Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 3 „Málverkið er orðið verk - segir Pétur Friðrik um verk sitt, Landslag, sem bjóða átti upp í kvöld eftir viðgerð PETTA málverk er ekki leng- ur eftir mig, það er orðið verk allt annars manns eftir að búið cr að mála yfir það allt með öðrum litum.“ saiíði Pétur Frið- rik listmálari i samtali við Morgunblaðið í gær, um verk sitt Landslag. sem er á skrá hjá listaverkaupphoði Klaustur- hóla í kvöld. Pétur sagði, að í sumar hefði Guðmundur í Klausturhólum beðið sig um að gera við myndina, en hún hafði íent í bruna og bólgnað upp að hluta. Pétur kvaðst vilja bíða eftir heimkomu kunningja síns frá útlöndum, sem þekkingu hefði á slíkum viðgerð- um, áður en hann segði til um hvort hann tæki að sér að gera við verkið. Áður en til þess kæmi, að af viðgerðinni yrði, fór Pétur síðan úr bænum, og hafði ekki samband við Guðmund áður. — „Er ég kom aftur, frétti ég svo, að Benedikt Gunnarsson hefði gert við málverkið. Nú, er ég svo sá það, kémur í ljós, að „viðgerðin“ hefur gert myndina að allt öðru málverki", sagði Pétur. Málverkið Landslag sagði Pét- ur vera málað í Grafningi, líklega árið 1944 eða 1945. Guðmundur Axelsson í Klaust- urhólum sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því, að Pétur hefði lýst sig mjög óánægðan með myndina, og yrði hún líklega tekin út af söluskránni. — Áður yrði hann þó að ráðfæra sig við eigendur hennar, en myndina kvaðst Guðmundur vera með í umboðssölu. „Ég mótmæli því, að verkið sé orðið að nýju. I viðgerðinni fór ég eins nærri frumverkinu og unnt var,“ sagði Benedikt Gunnarsson listmálari í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, er hann var spurður álits á viðgerðinni og óánægju Péturs Friðriks. „Mál- verkið var mjög bólgið og flagn- að,“ sagði Benedikt ennfremur, „og töluvert skemmt af sóti. En litur springur við hita og því þurfti víða að mála í. Það er hins vegar rangt, að hér sé um nýtt málverk að ræða. En viðgerð af þessu tagi er ekki unnt að fram- kvæma án þess að mála í verkið. Myndin var illa farin, liturinn víða orðinn eins og duft, er datt af við minnstu snertingu. Stórir fletir voru einnig flagnaðir af. Viðgerðina gerði ég eftir bestu samvisku. Hér var um að ræða að dæma verkið til dauða eða að reyna að bjarga því. Vinna mín var viðleitni til björgunar. Ég vil hins vegar taka fram, að er ég tók verkið að mér, skildist mér, að Pétur vildi sjálfur ekki nærri koma, en úr því sem komið er, tel ég rétt að taka það út af uppboðsskránni," sagði Benedikt að lokum. annars mannsu Pétur FriArik listmálari við mynd sína, Landslag. Myndin er tekin er Pétur hélt sýningu á verkum sinum i Listamannaskálanum áriA 1946. Reyndi að gera við það eftir bestu samvisku, segir Benedikt Gunnarsson Jóhann Jónsson og Ástþór Jóhannsson. Galleri Landlyst opnar í Eyjum GALLERI Landlyst hefur opnað í Eyjum og er það hópur áhugaljósmyndara sem stendur að galleríinu, en Landlyst við Strandveg er eitt af elztu hús- um í Vestmannaeyjum, byggt á síðustu öld. Vetrarstarfið í Galleri Landlyst hófst með ’opnun málverkasýningar Ást- þórs Jóhannssonar og Jóhanns Jónssonar, en sýning þeirra félaga verður opin fram á sunnudagskvöld. Langeygðir eftir sjónarmiðum rík- isstjórnarinnar PRENTARAR og prentsmiðjueig- endur munu hittast hjá Guðlaugi Porvaldssyni ríkissáttasemjara i dag ki. 8 til þess að ræða málin og kl. 2 e.h. hefst sameiginlegur fund- ur ASÍ og Vinnuveitendasambands íslands. Verða þar ra‘ddar sameig- inlegar kröfur sem varða félagsleg og aimenn kjaraatriði og einnig verður fundur, þar sem stefnt er að þvi að ljúka sérkröfuviðræðum við Verkamannasambandið. bnMtpinn Pálssor., fr»iiikvs0ni(ia- stjóri Vinnuveitendasambandsins, sagði í samtali við Mbl. í gær, að þeir væru orðnir langeygir eftir viðræðum við ríkisstjórnina um ,">'><rsmálapakkans, en efnisatrioi hann kvað ríkisstjórnina naiu greint frá því í síðustu viku, að það væri vilji til viðtals við okkur vegna atriða í félagsmálapakkanum, en nefnd ríkisstjórnarinnar hefur unn- ið að þeim málum. „Við höfum áhyggjur af því,“ sagði Þorsteinn, „að sá dráttur, sem orðinn er, tefji samningagerðina, því kostnaðarþættir í félagsmála- pakkanum geta haft áhrif á launa- þáttinn í kjarasamningunum. Dráttur viðræðunefndar ríkis- stjórnarinnar við undirnefnd okkar getur því tafið fyrir lokaþætti verksins." Tvær sölur í Englandi TVÖ fiskiskip lönduðu afla sínum í Grimsby í gær. Fylkir NK seldi — fvrir 29,7 milljónir, 41,8 toiiu +j. Hrafn meðalverð 710 krónur. Sveinbjarnarson seldi 7o,3 tornn fyrir 41 milljón, meðalverð of? krónur. Lítiö gallaðar denimbuxur — Dömu- m samfestingar — Bolir — Blússur — 1 Skyrtur — Herraföt — Stakar buxur Skór — Ptaköt — Metravara — Plötur — Kassettur — Rannilásar — Tvinni — Bækur — Smábarnaföt f gjafasettum o.fI. o.fl. Otrúlegt vöruúrval. Opið í dag frá 1—6. Hú er hver ad verða síðastur. Látiö ekki happ úr hendi sleppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.