Morgunblaðið - 25.09.1980, Side 16

Morgunblaðið - 25.09.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 í ÓLAFSFIRÐI Texti og myndir: HJÖRTUR GÍSLASON Eins ou fram hefur komið í fréttum hefur útgerð Sigurbjargarinnar frá Ólafsfirði gengið brösulega í sumar. Fyrst var hún frá veiðum vegna breytinga, sem tóku nokkuð lengri tíma en áætlað var og í fyrstu veiðiferðinni eftir þær bilaði gír við vél skipsins og gekk mjög erfiðlega að fá varahluti þá, sem til þurfti og hafði hún legið í Ólafsfjarðarhöfn í þrjá mánuði áður en hún komst í gagnið aftur. Er blaða- maður Mbl. var á ferðinni í Ólafsfirði rabbaði hann við Ólaf Jóakimsson skipstjóra á Sigur- björginni og bað hann að segja sér af högum sínum og skipsins. Ólafur Jóakimsson. skipstjóri: Hef stundað sjómennsku alla mína ævi Ég er Siglfirðingur, fæddur þar og uppalinn, en konan mín er héðan og það fór svo einhvern veginn þannig að við settumst að hér. Það er gott að búa hér og mér finnst ég eiginlega alveg vera orðinn Oiafsfirðingur enda hef ég búið hér í rúm 30 ár. Ég hef alltaf verið á sjónum, hef aldrei annað gert, og allan tímann hef ég verið hjá sömu útgerðinni. Ég byrjaði strax 1949 á Einari Þveræingi gamla sem var 64 tonna Landssmiðju-bátur og þá stunduðum við allar þessar hefð- bundnu veiðar eftir vertíðum, vorum þá fyrir sunnan á vetrar- vertíðinni, á togveiðum á sumrin og síld og línu á haustin. Það var mikill munur þá og nú og þá helst hvað tækjabúnað snertir, þá var ekki einu sinni radar og eina siglingatækið í bátnum var dýpt- armælir. Þetta var á margan hátt öðruvísi og ég býst við því að þetta hafi þá verið erfiðara en nú. Síldveiðarnar voru þá alltaf skemmtilegasti veiðiskapurinn. Þá var aflinn einnig jafnari, alltaf árviss vertíðarafli á milli 1950 og ’60, svona fjögur til fimm hundruð tonn og það þætti ef- laust gott nú á svona smápung. Það komu svo auðvitað toppar inn á milli og það kom fyrir að aflinn var talsvert meiri en þetta. Ég var stýrimaður á Einari fram til 1955, en þá tók ég við honum og var með hann til 1959. Þetta hefur langt Frá veiðum í 3 mánuði í sumar vegna breytinga og óhappa Nýja Sigurbjörgin, sem er skuttogari, var smíðuð eins og sú fyrri hjá Slippstöðinni og það er óhætt að segja að bæði þessi Slippstöðvar-skip hafi reynst vel, þó allt geti nú bilað. Það sem nú hefur skeð, flokkast bara undir óhöpp, sem engum er hægt að kenna um. Það er aðallega hvað tekið hefur óeðlilega langan tíma að koma skipinu í gagnið, sem maður á erfitt að sætta sig við. I endaðan maí var farið í það að skipta yfir á svartolíu og það tók mánuð eða um helmingi lengri tíma en áætlað hafði verið og svo bilaði í fyrsta túr. Það bilaði gír framan við vélina, sem drífur togvindurnar og varahlut- irnir virtust svo vandfundnir að taka varð til þess bragðs að smíða Vorum með þeim fyrstu, sem hófu netaveiðar fyrir Norðurlandi Ég tók svo við Guðbjörginni, sem var smíðuð í Noregi og var 100 tonna stálbátur, 1959 og þá vorum við á svipuðum veiðum og áður, fórum fyrstu tvö árin á vertíð suður fyrir land, en fórum síðan að þreifa fyrir okkur 1962 með net fyrir norðan og vorum meðal þeirra fyrstu sem það reyndu. Það gekk vel og upp úr þvi lauk vetrarvertíðarferðum suður. Með þennan bát var ég til 1965 á þessum hefðbundnu veið- um/ en árið eftir tók ég við Sigurbjörginni, 300 tonna báti, sem smíðaður var í Slippstöðinni á Akureyri. Við vorum nær ein- göngu á síld fyrstu 3 árin, eða þar til botninn datt úr síldveiðunum. Eftir það vorum við nær ein- göngu á togveiðum. Þetta skip var ég svo með til 1978, en þá tók ég við nýju Sigurbjörginni. verið „frí“ þá. Það hittist svo óheppilega á að í norsku verksmiðjunni, sem framleiðir þessa hluti, voru allir í sumarfríi og einnig voru þá yfirstandandi einhver eigenda- skipti, svo að bið varð á því að varahlutirnir fengjust, svo segja má að allt hafi hjálpast að við að gera okkur erfiðara fyrir. Nú þegar starfsfólkið kom svo loks úr sumarfríi var þegar hafist handa við smíði varahlutanna og þá stóðst áætlun þeirra upp á dag. Varahlutirnir komu hingað til Ólafsfjarðar nú í morgun og það er reiknað með því að skipið komist á veiðar fyrstu helgina í september. Stykkin komu til Reykjavíkur á laugardaginn var og ég held að þetta tal, um að okkur hafi verið synjað um yfir- vinnuleyfi í einn dag, það er sunnudaginn, hafi ekki skipt neinu máli. Það var sótt um undanþágu og því mjög treglega tekið, en ég er viss um að það hefur nær engu breytt. Virðist vera nóg af þorski í sjónum Hvernig finnst þér staðið að stjórnun fiskveiðimálanna? Það er mjög erfitt að stjórna þessum málum og það skilur maður að það verður aldrei gert svo öllum líki. Annað er svo hitt að manni virðist vera nokkuð mikill fiskur í sjónum og meiri en maður getur ímyndað sér að fiskifræðingarnir haldi, en mað- ur er kannski ekki fyllilega dómbær á þetta. En það virðist ætla að verða erfitt að halda þetta á kúpunni, alveg sama hve mikið veiðist og alltaf steðja sömu erfiðleikarnir að fiskvinnsl- unni, sem sennilega er einnig eitthvað að kenna slæmri stjórn- un. Við þurfum á þriggja mánaða fresti að fá fiskverðshækkanir og vinnulaun hækka með sama hraðanum. Það er alltaf sami „Hrunadansinn" í þessu og ég er eiginlega hissa á því að fisk- vinnslan skuli ekki farin sömu leið og dansfólkið í Hruna, það er ótrúlegt hve lengi þetta getur lafað. ólafur Jóakimsson Svona lagað ekki tekið til greina við veiðitakmarkanir Það er auðvitað afleitt að missa þennan tíma úr, sumarið er venjulega besti veiðitíminn, því að ekkert tillit er tekið til þessa í sambandi við veiðitakmarkanir, þetta er einfaldlega tapaður tími. Þetta hefur auðvitað gert útgerð- inni mjög erfitt fyrir að svona dýrt atvinnutæki skuli vera frá í allan þennan tíma, og maður bæði veit það og skilur að það hlýtur að vera erfitt að standa í skilum þegar svona lagað kemur fyrir. Þetta kemur sér svo ekki síður illa fyrir áhöfnina, sem er afmunstruð meðan á þessu stend- ur og þá getur verið erfitt að fá vinnu annars staðar. þessum svokölluðu ofveiðum niðri, þrátt fyrir allar takmark- anirnar, svo það hlýtur að benda til þess að nóg sé af þorski. Manni finnst það svo skjóta skökku við að þegar yfirvöld gera varla annað en að tala um nauðsyn fiskveiðitakmarkana, þá eru heimiluð kaup á fleiri togur- um. Möskvastærðin hefur útrýmt smáfiskadrápinu og landhelgis- friðunin hefur líka auðvitað orðið til þess að styrkja þorskstofninn. En svo verður einnig að líta á þá staðreynd að lítið þýðir að veiða allan þennan fisk, ef við losnum svo ekki við hann á viðunandi verði. Þessi óðaverðbólga hlýtur að gera öllum veiðum og fisk- vinnslu erfitt fyrir, því allt er Eitt af leiguíhúðarhúsunum, sem ólafsfirðingar hafa byggt. Sigurbjörgin ■ . 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.