Morgunblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Hannes H. Gissurarson: Skottulækn- ar á skjánum Hvort á að lofa sjónvarpið eða lasta fyrir þáttinn „Hrun Breta- veldis", sem sýndur var sl. mánu- dagskvöld? Það er lofs vert að veita okkur, sem höfum fylgzt með tilraunum Margrétar Thatchers og stjórnar hennar til að reisa við atvinnulíf þjóðar sinnar, tækifæri til að hrekja ýmsar algengar bábiljur. En það er lasts vert að kynna áróðursþátt, fullan af ónákvæmni og hleypidómum, sem „brezka heimildamynd" og láta að því liggja, að vísindamenn taki undir það, sem sagt var í þættin- um. Ekki sakar heldur að geta þess, að þátturinn er ekki nýr, heldur frá því í marz sl. og heimiTdargildi hans er því enn minna er ella. Sjónvarpsstöðin Granada, sem gerði hann, þykir og vinsamleg ríkisafskiptasinnum, en ekki hlutlaus. Ég ætla í þessari grein að grípa tækifærið, með því að það gefst, og benda á nokkrar bábiljur í þættinum. Hverjir geröu þáttinn? Mennirnir, sem gerðu þáttinn, eru úr svonefndum „Cambridge Policy Research Group". Hvergi var þess getið í kynningum að þeir eru margir marxsinnar, hug- myndafræði þeirra er blanda úr kenningu Keyness og Marx, og skoðun þeirra er fullkomin minnihlutaskoðun með brezkum hagfræðingum. Þeir eru fáir, sem telja, að eitthvað nytsamlegt megi sækja til Marx á nítjándu öldinni, og alkunna er einnig, að keyness- sinnar hafa verið á miklu undan- haldi undan staðreyndum síðustu áratugina. Sannleikurinn er sá, að þessir Cambridge-menn eru sér- vitringar, sem lítið mark er tekið á (en Cambridge var á sínum tíma vígi keynesssinna), og þeir Wynne Godley og Francis Cripps, sem rætt var við í þættinum, njóta lítillar virðingar, eru taldir skottulæknar. Þeir kváðu upp dauðadóm yfir atvinnulífi Breta, sögðu að ein- ungis væri unnt að tefja fall hagkerfisins með gengislækkun pundsins og afskiptum ríkisins af kjaramálum (en það er nefnt „launastefna"), en að það væri þó óhjákvæmilegt. Þeir sögðu, að stjórn Thatchers hefði í rauninni engu getað breytt, hún hefði aðeins flýtt hinu óhjákvæmilega falli. Þetta er auðvitað aðeins hin gamla kenning marxsinna um að fall séreignarkerfisins sé óhjá- kvæmilegt — óskhyggja, sem reynt er að klæða í búning vísindalegrar forsagnar. En þessi „vísindalega forsögn" hefur ekki orðið að veruleika síðustu hálfa aðra öldina, og nú neyðast sam- eignarsinnar í Ráðstjórnarríkjun- um, Kínaveldi og leppríkjum þeirra til að leyfa markaðsvið- skipti til að komast hjá falli! Um feigðarspá þeirra má hafa orð Arthurs Seldons, yfirmanns Institute of Economic Affairs í Lundúnum, þegar ég bar hana undir hann: „Kjaftæði!" Rökfærsla Cambridjfe- manna Hvaða rök færðu Cambridge- menn fyrir feigðarspá sinni? Þau voru eins einföldT og þau voru einfeldnisleg: Þeir framlengdu þróunarlínur. Þeir sögðu sem svo: „Skatttekjur stjórnarinnar minnka, ef framleiðsla fyrirtækj- anna minnkar enn og mörg þeirra verða gjaldþrota, en á sama tíma aukast útgjöld stjórnarinnar vegna almenningsþjónustu og trygginga, þannig að stjórnin lendir í gildru, sem hún kemst ekki út úr nema með því að snúa við.“ Athuga ber tvennt. Hvernir eru gallar þessarar rökfærslu? Og hvað vantar í hana? Gallar rökfærslunnar eru, að ekki er gert ráð fyrir neinum vexti atvinnulífs Breta, öðrum en nú- verandi þróunarlínum. Enginn getur að vísu tryggt vöxt atvinnu- lífsins, en unnt er að búa honum góð skilyrði, en það reynir stjórn Thatchers að gera með auknu atvinnufrelsi og skattalækkunum. Atvinnufrelsið er ekki trygging fyrir velmegun, en það er skilyrði fyrir henni. Mörg fyrirtæki verða gjaldþrota, önnur blómgast. Cam- bridge-mennirnir gera ráð fyrir hinu fyrrnefnda, en ekki hinu síðarnefnda. Það, sem vantar í máli Cam- bridge-manna er að leiða rök að því, að stefna stjórnar Thatchers hafi valdið erfiðleikunum í atvin- ulífi Breta (en hvergi í þættinum var sagt, hvað stjórn Thatchers hefði gert af sér) og að atvinnulíf- ið hljóti óhjákvæmilega að falla Milton Friedman Margaret Thateher Sjónvarp kl. 22.40: Hrun Bretaveldis Á dagskrá sjónvarps kl. 22.40 á mánudagskvöld er bresk ''eimildamynd, Hrun Bretaveid- Decline and Fall). ‘•'a sú, sem ríkisstjórn Thatcher fylgir, er ^óbelsverðlauna- í tilefni sjónvarpsþáttarins „Hrun Bretaveldis“ í mynd þessari kemur fram óhugnanleg spá fyrir brezkt efnahagslíf, þar sem því er spáð að með þeirri stefnu í efna- hagsmálum, sem ríkisstjórn Margaret Thatcher fylgir, fari ástandið hraðversnandi í land- og Bretland að verða þróunarland. Við verðum að svara spurning- unni, sem ósvarað er í þættinum: Af hverju stafa erfiðleikarnir í atvinnulífi Breta? Stefna stjórnar Thatchers Aðkoman var ófögur, þegar stjórn Thatchers tók við, sumarið 1979. Bretar höfðu í mörg ár verið „sjúku mennirnir" í Norðurálfu, dregizt aftur úr flestum þjóðum. Verðbólga var mikil, margir voru atvinnulausir, brezkur iðnaður var ekki samkeppnishæfur. Vandinn var í sem fæstum orðum, að rekstur var ekki eins hagkvæmur og hann þurfti að vera. Frá stríðslokum höfðu allar stjórnir reynt að örva vöxt atvinnulífsins með því að dæla peningum út í það, þjóðnýta fyrirtæki eða skipu- leggja atvinnulífið og fylgja launastefnu) þ.e. takmarka launa- hækkanir til að afstýra verð- bólgu). Þetta hafði ekki tekizt. Ráðum keynesssinna hafði verið fylgt frá stríðslokum, en þau gáfust ekki vel. Því var það, að Thatcher-stjórnin breytti stefn- unni, hætti að glíma við verðbólg- una með því að reyna að takmarka launahækkanir, en reyndi heldur að takmarka peningamagnið, lækkaði skatta, dró úr ríkisaf- skiptum og jók atvinnufrelsið — allt í þeim tilgangi að auðvelda atvinnulífinu að rétta úr kútnum. Hún bjóst ekki við neinu krafta- verki, enda hefur það ekki orðið, og hún sá fram á þá erfiðleika, sem Cambridge-mennirnir gerðu mikið úr í sjónvarpsþættinum. Hagkerfið hefur verið opnað fyrir samkeppni til að knýja fyrirtækin til hagkvæmari reksturs. Að sjálf- sögðu verða mörg fyrirtæki gjald- þrota, og margir verkamenn missa vinnuna um tíma. En önnur fyrir- tæki rísa upp, atvinna býðst, verið er að laga hagkerfið að breyttum tíma og hin lífsnauðsynlega aðlög- un er ekki sársaukalaus. Á hvaða kosti bendir Cambridífe-hópurinn? Sir Keith Joseph iðnaðarráð- herra fékk orðið stutta stund í lok þáttarins og gat bent á, að í rauninni er ekki ágreiningur með brezku stjórnmálaflokkunum tveimur um, að takmarka verði peningamagn og hleypa nýju lífi í iðnaðinn. En hvað kjósa Cam- bridge-menn? Gengislækkun pundsins, launastefnu og innflutn- ingshafta. Það er þó deginum ljósara, að slíkar aðgerðir hefðu ekki dregið úr erfiðleikunum, heldur aukið þá stórkostlega. Gengi pundsins er markaðsgengi og ekki á valdi stjórnarinnar að breyta því nema með beinum afskiptum eða gjaldeyrishöftum, og lækkun þess kæmi sér mjög illa í glímunni við verðbólgu. Launa- stefna eða stjórnskipuð takmörk- un iaunahækkana hefur reynzt mjög illa. Stjórnir Heaths og Callaghans 1974 og 1979 hrökkluð- ust báðar frá vegna launastefnu, sem þeim mistókst að fylgja, og hið sama má líklega segja um stjórn Geirs Hallgrimssonar á íslandi 1978. Um innflutningshöft þarf ekki að fara mörgum orðum. Þau torvelda þá alþjóðlegu verkaskipt- ingu, sem ein skilar velmegun, þegar til lengdar lætur, og í skjóli tollmúra þrífst iðnaður, sem ella er ekki samkeppnishæfur og streymi fjármagns í hagkvæm- ustu farvegina stíflast. Cam- bridge-mennirnir virðast kjósa sjálfsþurftarbúskap, þannig að Bretar hætti að verzla við aðrar þjóðir, og áætlunarbúskap, þannig að atvinnulífinu sé öllu stjórnað, en sá er vísasti vegurinn til fátæktar og kúgunar, eins og dæmin sanna. Hverjum eru inn- flutningshöft í hag? Fróðlegt var að horfa á verk- smiðjustjórann í Leicester í þætt- inum. Hann sýndi áhorfendum tvær flíkur, aðra framleidda í Austurlöndum fjær (líklega í Hong Kong, Suður-Kóreu eða Jap- an, þar sem ótrúlegar framfarir hafa orðið síðustu áratugi vegna viðskiptafrelsis, hina framleidda í verksmiðju sinni. Gæðin voru svipuð, en hin útlenda flík var miklu ódýrari. Hann og sumt starfsfólk hans er að sjálfsögðu ginnkeypt fyrir innflutningshöft- um. Þá þarf ekki að óttast sam^ keppni að utan. En hverjir tapa? í fyrsta lagi brezkur almenningur, sem fær ekki að kaupa hina jafngóðu og miklu ódýrarí útlendu flík. í öðru lagi útlendu framleið- endurnir og starfsfólk þeirra. Hvernig á fólkið í Japan og Hong Kong að komast af, ef það má ekki framleiða á markað vestrænna þjóða? Á að svipta það lífsbjörg sinni og einu von um bætt kjör? Menn skilja stundum ekki, hve ómannúðleg innflutningshöft eru. Þau eru í anda þeirrar þjóðern- isstefnu, sem er hættulegri en orð fá lýst. Vitanlega óttast margir atvinnurekendur samkeppni, þeir krefjast verndar gegn henni. Það er satt, að markaðurinn er harður húsbóndi, en það er líka satt, að hann einn getur rekið mennina áfram, skapað velmegun. Verðbólgan og atvinnuleysið Þátturinn (eða „heimildamynd- in“) er frá marz sl., eins og áður var getið, og þar segir, að verð- bólgan hafi ekki hjaðnað. Nú er verðbólgan að hjaðna í Bretlandi, þannig að reynslan hefur ómerkt orð Cambridge-manna. En það blasir við, að stjórn Thatchers hefur ekki náð þeim árangri, sem hún vænti, þótt það hafi að vísu torveldað tilraun hennar, að stjórn Verkamannaflokksins stórjók peningamagn síðustu mánuði sína. Erfiðleikarnir eru til, þótt Gam- bridge-mennirnir ýki svo, að þá megi fremur telja í ætt við Múnchausen barón en Karl Marx. Ég er nýkominn af málþingi í Kaliforníu, þar sem nokkrir vís- indamenn og stjórnmálamenn, þar á meðal Milton Friedman og sir Keith Joseph, ræddu viðhorfin í atvinnumálum. Friedman hefur deilt á stjórn Thatchers fyrir að hafa hækkað söluskatt og ekki takmarkað peningamagn nægi- lega. Á þessu málþingi var deilt á stjórnina (eða öllu heldur brezka seðlabankann, Bank of England) fyrir að takmarka ekki peninga- magnið með réttum hætti og bent á, að Japönum hefur tekizt það. (Hvers vegna sýnir sjónvarpið ekki „heimildamynd" um það?). Þetta er flókið mál og engin einföld og auðframkvæmanleg lausn til á því. Stjórn Thatchers hefur auðvitað rekizt á sömu takmarkanir og aðrar stjórnir í lýðræðisríkjum. Ég spái því sjálf- ur (en ekki „vísindalega"), að stjórn Thatchers geri engin kraftaverk, en vinni nokkra áfangasigra þrátt fyrir erfiðleik- ana, sem þó verði áform miklir. Fleiri eru nú atvinnulausir í Bretlandi en áður frá stríðslokum. Að vísu verða menn í því viðfangi að skilja, hvað atvinnuleysi er frá hagfræðilegu sjónarmiði. Maður er atvinnulaus, vegna þess að hann sættir sig ekki við starf, sem hann telur illa launað, og tekur atvinnuleysið (og atvinnuleysis- bæturnar) fram yfir það. til dæm- is sættir hvítur Breti sig ekki við starf, sem innflytjandi frá fátækri þjóð tekur fegins hendi. En vitan- lega verða margir atvinnulausir, á meðan atvinnulifið er að laga sig að breyttum tíma og fjármagnið að finna nýja farvegi — á meðan hætt er samkeppnishæfum rekstri og aðrir kostir teknir. Aðalatriðið er, að atvinnuleysi er aðeins stundarfyrirbæri, ef tekst að hleypa lífi í iðnaðinn. En halda menn, að ríkið geti skapað atvinnu til lengdar? Hvaðan á að afla fjár til þess? ^ Ábyrgö sjónvarpsins Cambridge-mennirnir vita vel, hvaða fræðilegum mótbárum má hreyfa gegn greiningu þeirra. Þeir vita vel, að þorri hagfræðinga og stjórnmálamanna er ósammála þeim. En hvers vegna segja þeir það, sem þeir sögðu? Vegna þess að þeir kjósa séreignarkerfið feigt og reyna að ala á efasemdum um það. Það var broslegt, hvernig þeir reyndu í þættinum að sveipa sig hjúpi vísindamanna, hvernig þeir létu mynda sig alvörugefna og íbyggna að mata tölvur, reikna út og ræða um stærðir og stefnur, hvernig þeir auglýstu ófreskigáfu sína: „Vi alene vide,“ eins og danski einvaldskóngurinn sagði. Bersýnilegt var, að þeir töldu sig sjá betur en aðra „yfir“ hagkerfið (þótt enginn hafi, eða geti haft, þekkingu til að sjá „yfir“ allt hagkerfið, þar sem tugmilljónir manna skiptast á vörum og þjón- ustu og hugmyndum í óraflóknu ferli), geta deilt og drottnað. Fréttaþyrstir fjölmiðlar hópast sjálfsögðu að slíkum mönnum. Er ekki miklu fréttnæmara, að hag- kerfið sé að falla en að það standi áfram? (Þetta minnir á hamagang fjölmiðlanna fyrir nokkrum árum, þegar Rómarhópurinn svonefndi spáði dómsdegi i Endimörkum vaxtarins, en það hefur verið marghrakið af fræðimönnum). Ábyrgð íslenzka sjónvarpsins er mikil í þessu máli. Það hefur í fyrsta lagi framið hlutleysisbrot, því að það hefur sýnt eina hliðina af mörgum án þess að sýna hinar. Það hefur í öðru lagi gengið erinda skottulækna, sem brugga aðeins görótta drykki. (Brezkir hagfræð- ingar, sem ég hafði samband við, eru furðu lostnir yfir því, að þessi gamla „heimildamynd" skuli sýnd á Islandi sem kynning á stefnu Thatchers). Það kynnti í þriðja lagi þáttinn með villandi hætti, lætur ósagt, að róttæklingahópur stendur að honum, og lætur að þvi liggja, að Milton Friedman sé við hann riðinn, en hann er ekki nefndur í honum. Líklega er þetta slys, en ekki ásetningssynd. En sjónvarpið verður, svo að um munar, að bæta á næstunni fyrir það með áreiðanlegri upplýsingum um framkvæmdir Margrétar Thatchers og kenningar Miltons Friedmans. Doktorsvörn GUÐJÓN Magnússon læknir varði nýlega doktorsritgerð við Karol- inska Institutet, læknaháskólann í Stokkhólmi. Guðjón Magnússon lauk læknaprófi frá Háskóla Islands 1971. Vorið 1975 lauk hann læknaprófi frá Edinborgarháskóla í „Community Medicine". Guðjón stundaði fram- haldsnám í „Social medicin", félags- lækningum við Karolinska Institutet á árunum ’75—’80, og hefur íslenska sérfræðiviðurkenningu í félags- og embættislækningum. Doktorsritgerð Guðjóns ber heitiö „Excessive use of Medical Care or Rational Patient Behaviour?" Rit- gerðin fjallar í stuttu máli um rannsókn á bráðalæknisþjónustu í stórborg. Hvert leita sjúklingar? — Á neyðarmóttökur sjúkrahúsa eða til heimilislækna. — Hvað ræður vali sjúklings? — Tryggir núverandi skipulag nægilega góða læknismeð- ferð? Guðjón Magnússon hefur verið skipaður í embætti aðstoðarland- læknis frá 1. júlí sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.