Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 47 Marteinn Geirsson fyrirliði Fram varö jafn Sigurði í öðru sæti með 6,8 i meðaleinkunn í 18 leikjum. Knatlspyrna Trausti Haraldsson Fram leikmaður íslandsmótsins í knattspyrnu 1980 ÍSLANDSMÓTINU í knattspyrnu er lokið og sigurvegari i stiga- keppni Morgunblaðsins um leikmann íslandsmótsins hefur verið valinn. Að þessu sinni varð keppnin milli leikmanna óvenju jöfn og hörð. Og það var ekki fyrr en í siðustu umferð að úrslit urðu ljós hver myndi hrcppa hinn eftirsótta titil. Það kom að þessu sinni i hlut Trausta Haraldssonar varnarmannsins sterka úr Fram. Trausti lék 15 leiki í íslandsmótinu hlaut 104 stig eða 6,9 að meðaltali. Þcir Marteinn Geirsson Fram og Sigurður Grétarsson Breiðabliki urðu jafnir í öðru sæti með 6,8 i meðaleinkunn. Af þessu má sjá hversu jöfn og spennandi keppnin var á milli leikmanna. Eins og skýrt var í upphafi mótsins varð leikmaður að leika 15 kappleiki í mótinu til þess að vera gildur í keppninni um titilinn leikmaður íslandsmótsins. Trausti Haraldsson vinnur nú þennan titil í fyrsta sinn og er hann vel að honum kominn. Hann átti mjög jafna leiki í Islandsmótinu með liði sínu og aðeins einu sinni í 15 leikjum fékk hann einkunnina 6 í öll hin skiptin fékk hann 7 í einkunn. Trausti hefur undanfarin ár verið fastur leikmaður í ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu og ávallt sýnt mikinn baráttuvilja og góða knattspyrnu. Morgunblað- ið óskar Trausta Haraldssyni til hamingju með titilinn leikmaður Islandsmótsins í knattspyrnu árið 1980. Markakóngur íslandsmótsins varð eins og skýrt hefur verið frá Matthías Hallgrímsson og mun honum ásamt Trausta verða veitt vegleg verðlaun frá Morgunblað- inu í hófi síðar í haust. Hér á eftir fer listi yfir efstu leikmenn í einkunnargjöf Mbl. fyrir ís- landsmótið í ár. Trausti Haraldsson Fram 15 leikir 104 stig Meðal- einkunn 6,9 Sigurður Grétarsson UBK 16 lcikir 109 stig 6.8 Marteinn Geirsson Fram 18 leikir 124 stig 6,8 Magnús Bergs Val 16 leikir 114 stig 6,7 Guðmundur Þorbjörnsson Val 16 leikir 104 stig 6,5 Hcigi Bentsson UBK 14 leikir 91 stig 6,5 Dýri Guðmundsson Val 13 ieikir 84 stig 6,4 Ragnar Margeirsson ÍBK 17 leikir 109 stig 6,4 Einar Þórhallsson UBK 18 leikir 116 stig 6,4 Pétur Ormslev Fram 14 leikir 89 stig 6,3 (Sigurður Haraldsson Val lék 10 leiki, 68 stig, 6,8 eink.) - ÞR. Sigurður Grétarsson hinn snjalli framlinumaður UBK varð i öðru sæti með 6,8 i meðaleinkunn i 16 leikjum. Trausti Haraldsson Fram hlaut hæstu meðaleinkunn hjá Mbl. eða 6,9 í 15 leikjum sem hann lék i á mótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.