Morgunblaðið - 26.09.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
3
Ljósmynd Mbl. Sijfhvatur Blöndahl.
Drangurinn sprengd-
ur með dýnamíti
Björgunarsveitarmenn úr
Reykjavík héldu upp í Smjör-
fjöll í fyrradag og sóttu lík
þeirra þriggja manna, sem fór-
ust með Islander-vél Flugfélags
Austurlands sl. þriójudag.
Eftir að vélin fannst var óskað
eftir aðstoð sérþjálfaðra fjail-
göngumanna frá Reykjavík til að
fara upp að flakinu og sækja
líkin. Tólf félgar úr Flugbjörg-
unarsveitinni í Reykjavík og tólf
félagar Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík héldu austur með
flugvél Landhelgisgæzlunnar
með nauðsynlegan búnað.
Að sögn björgunarmanna
gekk ágætlega að komast á
slysstað og aðstaða til aðgerða
var nokkuð góð, en vélin sat föst
efst í 35—40 gráðu brattri snjó-
hlíð.
Eftir að tekizt hafði að ná
líkunum út úr vélinni og flytja
þau niður og útbúa til flutnings,
var samkvæmt beiðni flugmála-
yfirvalda gerð tilraun til þess að
hrinda vélinni áleiðis niður hlíð-
ina vegna slysahættu þar sem
hún var staðsett. Það tókst ekki
þar sem annar vængur vélarinn-
ar var mjög fastskorðaður í
klettadrang, sem stóð út úr
hlíðinni. Var þá brugðið á það
ráð að sprengja dranginn frá
með dýnamítsprengju. Við
sprenginguna losnaði svo vel um
vélina, að mögulegt reyndist að
hrinda henni af stað niður fjalls-
hlíðina.
Aðgerðin tók alls um 20
klukkutíma og voru björgunar-
sveitarmennirnir fluttir með
Landhelgisgæzluvél til Reykja-
víkur í fyrrinótt.
Starfsmenn Loftferðaeftirlits
og menn úr flugslysanefnd skoð-
uðu flakið í gærdag til að reyna
að gera sér grein fyrir orsökum
slyssins, en ekki er- hægt á
þessari stundu að fullyrða neitt
um orsökina.
Myndin er tekin af vélinni, þar
sem hún lá skorðuð efst í hlíðum
Smjörfjalla.
Bókagerðarfélögin:
Prentiðnaðarfólk
framleiði prentgripi
MORGUNBLAÐINU barst
í gær eftiríarandi ályktun
frá félögum bókageröar-
manna. en sameiginlegur
félagsfundur félaganna
var haldinn í gær:
Sameiginlegur fundur Bókbind-
arafélags Islands, Grafíska
sveinafélagsins og Hins íslenzka
prentarafélags ályktar eftirfar-
andi:
Framanskráð félög hafa boðað
til tvíþættra vinnustöðvanaað-
gerða, dagana 26.—30. sept. nk., til
þess að knýja á um raunhæfar
viðræður um gerð nýs kjarasamn-
ings, en samningarnir eru nú
búnir að vera lausir frá síðustu
áramótum. Viðræður milli samn-
ingsaðila hafa staðið meira eða
minna um nokkurt skeið án þess
að viðsemjendur okkar hafi í einu
eða neinu vísað sig viljuga til
samninga.
I þeim tillögum sem bókagerð-
arfélögin hafa lagt fram til breyt-
inga á kjarasamningum er auk
launakrafna lögð þung áherzla á
að viðunandi samningar náist um
þau mál sem í daglegu tali hafa
verið kölluð atvinnuöryggis- og
tæknimál. Hér eru á ferðinni
kröfur er lúta fyrst og fremst að
því að tryggja prentiðnaðarfólki
vinnu við tæki, sem notuð eru við
gerð prentgripa í landinu. Sú
staða, að prentiðnaðarfólk er knú-
ið til að berjast fyrir þessum
sjálfsagða rétti sínum til vinnunn-
ar, er ný. Prentiðnaðarfólk hefur í
tímans rás upplifað ótal tækni-
breytingar og tekið við þeim og
tileinkað sér þær. Nú eru hins
vegar uppi tilburðir í þá átt að
rýra rétt prentiðnaðarfólks til
þess að annast þá vinnu sem það
hefur ævinlega séð um, og færa
þau á hendur annarra starfshópa.
Bókagerðarmenn gera því þá
sjálfsögðu kröfu að fá, eftirleiðis
sem áður, að sinna þeim störfum
sem lúta að gerð prentgripa og
nota til þeirra þá tækni sem á
markaðnum er hverju sinni.
Um þessi atriði, auk annarra
réttlætismála, er tekizt á í þessari
kjaradeilu og má í því sambandi
nefna að óiðnlært fólk í okkar
félagasamtökum býr við mismun-
andi kjör eftir félögum, enda þótt
það vinni við samskonar störf.
Bókagerðarfélögin vilja undir-
strika það, hvað atvinnuöryggis-
og tæknimálin snertir, að fyrst og
fremst er um það að ræða að
prentiðnaðarfólkinu sé tryggt að
það geti haldið áfram að framleiða
prentgripi með þeirri tækni sem á
boðstólum er hverju sinni.
Bókagerðarmenn:
Gervasoni
f ái þegar hæli
SAMEIGINLEGUR féalgs-
fundur allra bókagerðarfélag-
anna, BFÍ, GSF og HÍP, hald-
inn 25. sept. 1980, skorar á
íslensk stjórnvöld að veita
franska flóttamanninum, Patr-
ick Gervasoni, landvist og hæli
þegar í stað á íslandi af
mannúðarástæðum.
Feróaskrifstofan
Hvert sem u 11 n h m i i 'I' ,!/'Mi i1 ÚTSÝN sparad ydur fé og
fyrirhöfn. Allir farseðlar á lœgstcÚmtiL
----------
Á
.
i
Sumarauki
sólinni á
Costa del Sol
m
I lllio.
Rrottför 2. október — 3 víkur
- — Gististaðir:
Faein sæti laua.
El Remo, Santa Clara,
Nogalera og Hotel Alay.
Fyrsta flokks aöbúnaöur
— Útsýnarþjónusta.
í október er meðalhitinn á Costa del Sol
25—30° C.
London
heimsboryin heillandi býr yfir slíkum
töfrum að ekki verður lýst með örfáum
orðum, því þar er sjón sögu ríkari.
W*'
Útsýn býöur, nú sem fyrr eina til tvær feröir í viku
á stórlækkuöum fargjöldum og hefur einnig,
vegna margra ára viöskipta, náö samningum um
stórfelldan afslátt af gistingu á vinsælum gisti-
' hiarta borgarinnar.
......... *'rottför á laugardögum
London — vikudvoi —
Verö frá kr. 282.200,-
mjj
m
•: -c ^
m ■
mm
■"g|
- . V -
(AFMÆLIfÞ
GETRAUN
í nýútkomnum kynningarbœklingi ÚTSÝN-
AR er eftirfarandi getraun.
1. Ferðaskrifttofan Utsyn hefur
starfað fré árinu
2. Nú býður UTSYN nyjan sktða-
stað i Júgóslaviu:
3. Afmaalisferð UTSYNAR er til:
4. Kanaríeyjaferðir UTSYNAR eru
Hl:
S. Hvaða félagssamtök starfa á
vegum UTSYNAR?
6. UTSYN fer með einkaumboð á
Islandi fyrlr umfangsmestu terða-
þjonustu heims
7. UTSYN er soluhæsta fyrtrtaeki
á Islandi í umboðssölu á:
1970
1955
1930
Hoimenkollen
Zell am See
Kranskja Gora
Kenya
Mexico
Husavíkur
Fáiö eintak af
bæklingnum,
svariö þessum
einföldu
spurningum,
klippiö get-
raunina frá og
sendiö til ÚT-
SÝNAR fyrir
3. október, en
þá veröur
dregið úr rétt-
um lausnum á
fyrsta ÚTSÝN-
ARKVÖLDI
haustsins á
Hótel Sögu.
__________ Vinningurinn
ásamt feröa-
---------- gjaldeyri er 1
milljón króna
aö verömæti.
Athugið aö úr-
klippa úr blaðinu
gildir ekki sem
svar
Ptaya del Ingles
Lanzarote
Tenerife
Klúbbur 25
Model 79
Rauðsokkahreyf-
irtgin
Ðlners Club
Spies rejser
American E«-
press
flugfarseðlum
skosku wiskii
Ijösmyndavörum
f Austurstræti 17,
símar 26611 og 20100