Morgunblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 47 Knattspyrnulið Hvidovre sem mætir Fram á sunnudatí. aftari röð frá vinstri. Holdleder Finn Cyril. Michael Christensen. Gtinther Lindahl. Curlei Nielsen, Finn Johansen, Lars Vang, Benny Krogh o« þjálfarinn John Sinding. Fremri röð frá v. Michael Manniche, Steen Hansen. Poul Arne Andersen. Jorgen Kirk. Jens Kurt Petersen og Henrik Jensen. Allir leikmenn Hvidovre eru hálfatvinnumenn Hvidovre Idræts Forening. eða HIF eins og liðið er jafnan kallað af stuðningsmönnum þess. var stofnað 15. október 1925. Það var samt ekki fyrr en árið 1934 að liðið tók fyrst þátt í Danmerk- urkeppni í knattspyrnu. 1949 tókst liðinu fyrst að komast upp í 3. deild, en féll aftur 1953. Árið 1960 komst liðið svo aftur upp i 3. deild og hefur verið með í deildar- keppninni síðan. Það var svo árið 1966 sem liðið varð Danmerk- urmeistari og aftur árið 1973. Þá var markhæsti maður liðsins Hans Aabech með 28 mörk. Hann var síðan seldur til Hollands í atvinnumennsku og við það komst los á lið Hvidovre og féll liðið í 2. deild 1974, eða strax árið eftir að liðið varð Danmerkur- meistari. 1978 vann Hvidovre svo 2. deildina og varð danskur bikarmeistari í fyrsta skipti sl. vor. Þetta er í 4. skipti, sem Hvid- ovre, tekur þátt í Evrópukeppni í knattspyrnu. Þeir hafa m.a. keppt á móti sömu liðum og FRAM hefur leikið á móti, Real Madrid og Basel frá Sviss. Á leikinn á móti Real Madrid á Idrætsparken í Kaupmannahöfn komu 42.000 áhorfendur. Allir leikmenn Hvidovre liðsins eru hálfatvinnumennn, nema svertinginn Leroy Ambrose, sem er í láni frá enska atvinnumanna- liðinu Charlton, hann hefur knattspyrnu sem atvinnu. Hvidovre er nú aðeins þremur stigum á eftir efsta liðinu í dönsku 1. deildinni, þegar 7 umerðir eru eftir. Leikmenn Hvidovre liðsins eru: Curlei Nielsen. 32 ára markvorður. Ný- keyptur frá IlerfólKe. en fyrir þá lék hann 75 leiki. Hefur leikið med unKlinKalandsliA- um Danmerkur. 25 leikir med Hvidovre. Finn Johansen, 19 ára varnarleikmaóur. Hefur ávallt leikið með Hvidovre. Hefur leikið 20 unKlinKalandsleiki íyrir Danmörk. 66 leikir meö Hvidovre. Steen Hansen. 19 ára varnarleikmaður. Hefur ávallt leikið með Hvidovre. 2 unKl- inKalandsleikir. Michael Christensen. 23 ára varnarleik- maður. fyrirliði liðsins. Hefur alltaf leikið með Hvidovre. 5 unKlinKalandsleikir ok 164 leikir með Hvidovre. Ctlnter Lindahl. 27 ára varnarleikmaður. Kom til Hvidovre 1978 frá Næstved. en með þeim lék hann 30 leiki. Hefur leikið 80 leiki fyrir Hvidovre. Jesjjer Petersen, 19 ára miðvallarleikmað- ur. Avallt með Hvidovre. 12 leikir með aðalliði Hvidovre. Jens Kurt Petersen. 21 árs miðvallarleik- maður. Nýkeyptur frá Vanlöse. þar sem hann lék 80 leiki. Hefur leikið með unKl- inKalandsliðum Danmerkur. 19 leikir með Hvidovre. JörKen Kirk. 25 ára miðvallarleikmaður. Nýkeyptur frá Glostrup IC þar sem hann lék 150 leiki. Lék með Ilvidovre árið 1974. 1 unKlinKalandsleikur. 35 leikir fyrir Ilvid- ovre. BirKcr Pedersen. 30 ára varnarleikmaður. Hefur ávallt leiki með Hvidovre nema árin 1975 — 1978 þe^ar hann var atvinnumaður hjá RacinK Mechelen i BelKiu. 14 landsleikir ok 185 leikir með Hvidovre. Tad Gapinski. 31 árs sóknarleikmaður. Kom til Hvidovre 1979 frá pólska liðinu Widzew Lodz, þar sem hann lék i 13 ár ok spilaði yfir 250 leiki. Spilaði með pólska unKlinKalandsliðinu 1968. 29 leikir fyrir Hvidovre. Leroy Ambrose. 20 ára sóknarleikmaður. Nýkeyptur frá Charlton Athletic í London. en með þeim lék hann 30 leiki. Hefur leikið 10 leiki með Hvidovre. Ambrose þessi heíur fenKÍð viðurnefnið MSvarta perlan“ i Dan- mörku. Hann þykir með afhrÍKðum fljótur ok leikinn leikmaður ok eftir að hann kom til Hvidovre hefur liðið aðeins tapað einum leik. Henrik Jensen. 20 ára sóknarleikmaður. Nýkeyptur frá Vanlöse. en með þeim lék hann 110 leiki. Hefur leikið fjölda unKlinKa- landsleikja íyrir Danmörku. 24 leikir með Hvidovre. I>ykir mjöK fljótur ok leikinn ok Danir kalla hann „drihhlekonKen“. Michael Manniche. 20 ára sóknarleikmað- ur. Nýkeyptur frá Brönshöj. en með þeim lék hann 50 leiki. Hefur leikiö 23 leiki með Hvidovre ok í þeim heíur hann skorað 13 mörk. Er mjöK Kóður skallamaður ok hættuleKur upp við mark andstæðinKanna. Jens Petersen, 24 ára miðvallarleikmaður. Hefur ávallt leikið með Hvidovre, ef frá eru skilin 2 ár. sem hann lék með Avedöre. 16 leikir með aðalliði Hvidovre. JörKen Jackobsen, 22 ára varnarleikmað- ur. Hefur ávallt leikið með Hvidovre. 47 leikir með liðinu. Carsten Rasmussen. 23 ára varnarleik- maður. Hefur ávallt leikið með Hvidovre. 10 unKlinKalandsleikir ok 33 leikir með Hvid ovre. Þjálfari liðsins er John SindinK. 40 ára Kamall. verkfræðinKur að mennt. Norðmenn nældu í stig NORÐMENN og Rúmenar skildu jafnir í fjórða riöli undankeppni IIM í gærkvöldi. Lokatölur urðu 1 —1 og var það einnig staðan í hálfleik. Iordanescue skoraði fyrst fyrir Rúmena á 10. mínútu, en Hereide jafnaði 10 minútum síðar. Norðmenn höfðu lengst aí mikla yfirburði og fóru illa með mýmörg góð tækifæri. I fyrsta riðli undankeppni HM léku Finnar og Austurríkismenn og fór leikurinn fram í Helsinki. Austurríkismenn unnu nokkuð ör- uggan sigur, 2—0, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1—0. Kurt Jara og Kurt Welzl skoruðu mörk- in. Úrslit í enska ÚRSLIT leikja í 3. umferð ensku deildarbikarkeppninnar I knattspyrnu í gærkvöldi urðu þCSSj; Everton — WBA 1-0 Tottenham — Cr. Palace 0—0 Aðeins þrjú töp í 8 leikjum íslenska knattspyrnulandsliðið hefur í sumar leikið átta lands- leiki undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara, Guðna Kjart- anssonar. Er óhætt að segja. að þrátt fyrir að illa hafi horft í fyrstu leikjum. hafi vel tekist til. íslenska liðið hefur unnið þrjá sigra og var sá síðasti glæsi- legastur, 3—1 gegn Tyrkjum á útivelli. Hinir sigrarnir voru ekkert til að hrópa húrra fyrir, 2—1 og 4—1 gegn Færeyjum og Grænlandi. En það eru þó sigrar engu að síður. Tvö jafntefli hafa náðst, gegn Finnum heima, 1—1, og gegn Svíum úti, 1—1. Báðar þjóðirnar hafa verið taldar ís- landi fremri í knattspyrnu og árangurinn því góður. ísland tapaði heima fyrir Sov- étmönnum 1—2 og stóð liðið sig meistaralega vel í leiknum og gat allt eins náð jafntefli. Þá átti landinn betra skilið í 1—3 tapinu gegn Noregi, en fékk það sem hann átti skilið heima gegn Wales, 0—4. Allt í allt hefur íslenska landsliðið átt eitt sitt besta tímabil og vonandi er þetta aðeins byrjunin. Það, sem er mjög athyglisvert við frammi- stöðuna í sumar, er sú staðreynd að ísland var sjaldnast með sitt sterkasta lið og stundum langt frá því. Bendir það til þess að ísland hafi aldrei áður getað teflt fram jafn sterku landsliði. Það skýtur svolítið skökku við, að í eina skiptið sem ísland tefldi fram sínu sterkasta, var skellurinn stærstur, en það var fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Guðna og byrjunarerfið- leikar á ferðinni, það hefur sýnt sig heldur betur. Einn hlutur hefur og stórbatn- að hjá landsliðinu og er það markaskorunin. í sumar hefur ísland skorað 13 mörk í 8 leikjum og fengið á sig 14. Er af sem var meðan Youri stjórnaði liðinu. Þá er athyglisvert, að 12 leikmenn hafa skorað mörk ís- lands í sumar, Marteinn Geirs- son tvð og eitt hver þeir Árni Sveinsson, Guðmundur Þor- björnsson, Sigurlás Þorleifsson, Pétur Pétursson, Lárus Guð- mundsson, Guðmundur Steins- son, Páll ólafsson, Magnús Bergs, Janus Guðlaugsson, Al- bert Guðmundsson og Teitur Þórðarson. c c FLANNEL BUXUR Satín fóöraöar 100% ullarflannel frá nORMEUij Litir: dökkblátt — milliblátt — grátt steingrátt,— camel — brúnt. Hönnun: Colin Porter. a fSmm. Fæs* W&KARNABÆ ■ymJ* og einkasöluaöilum hans um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.