Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 • • Orxggisráðið hvetur Irani og Iraka að slíðra sverðin New York. 21. septemher. AP ÖRYGGISRÁÐ SamoinuOu þjóOanna kom saman til óformlegs fundar í nótt ok oftir tvoKKÍa klukkustunda fundarhöid hvatti raðið deiluaóila til aó slíðra sverð sín. Taieh Slim frá Túnis, forseti ráðsins sagði, að ÖryKKÍsráðið styddi hoð Kurts Waldhcims, framkvæmda- stjóra SI> um að dciluaðilar kæmu til New York o« freistuðu þess að jafna deilur sínar þar. ÖrygKÍsráðið lajfði okki til ncinar ráðstafanir til að koma á friði í deilu Iraka ok írana. — hvatti aðoins til friðar. Samþykktin kom eftir tvoKKja klukkustunda umræður. Sovótmenn ok A-I>jóðverjar settu sík um tíma á móti ályktun ráðsins, — töldu að formloKur fundur væri við hadi. Taieh Slim. saBði að moðlimir ÖryKKÍsráðsins hofðu miklar áhyKKjur af þróun mála og þær væru alvarleg ógnun við heimsfriðinn. Edmund Muskie, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hélt í dag frá New York, þar sem hann hefur setið Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, til Washington til skrafs og ráðagerða við Jimmy Carter. Hann frestaði fundi með Josef Czyrek, utanríkisráðherra Pól- lands vegna átaka Irana og Iraka. Butros Ghali, utanríkisráðherra Egyptalands varaði við hættunni af íhlutun risaveldanna vegna átaka íraka og Irana. Hann hvatti deiluaðila til að slíðra sverð sín. Egyptaland hefur ekki stjórnmála- samband við Irak og Iran. Tilkynnt var í Havana, að Isi- doro Malmierca, utanríkisráðherra Kúbu hefði haldið áleiðis til Teher- an og Bagdad með skilaboð frá Fidel Castro, en hann er nú formaður samtaka óháðra ríkja. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels varaði við hættunni Frá umræðum í Allsherjarþingi Samoinuðu þjóðanna — Carrington lávarður ávarpar þingið. „Samoinuðu þjóðirnar gota okki látið som ekkcrt sé,“ sagði hann m.a. í ræðu. Simamynd AP. Bylting í íran í undirbúningi Hamborg. 24. septembor. AP. ÍRANSKIR útlagar undir- búa nú byltintíu í íran. V-þýzka blaðið Stern held- ur þessu fram í frétta- Krein í dag. Tímaritið seg- ir. að 45 þúsund íranskir hermenn úr her keisarans séu nú í æfingabúðum í írak, skammt frá landa- mærum írans. Tímaritið heldur því fram, að Gholam Ali Oveissi, fyrrum hershöfðingi í her keisarans, stjórni undirbúningi aðgerða og að Bandaríkin aðstoði hann, og írakska stjórnin standi straum af kostnaði við byltinguna. Tíma- ritið heldur því fram, að Ashraf, tvíburasystir Pahlavis heitins keisara, sé nú í Bandaríkjunum til að afla fjár. Tímaritið heldur því fram, að vestrænar leyni- þjónustur vki af ráðagerðinni, og að 25 þúsund hermenn, hollir Oveissi, séu í'Bahrein og Oman og 3 þúsund í Egyptalandi, — albúnir að halda til írans. Dag- setning hefur verið sett á bylt- ingartilraunina — 26. október, — afmælisdagur keisarans. Kjarna- oddur á ferð og flugi Amarillo. 24. septembor. AP. KJARNAODDURINN. sem þoyttist í loft upp í sprenging- unni i Titan II-oldflauginni í Arkansas á dögunum, kom í dag flugloiðis til Amarillo í Toxasfylki til rannsóknar i einu kjarnorkuvopnasamsotn- ingarverksmiðju Bandarikj- anna. Var kjarnaoddurinn fluttur þangað undir öflugu öryggiseftirliti. Oddurinn var fluttur til flugvallarins í Amarillo með C-141 herflutningaflugvél, sem sérstaklega er útbúin tll flutn- inga af þessu tagi. Fregnir herma, að oddurinn hafi komið niður í átta kíló- metra fjarlægð frá sílóinu sem Titan-eldflaugin var í. af íhiutun Sovétríkjanna vegna átaka Iraka og Irana og sagði: „Bandaríkjamenn geta ekki setið aðgerðarlausir hjá.“ Franska stjórnin hvatti í dag deiluaðila til að láta af vopnaskaki sínu. Bonnstjórnin sagði í yfirlýs- ingu, að V-Þýzkaland tæki ekki afstöðu í deilu írana og íraka. Stjórnarnefnd EBE hvatti tii vopnahlés og að ríkin gengju að samningaborði. íran á barmi falls Anders Sjaastad, forstjóri norsku utanríkisstofnunarinnar, NUPI, sagði í dag, að hann áliti, að hætta væri á, að íran riðaði til falls vegna þess, að engin virk stjórn væri nú í ríkinu. Hann sagði í viðtali, að ýmsir hagsmunahópar í Iran kynnu að freista þess, að ná völdum í landinu vegna óreiðunn- ar, sem nú ríkir. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins hvatti í dag deilu- aðila til að láta af bardögum og sagði, aö bardagar þessara grann- ríkja þjónuðu aðeins hagsmunum Washington. í ríkjum A-Evrópu var fjallað af varkárni um átökin fyrir botni Persaflóa og þess var gætt, að taka ekki afstöðu með öðrum hvorum deiluaðilanum. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Beriín BrUssel Chicago Feneyjar Frankfurt Færeyjar Genf Helsinki Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Miami Moskva New York Oslo París Reykjavík Ríó de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 8 alskýjað 20 skýjaö 31 heiðskírt 19 skýjað 18 rigning 17 rigning 24 léttskýjað 23 skýjaö 11 alskýjaö 23 heiðskírt 15 heiðskírt 28 skýjað 14 rigning 16 skýjað 24lóttskýjað 27 heiðskírt 19 heiðskírt 24 heiðskírt 26 heiöskírt 27 lóttskýjað 27 léttskýjað 31 skýjað 9 skýjað 30 skýjaö 14 skýjaö 23 skýjað 10 skúrir 23 heiöskírt 30 skýjað 15 skýjað 29 skýjað 20 skýjað 16 skýjað 20 heiðskírt Neyðarástand í stáliðnaðinum París, 24. september. AP. FORSTJÓRI stærstu stálsam- steypu Frakklands sagði í dag. að tímabært væri fyrir Efnahags- bandalag Evrópu (EBE) að lýsa yfir neyðarástandi i evrópskum stáliðnaði. Almennrar kroppu gætti i stáliðnaði EBE-landanna vegna örrar minnkunar eftir- spurnar eftir stáli frá því í júlí. „Engin stálverksmiðja í EBE- löndum er rekin með hagnaði í dag. Kreppan er almenn og ástandið á eftir að versna ef ekkert verður að gert,“ sagði forstjórinn. Hann sagði að ef bandalagið gæti ekki komið sér saman um aðgerðir til úrbóta sætu einstakar ríkisstjórnir uppi með vandann. Franskir stál- framleiðendur vildu að framleiðsl- an yrði takmörkuð, en fregnir herma, að því séu vestur-þýzkir og ítalskir stálframleiðendur mjög andsnúnir. Flóttamenn frá Afgan- istan bindast samtökum PoKhawar. Nýju Dehlí. 24. september. AP. AFGANSKIR flóttamenn í Pakistan freista þess nú að mynda samstöðu sín á meðal, er byggir á löghlýðni við ættflokkana og drottinholl- ustu við Mohammed Zahir Shah fyrrum konung, er steypt var af stóli 1973. Á sama tíma eru útlægir Árásin á Basra: Þetta var líkast helvíti þegar sprengjurnar sprungu um allt l.undnnum. 21. september. AP. ÍRANSKAR orustuþotur gerðu loftárásir á olíuefnaverksmiðj- una Zubair. skammt frá hafnar- borginni Basra, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Meðal þeirra, sem biðu bana. voru fjórir Bretar og fjórir Banda- ríkjamenn. Einn íslendingur var moðal þoirra, sem voru í olíuefnaverksmiðjunni. Richard Francis starfaði í verksmiðjunni og við komuna til Ileathrow-flugvallar í Lund- únum sagði hann: „Ég var rétt að fara inn um aðalhliðið þegar skyndilega kváðu við gifurlegar sprengingar og allt umhverfið virtist loga. Gífurlegar eldtung ur og reykur stigu upp. Orustuþoturnar komu lágt yfir og þær skutu eldflaugum að starfsmannabústöðum og að verkstæði. Bretarnir, sem létust voru einmitt að vinna á verk- stæðinu eins og venjulega. Þetta var líkast helvíti þegar sprengj- urnar sprungu allt í kringum okkur." Francis sagði, að eftir árásina hafi fólk þyrpst að þeim farartækjum, sem til voru, og héldu áleiðis að landamærunum að Kuwait. Alan Billington, verkfræðing- ur ásakaði írönsku flugmennina um að beina flugskeytum sínum að fólki. Þá náði AP-fréttastofan sambandi við Eddie Giloney, starfsmann olíuefnaverksmiðj- unnar, en hann hafði þá komist til Kuwait. „Það var eins og fjandinn sjálfur væri lau§. Fólk þyrptist að öllum farartækjum, sem í sjónmáli voru, langferða- bifreiðum, vörubílum, og flýði. Sprengjum rigndi alls staðar niður og við héldum að þetta yrði okkar síðasta. Við vorum heppin að sleppa lifandi." Olíuefnaverksmiðjan er í bygg- ingu og framkvæmdum átti að vera lokið eftir sex mánuði. Að sögn diplómata, þá hefur flestum útlendingum tekist að komast til Kuwaits. Hins vegar eru ein- hverjir eftir og ástandið hjá þeim er bágborið. stjórnmálaflokkar heima fyrir sundraðir vegna metn- aðargirni ýmissa einstakl- inga og vegna hugmynda- fræðilegs ágreinings. Um það bil milljón flóttamenn eru í flóttamannahúðunum í Pakistan. Uppreisnarmenn, sem staðið hafa í sovézku herjunum, þrátt fyrir að vera án sameiginlegs leiðtoga, sögðust í dag hafa ráðizt á flugvelli í Ghazni og Kandahar nýlega og eyðilagt þar a.m.k. sjö þyrlur og tíu þotur. Einnig hafi þeir sprengt flugturn í loft upp. Einnig segjast þeir hafa fellt nokkra sovézka og afganska her- menn í smáskærum og eyðilagt herflutningavagna. Loks hermdu diplómatar, að uppreisnarmenn segðust hafa fellt vel yfir 1.500 sovézka hermenn og eyðilagt 35 þyrlur og skriðdreka í bardögum sem enn haldi áfram við Pansjhir- dalinn. Uppreisnarmenn segjast aðeins hafa misst 20 menn í átökunum, sem staðið hafa í heilan mánuð. Þá segja uppreisn- armenn að sovézkar orrustuþotur hafi varpað sprengjum á 208 þorp og drepið 100 óbreytta borgara í bardögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.