Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 enKÍn hálfvelgja. og þó að honum hefði ekki veitt af að hlífa sér, heyrðist hann aldrei kvarta, en tók þátt í starfinu af lífi og sál og leyfði sér jafnframt að vinna að sínum áhugamálum eins og ekkert hefði í skorist, ferðaðist víða og var jafnvel byrjaður að iðka golf. Nú þegar leiðir okkar skilja að sinni, get ég aðeins sagt: Þakka þér fyrir samveruna þessi 20 ár, góði vinur. Jón R. Nú þegar okkar góði vinur, Þórður Gíslason, sveitarstjóri í Garðinum er allur, viljum við þakka forsjóninni að leiðir okkar lágu saman allt frá unglings- og skólaárum og minnast góðs drengs með þakklæti og hlýhug nokkrum orðum. 'Þórður Gíslason var fæddur að Fitjakoti á Kjalarnesi 24. janúar 1929 sonur Gísla Hanssonar, garð- yrkjumanns og gæslumanns í gömlu sundlaugunum í Reykjavík, og konu hans Guðrúnar dóttur Þórðar frá Hjalla kaupmanns í Reykjavík, elstur fjögurra systk- ina. Er Þórður var í gagnfræða- skóla og átti fyrir höndum menntaskólanám missti hann föð- ur sinn af slysförum og tók hann þá við starfi hans og varð fyrir- vinna fjölskyldunnar. Síðar lærði Þórður húsasmíði og varð meistari í þeirri grein og fór svo í hagræð- ingarnám í Noregi og Englandi. Eftir að námi lauk var hann við þau störf hjá Alþýðusambandi Islands í nokkur ár. Þá var Þórður sveitarstjóri á Flateyri á árunum 1970 til 1973 og nú síðustu árin í Garði, Gerðahreppi. Þórður var alla tíð mikill áhugamaður um stærðfræði og sérmenntaði sig í kerfisfræði og tölvuvinnslu og átti aðild að fyrirtæki á því sviði. Þórður kvæntist skólasystur okkar, Aldísi Jónsdóttur tón- menntakennara, 7. nóvember 1953 og áttu þau einn son, Gísla Jón, og er hann húsasmiður og atvinnu- flugmaður að menntun. Þórður heitinn gekk að hverju verki, sem honum var trúað fyrir, heils hugar og af fyllstu ósérhlífni og tók verkefnið hverju sinni hug hans allan. Hann var farsæll í starfi og mannaforráð létu honum vel. Hann hafði virðingu sam- starfsmanna sem og allra er hann umgekkst. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og ekki breyttist það þó hann vissi að hverju stefndi. Hann hélt ótrauð- ur áfram starfi sínu fyrir byggð- arlagið allt til síðustu stundar. Nú þegar Doddi er horfinn úr hópnum koma upp i hugann ótal minningar frá þrjátíu og fimm ára náinni vináttu, en fjölskyldur okkar hafa alla tíð verið óvenju samrýmdar. Fyrir þetta þökkum við af heilum hug og vottum elskulegri vinkonu, Aldísi, og Gísla Jóni okkar innilegustu sam- úð. Kristján Bjarnason, ólafur Bjarnason, Ingi Magnússon, Hákon H. Kristjónsson og fjöl- skyldur. Þórður Gíslason verður jarð- sunginn í dag.Ég ætla að minnast hans fáeinum orðum. Það var fyrir um það bil 25 árum sem ég tengdist fjölskyldu hans. Þá hitti ég glaðlyndan mann sem vildi ailt gera fyrir útlendinginn sem kom- inn var í hans heimahús. Hann útvegaði mér vinnu hjá húsa- smíðameistara sem hann var sálf- ur nýbyrjaður að nema hjá. Þegar ég spurði hvers vegna hann fór að læra smíði, svaraði hann því að hann ætlaði síðar meir að byggja sér hús. Þetta sýnir að áætlanir hans náðu ekki bara til morgun- dagsins. Þórður var gæddur góðum gáf- um, en örlögin hindruðu að hann gæti stundað þá skólagöngu sem hann var byrjaður á á yngri árum. Hann hafði gaman af stærðfræði og oft eyddi hann frístundum sínum í lestur slíkra fræðibóka. Tommustokkurinn breyttist í reiknistokk og reiknistokkurinn síðan í tölvu. En hann sat ekki einn að sinni þekkingu, heldur starfaði hann meðal annars fyrir launþegasamtök og síðar sem framkvæmdastjóri og sveitastjóri. Doddi hvarf frá okkur aðeins 51 árs í blóma lífs síns. Við sjáum ekki aðeins á burt góðum vini heldur einnig manni fullum af fróðleik sem svo margir nutu góðs af. Ég vil votta konu hans Aldísi og syni, Gísla Jóni, samúð mína og mun ég minnast Dodda mágs míns sem manns sem hafði festu til að ná markmiðum sínum og manns sem sparaði ekki brosin til barn- anna minna. Lauri Ilenttinen. Þórður Gíslason' er látinn, mér barst sú fregn að morgni 18. þ.m. Við sem þekktum Þórð náið viss- um að hann gekk ekki heill til skógar en samt kom kallið fyrr en ætla mætti eða sneggra og fyrir- varaminna en vonir stóðu til. Okkur fannst Doddi eins og hann var ætíð kallaður vera á batavegi eftir erfið veikindi. Þórður Gísla- son var á margan hátt sérstæður og einstakur maður. Hann^var skarpgreindur og athugull og at- hafnasamur og vann sín störf án nokktírs stærilætis þótt hann hefði gáfur og útsjónarsemi sem hefðu getað haldið honum í sviðsljósi. Það var svo fjarri hon- um að tylla sér á tá, hann þurfti þess ekki, því hvar sem hann fór og hvað sem hann gerði komu hæfileikar hans í Ijós. Hugur Þórðar mun ætíð hafa staðið til langskólanáms en nítján ára gamall missti hann föður sinn og hætti þá námi í menntaskóla og tók við starfi föður síns sem gæslumaður við sundlaugarnar í Reykjavík. Síðan lærði hann húsa- smíði og fékk meistarabréf í iðninni. I framhaldi af því námi fór hann í tækninám í hagræðingu sem er rekstrartækni í iðnaði, síðar bætti hann við kerfisfræði sem er á sviði tölvutækni og stundaði á tíma kennslu í þeirri grein. Hæfileikar Þórðar voru einstakir. Með sjálfsnámi var hann orðinn hámenntaður og víð- lesinn og má segja að hann hafi komið sér upp einka-háskóla, þar sem allt var í röð og reglu og námið stundað af kostgæfni og með ríkulegum árangri. Tóm- stundir Þórðar voru fáar en hann nýtti þær vel, greip hann þá einatt taflið og settist við að leysa skákþraut en af því hafði hann mikla ánægju. Hann var í fremstu röð skákmanna fyrr á árum, og mér var kunnugt um ýmsar viður- kenningar sem hann hlaut á því sviði, en hann hélt því ekki á lofti frekar en öðru. Ég hef hér aðeins getið um hæfileika Þórðar til athafna og náms, sem nýttust honum vel í hans umfangsmiklu störfum, sem sveitarstjóri í Garði, Gerðahr., og áður á Flateyri. Hvernig var Þórður? Okkar kynni urðu fyrir 27 árum þegar Þóra systir hans, sem varð konan mín, kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Ég beið með eftirvæntingu að sjá og ræða við Dodda, svo mikið hafði kærasta mín haft Dodda bróðir á orði, hún kallaði hann ætíð og alla tíð Dodda bróðir. Þórður kom mér fyrir sjónir sem prúðmenni og fannst mér hann sérstaklega traustur og bera það með sér að vera vandaður maður, en það fann ég að hann myndi vera ákveðinn og léti ekki ýmsar ytri aðstæður hafa áhrif á sig, enda varð hann ungur að árum aðal fyrirvinna heimilisins að Hverfisgötu 88b og má nærri geta hvort hann hafi ekki þurft að neita sér um ýmsa hluti sem ungur maður telur mikilvæga. Hann mun ætíð hafa hugsað þannig að heimilið kæmi fyrst, hann á eftir. Móðir Þórðar lést 1963 og tók hann sér það mjög nærri því þá var baslið að baki og bjartari dagar framundan sem hann óskaði að hún gæti notið. Þórður kvæntist eftirlifandi konu sinni 1953, Aldísi Jónsdóttur tónmenntakennara. Eignuðust þau einn son, Gísla Jón, sem er húsasmiður og flugmaður. Við hjónin sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Valdimarsson. Kristinn Jónsson Eskifirði - Kveðja Þann 16. þessa mánaðar andað- ist á Landspítalanum Kristinn Jónsson framkvæmdastjóri Eski- firði. Hann var fæddur 2. október 1914 að Eskifjarðarseli í Eskifirði. Nú hefur hann kvatt þennan heim og farið yfir landamærin miklu, sem við öll förum fyrr eða síðar yfir. Það má ekki minna vera heldur en ég fari nokkrum orðum um þennan góða vin minn. Ég átti þess kost að vinna í 5 sumur undir hans stjórn. An þess að lasta nokkurn vinnuveitenda minna hef ég aldrei unnið hjá betri manni. Þetta var á síldarárunum. Krist- inn var umsvifamikill atvinnurek- andi ásamt Aðalsteini bróður sín- um. Það má segja að þeir bræður hafi algerlega reist sitt byggðar- lag við Eskifjörð úr eymd og volæði. Nú er Eskifjörður einn blómlegasti bær á Austurlandi fyrir dugnað og bjartsýni þessara bræðra. Þeir byrjuðu 1956, með að kaupa nýjan bát 54 tonna. Mig minnir að hann væri með minnstu bátum í flotanum, en samt var hann „topp-bátur“ á síldinni enda hinn frægi aflakóngur með hann, Þorsteinn Gíslason. Þessi velgengni varð til þess, að stuttu síðar keyptu þeir hrað- frystihúsið og síldarbræðsluna ásamt togurum og bátum. Þeir hafa síðan verið aðal atvinnurek- endur á Eskifirði og rekið sín fyrirtæki með miklum sóma og dugnaði. Síðan þeir tóku við hefur aldrei verið atvinnuleysi á Eski- firði. Betur ef þjóðin ætti fleiri slíka menn eins og Kristin og Aðalstein. En það var fleira sem bjó í Kristni. Hann var stálheiðar- legur og samviskusamur maður. Lofaði hann einhverju stóð það eins og stafur á bók. I einu orði sagt; hann var ákaflega vandaður maður til orðs og æðis og manna traustastur. Kristinn var mikill heimilisfað- ir og mjög barnelskur, en hann stóð ekki einn í lífsbaráttunni. Hann átti sér við hlið hina elskulegu konu, er ávallt stóð við hlið mannsins síns eins og klettur í hafinu. Hún heitir Oddný Gísla- dóttir. Þau voru mjög samhent enda virti og dáði Kristinn konu sína. Það var mjög gaman að heim- sækja þau, það var mikil gestrisni á því heimili. Kristinn átti 5 börn og eitt tökubarn. Börn hans eru þessi: Kristbjörg gift Herði Þór- hallssyni sveitarstjóra á Reyðar- firði. Björgúlfur vélstjóri giftur Ásgerði Ágústsdóttur. Björn Guð- jón giftur Ástu Björnsdóttur. Edda Siggerður gift Bóasi Sig- urðssyni bifreiðaeftirlitsmanni. Lísa ógift. Konu Kristins, börnum, bræðr- um og öllu venslafólki votta ég samúð mína. Mín síðustu orð verða þessi: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Blessuð sé minning Kristins. Utför Kristins verður gerð á Eskifirði í dag, fimmtudag. Jóhann Þórólfsson Ka rasta sjón, er sá éjf. sýndi móóurstoró. Brjóst. er barn við lá éjf. blessa sonar orð. Ei má eðli hagKa. er þaó drottins jcjóf- l>ar sem var min vaxvca, vil éjt hljóta jcröf. (Steinjcrímur Thorsteinsson) Alltaf fór ég frá sjúkrabeði hans róleg og ánægð. Það sem ég segi nú í þessari minningargrein er ekki lofræða um einn eða neinn. Ég vil aðeins minast hetju sem er búin að berjast við veikindi og alltaf gefið öllum, aldrei farið fram á neitt. Ragnar á marga góða vini og hann er búinn að þakka þeim fyrir allt. Ég flyt samt sérstakar þakkir hans til hjúkrunarfólks Sjálfs- bjargar Hátúni 12. M. Sæm. Ragnar Guðmunds- son Minningarorð Fæddur 16. desember 1933 Dáinn 16. september 1980 Ragnar var sonur hjónanna Sigurbjargar Hjörleifsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar frá Karlsá og ólst hann upp í góðum systkinahópi. Sjúkdómur sá sem leiddi hann til dauða fór að gera vart við sig þegar hann var á unglingsárum, síðan eru mörg ár liðin. Áldrei kvartaði Ragnar, var alltaf jafn traustvekjandi, örugg- ur og viss um gæði þessa heims og að framundan væru bjartari tím- ar. Ragnar var aldrei bitur, alltaf þakklátur. Far veröld þinn vejc. að vera þér háður afsejci éjc. þeim byrðum. sem þú hefur bundið á mijc, éjc burt snara frá mér ojc einskis met éjc þijc. Éjc hverfa vil frá þér ojc hafna þér nú. Burt héjcómi þú. (Þýð. Heljci Hálfdánarson) Þetta vers er mér oft í huga þegar ég hugsa um Ragnar, en hann var alltaf með mikið háleit- ari hugsun en ég. Ef við sem lifum eigum að læra af raunum annarra, þá hefðum við getað lært mikið af Ragnari. Ragnar unni tónlist og skáldskap, kunni marga vísuna og lagði manni oft orð í munn. Þessar ljóðlínur heyrði ég einu sinni hjá honum: Starfsfólk Hótels Loftleiða bíður óþreyjufullt eftir að gera væntanlegum hótelgestum tilveruna ánægjulega. Ljósmynd Mbl. Kristján. Hótel Loftleiðir: Fjölskylduhátíðir á sunnuaögum í vetur VETRARSTARFIÐ að Ilótel Loft leiðum hefst um nastu mánaða- mót og verður það að vanda fjölbreytt og bryddað verður á ýmsum nýjungum fyrir hótelgesti og borgarbúa. Helztu nýjungarn- ar eru fjölskylduhátið á sunnu- dögum. matreiðslukennsla og prjóna-, vefnaðar- og spuna- kennsla. Þá mun starfsstúlka hótelsins leiðbeina gestum og kynna það sem þar er boðið upp á og hvað er að gerast í borgarlif- inu. Þá munu verða í vetur eins og áður þjóðarvikur, víkinga- og sæl- kerakvöld, tízkusýningar og aðrir fastir þættir auk þess sem sund- laug hótelsins verður opin gestum þeim að kostnaðarlausu og verður þar kennsla í slökunaræfingum og morgunleikfimi. Það má því segja að Emil Guðmundsson og starfs- fólk hans hugsi vel um magamál, sál og heilsu gesta sinna. í veitingabúð Hótels Loftleiða mun á sunnudögum í vetur verða efnt til fjölskyldufagnaðar í há- deginu undir stjórn Hermanns Ragnars Stefánssonar og verður þar ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks, sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Veizlustjóri verður enginn annar en sjálfur „Gosi“, og mun hann verða mjög virkur í samskiptum við gesti sína. Grunnskólar borgarinnar munu aöstoða við skemmtiatriðin auk ýmissa félagasamtaka sem einnig verður gefinn kostur á að kynna starfsemi sína. „Gosi“ mun bjóða gestum sínum á kvikmyndasýn- ingar og utan dyra verður ýmis konar kynning fyrir unga sem aldna. Má þar nefna brunavarnir, starf Flugbjörgunarsveitarinnar, flugvélasýningar og fleira. Matur verður á boðstólum í veitingabúð fyrir alla fjölskylduna og verður verði stillt mjög í hóf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.