Morgunblaðið - 26.09.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
— . . -j—=-■ > — ~ -
Það hafa fleiri en einn og
fleiri en tveir nefnt, hvort ég
hefði ekki eitthvað að segja um
matarafganga. Það er ekki úr
vegi að rabba um þá í dag.
Hér áður fyrr þekktist
varla að tala um afganga. Það
var einfaldlega allt nýtt, og ekkert
gekk af. Nú er öldin önnur.
Aður þótti höfuðsynd að
henda mat, en ýmsir kippa sér
ekki upp við slíkt nú. Það sér þó
hver heilvita maður að slíkt er
vægast sagt óvænlegt svo
ekki sé meira sagt. Burtséð frá
því að ýmsir búa við skort, er það
dýrt spaug að henda mat. Því
er sjálfsagt að stefna að því
að gjörnýta allt matarkyns,
sem kemur inn á heimilið. Reyndar
er hugtakið gjörnýting nú ofar-
lega á baugi, og þá er átt við
að nýta til fulls ýmislegt það
sem gjarnan er hent, t.d. dagblöð
og umbúðir. Slík gjörnýting er
önnur saga, en reyndar
býsna áhugaverð og mikilvæg.
En hvað er þá hægt að
gera við ýmiss konar mataraf-
ganga? Mikilvægast er að reyna að
elda ekki meira en svo, að
maturinn klárist alveg.
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
Matar-
af-
gangar
Þetta er hægt að gera, ef þið
vitið, hvað telst hæfilegur
skammtur af ýmsum mat. Þið
kaupið þá nákvæmlega það
sem þarf, og ekkert þar fram
yfir. Þá eru allar líkur á því að allt
verði borðað. Ykkur finnst
þetta e.t.v. nokkuð naumt.
Hugsið ykkur, ef einhver er
óvenjulega svangur, hvað þá? En
sjáið til. Á hverju heimili er
oftast til brauð, ávextir eða
grænmeti, sem hægt er að fá
sér eftir matinn, ef einhver er enn
svangur. Það ætti því enginn að
þurfa að standa svangur
upp frá borðum, jafnvel þó að
heiti maturinn sé uppurinn. Hafið
einnig í huga, að svo strangt
skammtaður matur er einn-
ig heppilegur, ef einhver í
fjölskyldunni er að reyna að hafa
hemil á aukakílóum. Það er
nefnilega oft freistandi að
sitja og narta í matinn, eftir að
maður er í raun orðinn saddur. Ef
allt er búið úr pottinum, er
þessi freisting úr sögunni.
Af ósoðnu kjöti eða fiski
þarf um 200 gr á mann. Þetta
virðast engin ósköp, en er býsna
drjúgt í maga. Lifur er mjög
meltandi 150 gr er því góður
skammtur. Af hrísgrjónum
þarf um 1 dl á mann, ef þau eru
höfð með mat, en annars um 2
dl í hrísgrjónarétti. Af
spaghetti þarf um 100 gr, ef
það er haft með mat eða með
matarmiklu meðlæti, eins og
t.d. kjötsósu, en um 175 gr
ef rétturinn er að mestu spagh-
etti. Af kartöflum þarf 2—3 meðal-
stórar kartöflur á mann með
mat, en allt að 5—6 í
kartöflurétti. Af súpum þarf
um 2'h. dl af tærum súpum, ef þær
eru forréttur, en annars um
4—5 dl ef þær eru aðalrétt-
ur. Af matarmeiri súpum þarf
um 2 dl, ef þær eru forréttur, en
annars um 3—4 ef þær eru
aðalréttur. Þetta er það
helzta, sem hægt er að miða
við.
Það er því stórt spor í
rétta átt, ef okkur tekst að læra
að elda aldrei meira en svo að
maturinn gangi upp, og ekki
þurfi að hugsa sérstaklega
fyrir afgöngum.
En það er reyndar eitt,
sem veldur því að okkur hættir
e.t.v. til að gleyma matarafgöng-
um. Það er þegar fjölskyldan
borðar aðeins eina heita
máltíð saman að kvöldi, en
síðan e.t.v. kaldan mat á ýmsum
tímum á daginn. Afgangurinn
gleymist þá kannski til
næstu heitu máltíðar, nýtist
ekki þá, og síðan ekki söguna meir.
Það er mun þægilegra að nýta
afganga, þegar við borðum
heitan mat í hádeginu og síðan
kaldan um kvöldið, og þá auövitað
afgangana frá hádeginu með.
En það er tómt mál að tala
um slíkt fyrirkomulag, þegar
enginn eða fáir eru heima í
hádeginu.
En eitthvað raunhæft
verðum við að gera. Þrátt fyrir
ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir
sitjum við uppi með leifar öðru
hverju, og hvað þá ... Það
kemur nánar hér á eftir í
stuttu yfirliti.
Góða skemmtun!
Kjöt
Það er býsna auðvelt að
nýta ofnbakað eða glóðarsteikt
kjöt. Það er gott kalt ofan á brauð,
gjarnan með nýju grænmeti
eða sýrðu eða eitt sér með
nýju eða sýrðu grænmeti. Það
er býsna gott í salat, með nýju
grænmeti. Salat er reyndar
kostur, sem vert er að hafa í
huga þegar við stöndum með
matarafganga í höndunum. Ef
salatið á að vera matarmikið,
er tilvalið að hafa kaldar,
soðnar kartöflur, köld soðin
hrísgrjón eða niðursoðin maís sem
undirstöðu, til að gefa fyllingu.
Edikssósa er tilvalin í salat-
ið. Ef þið kjósið fremur sósu úr
sýrðum rjóma, er lystugra að bera
hana fram sérstaka, svo hver
og einn geti fengið sér að
vild. Einnig er hægt að hita
kjötið, skera það í bita og setja í
sósuna, sem e.t.v. var með
kjötinu í upphafi. Kartöflu-
afganga er þá sömuleiðis hægt
að brytja út í. Einnig er hægt að
brytja kjötið út í súpu, þ.e. að
hita kjötsoð úr dós eða
teningum, bæta kjöti og e.t.v.
grænmeti í og hressa sig á ljóm-
andi súpu. Einnig getið þið
brytjað kjötið saman við
soðin hrísgrjón eða spaghetti,
e.t.v. ásamt grænmeti.
Kjöt í sósu, t.d. pottrétti,
er hægt að setja heitt á brauð, í
súpu, blanda saman við heit hrís-
grjón kartöflur eða spaghetti.
Rétti úr kjöthakki er
hægt að hita og setja á brauð, í
súpu, og svo saman við soðin
hrísgrjón, kartöflur eða spagh-
etti, allt eftir því sem ykkur
finnst henta bezt.
Kjötbollur eða kjöthleifa
er hægt að sneiða og setja í
súpur, eða í soðin hrísgrjón og
slíkt. Þetta er líka ljómandi
kalt álegg, gjarnan með
nýju grænmeti eða sýrðu. Og
svo er sósa góður möguleiki þarna,
sbr. hér að ofan.
Þetta er það helzta um
kjöt og kjötrétti.
Gunnar Snorrason, form. Kaupmannasamtaka Islands:
Verzlunar störf
Nú þegar viðræður standa yfir
um gerð nýrra kjarasamninga við
verzlunarfólk, koma upp í hugann,
laun og launastigar afgreiðslu-
fólks í verzlunum og hversu brýnt
það er orðið að fólk sem ætlar sér
að starfa um lengri tíma í verzlun
fái tækifæri til menntunar á því
sviði. í dag er enga fræðslu að fá
varðandi þetta starf hér á landi.
Þó skal þess getið að Kaupmanna-
samtök íslands í samvinnu við
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur hafa haldið námskeið fyrir
starfsfólk í verzlunum, sem hafa
þótt takást vel og væri fengur í að
framhald yrði á. Þrátt fyrir slíkt
námskeiðahald stöndum við langt
að baki grönnum okkar hvað þetta
snertir. 1 Danmörku, er til dæmis
starfræktur sérstakur skóli fyrir
starfsfólk í verzlunum, verzlunar-
stjóra, kaupmenn og þeirra maka.
Kauplausir
innheimtumenn
hins opinhera
Ef litið er á starf afgreiðslu-
manns í verzlun, er ljóst að það er
býsna mikilvægt, vegna þess að á
því getur oltið hvort verzlunin
gengur vel eða illa. Afgreiðslu-
maður þarf að bera góðan þokka,
vera snyrtilegur, vingjarnlegur í
viðmóti, hafa áhuga á því sem
hann er að gera, vera ráðgjafi
fyrir viðskiptavinina og hafa góða
vöruþekkingu. Þessi upptalning er
hvergi tæmandi, en ef viðskipta-
vinurinn yfirgefur verzlunina
ánægður og er ákveðinn í að koma
aftur hefur afgreiðslumanninum
tekist það sem til er ætlast.
Verzlunarstjórinn þarf að sjálf-
sögðu einnig að hafa allt þetta til
að bera, auk þess að geta haft
stjórn á hendi. Hann verður að
kaupa inn réttar vörur, þá er átt
við vörur sem líkindi eru á að
seljist fljótt, og sjá til þess að
nægilegt vöruframboð sé í verzl-
uninni, án þess að íþyngja rekstr-
inum með of miklu birgðahaldi.
Að síðustu er svo starf kaup-
mannsins, sem er, til viðbótar því
sem að framan greinir, að sjá um
öll fjármál, allar skýrslugerðir
sem þarf að framkvæma í einni
verzlun. Skriffinnska við laun og
launatengd gjöld er mikil, en að
því kem ég síðar.
Skýrslugerð til hins opinbera er
alltaf að aukast og má í því
sambandi minnast á alla þá vinnu
sem unnin er endurgjaldslaust við
innheimtu söluskattsins. Upphæð
sú sem söluskatturinn nemur er
um það bil 'h af öllum ríkistekjum
landsins. Kaupmenn innheimta
mestan hluta þessa skatts og eru
þessvegna kauplausir innheimtu-
menn hins opinbera. Ekki er nóg
með það, heldur greiða þeir stórfé
með sér vegna útlagðra peninga
innheimtunnar vegna. Allar götur
síðan söluskattur var fyrst lagður
á fyrir 20 árum síðan, hafa
Kaupmannasamtök Islands æ
ofaní æ farið fram á við stjórn-
völd, að fá endurgreiddan útlagð-
an kostnað innheimtunnar vegna,
en án árangurs. Þó má ljóst vera
að hér er um augljóst réttlætismál
að ræða. Kannski nýr „þrýstihóp-
ur“ væri lausnin. — Þrýstihópur
skipaður kaupmönnum sem ein-
faldlega hættu að reikna söluskatt
á vörurnar og skiluðu þar af
leiðandi engum peningum í hítina.
Er svo komið að slíkt sé árangurs-
ríkara til að ná eyrum stjórnvalda
en skynsamleg rök og augljósar
staðreyndir? Því miður bendir
margt til að svo sé.
Menntun starfs-
manna í verzlun
Ef leggja á raunhæft mat á það
starf sem að jafnaði er unnið í
verzlun, er ljóst að bæði þarf
reynslu og þekkingu til að skila
því á viðunandi hátt rétt eins og
hverju öðru fagi. I öðrum fögum,
svo sem iðngreinum eru menn þó
taldir þurfa námsundirbúning.
Það þarf einnig að rækta upp
þekkingu á sviði verzlunar. Fyrst
með námskeiðahaldi og síðao af-
greiðslumannaskóla. Slík mennt-
un yrði að sjálfsögðu metin í
launum, enda er góður og traustur
vinnukraftur sjaldan of hátt laun-
aður, méðan slælegur vinnukraft-
ur er alltaf með of há laun.
Ráðning í verzlunarstörf í dag
fer venjulegast fram með þeim
hætti að auglýst er í einhverju
dagblaðanna eftir starfskrafti og
síðan valið milli . umsækjenda,
nánast eftir andlitinu einu saman
og látið ráðast hvernig til tekst.
Síðan hefst kennslan í búðinni, því
líta verður á að um nemanda sé að
ræða. Ólíkt væri ákjósanlegra að
geta ráðið starfskraft sem hefði
sótt námskeið eða útskrifast úr
afgreiðslumannaskóla. Með því
fengist ekki aðeins menntaður
starfsmaður heldur einnig vænt-
anlega með áhuga á faginu, þar
sem hann hefði borið sig eftir
þekkingu í því.
Hvað eru launa-
tengd gjöld?
Eitt af því sem sjaldan er rætt
þegar fjallað er um kaup launa-
fólks eru hin svokölluðu launa-
tengdu gjöld sem atvinnurekand-
inn greiðir til ýmissa aðila vegna
hvers starfsmanns sem hann ræð-
ur í vinnu, auk þeirra launa sem
greidd eru til hans beint. Það er
ekki víst að margir hafi hugsað út
í það, að ef þessi launatengdu
gjöld væru reiknuð með launum
fengi til dæmis afgreiðslumaður
sem hefur um 320 þúsund krónur á
mánuði greiddar 414 þúsund krón-
ur.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
hvernig þetta skiptist:
Launatengd gjöld afgreiðslufólks
Dagvinnutaxti 4. flokkur 2 ár = 320.195
1. Dagvinna 2. Veikindagr. 3,1% áætlað 3. Slysagr. 0.4% áætlað 4. Fæðingarorlof áætlað 5. Oriof 8,33% af 1-4 Krónur 320.195 9.926 1.281 160 27.619 Hlutfalls skipting 77,32 2,40 0,31 0,04 6,67
G. (359.181) (86,73)
7. Sjúkrasjóður 1% af G 3.592 0,87
8. Orlofsheimilasj. 0,5% af G 1.796 0,43
9. Lífeyrissj. 6% af 1—4 19.894 4,80
10. Slysatrygging 1128 kr./viku 555 0,13
11. Atvinnuleysistr.sj. 421 kr./viku 1.824 0,44
12. Lífeyrisstrygging 2% af G 7.184 1,73
13. Slysatrygging II 0,352% af G 1.264 0,31
14. Launaskattur 3,5% af G 12.571 3,04
15. Iðnaðargjald — —
16. Fél.gj. atv.rek. áætl. 0,6% af G 2.155 0,52
17. Aðstöðugj. áætiað 1% af G—16 4.100 0,99
18. Iðni.sj. og iðnaðarmálagj. — —
19. Laun «g launatengd gjöld 414.116 100,00
Illutfall óbcins launakostnaðar af taxta 29.3%
Ef engin yfirvinna er unnin
gildir hlutfallstalan 29,3% fyrir
flest afgreiðslufólk, þar sem
fastar krónutölur eru einungis í
liðum 10 og 11. Þá má einnig
reikna launatengd gjöld út frá
jöfnu bls. 52 í 48 fræðslubæklingi
Kjararannsóknarnefndar.
(Fastakaupsdagvinna á mánuði x
1,2858) + 2,403 eða (320,195x1,2858)
+ 2,413 = 414.110.
Eins og sjá má eru launatengd
gjöld 93.921 kr. í viðbót við greidd
mánaðarlaun eða 29,3% ofaná
kaupið, sem atvinnurekandi hefur
að sjálfsögðu skuldbundið sig til
að greiða þegar ráðning fór fram.
Það er kannski spurning hvort
launþegar ættu að fá þessar tölur
með í launaumslagi svo þeiri viti
hvað þeir fái raunverulega í laun.
En hvað snertir menntun í
verzlunarstétt, þá er kominn tími
til þess að menn setjist niður og
hugi alvarlega að þeim málum, því
að það er ekki síður nauðsynlegt
að verzlunin í landinu sé skipuð
færu og góðu vinnuafli en aðrir
undirstöðuatvinnuvegir landsins.