Morgunblaðið - 25.09.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 25.09.1980, Síða 1
48 SÍÐUR 216. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunbiaðsins. Sovétríkin: Fékk mild- ari dóm vegna iðr- unar og yfirbótar Moskvu. 24. sept. AP. ANDÓFSMAÐURINN Lev Regelson, sem barist heíur fyrir frelsi manna til að iðka trú sína, var í dag dæmdur i fimm ára skil- orðsbundið fangelsi fyrir rétti í Moskvu. í öðrum réttarhöldum var Vyach- eslav Bakhmin, sem gagn- rýnt hefur misbeitingu geðlækninga á sovéskum sjúkrahúsum, dæmdur í þriggja ára þrælabúða- vinnu fyrir óhróður um Sovétríkin. ÍRANSKIR HERFANGAR — íranskir striðsfangar, sem teknir voru höndum þegar íranska borgin Qasr-E-Shirin féll í hendur íraka i gær. Myndin er frá iröksku fréttastofunni. (AP-simamynd) Tass-fréttastofan rússneska sagði, að Regelson hefði „einlæg- lega iðrast" gerða sinna og „for- dæmt“ óhróður sinn um Sovétrík- in. Þykir sú afstaða hans skýra það hve vægan dóm hann fékk en hann átti yfir höfði sér allt að sjö ára dóm. Tass sagði, að Bakhmin hefði dreift andsovéskum áróðri og haldið fram ósannindum um að geðlækningar væru „notaðar í pólitískum tilgangi í Sovétríkjun- um“. Dómurinn yfir Bakhmin var eins þungur og lög leyfðu. Þessir misjöfnu dómar yfir þessum tveimur mönnum eru tald- ir vera ábending til andófsmanna um að það geti komið sér vel fyrir þá að „iðrast" og „fordæma" fyrri gerðir. Iranir láta undan siga á flestum vígstöðvum Bagdad. Teheran, 21. sept. AP. ÍRASKT herlið sótti enn lengra inn 1 Iran í dag á 500 km langri víglínu og rak á undan sér að- þrengda iranska hermenn. írakar segja. að enn hafi þrir bæir fallið i hendur þeim. Þá segjast þeir hafa skotið niður 21 iranska herþotu og níu herskip. íranskar herþotur og fall- hyssubátar réðust i dag á oliustöðv- ar i Írak og íraskar þotur réðust á oliustöðvar á Kharg-eyju, sem er ein helsta oliuútflutningsmiðstöð trana. Leiðtogar beggja ríkjanna hvöttu í dag þegna sína til að berjast „heil- ögu stríði" og Bani-Sadr, íransfor- seti, sagði að íranir myndu „berjast til síðasta blóðdropa". Olíustöðin í Abadan var enn í ljósum logum en íranska varnarliðið hélt þó enn borginni. íranir hafa viðurkennt að þeir hafi hörfað áýmsum vígstöðv- um. Engin olía frá Irak og íran er nú flutt um Persaflóa. Walesa fagnað við komuna tíl Varsiár Varsjá, 24. w*pt. AP. MIKILL mannfjöldi fagnaði í dag Lech Walesa. þegar hann kom til Varsjár til að fá löggildingu á sambandi óháðra verkalýðsfélaga. Ilann sagði seinna á fundi verk- smiðjufólks, að þetta væri „hreyf- ing, sem ekki verður stöðvuð“. Haft er eftir heimildum. að Walesa hafi á fundi með fjórum pólskum varaforsætisráðherrum krafist þess, að hið nýja verkalýðssam- band fengi aðgang að fjölmiðlum til að hrekja óhróður og lygar yfirvaldanna um samhandið og félaga þess. Walesa varð að ryðja sér braut í gegnum mannþröngina þegar hann kom til borgardómstólsins nokkru fyrir lokun. Þar afhenti hann ásamt lögfræðingi sínum skipulagsskrá sambandsins og önnur skjöl, sem yfirvöld krefjast. Að sögn embætt- ismanna mun það taka um hálfan mánuð þar til löggilding fæst. Kazimierz Switon, leiðtogi verka- manna í Katowice í Slesíu, var í fylgd með Walesa en áður höfðu yfirvöld hafnað umsókn verka- manna þaðan. í stað þess að endurnýja umsóknina ákváðu verkamenn í Katowice að gerast deild í verkalýðssamtökum Walesa. Síðla dags tók Walesa þátt í fjöldafundi 10.000 manna á knattspyrnuvelli í Ursus, útborg Varsjár. „Hreyfingin, sem við höf- um komið af stað verður ekki stöðvuð," sagði Walesa við fólkið. „Hún verður ekki stöðvuð en það er hægt að tefja fyrir henni.“ íraska útvarpið sagði að ír- askt herlið hefði lokið við að taka landamærabæinn Quasr-E-Shirin og að bærinn Sar-E-Pol-E-Zahab félli brátt í hendur írökum. Bærinn er 32 km frá landmærunum við írak. Þá sagði útvarpið að bæ'rinn Mehran hefði verið tekinn herskildi og að teknir hefðu verið til fanga hundruð íranskra hermanna. Iranska útvarp- ið hvatti í dag fólk í Khuzestan- héraði til að grafa skotgrafir til að verjast árásum Iraka. íranskir klerkar hafa lýst sig reiðubúna til að fara í „heilagt stríð" gegn guðleysingjunum í Bagdad og er haft eftir Teheranútvarpinu, að gerðar hafi verið ráðstafanir til að senda þá á vígvöllinn. Sex arabaríki hafa lýst yfir stuðn- ingi sínum við íraka og eru Jórdanía og Kuwait þar fremst í flokki. Flest leggja þau þó áherslu á, að bundinn verði endi á átökin og er sagt að þau óttist erlenda íhlutun ef átökunum linnir ekki og að olíuútflutningur til Vesturlanda stöðvist. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir hlutleysi Bandaríkjanna í þessum átökum og í sama streng hafa leiðtogar annarra stórvelda tekið. Sjá nánar á bls. 22 og 23. Flugust á við skurð- arborðið Tel Aviv. 24. september. AP. ÍSRAELSKA blaðið Y ediot Aharonot sagði Irá þvi i dag. að ágreiningur milli tveggja í.sra- elskra kvensjúkdómala'kna hefði valdið því. að þeir létu hendur skipta yfir sjúklingn- um, sem lá meðvitundarlaus á skurðarborðinu. Blaðið sagði, að læknarnir hefðu ekki getað orðið sammála um, hvernig best væri að lækna konuna, sem þeir hefðu haft til meðferðar. í fyrstu hefðu þeir rifist heiftarlega, en síðan slegist til að fá úr því skorið, hvor væri betri læknir. Lækn- arnir þurftu báðir á læknismeð- ferð að halda eftir átökin, annar var saumaður saman á auga- brún en hinn fékk taugaáfall. Það fylgdi ekki fréttinni, hvernig sjúklingnum reiddi af. Skyndif undur. í Hvíta húsinu vegna ástandsins í olíumálum WashinKton. 24. sppt. AP. EDMUND S. Muskio, innanríkis ráðherra Bandaríkjanna, var i dag kvaddur á skyndifund í Ilvita húsinu vegna átakanna milli traka og írana. Óttast er, að allur oliuútflutningur stöðvist frá þess- um löndum og hugsanlegt. aþ önnur riki dragist inn i átökin. Á fundinum átti að fjalla um áhrif átakanna á olíuframboð í heiminum og bandarísku gíslana í íran. Haft var eftir háttsettum embættismanni, að búast mætti við að írak og íran myndu stöðva olíuútflutning í dag. Bandaríkja- menn kaupa enga olíu af Irönum og litla af írökum, en mörg vestræn ríki auk Japans eru mjög háð olíu frá þessum löndum. Muskie sagðist telja, að gíslamál- ið yrði látið liggja í láginni á meðan stríðið geisaði, enda hefur verið látið að því liggja í Teheran- útvarpinu. Talsmaður innanríkis- ráðuneytisins bandaríska hvatti í dag írani til að tengja ekki þessi tvö mál saman, gíslamálið og stríðið við íraka, og sagði, að það væri í þágu Irana sjálfra að sleppa gíslunum. Hann aftók með öllu, að reynt yrði að frelsa þá með hervaldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.