Morgunblaðið - 26.09.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
7
r
Áhugaleysi
félaga í.
BSRB
Kristinn G. Jóhanns-
son, hinn nýi ritstjóri is-
lendings á Akureyri, ritar
forystugrein í blaö sitt,
þar sem hann fjallar um
þátttöku í atkvæða-
greiðslu um BSRB-samn-
ingana fyrir skömmu.
Kristinn víkur þar að
dræmri þátttöku í þessari
atkvæöagreiðslu og seg-
ir:
„Það hlýtur aö vekja
nokkra athygli aö í at-
kvæöagreiöslu þeirri sem
fram fór ekki alls fyrir
löngu um samkomulag
L____________________
það er forysta B.S.R.B. og
fjármálaráðherra höföu
gert drög að aöeins tæp-
ur helmingur fólaga inn-
an samtakanna þ.e.
48,8% þótti ástæöa til að
mæta á kjörstaö og láta í
Ijós álit sitt á þessum
samningsdrögum. „Þetta
sýnir ótvíræðan vilja
fólksins" segir einn af
forystumönnum B.S.R.B.
í blaðaviðtali fyrir
skömmu þegar úrslit
lágu fyrir og sýnt var að
76,6% þeirra sem á kjör-
staö mættu samþykktu
samkomulagið en það er
innan við 40% félaga inn-
an B.S.R.B., um 23,3% af
þeim sem kusu segja nei
en meiri hluti félags-
manna situr heima. Nú
virðist í sjálfu sér mega
flokka það undir hugs-
anaskekkju að telja slíkt
sína ótvíræðan vilja
fólksins innan samtak-
anna en látum svo vera.
Hins vegar hlýtur sú
spurn að vakna hvernig
standi á því mikla áhuga-
leysi sem félagsmenn
sýndu þessari atkvæða-
greiöslu og hvaða skýr-
ingar eru þar á.
Tæpast er hægt að
taka alvarlega svo fjall-
grænar skýringar og þær
að meirihluti B.S.R.B.
fólks hafi verið í sumarfríi
eins og þó hefur veríð
haldiö á lofti. Hvaö veldur
því þá að menn hafa ekki
lengur áhuga á því né
nennu í sér til aö fjalla
um kaup sitt og kjör
þegar þeim gefst á því
kostur?"
Var nokkur aö
tala um
„samningana
í gildi?“
Síðan segir ritstjóri ís-
lendings:
„Ýmsar samverkandi
ástæður eiga hér vafa-
laust þátt að en ekki er
þó laust við aö ýmsum
hafi þótt sem svokallaðir
kynningarfundir er for-
ysta B.S.R.B. stóð fyrir
víðs vegar um land vera
líkari einhliða áróðri fyrir
samþykkt samninganna
en að fleiri sjónarmið
fengju að koma fram. Nú
var það vitaö að ýmsir
höfðu talsvert við samn-
ingsdrög þessi að athuga
en ekki er kunnugt um að
þeim gæfist færi á aö
ferðast á kostnað sam-
takanna til að láta álit sitt
í Ijós og efna til málefna-
legra umræðna um kosti
og galla þess sem upp á
var boöið. Því var hins
vegar haldið stíft aö fé-
lögum að hér heföu náðst
þeir bestu kostir sem völ
var á án þess aö til
verkfalla kæmi. Minnast
menn þó þeirra tíma að
þessum sömu forystu-
mönnum þótti það hreint
engin goögá að efna til
verkfalla. Það er rétt eins
og að manni hvarfli aö
heimaseta yfir 50% allra
félaga innan B.S.R.B. beri
fremur aö líta á sem
mótmæli gegn vinnu-
brögðum forystunnar og
kokhreysti verður aö telja
þegar slíkt áhugaleysi er
taliö sýna ótvíræðan vilja
fólks eins og nú er látið
að liggja. Það hefði ein-
hvern tíma ekki verið
talin afgerandi traustyf-
irlýsing þegar aðeins
36% félaga í fjölda-
samtökum sem þessum
gjalda jáyrði sitt. Berlega
hefur komið í Ijós á und-
anförnum árum að
stjórnvöld og stjórnvöld
eru hreint ekki það sama
í augum forystumanna
B.S.R.B. og þegar slíkt
kemur jafn berlega í Ijós
annars vegar nú og hins
vegar 1978 er ef til vill
skiljanlegt að fólk kjósi
fremur að sitja heima en
taka þátt í þessu sjón-
arspili sem menn hafa
síðan geð í sér til að kalla
ótvíræðan stuðning viö
samningsdrögin.
Þess mætti þá einnig
minnast að það langlund-
argeð sem forysta
B.S.R.B. hefur sýnt
stjórnvöldum í kjara-
samningaþófi þessu er
meira en elstu menn
muna þar sem samningar
voru lausir um mitt síö-
asta ár, en nú varð það
nánast trúaratriði að fara
varlega vegna ástandsins
í þjóðfélaginu og minnast
menn þá ef til vill oröa
núverandi fjármálaráð-
herra áöur en hann sett-
ist í stólinn góða að kjör
launþega væru ekki sá
þáttur er hefði afgerandi
áhrif á íslenskt efna-
hagslíf. Var nokkur aö
tala um „samningana í
gildi"?
r
Lausblmiabækur
sem halda íast utan um hlutina
Kynntu þér fjölþætt notagildi lausblaðabókanna frá Múlalundi. Þær eru
níðsterkar og endast árum saman. Ótal mismunandi gerðir og stærðir,
fyrir mismundi þarfir.
Vinnubækur fyrir skóla. Verðlistar og allskyns upplýsingabækur fyrir
fyrirtæki. Ljósmyndaalbúm, jafnvel myntalbúm. Bjóðum líka
plasthulstur innan í bækurnar til þessara nota. Bjóðum gyllingu eða
áprentun ef óskað er. Verðið er lágt og möguleikarnir óteljandi. ®
Hafið samband við sölumann. jl
Múlalundur
Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105Reykjavík
Tapast hefur
steingrár 4ra vetra foli úr Geldingarnesi. Hesturinn
er ómarkaður en með klippt F-94 í vinstri síðu.
Þeir sem hafa orðið varir viö hann, eru beðnir aö
hringja í síma 81274.
Hef flutt
endurskoðunarskrifstofu mína að Suöurlands-
braut 12, 2. hæð. Sími 82121. (Símaviðtalstími kl.
13—17).
Tryggvi E. Geirsson,
löggiltur endurskoðandi.
ÚTSAIA
DÖMUDEILD HERRADEILD
Kjólefni Skyrtur
Metravara Sokkar
Ullarefni Nærföt
Veloursloppar
Allt selt fyrir ótrúlega lágt verö.
Utsalan hættir þriðjudag.
isill íacobscn
Austurstræti 9
a nœstunm
Odýru jólafargjöldin
Verö báöar leiöir:
Kaupmannahöfn
Glasgow
London
Luxemborg
Ósló
Stokkhólmur
kr. 125.000,-
kr. 93.100,-
kr. 107.700,-
kr. 132.700.-
kr. 113.900,-
kr. 142.600,-
(Brottfararskattur kr. 8.800.- ekki innifalinn).
Vinsamlegast bókiö sem fyrst.
Athugið: Kynnið ykkur vandlega alla skilmála áöur en bókun fer
fram.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
tP
Þl Al'GLÝSIR l M ALLT
LAND ÞEGAR ÞL ALG-
LÝSIR í MORGL'NBLAÐINl'
FERDASKRIFSTOFAN m—m.
URVAL^mMF
STURVOLL SÍMI 26900
VIO AUSTURVOLL