Morgunblaðið - 26.09.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.09.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 31 Dagur frímerkisins og frímerkjasýning í nóvember Ný frímerki 16. október nk. Póst- og símamálastofnunin hefur nýlega sent út tilkynningu um þrjú ný frímerki, sem út eiga að koma 16. október. Eru þau að verðgildi 160, 170 og 190 kr. og með myndum af karfa, lunda og landscl. Hefur Þröstur Magnússon teiknað merkin, en þau eru djúpprentuð í Frakklandi. Merkin eru af sömu stærð og dýramerkin frá í fyrra með íslenzka hundinum og refnum. Enda þótt þau merki séu vel gerð, hef ég orðið var við, að margur álítur þau of lítil. Telja menn, að mjög heppileg stærð á frímerkjum sé einmitt sú, sem valjn var á Norðurlandamerkin frá 9. þ.m. Þessari ábendingu er hér með komið á framfæri við íslenzku póststjórnina. Um þessar mundir fara frí- merkjasafnarar að huga að merkjum sínum og söfnum eftir sumarlanga hvíld. Og þá er eðlilegt, að þáttur sem þessi fari einnig á kreik í einhverri mynd. Mun ég enn annast þáttinn, en ætla þó eins og í fyrra að slá þann varnagla um birtingu hans hér í blaðinu, að þar verði bæði tími og efni að ráða ferðinni. Um hið siðara þarf vissulega aldrei að kvarta, því að nægt efni er oftast á reiðum höndum. Hins vegar getur tímaleysi á stundum orðið til trafala. Hvað sem þessu öllu líður, verður reynt að fylgja þeirri venju, sem skapazt hefur, að birta þáttinn á laugardögum eða sunnudögum. Ræðst þetta af rými því, sem fæst í blaðinu. Því miður reyndist stundum svo í fyrra, að rúm fannst ekki fyrir þáttinn, þegar til átti að taka, og þá kom fyrir, að hann varð að bíða um viku eða svo. Þar sem mér var tjáð af hönnuðum blaðs- ins, að þetta hafi á stundum stafað af því, hversu margorður ég var hefur mér dottið í hug að breyta um aðferð og freista þess að hafa hvern þátt ívið styttri en venja hefur verið. Á þann hátt ættu þættirnir að komast að á tilætluðum tíma. En við þessa breytingu er einnig hugsanlegt, að þættirnir birtist þéttar og jafnvel að stöku sinnum yrði að skipta umræðuefni milli þátta. Ekkert af þessu ætti að koma að sök fyrir lesendur þáttanna. Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Fyrsti fundur Félags frí- merkjasafnara var haldinn 18. þ.m. í Álftamýr- arskóla, en þar er orðinn fastur fundarstaður félagsins. Verða fundir mánaðarlega og yfirleitt siðasta fimmtudag í mánuði hverjum. Nú var fundur haldinn viku fyrr en venja hefur verið, enda margt fram undan hjá frímerkjasöfnurum og því þörf að byrja snemma á þessu hausti. Á þessum fyrsta fundi var nokkuð rætt um hugsanlega hóp- ferð á alþjóðasýninguna VIPA 81, sem verður haldin í Vínar- borg dagana 22. til 31. maí á næsta ári. Hefur þó nokkur áhugi þegar komið fram um þessa ferð, enda margt að sjá og heyra auk frímerkjasýningar- innar í þeirri fögru borg við Dóná að sögn kunnugra. Um þetta verða félagar í F.F. og aðrir, sem hug hafa á að fara þessa för, látnir vita nánar fyrir næsta fund félagsins í október. Nú er ákveðið að halda frí- merkjasýningu, FRÍM 80, í sam- bandi við Dag frímerkisins, sem verður 10. nóvember nk. Verður hún á Kjarvalsstöðum dagana 6,—10. nóv. Ætlunin með frí- merkjasýningu á sama tíma og Dagur frímerkisins verður hald- inn er sú að reyna að lyfta deginum upp úr þeim öldudal, sem hann hefur verið í undan- farin ár. Um það eru allir frímerkjasafnarar sammála. Og nú er einmitt sérstakt tækifæri til að minna á þennan dag, þar sem Dagur frímerkisins hefur verið haldinn hér á landi um 20 ára skeið — eða allar götur siðan 1960 og frá 1961 með sérstimpli, sem póststjórnin hefur látið útbúa og notað þennan eina dag á ári. FRÍM 80 verður einvörðungu kynningarsýning, þar sem söfn- urum gefst tækifæri til að sýna margs konar efni, sem þeir eiga í fórum sínum, án þess að setja það undir mæliker dómenda, sem fara eftir ákveðnum reglum og oft ströngum um uppsetningu og gæði. Hér verður það almenn- ingur sem dæmir eftir eigin smekk og áhuga, og lærir von- andi um leið á hvern hátt má safna frímerkjum til ánægju og dægrastyttingar. Á FRIM 80 verður eins manns minnzt alveg sérstaklega, Sig- urðar Ágústssonar. Að öllum öðrum félögum F.F. ólöstuðum vann hann einna mest og bezt við Dag frímerkisins frá upphafi og til dauðadags 1979. Hluti úr hinu mikla safni Sigurðar af skátafrímerkjum verður vænt- anlega sýndur, en hann gekk ungur að árum í skátahreyfing- una. Trúlega verður ýmislegt annað úr söfnum hans sýnt á Kjarvalsstöðum. Á FRÍM 80 fá sýningargestir einnig að kynnast starfi F.F. á liðnum árum og sýndir verða margvíslegir munir úr eigu fé- lagsins, svo sem útgáfudags- umslög þess frá upphafi. Á sama hátt verður starfsemi Lands- sambands íslenzkra frímerkja- safnara einnig kynnt. Þá er ætlunin, að fyrirlestrar verði fluttir á hverju kvöldi um frímerki og frímerkjasöfnun og til þess fengnir sérfróðir menn. F.F. heldur frímerkjauppboð viku eftir að sýningunni lýkur. Verður uppboðsefnið að ein- hverju leyti haft á sýningunni, svo að menn geti kynnt sér það. Ýmislegt fleira en hér hefur verið rakið verður gert í samb. við FRÍM 80, en sýningunni er ætlað að vekja áhuga á frímerkj- um og söfnun þeirra. Síðar verður sagt nánar frá þessu öllu, þegar nær dregur Degi frímerk- isins. Hjartans þakkir til allra sem heiöruöu mig meö heimsóknum, gjöfum, skeyt- um og simtölum á 75 ára afmœlinu minu 21. sept- ember sl. Guð veri með ykkur öllum. Sigurður Tómasson, Grundarbraut 11, Ólafsvík. Ég þakka öllum vinum mínum fjær og nær, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 60 ára afmælisdegi mínum þann 10. september sl. Lifið heil. Guðjón Hólm. Af alhug þakka ég öllum þeim, sem gerðu mér 75 ára afmœlisdaginn 20. ágúst sl. ánœgjulegan og eftirminni- legan, með heimsóknum, gjöfum, skeytum og á annan hátt. Kærar kveðjur. Jónas Sólmundsson. BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING Skúlagötu 34. Síðustu innritunardagar í síma 76350 kl. 2—5 e.h. Afhending skírteina í skólanum þriðjudaginn 30. september kl. 5—7 e.h. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS MEDINA raðskáparnir eru nýjasta framleiðsla okkar. Glæsilegir raðskápar sem við erum stoltir af. Það verður þú líka eftir að hafa eignast MEDINA. MEDINA fæst með hinum hag- stæðu greiðslukjörum okkar. KRISTJÓn SIGGEIRSSOn Hfi LAUGAVEGl 13. SMIOJUSTIG 6, SIMI 25870 Útsölustaðir: Reykjavík: Hallarmúli sf., Jón Loftsson hf • Akureyri: Augsýn hf., örkin hans Nóa • Akranes: Verslunin Bjarg hf • Blönduós Trésmiðjan Fróði hf • Borgarnes: Verslunin Stjarnan • Bolungarvík: Verslunin Virkinn • Hafnarfjöröur Nýform • Húsavík: Hlynur sf • Keflavík Duus# Kópavogur: Skeifa hf • Neskaupstaður: Húsgagnaverslun Höskuldar Stefánssonar • Ölafsfjörður: Verslunin Valberg hf • ólafsvík: Verslunin Kassinn • Sauöárkrókur: Húsgagnaverslun Sauöárkróks^ Selfoss: Kjörhúsgögn • Siglufjöröur Bólsturgerðin • Vestmannaeyjar Húsgagnaverslun Marínós Guðmundssonar • Patreksfjöröur: Húsgagnaverslun Patreksfjaröar • Stykkishólmur: J.L húsiö • Hornafjörður: Húsgagnaverslun J.S.G. • rig óska eftir aö fá sent MEDINA litmyndablaðið | Nafn: ________________________________________________________ | Heimili: _____________________________________________________ . Staður:_______________________________________________________ | Sendist til: Kristján Siggeirsson h f.Laugavegi 13.101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.