Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Átök við
Persaflóa
Persaflóanum hefur verið lýst sem viðkvæmasta hluta heims.
Mikilvægustu leiðir olíuskipanna, sem flytja svarta gullið til
Vesturlanda, liggja um flóann. íran á land að honum öðrum megin,
en strandlengjan á móti skiptist milli ýmissa arabaríkja. Allt frá
því Ayatollah Khomeini komst til valda í íran hafa menn óttast, að
ofsatrúarstjórn hans myndi hafa í hótunum við allan heiminn með
því að ógna öryggi skipa á þessu lykilsvæði. Ekki er langt síðan haft
var eftir írönskum ráðamönnum, að þeir myndu leiða olíu í flóann
og breyta honum í raunverulegt eldhaf, ef Bandaríkjamenn beittu
hervaldi til að leysa sendiráðsstarfsmenn sína úr gíslingu. Sú hætta
er vissulega fyrir hendi, að til slíkra örþrifaráða verði gripið af
írönum, nái írakar endanlega yfirhöndinni í átökunum, sem hófust
milli ríkjanna um síðustu helgi.
írakar hafa greinilega betur og virðast nú ráða yfir báðum
bökkum fljótsins Shatt Al-Arab, sem er flutningaleið fyrir
olíuvinnslustöðvar beggja ríkja. Saddam Hussein Iraksforseti hefur
rift samningi um að miðlína gildi um yfirráðasvæði landanna á
fljótinu og krefst íraskra yfirráða á því. Dragist stríðsátökin á
langinn hljóta úrslitin að ráðast af úthaldinu. írakar eru betur
undir það búnir að þrauka en íranir. Þótt Iranskeisari hafi
markvisst unnið að því á valdatíma sínum að gera ríki sitt að öflugu
herveldi, dugar sá viðbúnaður lítið nú, rúmum þremur misserum
eftir að hann var hrakinn frá völdum. Upplausnin hefur tekið við af
keisarastjórn.
Styrjöldin getur auðveldlega orðið banabiti Khomeinis og
klerkavalds hans. Miðaldahugarfarið má sín lítils í nútímastyrjöld
og engin þjóð leggur líf sitt í sölurnar fyrir óhæfa stjórnendur.
Hrekist Khomeini frá, mun hefjast kapphlaup ýmissa aðila í
stjórnarsetrið. Fregnir berast af því, að margir séu farnir að
ókyrrast og hugsi sér gott ti) glóðarinnar, allt frá ekkju keisarans til
flugumanna Sovétríkjanna. Næðu þeir síðastnefndu Iran á sitt vald,
hefði það afdrifarík áhrif um heim allan. Á yfirborðinu að minnsta
kosti leitast stórveldin við að halda sér utan við átökin. Sovétmenn
leika tveimur skjöldum eins og fyrri daginn og reyna að vera beggja
vinir. Vinátta þeirra og Iraka hefur kólnað undanfarið, ekki síst
eftir að Saddam Hussein varð ljóst, að útsendarar Kremlverja vildu
bola honum frá völdum. írakar berjast þó að meginhluta með
sovéskum vopnum og verða því að eiga innhlaup hjá Sovétmönnum
til að halda vígvél sinni gangandi. Vígbúnaður Iranskeisara var að
mestu leyti bandarískur, en Bandaríkjamenn hafa hætt öllum
viðskiptum við Khomeini og dregur það mjög úr getu íranska
hersins.
Meginmáli skiptir að koma í veg fyrir, að styrjöldin breiðist út.
Átökin hafa nú þegar áhrif langt út fyrir vígvöllinn. Verðlag á olíu
mun snarhækka á þeim mörkuðum, sern miðast við dagverð svo sem
í Rotterdam, en meginmagn þeirrar olíu, sem hingað kemur er keypt
á því verði. Menn hafa vanist því á undanförnum áratugum, að
staðbundin hernaðarátök hefðu lítil bein áhrif utan vígvallarins og
væru í eðli sínu ekki örlagavaldar fyrir aðra en þátttökuríkin. Þetta
á ekki við um átök við Persaflóann, þess vegna er rétt að verá búinn
undir hið versta.
Öfgakennd hótun
Þjóðviljinn hótar því í forystugrein í gær, að til borgarastyrjald-
ar kunni að koma á íslandi, verði framfylgt þeirri ákvörðun
dómsmálaráðuneytisins að flytja Patrick Gervasoni úr landi.
Öfgunum í málflutningi kommúnista hér á landi virðast engin
takmörk sett. Hvar skyldi það geta gerst nema hér, að málgagn
þriggja ráðherra skuli hóta ríkisstjórn með borgarastyrjöld? Þessi
forkastanlegi málflutningur sýnir, hve grunnt er á fyrirlitningu
Þjóðviljans á lýðræðislegum stjórnarháttum.
Hótanir Þjóðviljans vekja menn til umhugsunar um það, hvort
stjórnvöldum sé fært að breyta ákvörðun sinni í þessu viðkvæma
máli, en öfgamenn eiga auðvitað ekki að ráða. Kommúnistar ætla
greinilega ekki að láta þar við sitja að nota Patrick Gervasoni í
baráttu sinni gegn öryggi íslenska ríkisins út á við, heldur er nú
vegið að löglegri stjórn landsins honum til stuðnings. Ríkisstjórnin
kallaði þennan vanda yfir sig með því að fresta framkvæmd þeirrar
ákvörðunar, sem tekin var á ábyrgð dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn-
in verður að standa þannig að framhaldinu, að það veiki ekki trú
manna á styrk framkvæmdavaldsins andspænis hótunum öfga-
manna. Hótanir öfgamanna eiga ekki að ráða ferðinni á íslandi
heldur mannúðarsjónarmið, eins og færð voru rök fyrir í
forystugrein Morgunblaðsins í gær.
Sigurjón Sighvatsson skrifar frá Los Angeles
skemmtistaða eru þó einfaldlega
diskótek sem hafa stungið Bee
Gees og Sonnu Summer plötum
sínum undir stól og spila nú
eingöngu kúreka- og sveitasöngva.
Margir byrjuðu þannig, að fyrst
var einn dagur í viku tileinkaður
þessari tónlist, en vegna mikilla
vinsælda fjölgaði þeim smátt og
smátt og var að lokum breytt
algerlega í kúrekastaði.
Kúrekaáhrifin hafa einnig látið
segja til sín í fata- og tískuðiðnað-
inum, og bisnesinn blómstrar.
Hinn þekkti fatahönnuður Ralp
Lauren framleiðir nú kúrekafatn-
að og kúrekastígvél. Kvenfólk get-
ur keypt Lorettu Lynn kúrekapils
og Willie Nelson gallabuxur munu
koma á markaðinn innan skamms.
Fyrirtækið sem framleiðir þær
gerir ráð fyrir því að 3alan fyrsta
árið muni nema um 50 milljónum
dollara.
Mest hefur aukning orðið í sölu
þekktustu kúrekatáknanna: hött-
um og stígvélum. Meira að segja
hátískufólk, sem fyrir ári hefði
ekki látið sjá sig í slíkum búnaði,
borgar nú 250.000 krónur fyrir
handsaumaða hatta og annað eins
fyrir handsaumuð stígvél.
Þótt kúrekafaraldurinn hafi
verið að breiðast út um alllangt
skeið, þá var það frumsýning
myndarinnar Urban Cowboy sem
Hvítu diskófötin hafa oröiö
aö vikja fyrir köflóttum skyrt-
um og kúrekahöttum.
gerði útslagið. Með stórstjörnu á
við Travolta og stórfyrirtæki eins
og Paramount sem annaðist fjár-
mögnun, voru allir fjölmiðlar und-
irlagðir af auglýsingum um mynd-
ina og greinum um þetta fyrir-
bæri. Og þó svo að kvikmyndin
sjálf hafi ekki gengið neitt
afburðavel, þá hafa þeir aðilar,
sem eru tengdir henni á einn eða
annan hátt, eins og Gilleys bar og
fleiri, grætt ómældar upphæðir.
Hvað snertir aðra áhrifavalda
Handsaumuö kúrekastíg-
vól úr krókódílaskinni seljast
fyrir allt aó 300.000 krónur pariö.
nema á þann hátt að horfa á hana
í gegnum bílglugga á eitt hundrað
kílómetra hraða. En viðmiðunina
fær fólkið úr sjónvarpinu, sem um
áratuga skeið hefur matað það á
goðsögninni um kúrekann. Eitt
helsta tákn kúrekans gegnum árin
er Roy Rogers. Roy sjálfur telur
að megin ástæðurnar fyrir hinum
miklu vinsældum alls þess, sem
tengt er kúrekum séu þær, að
sigurinn yfir Villta Vestrinu sé
hin eina sanna söguarfleið sem
Ameríkumenn eiga. Enn aðrir
halda því fram, að hér sé aðeins
um stundarfyrirbrigði að ræða og
kúrekaæðið muni hjaðna innan
skamms og hverfa að mestu eins
og diskóið.
Svo kann auðvitað að fara, en á
meðan kúrekasöngvari ieiðir þjóð-
sönginn á einni stærstu og
áhrifamestu ráðstefnu, sem hald-
in er í Bandaríkjunum, eins og
gerðist nýlega þegar Willie Nelson
var forsöngvari er þingi demó-
krataflokksins í New York var
slitið, þá bendið allt til þess að
Roy Rogers hafi rétt fyrir sér.
Goðsögnin um ameríska kúrekann
á sér svo djúpar rætur að ólíklegt
er að hér sé um stundarfyrirbæri
að ræða.
(Stuðst við Playboy, New
West og Los Angeles Times.)
í Bandaríkjunum geisar nú æði
sem hefur breiðst út eins og eldur
í sinu á aðeins örfáum mánuðum.
Hér er um að ræða endurfæðingu
lifseigustu goðsagnar í Ameríku:
Hins ameríska kúreka. í Suður-
Kaliforníu virðist þetta „tískufyr-
irbæri" hvað útbreiddast. Tafið er
að um og yfir eitt þúsund dans- og
veitingastaðir í Los Angeles,
Orange-héraði og San Diego séu í
kúrekastíl.
Sá stærsti þeirra er „Kúreka-
klúbburinn" í Reseda sem opnaði í
mars síðastliðnum. Talið er að
innréttingar staðarins hafi kostað
yfir tvo milljarða króna! Hann
rúmar um eitt þúsund manns i
sæti og þar hafa komið fram
skemmtikraftar á borð við Merle
Haggard, Lorettu Lynn og Tanyu
Tucker. Flestir hinna nýju
Kúrekabarir spretta upp
ains og gorkúlur víösvegar í
Kaliforníu.
má nefna vinsældir framhalds-
þátta í sjónvarpi, svo sem Dallas
og Dukes of Hazzard, og kvik-
myndirnar Electric Horseman og
Smokey and the Bandit. Allar
fjalla þessar myndir og þættir um
kúreka á einn eða annan hátt.
Annað áhrifaríkt afl er kúreka-
tónlistin sem aldrei hefur átt
meira fylgi að fagna en einmitt
nú. Þegar útvarpsstöðin KLAC
skipti yfir í kúrekatónlist fyrir um
það bil 10 árum var henni ekki
spáð langlífi. í dag er þetta ein
vinsælasta stöðin á Los Angeles
svæðinu.
Það sem er ef til vill merki-
legast við þessa kúrekaöldu er, að
stór hluti þess fólks, sem berst
með henni, hefur aldrei komið
nálægt hrossum eða nautgripum
og fæstir hafa meira að segja
komist í snertingu við náttúruna
Kúrekafaraldur
geisar í Ameríku
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
25
Bud (John Travolta) riöur hér vélknúna nautinu í myndinni Urban
Cowboy.
Kvikmyndin
rllrban
lowjjoy
Nýlega var frumsýnd hér vestra
kvikmyndin URBAN COWBOY.
Myndin hefur vakið töluverða
athygli og er mikið um hana rætt
og ritað, þar sem hún er fyrsta
myndin um langt skeið sem byggir
á goðsögninni um ameríska kúrek-
ann. Að vísu er umhverfið í þetta
sinn ekki Villta Vestrið heldur
stórborg nú á tímum og efniviður-
inn er ekki barátta við nautgripa-
þjófa eða índíana. í staðinn lýsir
myndin því hvernig nútíma kúrek-
ar reyna að viðhalda þeim gildum
sem kristölluðust í lífi og lifnaðar-
háttum hinna upprunalegu kú-
reka.
Söguþráðurinn er á þá leið að
Bud (JOHN TRAVOLTA) kemur
til Huston í Texas til að vinna í
olíuhreinsunarstöð. Á kvöldin
heldur hann til á bar sem nefnist
Gilleys. Helsta aðdráttarafl stað-
arins er stórt vélknúið naut sem
gestirnir ríða. Sá vinnur sem
lengst situr nautið og sjaldnast
dettur af baki. Kvöld nokkurt
hittir Bud Sissý. Það er ást við
fyrstu sýn og innan viku eru þau
gift. Líf þeirra gengur sinn vana-
gang; á daginn vinna þau bæði
erfiðisvinnu en kvöldunum eyða
þau á Gilleys, við bjórdrykkju og
dans. Innan skamms lærir Bud að
ríða vélknúna nautinu en hann er
sigraður af Wes (SCOTT GLENN),
fyrrum tukthúslim, sem er
ókrýndur konungur vélknapanna.
Sissý, sem einnig er metnað-
argjörn, langar til að keppa á
nautinu en Bud, sem er dæmigert
karlrembusvín, er það á móti
skapi. Hún gerir það engu að síður
á laun og Wes aðstoðar hana.
Þegar Bud kemst að þessu, ásakar
hann hana um að vera i tygjum
við Wes. Sissy er nóg boðið,
yfirgefur hann og flytur inn til
Wes.
I keppni um besta knapann
vinnur Bud Wes naumlega. Hann
gerir sér grein fyrir því að hann
hefur verið of eigingjarn í sam-
búðinni við Sissý, leitar hennar og
finnur hana þar sem hún bíður
eftir Wes, óafvitandi að hann er
einmitt á þeirri stundu að ræna
bar Gilleys. Bud mætir Wes. Þeir
slást og Bud vinnur. Sátt, og
saman á ný, halda Sissý og Bud á
vit næturinnar.
Hvað snertir efnivið og úr-
vinnslu er Urban Cowboy hefð-
bundin kvikmynd á allan hátt og
er aðeins eitt tilbrigðið enn um hið
sígilda stef: ameríska drauminn.
Ungi drengurinn sigrar í knapa-
keppninni og finnur aftur stúlk-
una sem hann elskar og þau lifa
hamingjusömu lífi upp frá því.
John Travolta Ieikur hér sams
konar manngerð og hann lék í
myndinni SATURDAY NIGHT
FEVER. Hið eina sem er öðruvísi
er umhverfið. í stað diskóteks í
New York borg, er kominn kú-
rekabar í Texas. Því verður samt
ekki neitað að Travolta skilar
hlutverki sínu með ágætum, og
hann túlkar hinn einfalda sveita-
pilt af næmni, enda er John
þekktur fyrir að leggja mjög hart
að sér og reyna að lifa sig sem
mest inn í þá persónu sem hann
leikur hverju sinni.
Áður en taka þessarar kvik-
myndar hófst, var hann búinn að
undirbúa sig í marga mánuði.
Hann æfði sig á vélnauti, lærði
hina sérstöku mállýsku kúrekanna
og las allt sem hann gat um Villta
Vestrið. Aðrir leikarar í myndinni
eru flestir óþekktir. Engu að síður
skila þeir hlutverkum sínum með
ágætum. Einkum vekur leikur
DEBRU WINGER, sem leikur
Sissý, athygli, og hafa margir
gagnrýnendur haft á orði að á
stundum steli hún senunni frá
Travolta.
Tæknivinna er eins og hún
gerist best hér vestra, enda valinn
maður í hverju rúmi. Leikstjórinn,
James Bridges, sem er þekktastur
fyrir myndirnar THE PAPER
CHASE og CHINA SYNDROME,
hefur gott vald á myndmáiinu.
Aftur á móti er leikstjórn hans og
handrit mótuð af áratugagömlum
hefðum Hollywoodkvikmyndanna
og meðferð hans á efninu vægt
sagt ófrumleg. Það er nefnilega
svo, að fyrir utan prýðisleik og
tæknilega fullkomnun, hefur UR-
BAN COWBOY upp á lítið að
bjóða annað en margþvældan
söguþráð. Þótt reynt sé að skapa
raunsætt andrúmsloft með því að
nota hinn raunverulega Gilleys
bar í Texas og hafa raunverulega
kúreka í aukahlutverkum, þá er
heildarsvipurinn ótrúverðugur.
Meira segja kúrekatónlistin, sem
er bakgrunnur atburðarásarinnr
og á að endurspegla líf þessa fólks,
megnar ekki að gera myndina
eftirminnilega.
James Bridges og Aaron Lath-
am, sem skrifuðu handrit myndar-
Debra Winger, sem leikur á
móti John Travolta í kvik-
myndinni Urban Cowboy, hefur
hlotiö einróma lof gagnrýn-
enda fyrir túlkun sína á
blóóheitu kúrekastúlkunni
Sissy.
innar, halda því fram, að eftir þvi
sem hið ameríska þjóðfélag verði
flóknara, hafi hin einföldu lögmál
sem goðsögnin um ameríska kú-
rekann byggir á, meira og meira
gildi. Jafnvel þótt í stað hestsins
sé kominn trukkur og í stað
nautahjarðarinnar sé komið
vélknúið naut, þá geti hinn amer-
íski nútímakúreki ennþá lifað eft-
ir og trúað á þessi einföldu
hugtök, svo sem sjálfstæði, hug-
rekki og hreinskilni.
Hér verður ekki lagt mat á
sannleiksgildi þessarar skoðunar,
en hitt verður að segjast, að hafi
það verið tilgangur kvikiiiyndar-
innar URBAN COWBOY að styðja
slíka skoðun og viðhalda goðsögn-
inni um ameríska kúrekann, þá
hefur það mistekist. Eftir að hafa
horft á myndina sækir sú hugsun.
að manni sterkar en áður, hversu
hættulegt það er fyrir heilt þjóð-
félag að byggja sögulega arfleið
sína á svo einföldum og afstæðum
mannlífsgildum.
- S.S.
Helstu áhrifavaldar
kúrekamenningar
1967
Kúrekatískan fær byr
undir báöa vængi, þegar
Clint Eastwood heldur innreiö
sína í fyrsta „Spaghetti
Vestranum,“ Hnefafylli
af Dollurum.
1969
Robert Redford og
Paul Newman vinna sig
inn í hjörtu almennings sem
viökunnanlegir slarkarar í
kvikmyndinni Butch
Cassidy and the Sun-
dance Kid.
1969
Kúrekastígvél frá fyrir-
tækinu FRYE verða nokk-
urs konar sameiningartákn.
ungmenna í Kaliforníu.
1970
í hlutverki McCloud,
nær Dennis Weaver vin-
sældum sem lögreglustjóri úr
Vestrinu, sem er í New
York um stundarsakir.
Hann klæöist kúrekastíg-
vélum, er meö kúrekahatt og
fer stundum ríöandl í vinn-
una.
1976
RCA-hljómplötufyrir-
tækið gefur út safnplötu
með kúrekasöngvurum eins
og Willie Nelson, Waylon
Jennings og fleirum,
sem nefnist Utlagarnir.
Þessi plata veröur ein mest
selda kúrekaplata fyrr og
síðar.
1978
Sjónvarpsmyndaflokk-
urinn Dallas, sem fjallar
um græðgi, völd og spillingu,
nær óhemju útbreiðslu
meðal sjónvarpsáhorf-
enda. Megin ástæöan fyrir
vinsældunum er persóna sem
nefnist J.R. og er leikinn af
Larry Hagman. Vöru-
merki J.R.: Kúrekastígvél
og kúrekahattur.
1978
Tímaritiö Esquire birtir
grein Aarons Latham, Ur-
bqn Cowboy.
1978
Söngleikurinn Best
Little Whorehouse in Tex-
as er frumsýndur á Broad-
way.
1980
Kvikmyndin Urban
Cowboy er frumsýnd.
Diskódrengir um alla Amer-
íku skipta á hvítu fötunum
sínum og röndóttum
kúrekaskyrtum og galla-
buxum.
1980
Willie Nelson „slítur“
flokksþingi Demókrata
flokksins í New York.
1977
Burt Reynolds leikur
„kúreka“ í myndunum
Semi-Tough og Smokey and
the Bandit.
1977
Tískuhönnuöurinn
Ralph Lauren hefur fram-
leiðslu á kúrekafatnaöi.