Morgunblaðið - 25.09.1980, Page 32

Morgunblaðið - 25.09.1980, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Skólastjóra- staða í Garðabæ Blaðinu hefur borist eftirfar- andi: Vegna blaðaskrifa um veitingu stöðu skólastjóra við Hofsstaða- skóla í Garðabæ teljum við kenn- arafulltrúar í skólanefnd bæjarins nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum staðreyndum um málið, þar sem yfirlýsingar og blaðaskrif um þetta mál hafa verið að mörgu leyti villandi eða jafnvel röng. Meðferð meirihluta skólanefndar á málinu hefur vakið mikla undr- un og vanþóknun hjá langflestum kennurum. Kennarar og annað starfsfólk skólanna í Garðabæ gerðu grein fyrir skoðunum sínum á þessu máli á síðasta fundi skólanefndar Garðabæjar þann 15. sept. sl. Allir starfsmenn Hofsstaða- skóla undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir fögnuðu þeirri ráð- stöfun menntamálaráðherra Ingv- ars Gíslasonar að setja Hilmar Ingólfsson skólastjóra við Hofs- staðaskóla. Langflestir kennarar og starfs- menn hinna skólanna í Garðabæ, Flataskóla og Garðaskóla, undir- rituðu svipaða yfirlýsingu. Meirihluti skólanefndar Garða- bæjar hefur bent á að engin meðmæli hafi fylgt umsókn Hilm- SÁÁ og Hazelden-hópurinn boöar til fundar um ÁFENGISMÁL í Víkingasal Hótel Loftleiöa fimmtudaginn 25. september kl. 20.30. Frummælandi veröur Karl Rolvaag fyrrv. sendiherra og nefnist erindi hans Áfengismálastefna Bandaríkjanna Þaö er von frummælanda og fundarboöenda aö stjórnmálamenn og allir þeir er áhuga hafa á málefni þessu sjái sér fært aö mæta. SÁÁ — Hazelden-hópurinn Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrarl Ný 4ra vikna námskeid hefjast 29. sept. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi. \ , Júdódeild Armanns v Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ,‘^m Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góð kaup í úrvalsvöru. Opið virka daga kl. 9 —-18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Simi 28720. ars B. Ingólfssonar. Telja verður það einkennilegt ef skólanefndar- mönnum, sem hafa setið sumir hverjir um langt árabil í skóla- nefnd, er ekki kunnugt um störf kennara í skólum bæjarins. Vegna þessara ummæla meirihluta- manna voru lögð fram á skóla- nefndarfundinum þann 15. sept. sl. afrit af gögnum þeim er grunnskóladeild menntamála- ráðuneytisins og menntamálaráð- herra, Ingvar Gíslason, byggði m.a. úrskurð sinn á í þessu máli. Meðmælabréf þessi og upplýs- ingar eru undirrituð af Gunnlaugi Sigurðssyni og Ingva Þorkelssyni, Garðaskóla; Rögnvaldi Finnboga- syni, bæjarritara; Valgeiri Gests- syni, formanni Kennarasambands íslands; Guðmundi Árnasyni, varaformanni kennarasambands íslands og Júlíus Hafsteinssyni, formanni Félags framhaldsskóla- kennara í Reykjaneskjördæmi. Menntamálaráðherra bar að úr- skurða í málinu þar sem árgrein- ingur var um það í skólanefnd. Það er skoðun okkar að eðlilegt hafi verið hjá ráðherra að meta þessar umsagnir ásamt öðrum upplýsingum meir en afgreiðslu meirihluta skólanefndar. Garðabæ, 23. sept. 1980. Gísli Ragnarsson. Borghildur Jósúadóttir. Stefania Magnúsdóttir. Rafnhildur R. Jóhannesd. Þá hefur blaðinu borist eftirfar- andi bókun þriggja bæjarfulltrúa í Garðabæ vegna samþykktar, sem gerð var á bæjarstjórnarfundi 11. sept. sl.: „Við undirrituð mótmælum harðlega þessari ályktun sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Garðabæjar. Við teljum það einstaka ósvífni, að þeir skuli leyfa sér að tala fyrir munn Garðbæinga almennt, þegar þeir kjósa að beita pólitísku ofstæki í skólanefnd Garðabæjar, með því að hafna Hilmari B. Ingólfssyni í stöðu skólastjóra við Hofsstaðaskóli. Flestum Garðbæ- ingum er kunnugt um að Hofs- staðaskóli, sem sjálfstæður skóli hefur göngu sína við mjög frum- stæðar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að við starfi skólastjóra taki maður sem veit að hverju hann gengur. Með tilliti til þess að Hilmar er gjörkunnugur skóla- málum í Garðabæ og hefur góðan feril að baki sem kennari, þá vekur furðu okkar ábyrgðarleysi meirihluta skólanefndar og ekki síður afstaða meirihluta sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn. Með þessari embættisveitingu hefur Menntamálaráðherra einungis gert skyldu sína og haft að engu pólitískt ofstæki sjálfstæðis- manna í skólanefnd Garðabæjar. Einar Geir Þorsteinsson (sign.) Albina Thordarson (sign.) örn Eiðsson (sign.)“ 22% aukning í flutningum Herj- ólfs í sumar VERULEG aukning hefur orðið i flutningum Herjólfs i sumar og nemur hún að meðaltali 22% i júni, júli og ágúst miðað við sömu mánuði i fyrra. Er bæði um aukningu i flutningum fólks og bifreiða að ræða á þessu timabili og að sögn Ólafs Runólfssonar hjá útgerð Herjólfs hefur ferða- mannatíminn staðið lengur i ár heldur en t.d. i fyrra. Ef litið er á hvern mánuð fyrir sig kemur í ljós, að í júní í ár flutti Herjólfur 4500 farþega, en 3600 sama mánuð 1979, í júlí flutti skipið 7600 manns á móti 6200 árið áður, en í ágústmánuði var hins vegar jafnvægi, en þá flutti skipið 8300 farþega hvort ár. Frá 100 og upp í 300 fleiri bifreiðar voru fluttar með skipinu hvern fyrr- nefndra mánaða í ár miðað við sumarið 1979 og t.d. flutti Herjólf- ur 1780 bifreiðar í ágústmánuði í ár. Að sögn Ólafs Runólfssonar er útgerð skipsins nú að láta byggja nýja vöruafgreiðslu og skrifstofu- húsnæði í Vestmannaeyjum og er áætlaður kostnaður við það verk um 100 milljónir króna. Það er Trésmiðja Valgeirs Jónassonar í Vestmannaeyjum, sem sér um þessar framkvæmdir og er áætlað, að hægt verði að flytja í nýja húsið um miðjan desember. Háskólafyrirlestur: Rætt um latínu- * menntun Islend- inga á miðöldum PRÓFESSOR Ernst Walter frá Ernst-Moritz-Arndt Universitát í Greifswald flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands föstu- daginn 26. september 1980 kl. 17:15 í stofu 201 í Árnagarði. Prófessor Walter dvelst hér á landi um þessar mundir við rannsóknastörf. Hann er aðal- kennari háskólans í Greifswald í íslensku máli og bókmenntum og hefur ritað margt um íslensk efni. Fyrirlesturinn nefnist „Lat- ínumenntun íslendinga á mið- öldum og nokkur vandamál sagnaritunar" og verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Iláskóla íslands). Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Fjallaskálar í Austur-Noregi Sem ferðamannaland nýtur Noregur nú vaxandi vinsælda og árlega koma þangað fleiri ferða- menn en íbúar landsins eru. Flestir koma Bandaríkjamenn, Englendingar, Hollendingar og Þjóðverjar. Danir og Svíar koma einnig mikið. Ferðamönnum, sem koma til landsins, má skipta í þrjá megin- hópa: 1. Ferðamenn sem velja sér dýr hótel, og eru í flestum tilvik- um vel efnað fólk, og oft á fullorðinsaldri. 2. Ferðamenn, sem koma akandi í eigin bifreið, og stundum með hjólhýsi í eftirdragi. Þeir velja sér áningarstaði (camp- ingplass). Þarna er yfirleitt millistéttarfólk, sem oft kem- ur á sömu staðina árlega, og'" kynnist sínum gestgjöfum meira eða minna. 3. Ferðamenn sem koma fót- gangandi, með bakpoka á herðum. Þetta er oft ungt, efnalítið fólk, sem veifar bíl- um og fær að fljóta með,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.