Morgunblaðið - 25.09.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 25.09.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 33 Ari T. Guðmundsson: Varnir íslands án Atlantshafsbandalagsins Björn Bjarnason svaraði grein minni „Staða íslands og stríðs- hættan" (21.8.) í Mbl. 27.8. Gott er það. Sjónarmið okkar ættu að vera ljós. Samt vil ég fjalla um nokkur atriði í grein hans. Andvaraleysi og valkostur Birni finnst merkilegt að ég skuli vantreysta NATO-vörnum, vilji rifta NATO-samningnum og búa landið íslenskum stríðsvörn- um. Hann telur líka að stjprnvöld eða stjórnmálamenn sýni ekki andvaraleysi nú eins og fyrir aðra heimsstyrjöldina. Ég get ekki séð hvað er merkilegt við skoðanir mínar á varnarmálum. Það er eins og engir valkostir séu aðrir til en aðild að NATO eða algjört varn- arleysi. Reyndar er það eins og margt annað í fullu samræmi við þá kreddufestu sem tröllríður ís- lenskum stjórnmálum. Skoðanir mínar eru einungis framhald (eða millileið) af gamalli stefnu herstöðvaandstæðinga. Sú stefna er úr sér gengin vegna breyttra aðstæðna, stóraukinnar stríðshættu og breyttrar stöðu Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi. Ég bendi einungis á valkost í samræmi við aðstæður vegna þess að mér er í mun að ekki fari eins fyrir Islendingum og mörgum þjóðum í síðustu heimsstyrjöld. Það er skylda andstæðinga jafnt sem fylgismanna NATO að ve- fengja varnarmátt NATO ef þeir taka stríðshættuna alvarlega. Því miður er andvaraleysið síst minna en áður ef frá eru taldar deilur um NATO-aðildina og vanga-veltur um tilveru kjarna- vopna í landinu. Stóru stjórnmál- aflokkarnir fjórir hafa bæði ófullnægjandi og ranga varnar- stefnu. Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur draga allt sem þeir hafa að segja saman í eina setningu: — Felum NATO skipulag og stjórnun land- varna. Reyndar þarf samþykki ísl. stjórnvalda til ýmissa aðgerða en þau láta yfirmönnum NATO eftir áætlanagerð en sundurliðuð varn- arstefna sem tekur til íslenskra aðgera er ekki til og er ekki á stefnuskrá fyrrnefndra flokka. Alþýðubandalagið boðar vopn- laust hlutleysi og vill engar land- varnir. Enda hefur það enga stefnu varðandi viðbúnað við stríði. Hvað er allt þetta annað en andvara- og ábyrgðarleysi? Víst erum við vanbúin Traust flokkanna fjögurra á að allt fari vel eða á að stríð verði ekki framar, nálgast barnaskap. Fullveðja flokkar geta hiklaust lýst yfir trausti á að hernaðar- bandalag taki allt ómak af okkur sjálfum. Ef NATO bregst eða tapar orrustum, hvað þá? Jafn fáránlegt er að fullveðja flokkur skuli geta lýst yfir trú á algjört viðbúnaðarleysi og verða því nán- ast að biðja landsmenn um að leggjast á bæn ef átök verða milli risaveldanna. Ef ráðist er á land- ið, þrátt fyrir allt, hvað þá? Björn telur okkur ekki vanbúna að mæta árás á landið eða átökum um það vegna NATO-aðildarinn- ar. Þá hlýtur hann að hafna allri áhættu. Hann hlýtur líka að hafna allri baktryggingu ef óljósar varn- araðgerir NATO skyldu mistak- ast. Hann hlýtur ennfremur að ætla fólki það eitt að fylgjast aðgerðarlaust með tvísýnum átök- um og steypa sér út í hrikalega ringulreið sem yrði við slíkt ástand. Loks hlýtur hann að vona að NATO sjái okkur fyrir mat eða skýlum. Björn Bjarnason veit vel að íslensk stórnvöld hafa engar áætl- anir uppi (fremur en flokkarnir fjórir) um hvernig gæta skuli Iima landsmanna, um atvinnu a stríðs- tímum, um öflun matvæla, um orkubirgðir, um sprengivarnir, um fólksflutninga og um viðbrögð við hinu versta — hernámi. Svona var þetta 1938 og 1939. Þá komst Alþingi svo langt, u.þ.b. mánuði fyrir stríðsbyrjun, að það setti nefnd í málið. Nú tel ég stríð alls ekki skammt undan, en hættan vex dag frá degi. Og ég tel stjórnvöld svo fjarhuga henni að þau myndu standa jafn bjálfalega frammi fyrir brýnum verkefnum eins og stjórn Her- manns Jónassonar hefði gert ef Þjóðverjar hefðu orðið á undan Bretum til landsins. Gott dæmi um á hvaða stigi varnarmálin eru sést af deilunum um það hvort ráða skuli einn Islending með hernaðarþekkingu til varnarmáladeildar utranríkis- ráðuneytisins eða ekki! Enn um öryggið af NATO Ég sýndi í stuttu máli fram á ýmsar veilur í varnaráætlun NATO í Evrópu sem ættu að vekja vantraust eða efa. Björn kallar þau rök haldlaus, en hrekur þau ekki. T.d. benti ég á rangar varnaráætlanir í Noregi. Mér sýn- ist ekki betur en NATO hafi sjálft staðfest vanbúnað sinn gegn inn- rás í N- og S-Noreg með því að sækja um leyfi til að geyma þar þungavopn (sem ég er á móti). Og Brown, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum þá orðsendingu að NATO gæti ekki komið til hjálpar nema ef Danir efldu varnir sínar. Svo hef ég oft séð rök fyrir því að NATO geti hvergi hindrað leiftursókn Varsjárbandalagsins í Evrópu um tíma vegna þess að eigin (sjálf- stæðar) varnir hvers lands eru ýmist of veikar eða skipulagðar á sérhæfðan hátt í þágu NATO- heildarinnar. Ég benti á að í Noregi hefur allt kapp verið lagt á að verja fáeina flugvelli en ekki strendur og samgönguleiðir, sem eru þungamiðja í stórfelldri inn- rás. Að endingu hlýtur að liggja í augum uppi að nútímahertækni heimilar alls ekki langar ferðir hægfara flugvéla og skipa yfir heimshöfin. Samt er einn helsti burðarás NATO-varna í Evrópu langferðir hjálparsveita og birgðaflutningar. Hvernig getur Björn treyst því að bandarískar sveitir eða flugvélar komi nógu snemma til íslands? Hvernig get- ur hann gengið út frá því vísu að NATO „fórni" ekki íslandi í takt- ískum tilgangi? Mér finnst satt að segja lítill munur á vonum Björns um hjálp og vonum Olafs Ragnars um að Island verði látið í friði bara ef herinn fari. Björn dregur í efa þekkingu mína á NATO. Hann hittir í mark þar. Þá vona ég að hann geti frætt mig á því hvernig Bandaríkin treysta sér til að flytja rúma milljón manna og 12 milljónir tonna af birgðum yfir hafið til Evrópu í upphafi styrjaldar. Hon- um verður að takast það því annars dettur botninn úr varnar- áætlun NATO í Evrópu. Okean- æfingar Sovetríkjanna og Var- sjárbandlagsins, sem beinast gegn slíkri skrúðgöngu, eru ekki kenn- ingar mínar eins og Björn segir, heldur staðreyndir. Ef hann kann- ast ekki við þær, þá hljóta þeir að gera það í Brussel. Hver er valkosturinn? Til þess að fyrirbyggja mis- skilning þá er ég ekki að mælast til þess að íslands hervæðist í þess orðs fyllstu merkingu. Ég tel ríkið ekki hafa efni á að mynda nothæf- an her, né heldur er það rétt. Meirihlutavilji fólks er auk þess ekki til fyrir slíkur. í staðinn tel ég rétt að búið verði til heilllegt varnarskipulag sem yrði innrás- arliði skeinuhættara en brothætt- ar NATO-varnir og óviðbúnir landar — samfara úrsögn úr NATO. Nokkur efnisatriði varnarskipu- lagsins eru þessi: — Eyðilegging mannvirkja — skemmdarstarfsemi heima- varnarhópa — stjórnsýsla, framleiðsla og verslun á stríðstímum — birgðasöfnun og orkufram- leiðsla, loft- og geislavarnir — búferlaflutningur landsmanna og dreifing um landið. Ég útiloka ekki samvinnu við nágrannaþjóðir um landvarnir. Fróðlegt væri að heyra í öðrum en okkur Birni um þessi mál. Fjallaskálar í Austur-Noregi ókeypis. Það velur ódýrustu gistimöguleikana, og er oft til í að fá sér vinnu, til skamms tíma, vegna takmarkaðra fjárráða. Með þessum hópi má ennfremur telja fólk, sem ferðast á reiðhjólum og mót- orhjólum. Tilgangur fararinnar til landsins er misjafn. Hann getur verið: 1. Að sjá miðnætursól í N-Nor- egi, og þá um leið að koma til Nord Kap, nyrsta skaga landsins. 2. Njóta náttúrufegurðar. Skoða há fjöll, þrönga firði og mikla skóga. 3. Ævintýraþrá. Löngun til að hitta ljóshært og bláeygt fólk. 4. Skoða merka staði. 5. Stunda veiðiskap. Silungs- og laxveiði, eða dýraveiðar. 6. Stunda skíðaíþróttina, eða aðrar íþróttir. 7. Slappa af frá striti og annríki. 8. Hitta kunningja og vini. 9. Verzlunarerindi, eða annar erindisrekstur. 10. Nám, eða starf um skemmri tíma. Hvað bíður Noregur svo uppá sem ferðamannaland? í fyrsta lagi mikla náttúru- fegurð og góða möguleika til gönguferða um hálendi landsins. Þar er víða að finna skála, sem tilheyra Norska ferðafélaginu og hægt að kaupa þar vistir og gistingu. Gönguslóðar milli skál- anna eru yfirleitt merktir. I öðru lagi fornar stafkirkjur, og fjölbreytt söfn með athyglis- verðum fornminjum, sem vert er fyrir Islendinga að kynnast. I þriðja lagi fjölbreytta skemmtistaði og góð hótel. í Bergen má mæla með skemmti- staðnum Show Boat (Exellent), en það er dansstaður, þar sem ungt fólk skemmtir sér yfirleitt vel. í Ósló er Rosekjellaren sagður þokkalegur staður og hið sama er að segja um fleiri staði umhverfis Rádhusplassen. í Stavangri er Strandhotellet, staðurinn er „full med fine og frisinnete kvinner". Yfir vetrarmánuðina eru skíðahótelin yfirfull, einkum um páska. Þorpið Geilo, sem liggur við járnbrautarlínuna milli Bergen og Ósló, er vinsæll vetr- aríþróttastaður. Þarna eru um 10 hótel, en rétt er sérstaklega að mæla með Hightland Hotel. Þar er m.a. næturklúbbur og fjörugt skemmtanalíf. í Geilo, eru í gangi um 10 skíðalyftur og hægt er að fá þarna leigð skíði og skíðaskó. Af erlendum ferða- mönnum eru Svíar oft fjölmenn- ir í Geilo. Láta þeir, svo sem fleiri til sín taka á skíðabrautun- um að degi til, en nota síðkvöldin til að sitja að sumbli, og til að stíga dans eftir því sem kraftar leyfa. SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR ® VÍR- OG BOLT AKLIPPUR Sq ÞJALIR - RASPAR HALLAMÁL RÉTTSKEIÐAR MÁLBÖND JARNSAGARBOGAR UTSÖGUNARSAGIR MEITLAR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLA-SETT TENGUR fjölbreytt úrval. RÖRSNITTITÆKI RÖRTENGUR RÖRHALDARAR RÖRSKERAR RÍMARAR ÖFUGUGGAR RÖRÞÉTTIBÖND RÖRKÍTTI SNITTOLÍA AXIR — MUR- HAMRAR RYÐHAMRAR KÚLUHAMRAR PENNAHAMRAR SMÍÐAHAMRAR BRUNAAXIR RAFMAGNS: SMERGELVÉLAR BORVÉLAR SAGIR SLÍPIROKKAR HVERFISTEINAR Ananaustum Sími 28855 ÁNANAUSTUM SÍMI28855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.