Morgunblaðið - 25.09.1980, Side 31

Morgunblaðið - 25.09.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 31 Iðnaðarmannafélagið í Rvk. Tréskurðarsýning á ári trésins ... IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ í Reykjavík safnar nú munum á „nytja- og listmunasýningu* í tilefni árs trésins 1980. Stjórn IðnaóarmannafélaKsins boðaði til blm.fundar vegna þessa. Hugmyndir að sýningunni komu fram á fundi Iðnaðarmannafé- deild, þar sem sögð verður saga skógarins frá fræi til efniviðar með ljósmyndum og línuritum. Þá verður deild, sem heita mun „Við- ur sem smíðaefni", og sýnir gerð viðarins, vinnslu hans og með- höndlun, einnig viðarprufur, óunnar og unnar. Úr baðstofu iðnaðarmanna í gamla Iðnaðarmannahúsinu við Lækjargötu. Ætlunin er að hafa baðstofuna opna almenningi i tengslum við listsýninguna á ári trésins. í þriðju deildinni verða sýndir munir úr viði, húsgögn, nytjaiist- munir, og hreinir listmunir. Haft hefur verið samband við Þjóðminjasafnið, og það lýst sig fúst til þess að lána muni á sýninguna, aðallega brúksmuni. Ennfremur hefur Sigurjón Ólafs- son .tekið vel í málaleitan nefnd- armanna um að ljá muni á sýninguna. Þau, Hulda og Snorri kváðust þakklát Iðnaðarfélagsmönnum fyrir að hafa fundið upp á þessu sýningarhaldi. — Við hófum ár trésins, sögðu þau, með listasýn- ingu og það fer vel að ljúka því með sýningu á listmunum unnum úr tré. Þeir Iðnaðarfélagsmenn vildu að lokum ítreka, að fólk hefði samband við þá sem fyrst, svo sýningin gæti orðið vegleg og sem fjölbreyttust. Frá fundi félags Iðnaðarmanna með blm. Helgi form. situr fyrir borðsendanum. lagsins sl. vor og fékk strax góðar undirtektir, því félagsmenn vissu um fjölmarga iðnaðarmenn um land allt, sem hefðu skorið í tré, bæði sér til ánægju og nytja. Stjórn félagsins skipaði nefnd til þess að hafa með höndum allan undirbúning, og gekk fram- kvæmdanefnd um „ár trésins" til samstarfs við Iðnaðarmannafélag- ið, þegar hún vissi um áformin. Nefnd þessa skipa eftirtaldir: Helgi Hallgrímsson, form., Sæm- undur Sigurðsson, Jónas Sól- mundsson, Karl Sæmundsson, Þorkell Skúlason, allir frá Iðnað- armannafélaginu, og Hulda Val- týsdóttir og Snorri Sigurðsson, frá framkvæmdanefndinni um „ár trésins“. Hvetja nefndarmenn alla áhugamenn um tréskurð, sem kunna að eiga gripi til sýningar eða vita af gripum að hafa sam- band við þá, (sími formanns er 33594 heima og 26240 á vinnu- stað). Stjórnin hefur þegar skrifað öllum iðnaðarmannafélögum landsins og leitað fanga eftir gripum á sýninguna, en undirtekt- ir hafa enn sem komið er verið fremur dræmar. Ætlunin er að sýningin hefjist 1. nóvember, svo það er ráð fyrir flesta að hafa samband við þá nefndarmenn sem fyrst. Sýningin mun verða í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1, kjallara, og hugmyndin er að skipta henni í þrjár deildir. í fyrsta lagi verður Skógræktar- Eldsvoði í Hindisvík Hlaða og hest- hús eyðilögðust Hvammstanxa 22. sppt. HLAÐA og hesthús eyði- lögðust á bænum Hindisvík á Vatnsnesi í eldi í gær er kviknaði í heyi. Slökkviliðið á Hvammstanga kom á vettvang ásamt íbúum næstu bæja og varð ekki aðgert og eru húsin talin ónýt. Ekki er búið á Hindisvík, en jörðin nytjuð og varð eldsins því ekki vart strax. Brunnu inni 6 kindur, en einni tókst að bjarga. Þá varð einnig heybruni að Sönd- um í Miðfirði er heyfúlga brann þar á laugardag. Eyðilögðust þar nokkur hundruð hestar af heyi. Fréttaritari. —1956 r<a * 1980^ Dansskóli Heiðars Astvaldssonar Innritun. Reykjavík hefst flmmtudag 18. sept. og lýkur Hafnarfjörður laugardag 27. sept. Kópavogur Innritað er frá 10-12 og 1-7 alla daga Seltjarnarnes nema sunnudaga. Mosfellssveit „Konubeat“ - Sérhópar fyrir góða hreyfingu. Sérstakir hópar fýrir dömur, 20 ára og eldri. Kenndir eru „beat“ dansar. Þetta eru afarvinsælir timar og vel sóttir af konum, sem sækjast eftir góftri hreyfingu í skemmtilegum félagsskap. Komdu í hópinn hjá Heiöari eralvegóhœtt. ZM erum húin aö undirbúa okkurí^ ár Innritunarsímar: 24959 - 39551 - 38126 - 74444 - 20345 Konubeat Sér hópar fyrir góða hreyfingu. Sérstakir hópar fyrir dömur 20 ára og eldri. Kenndir eru beat dansar. Þetta eru afar vinsælir tímar og vel sóttir af konum sem sækjast eftir góðri hreyfingu í skemmtilegum félagsskap. Barnahópar — hjóna- og parahópar — diskó dans — allir aldurshópar. / Síðasti innritunardagurinn er á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.