Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 13 Prenthúsið sf gefur út sýnisbók af verkum Halldórs Péturssonar PRENTHÚSIÐ sí. mun gefa út myndabók með verkum Hall- dórs heitins Péturssonar núna fyrir jólin. Verður bókin í stóru broti, 208 blaðsíður og verða í henni rúmlega 500 myndir — blýantsteikningar, vatnslita- teikningar, málverk o.fl. Nokk- ur hluti myndanna verður prentaður i lit. I bókinni, sem enn hefur ekki hlotið nafn, mun kenna margra grasa og verður hún eins konar sýnisbók yfir feril Halldórs sem listamanns. Þar verða teikn- ingar og málverk sem hann gerði allt frá því að hann var barn þar til hann lést árið 1977, sextíu og eins árs að aldri. Halldór var mjög afkastamikill listamaður og rúmast því aðeins brot af teikningum hans í bókinni. í hana hefur þó verið reynt að taka sýnishorn af öllum meiri- háttar viðfangsefnum lista- mannsins s.f. myndir úr teikn- ingaflokki hans af þekktum mönnum, fjölmargar af þeim teikningum sem hann gerði í Spegilinn meðan útgáfa þess tímarits stóð með sem mestum blóma, skopmyndir hans af þorskastríðum og skákmótum, að ógleymdum þeim myndum sem Halldór teiknaði í þjóð- sagnabækur og af íslenzku mannlífi fyrr á öldum. Of langt mál yrði að telja upp öll þau viðfangsefni sem Halldór fékkst við um ævina en við samantekt bókarinnar hefur verið reynt að gera þeim öllum einhver skil, eins og fyrr segir. Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, hefur skrifað allan texta bókarinnar en sonur Halldórs, Pétur Hall- dórsson, hefur annast uppsetn- ingu hennar. Halldór Pétursson var orðinn landskunnur fyrir teikningar sínar löngu áður en hann lést árið 1977. Hann fæddist í Reykjavík 26. september 1916 og ólst upp þar. Halldór var sonur Péturs Halldórssonar bóksala og borgarstjóra í Reykjavík og Ólafar Björnsdóttur konu hans. Hugur Halldórs hneigðist snemma að myndlist og byrjaði hann að teikna og mála þegar á barnsaldri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Þessi teikning er ein af fjöimörgum sem Ilalldór Pétursson gerði af vikingum. Halldór Pétursson, teiknari og listmálari. Reykjavík árið 1935. Næstu tíu árin stundaði Halldór listnám erlendis, fyrst við Kunsthaand- værkerskolen í Kaupmannahöfn og lauk prófi þaðan 1938. Þá við Minneapolis School of Art til 1942 og loks við Art Students League, New York, 1942—1945. Að námi loknu kom hann heim og starfaði sem listmálari og teiknari í Reykjavík meðan hon- um entist aldur. Eftirlifandi eiginkona Hall- dórs heitir Fjóla Sigmundsdóttir og eiga þau þrjú börn, tvær dætur og einn son. Bók sú, sem Prenthúsið sf mun gefa út með verkum Hall- dórs er að sögn útgefanda ein af örfáum listaverkabókum hin síð- ustu ár, sem unnar hafa verið hér á landi að öllu leyti. Hefur ekkert verið til sparað að gera bókina sem bezt úr garði og verður hún hin vandaðasta að allri gerð. Háskóli íslands: Fyrirlestur um áhrif olíuverðs á hagkvæmni fiskveiða Fimmtudaginn 25. september, kl. 17.15 verður haidinn á vegum verkfra>ði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands. fyrirlestur um áhrif olíuverðs á hagkvæmni' fiskveiða. Fyrirlesarinn, Norðmaðurinn Torbjörn Digernes, er verkfræð- ingur og hefur undanfarin 6 ár starfað hjá Fiskeriteknologisk Forskningsinstitutt í Þrándheimi og fengist við tæknileg og hag- fræðileg vandamál tengd fiskveið- um. í fyrirlestrinum verður rætt um áhrif olíuverðsbreytinganna á fiskveiðar og samsetningu fiski- flotans í bráð og lengd. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi verkfræði- og raunvísinda- deildar, í stofu 157 kl. 17.15, nk. fimmtudag. Al-Anon kynn- ingarfundur AL-ANON, félagsskapur aðstand- enda drykkjusjúkra gangast fyrir opnum kynningarfundi í safnaðar- heimili Langholtskirkju laugar- daginn 27. sept. n.k. kl. 13.30. Segir í fréttatilkynningu frá samtökun- um, að allir séu velkomnir á fundinn. Má bjóöa þér Saab árœnð198Q með meira en milljón króna lækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.