Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 12
Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Stjórn Hjúkrunarheimilis- ins ásamt formanni fjár- hagsráðs. F.v. Páll Bjarnason. Ásgeir Jóhannesson formað- ur, Iliidur Hálfdánardótt- ir, Guðsteinn Þengilsson Elsa Vilmundardóttir formað- ur fjárhagsráðs og Soffía Eygló Jónsdóttir. Til hlið- ar við þau sjást steypumótin sem slegið hefur verið upp fyrir aðalhæð hússins. í hverjum bauk að meðaltali. Ef fólk á erfitt með að koma baukunum til skila af einhverj- um ástæðum, getur það hringt í skrifstofuna og verða þeir þá sóttir. Jafnframt vill stjórnin þakka hinar ágætu undirtektir bæjarbúa fram til þessa. 465 milljónir — 100 milljónir Ef hjúkrunarheimilið í Kópa- vogi væri byggt samkvæmt sjúkrahúslögum, ætti ríkissjóð- ur að leggja fram 85 prósent af byggingarkostnaði og eru það 465 millj. kr. samkvæmt núver- andi kostnaðaráætlun. í þessu tilfelli leggja Kópavogsbúar fram mestan hluta þess fjár- magns sem til þarf. Nýlega fór stjórn Hjúkrunarheimilisins fram á að veittar yrðu 78 millj. kr. til byggingarinnar á fjárlög- um 1981, sem er um 2,6 millj. kr. á hvert rúm. Hér er ekki farið fram á mikið og má segja að ríkissjóður sleppi vel. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér, verður kostnaður af hjúkrunarálmu fyrir aldraða við Borgar- spítalann, sem er hliðstæð Hjúkrunarheimilinu í Kópavogi, um 20 millj. kr. á hvert rúm. Einnig má benda á að heildar- fjárveitingin, sem farið er fram á, er svipuð og kostnaður við eitt rúm á geðdeild Landspítalans. Hjúkrunarheimilið Hjúkrunarheimilið er byggt samkvæmt þeim gæða- og þjón- ustukröfum sem heilbrigðisyf- irvöld hér á landi gera til slíkra bygginga. Þar verða rúm fyrir 38 vistmenn sem munu dvelja í 10 eins manns herbergjum og 14 tveggja manna herbergjum. ÖIl herbergin verða með baði að undanskildum þremur tveggja- manna herbergjum sem ætluð eru þungt höldnum sjúklingum. Heimilið verður á einni hæð, 1450 fermetra að flatarmáli, auk 750 fermetra kjallara. Hjúkrun- arheimilið stendur, eins og áður segir, sunnan við Kópavogsbraut skammt frá Hafnarfjarðarvegi. Er þar um að ræða einhvern fegursta staðinn í Kópavogi, í grasigróinni brekku sem hallar til suðurs og er útsýni þaðan yfir Kópavog til Arnarness. Ætiast er til þess að lóðarmörk sjáist ekki í landinu heldur verði fyrir framan húsið opið útivistar- svæði. MarkmiÖ og möguleikar Hjúkrunarheimilinu er ætlað að hýsa aldrað fólk sem þarf á hjúkrun að halda. Gert er ráð fyrir að þeir vistmenn, sem ná sér þar að fullu, flytji til sinna fyrri heimkynna en hinir, sem verða alvarlega sjúkir, verði fluttir á sjúkrahús. Lögð hefur verið áherzla á að Hjúkrunarheimilið verði sem heimilislegast og reiknað með vistmenn geti haft hjá sér hluta af sínum persónulegu munum. Hugsanlegt er að Hjúkrunar- heimilið veiti minni háttar þjón- ustu við eldri bæjarbúa, sem ekki væru vistmenn, gegn vægu verði. Þannig mynduðust tengsl milli vistmanna og meðborgara þeirra. Markmið Hjúkrunárheimilis- ins og öldrunarlækninga al- mennt, er að styðja aldraða einstaklinga til sjálfstæðrar til- veru í eigin umhverfi og hjálpa þeim til að njóta sín eins lengi og unnt er. Myndin cr tekin yfir athafnasvæðið þar sem unnið er að byggingu Hjúkrunarheimilisins. Þarna er útsýni fagurt og sér"Vítt um. lijósm. Emilia. Húsið byggt með f r jálsum framlögum Kópavogsbúa Á túninu sunnan við Kópavogsbraut skammt frá Hafnarfjarðarvegi er nú að rísa mikil bygging sem verða mun hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Kópavogi. Þetta hús er að mestum hluta byggt fyrir frjáls framíög en verkefni af þessu tagi eru jafnan fjármögnuð af ríki og bæ. í marz á síðasta ári bundust níu félagasamtök í Kópavogi samtökum um það viðamikla verkefni að koma þessu húsi upp og treystu að mestu leyti á frjáls framlög einstaklinga og félaga til að fjármagna framkvæmdirnar. Verkinu hefur miðað vel og er nú lokið byggingu 750 fermetra kjallara, verið að ljúka við 700 fermetra grunnplötu og unnið að því að slá upp mótum fyrir aðalhæð. Stefnt er að því að húsið verði fokhelt í lok þessa árs og vonast til að hægt verði að taka það í notkun í ársbyrjun 1982. Neyðarástand Ástæðan til þess að ráðist var í þetta verkefni er sú, að hreint neyðarástand ríkir í málefnum aldraðra sjúklinga í Kópavogi. Um 30 aldraðir sjúklingar lágu á heimilum í Kópavogi en fengu hvergi sjúkrahúsvist um það leyti sem ákveðið var að ráðast í byggingu Hjúkrunarheimilisins og var það eina hugsanlega lausnin á vandamálum þessa fólks. Fjarri fer því að þetta vandamál sé einvörðungu til staðar í Kópavogi. í sumar sendi aðalfundur Læknafélags íslands frá sér ályktun þess efnis að skortur á hjúkrunar- og dag- deildum fyrir aldrað fólk væri eitt brýnasta úrlausnarefnið sem lægi nú fyrir í heilbrigðis- málum á Islandi. I grein sem landlæknir ritar í Sveitarstjórn- armál segir: „Á nokkrum þétt- býlisstöðum, er skortur hjúkrun- arrýma (fyrir aldraða), svo neyðarástand ríkir. Öllu alvar- legra er, að þrátt fyrir fjölda elliheimilisrýma, sem við búum við, er haldið áfram á sömu braut. Stór sveitarfélög einbeita sér að byggingu elliheimilis- rýma, en hjúkrunarrými eru látin sitja á hakanum. Ríkið hefur sinnt þessum málum lítið.“ Samtök níu félagasamtaka Það var samdóma álit þeirra sem unnu að félatrs- otr heilsu- gæslumálum aldraðra í Kópa- vogi að hjúkrunarheimili fyrir aldraða yrði að reisa þar sem allra fyrst. Slík framkvæmd ætti samkvæmt sjúkrahúslögum að vera í höndum ríkis og bæjarfé- lags en sýnt þótti að löng bið yrði þar til þessir aðilar fengjust til að sinna þessu brýna verk- efni. Þess vegna ákváðu níu félagasamtök í Kópavogi að bindast samtökum um að reisa þar hjúkrunarheimili og treysta að verulegu leyti á frjáls fram- lög bæjarbúa við fjármögnun verksins. Félagssamtök þessi eru: Junior Chamber Kópavogi, Kirkjufélag Digranespresta- kalls, Kiwanisklúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lions- klúbbur Kópavogs, Lionsklúbb- urinn Muninn, Rauðakrossdeild Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópa- vogs og Soroptimistaklúbbur Kópavogs. I stjórn Hjúkrunar- heimilis aðdraðra í Kópavogi voru kosin: Ásgeir Jóhannesson formaður, Guðsteinn Þengilsson, Hildur Hálfdánardóttir, Páll Bjarnason og Soffía E. Jónsdótt- ir. Heilbrigðisyfirvöld brugðust vel við þessu framtaki og lögðu til lóð undir hjúkrunarheimilið endurgjaldslaust. Þá heimilaði ríkisskattstjóri að öil framlög og gjafir til byggingarsjóðsins mætti draga frá skattskyldum tekjum gefenda. Söfnunin Að lokinni mikilli undirbún- ingsvinnu var söfnunarbaukum dreift á hvert heimili í Kópavogi og mælst til þess að hver fjöl- skylda legði í baukinn sem næmi hálfu strætisvagnafargjaldi á dag, — en með þvi móti verður söfnunargeta allra heimila í Kópavogi um 100 millj. kr. á ári. Fyrir utan ómælt sjálfboðastarf, sem Kópavogsbúar hafa lagt fram vegna hjúkrunarheimilis- ins hefur borist fjöldi höfðing- legra gjafa frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafa alls safnast um 180 millj. kr. og á fjárlögum 1980 var veitt 22 millj. kr. til þessa verkefnis, þannig að alls hafa um 200 millj. kr. verið til ráðstöfunar. Full- búið er áætlað að hjúkrunar- heimilið muni kosta 550 millj. kr., þannig að betur má ef duga skal. Treysta aðstandendur heimilisins á áframhaldandi stuðning og stefna að því að húsið verði fokhelt um næstu áramót. Vill stjórnin koma því á framfæri við Kópavogsbúa að þeir skili sem fyrst söfnunar- baukum, er dreift hefur verið, á skrifstofu Hjúkrunarheimilisins að Hamraborg 1. Svo að nægi- legt fjármagn fáist til að gera húsið fokhelt fyrir áramót þyrftu að vera tíu þúsund krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.