Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Þór vígir stórglæsilegt Jfa
félagssvæði á afmælisári
220 manns unnu við nýja grasvöllinn í sjálfboðavinnu
NÝTT og stórglæsilegt æfinga- formanns Þórs. Þvínæst klippti
svæði íþróttafélagsins Þórs á Haraldur á borða, sem strengdur
Akureyri var formlega vígt á var á miðjum vellinum og afhenti
sunnudaginn. Svæðið er við Gler- Sigurði völlinn formlega fyrir
árskólann og er aðstaöa þar
frába*r, stór grasvöllur með
áhorfendasvæði, malarvollur,
sem ætlaður er sem skautavöllur
á vetrum, malbikaður handbolta-
og tennisvöllur og iþróttahús
Glerárskóla er við hliðina á
vellinum, en þar hefur Þór að-
stöðu. Aðstaða Þórs jafnast á við
það bezta. sem þekkist í þessum
efnum hérlendis.
Vígsluathöfnin hófst með
skrúðgöngu Þórsfélaga frá Ráð-
hústorgi á vallarsvæðið klukkan
13,30. Klukkan 14 hófst setningar-
athöfnin með ávörpum Haraldar
Helgasonar fromanns vallar-
nefndar og Sigurðar Oddssonar
hönd vallarnefndar og Sigurður
framkvæmdi táknræna athöfn,
gróf í jörðu einseyring, sem
sleginn var 1915, stofnár Þórs.
Freyr Ófeigsson forseti bæjar-
stjórnar flutti ávarp og Jón Arn-
þórsson formaður KA flutti árn-
aðaróskir. Heillaóskaskeyti og
gjafir bárust í tilefni dagsins og
Smiðjan bauð t.d. stjórnar-
mönnum félagsins og vallarnefnd
í veizlu.
Fyrsti leikurinn á hinum nýja
velli var milli meistaraflokks Þórs
1980 og 1. deildarliðs félagsins
1976. Hallfreður Eiríksson, einn af
stofnendum Þórs tók fyrstu
spyrnuna. Leiknum lauk með jafn-
KKÍ svarar ÍBR
Enn um höllina
Það er gott að áhugamenn um
íþróttir geti af og til íylgst með
stjórnunarvandamálum íþrótta-
hreyfingarinnar á sama hátt og
keppnum.
Nú hafa með skömmu millibili
birst tvær grcinargerðir um af-
not íþróttahallarinnar i Laugar-
dal. I annarri halda körfuknatt-
leiksmenn því fram að þcir þurfi
að þola geðþóttaákvarðanir eins
embættismanns í íþróttabanda-
lagi Reykjavíkur en í hinni telur
framkvæmdastjóri IBR körfu-
knattleiksdeildirnar njóta fyllsta
sannmælis.
300 áhorfenda kvótinn
Eina íþróttagreinin í Reykjavík
sem þarf að sanna að yfir 300
manns muni koma á kappleik til
þess að hann fáist leikinn í
Höllinni er körfuknattleikur.
Þessi tala er tekin úr bréfi KKÍ
til Borgarráðs í fyrra þegar sam-
bandið reyndi að fá inni í Höllinni
fyrir stærstu leikina. Þá töldum
við íþróttahús Hagaskóla rúma
300 manns með góðu móti. Þegar
við fórum hins vegar að fylgjast
betur með ástandi hússins kom í
Ijós að við höfðum verið of bjart-
sýnir. Nú bætist það að auki við að
tveir funheitir ljóskastarar hafa
verið settir upp. Það eykur að
sjálfsögðu enn á hitann í húsinu.
A sunnudaginn var voru 220
manns í húsinu. Þá taldi ég
tæplega .)(» áhorfendur sem höfðu
farið út úr húsinu í hálfleik vegna
þrengsla í anddyri. A áhorfenda-
pöllum vaf setið og of heitt
var í húsinu.
Valur-ÍR en en
ekki ÍR-Valur!
Framkvæmdastjórinn setur
annan heimaleik Vals gegn ÍR í
Höllina en hvorugan heimaleikja
ÍR gegn Val. Heimalið tekur
óskiptar tekjur af leiknum svo hér
er um hagsmunamál að ræða.
Okkur körfuboltamönnum þykir
undarlegt að þessi lið skuli ekki
njóta jafnréttis úr því farið er að
skammta húsið á annað borð.
Hvers vegna fær ÍR ekki heima-
leik gegn Val?
Sama er uppi á teningunum með
leiki ÍR og KR. Þá fær ÍR
heimaleikinn en KR ekkert.
Allir geta séð að hér gætir ekki
jafnréttis með félögunum.
Koma fleiri áhorfendur í Höll-
ina en i Hagaskólann?
Þegar horft er yfir leiki KR og
Vals í íþróttahöllinni í fyrra
blandast engum hugur um að
fleiri áhorfendur komi í Höilina
en í Hagaskólann. Á það má
einnig benda að á leik Fram og KR
sem fluttur var úr Hagaskólanum
í Höllina komu 267 manns.
Þetta var fjölmennasti ieikur
Fram í fyrra. Þó var hann leikinn
í 3. umferð sem fæstir áhorfendur
komu að sjá.
Vikunni á undan sáu 99
áhorfendur leik Fram og Vals í
Hagaskólanum.
Til jafnaðar sáu 155 manns
hvern leik Fram í fyrra.
Samskipti KKÍ og
framkvæmdastjóra ÍBR
Það er vel til fundið hjá fram-
kvæmdastjóra ÍBR að líkja KKÍ
við Don Kíkóte. Það hefur einmitt
verið nokkuð erfitt hlutverk og
vonlítið að berjast við vindmyllur
kerfisins. /
Ein málsgrein í greinargerð
hans í dagblöðunum nú í vikunni
segir í raun undirrót allra okkar
vandamála.
Um fyrstu viðbrögð sín við
tillögum KKÍ segir hann „Þá strax
var framkvæmdastjóra KKÍ tjáð
að EKKI YRÐI LITIÐ Á ÞESSAR
TILLÖGUR fyrr en tillögur móta-
nefndar HSÍ ... hefðu borist."
Það er einmitt versti þáttur
þessa máls að vegna einhverra
ástæðna erum við ekki virtir
viðtals. Og þar sem ekki er rætt
við okkur hreinlega veit fram-
kvæmdastjórinn ekki að yfir 300
áhorfendur komu á 11 en ekki 10
leiki þessara félaga í fyrra.
. Ellefti lei'kuri.Hr;r.milliKRo«
ÍR og var leikinn í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði. Hann sáu 509 áhorf-
endur.
í lok greinargerðar sinnar segir
framkvæmdastjóri ÍBR að stjórn
ÍBR vísi fullyrðingum okkar á
bug. Það má gjarna upplýsa að
okkur KKÍ mönnum hefur ekki
gefist kostur á að gera grein fyrir
okkar sjónarmiðum við stjórnina
heldur byggist ályktun hennar
sem hefur verið gerð um síðustu
helgi á einhliða upplýsingum
framkvæmdastjórans.
Þetta geta tæplega talist var-
færnisleg vinnubrögð.
Að lokum vil ég skora á þá sem
vilja kynna sér með sínum eigin
augum hver fer með sannara mál
KKÍ eða ÍBR að líta inn í
íþróttahús Hagaskóians og kynna
sér aðstæður af eigin raun.
23. september 1980.
Steíán Ingólfsson.
tefli 1:1, Árni Stefánsson skoraði
fyrst fyrir yngra liðið en Jón
Lárusson jafnaði metin fyrir „þá
eldri". Þá kepptu Þór og KA í 5.
flokki og vann Þór þann leik 2:0.
Það var 6. júní 1915 að nokkrir
strákar á „eyrinni" komu saman
og stofnuðu íþróttafélagið Þór.
Frá fyrstu tíð hefur félagsstarfið
verið blómlegt, og má í því sam-
bandi t.d. minnast þess að fyrstu
íslandsmeistara sína eignaðist fé-
lagið 1941 í handknattleik kvenna,
og árið 1876 áttu Þórsarar fjögur
1. deildar lið og þar af var
kvennaliði í körfuknattleik ís-
landsmeistarar. Nú í ár hafa yngri
flokkar félagsins staðið sig framar
öllum vonum og meistaraliðið í
knattspyrnu hefur sig á ný upp í 1.
deild.
Á 65 ára ferli félagsins hefur
það haft fjóra aðsetursstaði.
Fyrsta æfingasvæði íþróttafélags-
ins Þórs var á eyrinni, þar sem nú
er athafnasvæði Aðalgeirs og Við-
ars við Furuvelli. Næst var útbúin
knattspyrnuvöllur þar sem Linda
hf., stendur nú, og var sá völlur
aðalkeppnisvöllur Akureyrar uns
íþróttavöllurinn neðan Brekku-
götu var tekinn í notkun.
Árið 1967 fær félagið svo út-
hlutað svæði austan Hörgárbraut-
ar, á móts við ESSO-nesti. Það
svæði reyndist ekki nýtanlegt sök-
um þess að þar var botnlaus mýri
sem ógjörningur var að þurrka
upp.
Tveimur árum síðar fær félagið
úthlutað núverandi aðseturstað,
norðan Glerárskóla. Fljótlega eft-
ir það hófust framkvæmdir við
malarvöll. Vorið eftir, eða 1970
kemst vallargerðin í fullan gang
og er unnið markvisst að henni
næstu árin. Sumarið 1975 er
malarvöllurinn vígður með mikilli
viðhöfn, en það ár var 60 ára
afmæli félagsins.
29. nóvember 1975 tók Haraldur
Helgason fyrstu skóflustunguna
að nýjum grasvelli og 3. júlí 1980
hófst þökulagning á vellinum.
Fimm ár kann að teljast langur
tími í gerð grasvallar en Þórsarar
segja að þegar haft sé í huga að öll
vinna hafi verið unnin í sjálfboða-
vinnu sé það kraftaverk að völlur-
inn skuli nú vera tilbúinn.
Má í þessu sambandi nefna að
u.þ.b. 30.000 tonnum af jarðvegi
hefur verið ekið úr vellinum og
frárennslislagnir og annað pípu-
kerfi sem lagt hefur verið í hann
er 1,5 km á lengd. 14.000 fm voru
þökulagðir á 10 dögum og tóku
þátt í því alls 220 manns.
-SS.
HíTUTliinJ
Skrúðganga Þórslélaga á nýja svæðið.
Ljósm. Sigtr.
Hallfreður Tryggvason, einn stofnenda
fyrstu spyrnuna á nýja grasvellinum.
Þórs fyrir 65 árum tekur
Óvænt úrslit í 1. umferð
„ALDREI fyrr hefur þýzka
deildarkeppnin byrjað með jafn
óvæntum úrslitum," skrifuðu
þýzku blöðin eftir 1. umferð þýzku
deildarkeppninnar í handknattl-
eik, sem leikin var um helgina.
Övæntustu úrslitin voru
Groswaldstadt þar sem heimalið-
ið, sem bæði er handhafi Evrópu
bikarsins og Þýzkalandsmeisti
tapaði fyrir Essen 15:20. Þetta var
fyrsta tap Groswaldstadt á heima-
velli á fjórða ár.
Ágúst Svavarsson lék sinn
fyrsta deildarleik með Göppingen
og byrjunin var vissulega góð,
útisigur gegn Huttenberg 13:11.
Ágúst skoraði tvö mörk og lék
stórt hlutverk í vörninni. Hann
leikur í horninu í sókn, sömu stöðu
og hann lék með landsliðinu á
árum áður.
Hitt íslendingaliðið, Beyer
Leverkausen tapaði á heimavelli
fyrir Gummersbach 13:18. Litlar
fréttir hafa borizt frá þeim leik,
en léiklega hafa þeir ekki leikið
með Viggó Sigurðsson og Sigurður
Gunnarsson vegna meiðsla.
Loks má geta þess að Danker-
sen, liðið sem þeir Ólafur H.
Jónsson og Axel Axelsson léku
með tapaði á heimavelli fyrir
nýliðum Gunsburg 16:19.
-SS.
Skotum úthýst
BRESKA knattspyrnusambandið
hefur gert sér litið fyrir og
meinað skoskum áhorfendum að
horfa á landsleik Englendinga og
Skota sem fram fer næsta vor,
sem liður í bresku meistara-
keppninni. Að þessu sinni á
leikurinn að fara fram á Wembl-
ey í Lundúnum og tvö síðustu
skiptin sem þar hefur verið
leikið, hefur allt logað í óeirðum.
Skoskum áhorfendum hefur
verið gefið að sök að hafa komið
öllu af stað í bæði skiptin. Tals-
maður sambandsins lét hafa eftir
sér að sambandinu þætti þetta
gerræðisleg ákvörðun, en að dómi
þess það eina sem hægt væri að
gera til þess að koma í koma í veg
fyrir frekari áflog og líkamsmeið-
ingar. „Þetta er elsti knattspyrnu-
viðburður sögunnar og við viljum
fyrir engan mun að hann leggist
niður, en svo gæti hæglega farið ef
framhald verður á ólátum á áhorf-
endapöllunum," sagði umræddur
talsmaður.
Þess má geta, að 29.000 miðar á
landsleik þennan hafa jafnan ver-
ið seldir í Skotlandi. Hafa þeir
ávalt selt upp og síðar hafa
bjórfullir Skotar flætt yfir Lund-
únaborg svo þúsundum skiptir.
Óeirðirnar hafa sjaldnast verið
bundnar við knattspyrnuvöllinn
einan.
Sigfús sló
holu í höggi
DAGANA 13.-14. þ.m. hélt
Golfklúbbur Norðfjarðar sitt
fyrsta golfmót eftir margra ára
hlé.
Golfvöllurinn. sem er 9-holu
völlur, er á svokölluðum Græna-
nesbökkum, en það cru bakkar
Norðfjarðarár gegnt bænum
Grænanesi, sem er mjög fagur og
skemmtilegur staður. Ennþá er
völlurinn að mestu gcrður af
náttúrunnar hendi. en fyrirhug-
að er að vinna nokkuð við fram-
kvæmdir við völlinn á næsta ári.
Á þessu móti gerðist það, sem
alla golfmenn dreymir um, að
slegin var hola í höggi. Sá, sem
það afrekaði, var Sigfús Guð-
•"'indsson og var höggið slegið á
Uiu<. w
140 m braut.
Þetta er í fyrsta skipti, sem hola
er skoruð í höggi á Golfvelli
Norðfjarðar.
Á þessu móti voru spilaðar 18
holur og var keppt með forgjöf.
Alls voru keppendur 12 á aldrin-
um 13 ára til 64 ára. Árangur
þriggja efstu manna var sem hér
segir:
1. Bergsteinn Jósefsson, án for-
gjafar 83 högg.
2. Stefán Þorleifsson, án for-
gjafar 89 högg, með forgjöf 81
bögg.
3. Sigfús Guðmundsson, án for-
gjafar 98 högg, með forgjöf 94
högg.y
Eftir nokkra daga efnir klúbb-
urinn til firmakeppni.