Morgunblaðið - 26.09.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
VER^LD
HEIMSKRINGLAN
Sífellt fleiri
sækia á mölina
EITT stærsta vandamáliö, sem
mannkyniö á viö aö glíma um
þessar mundir, er hinn ori vöxtur
stórborKa. Kom þaö kIokkí i ljós
á ráöstefnu Sameinuöu þjóðanna,
sem nýlejía var haldin í Rómar-
bortí ok fjallaöi um „íhúafjölda
og framtíö horjía". Á ráðstefnu
þessari var samin yfirlýsinj?, þar
sem hvatt var tii aðgeröa af hálfu
rikisstjórna til þess að leitast við
að stöðva hinn Kríðarlega «k
skipulaKsiausa vöxt stórborua og
svara þörfum íbúa þeirra, eink-
um ok sér í lagi í þriöja heimin-
um.
Sameinuðu þjóðirnar telja, að
um næstu aldamót muni helming-
ur jarðarbúa búa í borgum, þar af
650 milljónir í um 60 risaborgum,
sem telja munu 5 milljónir íbúa
eða fleiri.
Til þessarar ráðstefnu voru
kvaddir borgarstjórar og skipu-
lagsstjórar 47 borga heims, sem
eru í örustum vexti, og tilgangur-
inn var sá að kanna helztu vanda-
mál þessarar þróunar.
Fulltrúar frá þriðja heiminum
skýrðu frá því, að fólk flykktist til
borganna í von um atvinnu og
bætt lífskjör. í flestum tilvikum
stæði það hins vegar andspænis
atvinnuleysi og húsnæðisleysi,
þegar það kæmi á ákvörðunarstað
og væri því flestar bjargir bann-
aðar. Þessir hópar yrðu yfirleitt
Breiðgata í Mexíkó-borg.
undir í lífsbaráttunni og ýmsir
óprúttnir náungar færðu sér í nyt
eymd þeirra og vankunnáttu.
Skipuleggjendur á ráðstefnunni
mæltu með því, að straumurinn til
borganna yrði stöðvaður með ýms-
um aðgerðum, svo sem bættum
samgöngum, aukinni dreifingu
iðjuvera um strjálbýl svæði, lækk-
andi húsaleigu og þar fram eftir
götunum. Þá komu fram tillögur
um að reistir yrðu smábæir í
grennd við stórborgirnar til þess
að létta af þeim mesta þunganum.
Á hinn bóginn gefur auga leið,
að ekki er unnt að stemma stigu
við stærð borganna með því ein-
vörðungu að bægja frá þeim fólks-
straumnum. í flestum borgum
þróunarlandanna eru það ekki
aðflutningarnir sem mestu skipta,
heldur há fæðingartíðni, en hún
nemur um 60% af fjölguninni.
Á ráðstefnunni hrósuðu ýmsir
HORMUNGAR
Sulturinn skattlagður
Niu af hundraði eru konur og börn.
Sem kunnugt er, hefur mikill
straumur flóttamanna frá styrj-
aldar- og þurrkasvæðum i
Eþiópíu leitað til grannrikisins
Sómalíu. Þangað hafa borizt mat-
væli, fé og annað til hjálpar
hinum nauðstöddu, en stjórn Mu-
hammed Siad Barra hefur séð sér
þar ieik á horði til að hagnast á
fyrirtækinu.
Hjálparstofnanir, sem senda
matvæli og lyf til landsins, verða
að greiða sama innflutningsgjald
og kaupsýslumenn, sem flytja
varning til Sómalíu. Hins vegir
sér ríkið um að flytja varninginn
frá flugvellinum og hefur dreif-
inguna alfarið i höndum sér.
Komið hefur fyrir, að matur o.fl.,
sem hjálparstofnanir hafa sent
flóttamönnum, hefur verið á
boðstólum á mörkuðum í Moga-
dishu og nærliggjandi bæjum og
þorpum.
Yfirvöld í Sómalíu virðast þó
ekki sjá neitt athugavert við þetta.
Þau segjast hafa séð flóttamönn-
unum fyrir vistum og annarri
aðstoð, þegar þeir tóku að streyma
inn í Iandið, og hafi þó ekki verið
þar um auðugan garð að gresja.
Nú sjái hjálparstofnanirnar að-
eins um endurgreiðslu á veittri
aðstoð við flóttamenn.
Fjórði hver íbúi Sómalíu er
flóttamaður. Við síðasta manntal
reyndust 3.500.000 manna í land-
inu. í júní sl. var talið að 90% af
flóttamönnunum væru konur og
börn.
- WILLIAM THOMSON
fulltrúar sér af því, að ríki þeirra
hefðu brugðizt vel við vandanum.
Til að mynda sagði Zhe Yi,
varaborgarstjóri Shanghai, að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu gert
ráð fyrir, að íbúatala borgar hans
myndi verða 22 milljónir árið
2000, en borgaryfirvöld gerðu sér
vonir um, að hún yrði aðeins 13
milljónir, þ.e. aðeins mannfleiri en
nú. Hann sagði, að Kínverjar
hvettu tæknimenntað fólk og ann-
að sérmenntað fólk til að stuðla að
uppbyggingu í sveitum landsins, í
stað þess að leggja megináherzlu á
borgirnar.
En það sem vel hefur tekizt er
hverfandi lítið samanborið við
hinar uggvænlegu horfur víðast
hvar. Tröllauknust virðast vanda-
málin vera í rómönsku Ameríku,
þar sem vöxtur borga er örari en
nokkur dæmi eru til. Árið 2000 er
gert ráð fyrir að íbúar Mexíkó-
borgar verði 31 milljón! Nú búa í
borginni 14 milljónir manna og er
aðstaða mikils þorra þeirra hvergi
viðunandi. Rúmur helmingur íbú-
anna býr í úthverfum, þar sem
hvorki er rafmagn, rennandi vatn
né hreinlætisaðstaða af nokkru
tagi. Kjör þeirra, sem búa í
miðborginni, eru litlu skárri. Milli
10—15% íbúanna búa í slæmum
leiguíbúðum og reyna að skrapa
saman sultarlaun með því að
stundað handiðnað. Þetta fólk
hefur ekki aðild að verkalýðsfélög-
um og nýtur engra almannatrygg-
inga. Aðrir verzla með stolna
muni eða smyglvarning.
Horfurnar eru þó sýnu verri í
tveimur borgum Brasilíu, Rio de
Janeiro og Sao Paulo. Julio de
Moraes Coutinho, borgarstjóri
Rio, skýrði frá því á ráðstefnunni,
að íbúar borgar hans væru 10
milljónir, en íbúar Sao Paulo 16
milljónir. Rio teygir sig vestur á
bóginn, en Sao nálgast hana úr
vesturátt, þannig að allar horfur
eru á því, að borgirnar renni
saman. Gera má þá ráð fyrir, að
um aldamótin verði þær orðin ein
samfelld byggð með samanlagðan
íbúafjölda 45 milljónir.
- MAGGIE JONES
EINS KONAR DREPSOTT
Betur
má ef
duga
skal
deyja
Richard Peto, starfsmaður brezku krabbameinsrann-
sóknarstofnunarinnar telur, að stórátak þurfi að gera til
þess að brýna fyrir fólki skaðsemi tóbaksreykinga. Hann
telur, að í stað meinleysislegra viðvörunarmiða, sem nú
eru límdir á sígarettupakka, þurfi að setja eitthvað í
þessum dúr:
— Af þúsund mönnum,
sem reykja reglulega, á einn
þeirra á hættu að verða
myrtur, 6 munu látast í
umferðarslysum en 250, eða
fjórðungur, mun deyja fyrir
aldur fram vegna tóbaks-
reykinga.
Peto segir, að þeir viðvör-
unarmiðar, sem nú eru við
lýði, séu vita gagnslausir. —
Það á ekki eingöngu að
brýna fyrir mönnum, að
tóbaksreykingar séu hættu-
legar, vegna þess að fjöl-
margt annað býður líka
hættunni heim. í áróðri
gegn tóbaksreykingum á
hins vegar að leggja megin-
þungann á það, hversu
miklu hættulegri þær eru en
margt annað.
Peto er einn af fremstu
sérfræðingum í Bretlandi í
reykingum og skaðsemi
þeirra, og hann er fyrirles-
ari í krabbameinsfræðum
við læknaskólann í Oxford.
Hann telur, að venjulegt
fólk leiði yfirleitt hjá sér
þær hættur, sem eru sam-
fara reykingum, og þeir séu
býsna margir, sem ekki hafi
hugmynd um, hversu mikil
hætta getur verið fólgin í
því að ánetjast tóbaki.
Þeir sem deyja tiltölulega
ungir af völdum tóbaks-
neyzlu glata að meðaltali
10—15 árum af ævi sinni.
Árlega látast 600.000 manns
í Bretlandi og þar af eru
líklega 100.000 dauðsföll,
sem orsakast beint eða
óbeint af tóbaksreykingum.
Peto segir, að rangar mat-
arvenjur geti að sönnu vald-
ið dauða fjölda manns, en
komist þó ekki í hálfkvisti
við tóbaksreykingar að
þessu leyti, að því er sannað
sé.
Talsmaður brezka heil-
brigðisráðuneytisins hefur
skýrt frá því, að nú standi
yfir samningaviðræður við
tóbaksframleiðendur um
nýja gerð af viðvörunarmið-
um til að líma á sígarettu-
pakka. Þær viðvaranir, sem
nú eru á pökkunum, hafa
verið við lýði um þriggja ára
skeið.
Maðurinn sem
hélt sínu striki
Marek Kozlowski var hnepptur
í fangelsi í 19 mánuði fyrir aö
„hindra lögregluna við skyldu-
störf sín“, en það var í annaö
skípti, sem hann var dæmdur til
fangelsisvistar á sex árum. Hann
er nú frjáls maöur, fyrir tilverknaö
verkfallsnefndarinnar í Lenín-
skipasmíöastööinni í Gdansk,
sem neitaöi að láta af mótmæla-
aögeröum sínum, nema hann og
tólf aðrir fangar yröu látnir lausir.
Vissulega haföi Kozlowski
valdiö lögreglunni vandræöum.
Fyrir sex árum, þegar hann var 22
ára, greindi hann opinberlega frá
því sem hann haföi séö á slysa-
deild sjúkrahússins þar sem
hann starfaöi.
Hann gat sannaö aö tveir
menn, sem komiö var meö frá
aöalstöövum þjóðvaröliösins,
höföu veriö baröir til bana af
lögreglunni.
I fyrra tilfellinu var um aö ræöa
aldraöan bónda, Jan Babíak frá
Krempa. Þjóövaröliöið haföi verið
aö reyna aö fá hann til aö fallast á
aö afsala sér litla býlinu sínu til
ríkisins, gegn því aö komast á
eftirlaun.
Kozlowski færöi sönnur á að
Babíak heföi veriö barinn, þaö
heföi verið sparkað í hann og
fingur hanv brotnir í falsinu á
hjörum. Hann lést af völdum
sprunginnar lifrar.
Síöara tiifelliö var drykkjumaö-
ur sem aðeins var kallaður Wojsi-
howski, en hann var tekinn fastur
af þjóövarðliösmönnum í
skemmtigaröi í Slupsk, skammt
frá Gdansk. Dánarmein hans var
höfuöme'ösl.
Þeir sem uröu vitni aö hand-
tökunni sögðu Kozlowski, aö
enda þótt Wojsihowski hefói ver-
ió drukkinn, þegar hann var
hirtur, heföu meióslin ekki komið
til fyrr en síöar. Læknar sögöu aö
þau væru annaö hvort af völdum
þess að sparkaö heföi verið í
höfuö honum eóa hann falliö
niöur stiga. Þaö voru fleiri slík
tilfelli en það reyndist ekki unnt
aö sanna þau.
Marek Kozlowski lét til sín
heyra opinberlega, þrátt fyrir
viövaranir, og var hnepptur í
fangelsi í fimm ár, eins og vænta
mátti. Um það bil er hann var
látinn laus, áriö 1979, haföi fanga-
vistin breytt honum úr ósköp
venjulegum hugsjónamanni í ein-
aröan andstæöing stjórnarinnar.
Hann geróist stuöningsmaóur
pólsku andófshreyfingarinnar
KOR, sjálfsvarnarnefnd verka-
manna, og starfaði sem sendi-
boöi fyrir KOR milli Varsjár og