilgangi og fyrirkomulagi
keppninnar svo og upphæð verð-
launa (100, 75 og 50 þús. kr.). Þá
kom smáfrétt í Tímanum' 27.
marz. Þar segir, að dómnefndin
hafi ákveðið að gefa farþegum
SVR og öðrum Reykvíkingum
tækifæri á því að segja álit sitt á
því hvernig þeir álíti að biðskýli
eigi að vera og hvaða hlutverki
þau eigi að gegna. Þessar tvær
fréttir kallar dómnefndin fjöl-
miðlakynningu.
Það er eftirtektarvert, að hinn
almenni hugmyndasmiður (ef
hann les Tímann eða Þjóðviljann)
fær tæpar þrjár vikur til hug-
myndasköpunar og á möguleika á
í mesta lagi 100 þús. kr. verðlaun-
um. Arkitektinn fær tíu vikur til
að koma tillögum sínum á blað,
tillögum, sem allt eins gætu verið
frá einum eða fleiri hugmynda-
smiðanna og á möguleika á „ekki
lægri en 1.500 þús. kr. verðlaun-
um“. í þessu s'ambandi vil ég
benda á, að góð hugmynd er
undirstaða góðrar hönnunar. Hug-
myndin er í flestum tilfellum mun
meira virði en teikning, sem unnin
er á grundvelli hennar. Þá held ég,
að það sé einsdæmi, að iðnhönnuð-
ir, og hönnuðir yfirleitt, séu úti-
lokaðir frá slíkri samkeppni, svo
sem hér er gert af þröngsýni. Þó
mun það vera að skapi margra
félagsmanna A.í.
vftfttWun er
Innritunarsímar:
▼ «4750 kl 1D — 7 _ w
84750 kl. 10—7.
29505 kl. 10 — 7.
53158 kl. 1—6.
Kenndir veröa:
Barnadansar,
yngst 3ja ára. Hjóna- og
Diskódansar einstaklingsflokkar
Jazz-dans Rock
Stepp Konu beat 20 ára
Samkvæmisdansar og eldri.
Takið
eftir:
Nýjung frá Þýskalandi
Fjörug og skemmtileg
spor í Rocki.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS <><)<►
NY NILFISK
Nú er
sterka ryksugan
ennþá sterkari.
Nýr súper-mótor:
áður óþekktur
sogkraftur.
Ný sogstilling:
auðvelt að
tempra kraftinn
Nýr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festingu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum
SOGGETA I SÉRFLOKKI
binslakur mólor, cfnisgxöi. mark-
visst byggingarlag. afhragös sog-
slykki já, livcrl smáatriói siuölar
ao soggclu í scrflokki. fullkominni
orkunýtingu. fyllsla
nolagildi og
d.cmalausri cndingu.
GERIÐ SAMANBURÐ:
Sjáið t.d. hvcrnig sl.cró, lögun og
staðsctning nvja
Nilfisk-risapokans
tryggir óskerl sogafl
þóll i hann safnisf.
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og tæknilega
ósvikin. gerð til að vinna siit verk
fljótt og vel. ár eftir ár, með lág-
marks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: lil lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta.
11 ETI I^T heimsins besta ryksuga Ægm l**l
^■1 IwW Stór orð, sem reynslan réttlætlr. MM ImJ | | |^\k
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI — SÍMI 24420