Morgunblaðið - 26.09.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.09.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 15 ”Sameinuðu þjóðirnar telja að um næstu aldamót muni helm- ingur jarðarbúa búa í borgum46 (SJÁ: Heimskringlan) FURÐUFRETTIR Millistig manns og apa — eða hvað? Að auki þykjast þeir eigsófreskju em gleypir kýr! Rúmlega 600 tegundir villtra dýra eru i hættu og þar af munu 85 vera í Kína. Friðunarmenn veita því fyrir sér, hvort ekki sé um að ræða eina eða tvær tegundir til viðbótar, en það er gáta, sem menn hafa ekki enn getað ráðið. Fyrir nokkrum vikum lagði kín- verskur visindamaður af stað út í óbyggðir Hubei-héraðs, íklæddur loðnum apafeldi og með nokkur döðluknippi í fanginu. Tilgangur ferðar þessarar var að reyna að draga að athygli kínverska risans, frænda snjómannsins viðurstyggi- lega í Himmalayafjöllum og Stórfót- ar frá Ameríku. Um það bil 200 manns hafa þótzt hafa séð þennan nafnlausa, loðna risa, sem ku vera um 8 fet á hæð og er talinn eins konar millistig milli manns og apa. Hópur manna hefur gert itarlega leit á svæðinu þar sem hann er talinn halda sig, og þar hafa fundizt spor eftir þessa furðuskepnu, hár úr henni og jafnvel eitt af bælum hennar. Ekki fara sögur af því, hvort vísindamaðurinn í apafeldinum hef- ur enn haft erindi sem erfiði. A hinn bóginn hefur orðið vart annarrar furðuskepnu í stöðuvatni í Tíbet. Bæði bændur þar í grennd og embættismenn Kommúnistaflokks- ins þykjast hafa séð eitthvað með „skrokk á stærð við hús, firnalangan háls og nokkuð stóran haus“. Þá á ófreskjan að hafa dregið mann ofan af fleka og kú af vatnsbakkanum, kafað með þau niður í dýpið og gleypt þau! Þessi viðburður hefur gefið byr undir báða vængi sögusögnum um, að skrýmslið í Loch Ness á Skotlandi eigi sér ættingja á lífi. Komið hefur á daginn, að tíbezka hásléttan hefur verið undir sjó fyrir 300 milljónum árum og telja vísindamenn aðstæður þar „afar hentugar" fyrir fornald- arskriðdýr með góða aðlögunar- hæfni! - DENNIS BLOODWORTH SIÐABOT Boðorðin hans Abdallah Það er sjóðandi heitur sunnudag- ur i hafnarborginni Guayaquil i Ekvador. Nú væri ekki amalegt að svala þorstanum með freyðandi bjórkollu. En — því miður — það er bannað. Lögreglustjórinn segir það. Þar til Abdallah Bucaram var skipaður í embætti lögreglustjóra fyrir ári var Guayaquil dæmigerður hafnarbær í hitabeltinu. Þar var dansað og djammað alla nóttina og léttlyndar stúlkur létu ekki sinn hlut eftir liggja. Bucaram lögreglu- stjóri, eða „ayatollann i Guayaquil“ eins og óvildarmenn hans nefna hann, hafði þó ekki verið lengi i embætti þegar hann kom hér ann- arri skipan á. Með lagaboðum í 16 greinum, „boðorðunum hans Abdallah" eins og hann kallar þau, er bannað að selja flugelda og kínverja; bannað að fara hafnanna við Eystrasalt. Hann vissi að leynilögreglan og þjóð- varðliöiö höföu enn gætur á honum, en hann hólt sínu striki. Kozlowski þjáist af mígreni og fór að ná sér í lyfjaskammt hinn 14. mars síðastliðinn. Um kvöldiö, þegar hann kom heim í myrkri, var hann skyndilega barinn bylm- ingshögg í magann, dreginn niöur í kjallara og laminn þar til hann missti meðvitund. Þegar hann rankaði viö sér á ný, voru persónuskilríkí hans, peninga- veskið og vikukaupið á bak og burt. Síöar var hann kallaður á aðal- stöðvar lögreglunnar og honum fengið veskið aftur. Það vantaði ekkert nema peningana í það. Hann spuröi hver hefði fundiö veskið en lögreglan sagðist ekki vita þaö. Hann var sannfærður um að raunverulegur þjófur kynni aö hafa hent skilríkjunum en ekki rándýru kálfsskinnsveskinu. Hann bar fram kvörtun viö ríkis- saksóknara. Hinn 28. apríl var hann á ieiðinni til baka frá Varsjá til Slupsk með 3000 leynilega bækl- inga, þegar leynilögreglan hafði Óvildarmenn han.s kalla hann aya- tollann i Guayaquil. í fótbolta á götum úti; bannað að selja áfenga drykki eftir miðnætti á virkum dögum og allan daginn um helgar; bannað að kasta blöðrum með vatni á hátíðum; bannað að múta og kúga fé af fólki og bannaðir eru allir aðrir glæpir, hverju nafni sem nefn- ast. Bæjarbúar eru hvattir til að elska hendur í hári hans. Hún geröi honum tilboð. Hann gæti farið frjáls feröa sinna, ef hann gæfi lögreglunni upplýsingar um hvernig andófsmennirnir færu aö því að prenta lesefni sitt. Hann neitaöi og það kostaöi hann 19 mánaöa fangelsisdóm. Hann upplifði skelfilega hluti í fangelsinu. Hann var beittur illri meðferö á kerfisbundinn hátt, neitað um læknismeöferö við höfuöverkjunum og haldið í ein- angrun og jafnvel í dauöaklefan- um í margar vikur í einu. En frá samfanga frétti hann að lokum að verkfallsmenn væru að berjast fyrir því aö hann yrði látinn laus. Þann 2. september síðastliðinn opnaðist fangelsis- hliöiö og hann var frjáls maöur. Hann skilur aö þessu er ekki lokið. Hann hefur í hyggju aö starfa fyrir nýja verkalýösfélagið og hann ætlar sér að halda áfram að láta skoðanir sínar í Ijós. Hann er hræddur, því að hann veit aö bæði leynilögreglan og þjóðvarö- líöið sitja um hann. Og dómur hans er enn í gildi, þótt hann hafi veriö látinn laus. — SUE MASTERMAN og ANTON KOENE föðurlandið og bera virðingu fyrir móðurmyndinni; þeir, sem eru svo lánsamir að ráða yfir klósetti, eiga að deila því með náunganum; kaup- menn eiga ekki að krefjast meira gjalds fyrir vöruna en hið opinbera leyfir og læknar eiga að vera sann- gjarnir við sjúklingana. „Taktu launin þín með þér heim. Skildu þau ekki eftir á barnum." Þannig hljóðar 16. boðorðið. Guayaquil er stærsta borgin í Ekvador og lögreglustjórinn er að- eins 28 ára gamall. Hann á sér þó góðan hauk í horni þar sem er mágur hans og pólitískur samherji, Jaime Roldos forseti, sá fyrsti sem kjörinn er lýðræðislegri kosningu í meira en áratug. Bucaram lögreglustjóri lætur ekki sitja við orðin tóm þegar lög og réttur eru annars vegar. Hann hefur stungið í steininn 3000 mönnum fyrir að pissa úti á götu; gert upptæka vöru, sem hefur verið verðlögð of hátt, og útbýtt henni í fátækrahverf- unum og lokað börum þar sem áfengi hefur verið afgreitt eftir lokunar- ú.tima. í grein í blaðinu „E1 Tiempo", sem gefið er út í Quito, höfuðborg lands- ins, var Bucaram kallaður „okkar eigin Khomeini" og sagt frá því hvernig hann tók á móti konu, sem kom á skrifstofuna til hans í heldur glannalegum pilsgopa. Bucaram sneri bakinu í konuna, sagði einkarit- aranum sínum að lána henni nál og þráð og skipaði henni að rimpa saraan pilsklaufina. Þegar konan hafði lokið því sagði Bucaram við hana, að hann vildi bara verja hana fyrir karlmönnum, sem væru ekki jafn heiðvirðir og hann sjálfur. Bucaram berst ekki á í klæðaburði, skartar vanalega hvítri skyrtu og hefur hana fráhneppta efst. A brjósti hans blikar á kross, sem hann hefur í keðju um hálsinn. í viðtali, sem átt var við hann nýlega, sagði hann, að hann væri fyrsti heiðarlegi lögreglu- stjórinn í sögu Guyaquils. „Mér hafa vissulega orðið á mistök, en ég vil vel og er að reyna að draga úr glæpa- tíðninni, koma á einhverjum aga í héraðinu," sagði hann. Bucaram sagði, að sektargreiðslur á einu ári hefðu numið alls 650 millj. króna, sem væri meira en reytst hefði inn samtals í hálfa öld. Hann sakaði öfgafuila hægrimenn um að vera honum fjötur um fót og ráðast á hann í því skyni að koma höggi á Roldos forseta. í viðtalinu skýrði hann frá því að lokum, að Roldos forseti hefði beðið hann um að gefa kost á sér til þings. „Mig langar ekki til að verða pólitíkus, vegna þess, að mér finnast stjórnmálin einna líkust öskutunnu, þar sem maður verður að umgangast óheiðarlegt og siðlaust fólk,“ sagði hann, en bætti svo við: „En ég ætla nú samt að færa þessa fórn, þó að mig svíði undan því.“ BUXUR Satín, fóöraöar, 100% ullarefni. Litlr: Grátt — Vínrautt — Svart — Blátt — Camelbrúnt — Grænt — Milliblátt. Hönnun: Margrét Siguröardóttir. Fœst hí6 mbKARNABÆR og einkasöluaöilum hans um land allt. n m ULLAR-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.