Morgunblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 48
Síminn á afgreiöslunnl er 83033 3flori)imbIaí>i?> Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JHotflimblabib FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980 Einar BjorKvinsson flu>?maöur Friðrik Skúlason Smjörfjallaslysið: Hrafn Hermannsson Flakinu hrund- ið á jafnsléttu Líkin flutt til Egilsstaða í nótt FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík kom á slysstað í Smjorfjöllum um hádegisbil í gær til þess að sækja lík þeirra þrÍKgja sem. fórust með vélinni. ok koma vélinni síðan niður fjallshlíðina á jafnsléttu. Var því verki lokið síðdegis í gær, en mjöK erfitt var um vik. Urðu björgunarsveitarmenn að síga í björKunarstörfunum. Komið var með líkin til Egilsstaða laust eftir miðnætti í nótt. í þessum leiðangri voru 22 flugbjörgunarsveitarmenn og 10 menn af Héraði. Var farið á 6 jeppum og tveimur stórum dráttarvélum. Fulltrúar Loftferðaeftirlits- ins munu væntanlega fara á slysstað í dag með þyrlu til þess að rannsaka flakið. Flugvél Landhelgisgæslunn- ar sótti flugbjörgunarsveitar- mennina til Egilsstaða í nótt og flutti þá til Reykjavíkur. Mikil tæknileg vandamál voru á fjarskiptum milli leitar- hópa og stjórnstöðvar í leitinni að flakinu og telja heimamenn, að þar sé því helst um að kenna, að ekki er búið að koma upp VHF-stöð, sem áformað er að setja upp á Gagnheiði. Hrafn Hermannsson, einn þeirra sem fórust í flugslysinu í Smjörfjöllum, var fæddur 12. janúar 1964, en ekki 12. októ- ber, eins og misritast hafði í Mbl. í gær. Hrafn var frá Vopnafirði. Veröur ákvörðun um brottvísun Gervasonis breytt? „I>að sé ég nú ekki eins og er“ - sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra „ÞAÐ SÉ ég nú ekki eins og er, nei,“ sagði Friðjón bórðarson dómsmálaráðherra, þegar Mbl. spurði hann í gær hvort til greina kæmi að hann breytti ákvörðun sinni um að vísa Frakkanum Patrick Gervasoni úr landi. Aðspurður sagði Friðjón að hann gerði ráð fyrir því að mál- ið yrði rætt á ríkisstjórnarfundi í dag, það væri sjálfsagður hlut- ur. Svavar Gestsson félags- málaráðherra kvaðst í gær ekk- ert vilja um málið segja á þessu stigi, það yrði rætt í ríkisstjórn- inni í dag og þar myndi skoðun hans koma fram. Margir aðilar hafa mótmælt ákvörðun dómsmálaráðherra um að neita Gervasoni um dval- arleyfi hér og vísa honum úr landi. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags- ins, hefur skýrt frá því að hún hafi á þriðjudaginn hringt í Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra og skýrt honum frá því að hennar stuðningi við ríkisstjórnina væri lokið ef Gervasoni yrði vísað úr landi, hún styddi ekki ríkisstjórn, sem sendi ungt fólk. í fangelsi í Frakklandi. Sama dag gengu verkalýðsleiðtogarnir Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson á fund forsætisráðherra og fóru þess á leit að málið yrði kannað betur og ekki yrði af brottvísun að sinni. Á meðan fjallað er um mál Gervasonis er hann í gæzlu lögreglunnar og dvelur í Síðu- múlafangelsinu. Sjá nánar um mál Gervasonis á bls. 5. Pílagrímaflugið hafið: Sex ráðherr- ar erlendis TÓMAS Árnason viðskiptaráð- herra heldur í dag vestur um haf til Washington, þar sem hann sækir sameiginlegan fund Al- þjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrisvarasj<>ðsins. Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra. sem er erlendis, sækir einnig þennan fund og eru ráðherrarnir vænt- anlegir aftur til starfa i ráðu- neytum sínum 5. og 6. október. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra situr nú Evrópuþing FAO í Grikklandi og er hann væntan- legur aftur til starfa í ráðuneyti sínu á þriðjudaginn. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur verið í sumarfríi erlendis og er væntanlegur heim aftur um helgina. Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra er nú við opnun víkingasýningar í New York og kemur væntanlega heim aftur um helgina, og Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra situr nú alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna og er væntanlegur aftur til starfa í utanríkisráðuneytinu 6. október. Eftir brottför Tómasar í dag verða fjórir ráðherrar í landinu; Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra, Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra, Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra og Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra. Stórhækkun á olíumarkaðnum í Rotterdam STÓRIIÆKKUN hefur orðið á oliumarkaðnum i Rotterdam á allra siðustu dögum, samkvæmt einkaskeyti til Morgunhlaðsins frá AP-fréttastofunni. 1 gær var skráð fob-Verð á gasolíu 303 dollarar hvert tonn og hafði hækkað um rúm 10% frá því á föstudaginn, en þá var verðið 276 dollarar. Á þriðjudaginn var gas- olíuverðið í Rotterdam 294 dollarar og hefur verðið því hækkað um 9 dollara á einum degi. Sérfræðingar segja að stríð íraka og Irana sé helsta orsök hækkandi verðs í Rotterdam og spá þeir enn frekari hækkunum á næstunni. Risagrœnkál í Stóragerðinu í garði við Stóragerði hjá Hermanni Þorsteinssyni og Unni konu hans hefur risagrænkál sprett úr spori í örum vexti í sumar en á meðfylgjandi mynd, sem AS tók í gær, stendur Unnur hjá fyrirbærinu sem myndi vart rúmast á venjulegum salatdiski. Fyrsta ferðin frá Madugere í gær Óljóst hvort seinni þotan flýgur frá Kano eða Lagos PÍLAGRÍMAFLUG Flug- leiða milli Nígeríu og Sau- di-Arabíu hófst í gær þegar önnur DC-8-þota Flugleiða af tveimur, sem eiga að annast pílagrímaflugiö, fór í fyrstu ferðina milli Mad- ugere og Jedda, en hins vegar var hin þotan stöðvuð á suðurleið í Luxemborg í gærmorgun þar sem ekki lá ljóst fyrir hvort hún yrði gerð út í pílagrímaflugiö frá Kano eða Lagos, en reiknað hafði verið með Kano þar til í gær. Hins vegar var undirbún- ingur Flugleiða miðaður við flug frá hvorum staðnum sem var, en beðið var til- kynningar heimamanna þar að lútandi. Biðu áhafnirnar einnig í Luxemborg í gær en þær fylgja vélinni. Sam- kvæmt samningi átti píla- grímaflugið frá Kano að hefjast í dag og í gærkvöldi var þotan tilbúin til brott- ferðar frá Luxemborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.