Morgunblaðið - 09.10.1980, Page 11

Morgunblaðið - 09.10.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 11 Sovétmenn kaupa 100 þúsund tunnur af suðurlandssíld SAMNINGAR haía tekizt við Sovétmenn um kaup á 100 þús- und tunnum al suðurlandssíld. Auk þess eru moKuleikar á því að auka magnið um allt að 50 þúsund tunnur. Gengið var frá samningum við Sovétmenn í Moskvu í síðustu viku. Saltsíldin er af ýmsum stærðarflokkum. Gunnar Flovenz, framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, gizkar á að söluverðmæti saltsíldarinnar sem Sovétmenn kaupa að þessu sinni sé um 10—11 miiljarðar króna. I fyrra keyptu Sovétmenn 60 þúsund tunnur af suðurlandssíld. Hefur því orðið um umtalsverða aukningu að ræða auk þess sem verðið er töluvert hærra en í fyrra. I viðræðunefndinni, sem gékk frá kaupunum voru auk Gunnars Flovenz þeir Einar Benediktsson, fulltrúi hans, Haraldur Stur- laugsson, útgerðarmaður á Akra- nesi, og Óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands íslands. Björgvin, Ragnhildur og textahöfundurinn Jón Sigurðsson. Ljósmynd Mbl. Kristján. Björgvin og Ragnildur syngja ..Dagar og nætur“ NÚ ER komin á markaðinn ný 12 laga plata frá Hljómplötuútgáf- unni og nefnist hún Dagar og nætur. I>að eru þau Björgvin Ilalldórsson og Ragnhildur Gisla- dóttir sem sjá um sönginn. Á plötunni takast þau á við fjögur erlend lög og átta eftir þjóðkunna innlenda höfunda. Fyrst skal þar frægt telja titillag- ið, sem er eftir Jóhann G. Jó- hannsson. Hann á annað lag og texta á plötunni sem nefnist Eins og nú. Aðra texta hefur Jón „í bankanum" Sigurðsson samið, og fer hann á kostum eins og venju- lega. Lagahöfundar fyrir utan Jóhann G. eru Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson, Björgvin Til Reykjavíkur alla mánudaga Hafóu samDand EIMSKIP ^SIMI 27100 Halldórsson og Ragnhildur Gísla- dóttir. Undirleik á Dagar og nætur annast sex þjóðkunnir alþýðutón- listarmenn. Sigurður Karlsson leikur á trommur, Haraldur Þor- steinsson á bassa, Friðrik Karls- son og Björgvin Halldórsson sjá um gítarleik, blásturshljóðfæra- leikari er Kristinn Svavarsson og á hljómborð leikur Magnús Kjart- ansson. Annar hljómborðsleikari kemur einnig við sögu, John Meal- ing. Síðast en ekki sízt skal svo telja Geoff Calver, upptökumeist- ara, sem leikur á tamborínu og klappgildru. Dagar og nætur var hljóðrituð í Hljóðrita og Red Bus studios í Englandi. Björgvin Halldórsson annaðist stjórn upptöku og upp- tökumenn voru Gunnar Smári Helgason og Geoff Calver. Strengjaútsetningar léku í hönd- um Johns Mealing og um heildar- útsetningar sáu Björgvin, Ragn- hildur og Magnús Kjartansson. Nafni hans Ingimarsson raddsetti fyrir kór í tveimur lögum. Að sögn Magnúsar Kjartans- sonar, eins af aðstandendum Hljómplötuútgáfunnar, er þema plötunnar samskipti manns og konu, sambúð og þau vandamál, sem ætíð koma upp, og hvernig megi leysa þau og sagði Magnús að texti lagsins Dagar og nætur væri eins konar samnefnari lífs okkar flestra. „Okkur finnast þetta góðir textar og teljum að þeir veki fólk til jákvæðrar um- hugsunar og geti jafnvel orðið til þess að hjálpa einhverjum til að leysa vandamál sín.“ 1700 tunnur til Stemmu llöfn í HornafirAi, 7. okt. SAUTJÁN hundruð tunnur af síld bárust til söltunarstöðvarinnar Stemmu í dag af 6 bátum, en síldin sem er stór og feit, veiddist í Meðallandsbug. Bátarnir, sem lönduðu, voru Sæunn Sæmunds- dóttir með 400 tunnur, Halldór Jónsson með 150, Matthildur með 300 tunnur, Sandgerðingur með 350 tunnur, Steinunn SH með 400 og Skúmur með 100 tunnur. Gissur hvíti kom með 480 tunn- ur af góðri síld, en hún var öll tekin í frystingu í fí«Wiðiuveri KASK. ~ úmar. Haraldur Kröyer sendiherra í Sovétrikjunum HARALDUR Kröyer afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sovétríkjunum 18. júní sl. Meðfy'gand' mynd var þá tekin, Haraldur er annar frá vinstri í fremri röð, að baki hans stendur Sigríður Snævarr fyrsti sendiráðsrit- ari. Lengst til vinstri í fremri röðinni er M.P. Greorgadze aðalritari forsætisnefndar Æðstaráðsins, þá Haraldur, síðan V,V. Kuznet- sov fyrsti varaforseti forsætisnefndar Æðsta- ráðsins og lengst til hægri I.N. Semskov varautanríkisráðherra. Einkennisklæddu mennirnir sitt hvoru megin við Sigríði eru t.v. G.F. Farafonow forstöðumaður Norðurland- adeildar sovéska utanríkisráðuneytisins og t.h. D.S. Nikiforov siðameistari utanríkisráðuneyt- isins. 1 ! ! 1 41 -rrrt n r — f 1 1 J | d Ertu aó byggja? Sá, sem þarf timbur verzlar við Völund. Bjóðum vður: Mótatimbur — B>í»RÍn}>atimbur Smíðatimbur — Ofnþurrkað tinibur. CaRnvarið timbnr (4-faldar endingu) CluRj>aefni — Cróðurhúsaefni Vej>Rklæðniiij>ar — Loftklæðningar Limtrésbitar — Limtrésrammar Hagstætt verð. }>óð Rreiðslukjör Yfir 75 ára reynsla tryggir góða þjónustu. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.