Morgunblaðið - 25.09.1980, Page 25

Morgunblaðið - 25.09.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 25 Heimsfrægur ítalskijr söng- kennari heimsækir Island „íslrndinKar eru sönKKlaðir mjög, en flestir hræddir við að láta í sér heyra — fyrr en á öðru eða þriðja glasi. Við eigum efni í frábæra söngvara. sem fæstir kuma nukkru sinni fram í dagsljósið. því það er enginn sem tekur eftir þeim og almennri söngkennslu er áfátt í flestum skólum landsins. brá mannsins til að tjá sig í söng er djúp en oftast bæld af umhverfinu og hræðslu við að láta í sér heyra. En allir geta lært að syngja með réttri tilsögn.“ Það er Ingólfur Guðbrandsson sem talar. Mbl. átti spjall við lngólf út af hingaðkomu Eugeniu Ratti, ítölsku söngkonunnar heimskunnu. f 18 ára í La Scala — Pólýfónkórinn er nú að hefja vetrarstarf sitt, og til þess að hrinda því af stokkunum í þetta sinn, fengum við einn þekktasta söngkennara Ítalíu, Eugeniu Ratti, hingað til lands. Hún kemur á þriðjudaginn og dvelur hér í tvær vikur bg heldur námskeið fyrir kórfélaga Pólýfónkórsins í radd- þjálfun. Eugenia Ratti byrjaði ung að syngja og átján ára söng hún fyrst í La Scala-óperunni í Mílanó. Síðan eru liðin þrjátíu ár með mörgum og stórum sigrum í þekktustu sópranhlutverkum heimsóperunn- ar, og ekki aðeins í La Scala, heldur við Rómaróperu, Grand Metropolitan í New York, Covent Garden og Glyendbourne í Bret- landi. Ratti hefur sungið undir stjórn frægustu hljómsveitar- stjóra heims, þ.á m. Herberts von Karajaans. — Hún er semsé heimsfræg? — Það fer ekki á milli mála, að fólk með slíkan feril er heims- frægt, sagði Ingólfur. Annars er það nú skrítið með arotti var auglýstur hérlendis heimsfrægðina. T.d. áður en Pav- vegna komu hans á Listahátíð, Ingólfur og dætur hans tvær, Maria og Rut, á hljómleikum Pólýfónkórsins og Kammersveitar Reykjavikur i útlöndum. vissu sárafáir hver sá maður var. — Einu sinni í spurningakeppni á Hótel Sögu á Útsýnarkvöldi, spurði ég: Hver er Lugio Pavar- otti? Enginn vissi það, enginn af þessum sex hundruðum sem þar vóru. Og blm. gat glatt Ingólf með því, að hann hefði aldrei heyrt hana Eugeniu Ratti nefnda. Balatz kemur líka Ratti er aðalsöngkennari söng- akademíunnar í Piacenza, ásamt þeim heimsfræga tenór Gianno Poggi. Þar stunda nú tveir íslend- ingar nám, þau Kristján Jóhanns- son, tenór, og Una Elefsen, sópran. Margt efnilegasta söngfólk lands- ins á seinni árum hefur komið úr röðum Pólýfónkórsins, svo sem Una og Jón Þorsteinsson, tenór, sem nam á Ítalíu sl. vetur. Það var ráðgert að Balatz, söng- stjóri kórs Vínaróperunnar, kæmi hingað til lands nú í haust og héldi námskeið hjá Pólýfónkórnum, en vegna ferðalags Vínaróperunnar til Japans, var komu hans frestað fram í janúar á næsta ári. Reyndar má segja, að það hafi verið ákjós- anleg lausn, sagði Ingólfur, það er þýðingarmeira að fá raddþjálfun Rattis fyrst. Ratti er einn eftirsóttasti söng- kennari hins fræga „bel canto- skóla“, og slíkir gestir sem hún eru alltof sjaldséðir á íslandi. Hér er þess vegna einstakt tækifæri til að njóta söngkennslu af hæstu gráðu. Eugenia Ratti, söngvarinn og söngkennarinn heimsþekkti. Og ég veit, að félagar Pólýfónkórs- ins munu nota sér það tækifæri. Söngför til Spánar Ástæða þess, að Pólýfónkórinn leggur svo mikla áherzlu á að fá frábæra raddþjálfara til nám- skeiðahalds, er sú, að kórinn hefur verið í mikilli endurnýjun sl. tvö ár og við stefnum að því að hafa úrvalsliði á að skipa í fyrirhugaðri söngför til Spánar. En okkur hefur borizt boð um að syngja í fimm helztu borgum Andalúsíu á Lista- hátíð Spánar næsta sumar. Aðalfundur kórsins fer fram í kvöld í átthagasal Hótel Sögu kl. 20.30, og enn er tekið við nýjum kórfélögum. Áhugi er nú óvenju mikill á Kórskóla Pólýfónkórsins, sem hefst nk. mánudag í Vörðu- skóla og stendur í 10 vikur. 130 nemendur hafa þegar innritað sig í skólann. Það er bjart framundan hjá Pólýfónkórnum. Börnin láta ekki sitt eftir liggja þegar dregið er i dilka, enda réttirnar oft hápunktur sveitastarfanna. bær eru stundum baldnar blessaðar skjáturnar og þvi gott að hjálpast að. Réttað í Selvoginum Um 5.000 fjár var í Selvogsrétt. Þórarinn Snorrason fjallkóng- ur norðurleitar. Enn halda gangnamenn þeim góða sið, að hafa með sér á pela. UNDANFARIÐ hefur verið rétt- að víða um land og fyrstu göngum víðast hvar lokið. Þegar réttað var i Selvogsrétt brugðu blaðamenn Mhl. sér þangað og fylgdust með, er bændur drógu fé sitt í dilka. Selvogsrétt er ekki ein af stærri réttum landsins og þar reka aðeins fimm hændur fé sitt saman, en af afrétti þeirra kemur að auki jafnan talsvert fé úr nágrannabyggðunum og nú var þar á milli 4 og 5 þúsund fjár. Við hittum þar að máli.fjall- kóng norðurleitar, Þórarin Snorrason bónda að Vogsósum 2 í Selvogi og báðum hann að segja okkur hvernig gengið hefði. „Göngunum hjá okkur er skipt niður í fjórar svokallaðar leitir, sem skipta svæðinu á milli sín. Tvær leitanna, norðurleit og Bláfjallaleit taka tvo daga og liggja menn þá úti eina nótt, Bláfjallamenn í skíðaskála á Ólafsgarði, en norðurleitarmenn í tjaldi í Stóra-Leirdal. Við smölum alltaf mánudag og þriðjudag í 22. viku sumars og í leitinni taka 35 manns þátt. Hér í Selvognum eru aðeins fimm bæir en við höfum alltaf fengið góðan liðsstyrk frá Þorlákshöfn við leitirnar, en í þeim taka 35 manns þátt og fara flestir ríðandi. Féð, sem hér er saman komið, um 5 þúsund alls, er að mestu héðan, en það slæðist alltaf tals- vert af fé hingað úr öðrum byggðum úr landnámi Ingólfs. Svæðið sem við smölum er svo- kallaður Selvogsafréttur, það eru Bláfjöll og svæði vestur og suður af þeim, alveg niður í Selvoginn. Féð nú er talsvert vænna en í fyrra og mér leizt vel á það yfirleitt. Talsverðu verður slátrað hér, sennilega meira en í fyrra og við flytjum féð til Grindavíkur til slátrunar. Hvað heimtur varðar er lítið hægt að segja enn sem komið er, enn vantar nokkuð af fé, en við eigum eftir að fara tvívegis í eftirleitir og þá kemur þetta betur i ljós. Annars gekk þetta óvenju vel og fljótt fyrir sig að þessu sinni, þrátt fyrir að við fengjum á okkur þoku,“ sagði Þórarinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.