Morgunblaðið - 09.10.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
15
Þvottahús Gamlgerðinga.
Það skal tekið fram
að hér er aðeins f jallað
um hluta málsins og
verður því haldið
áfram í blaðinu á
morgun.
ingar, en vegna hávaðans hefur
það nú flúið út svo við höfum
fengið afnot af henni aftur. Og
það getur varla talizt óeðlilegt að
okkur þyki of mikið að greiða 30,
hvað þá 45 þúsund, í leigu fyrir
húsnæði í þessu ástandi.
Síðast liðið vor var stofnuð
viðgerðanefnd á vegum Félags-
stofnunar og ríkisins og átti hún
að hafa umsjón með viðgerðunum
og ég hélt að þær hefði að mestu
átt að vinna í sumar, en það hefur
engan veginn staðizt. Fram-
kvæmdirnar hófust ekki að neinu
marki fyrr en hótelrekstri lauk og
stúdentar byrjuðu að flytja inn, en
síðan held ég að þær hafi gengið
mjög vel, en hafa eins og fram er
komið, valdið okkur verulegum
óþægindum.
Hingað til hefur hótelrekstur-
inn setið fyrir í rekstri Garðanna
og stúdentar verið reknir út á
vorin, en viðgerðir staðið yfir í
próftíma á vorin og haustin, en ég
held að nú sé framundan breyting
á þessu. Ég veit ekki hver ber
ábyrgð á aðgerðaleysinu í sumar,
en í augum Garðbúa virðist það
svo að hótelreksturinn sitji í
fyrirrúmi.
Við förum ekki fram á neinn
lúxus, bara að við fáum að stunda
nám okkar í friði í mannsæmandi
húsnæði og erum auðvitað tilbúnir
til að borga eðlilega leigu fyrir
það, en það er einnig mikilvægt
mál að Stúdentakjallarinn verði
aðskiiinn Garðinum, það er vissu-
lega ekki hægt að búa við það að
vínveitingastaður sé rekinn svo að
segja inni á heimiii okkar.
Skúli Thóroddsen, framkvæmdastjórí Félagsstofnunar:
Stefnum að því að leiga á
Stúdentagörðunum standi, undir
viðhaldi, rekstri og afskriftum
ÉG VÍSA þessu til samþykkt-
ar stjórnar Félagsstofnunar
Stúdenta frá þriðja þessa
mánaðar.“, sagði Skúli Thór-
oddsen framkvæmdastjóri Fé-
lagsstofnunar. er blaðamaður
Mbl. spurði hann um húsaleigu-
málin, en þar segir svo:
„Stjórn F.s. samþykkti á
fundi sínum 2. okt. 1980 eftir-
farandi tillögu um leiguverð á
stúdentagörðum og hjónagörð-
um:
Leiga á stúdentagörðum
verði kr. 45.000.- með orku.
Leiga á Hjónagörðum verði kr.
70.000.- án orku.
Leigan hækkar ekki á tíma-
bilinu.
Vegna: a) ástands stúdenta-
garða. b) ónæðis vegna við-
gerða á stúdentagörðum, verði
gefinn afsláttur frá leigu á
stúdentagörðum sem nemi kr.
15.000.- á mánuði haustmisser-
is og kr. 10.000.- á mánuði
vormisseris.
Ennfremur vegna þess að
raunvirði leigu er þrátt fyrir
ofangreindan afslátt talsvert
hærri ená kennsluárinu
1979—80, þá verði þeim stúd-
entum sem hafa sérstaklega
slæma fjárhagsgetu gefinn
kostur á að sækja um frekari
afslátt leigugreiðslu til stjórn-
Nokkuð langt er í nýja eldhúsið á 2. hæð og þvi verða menn að þyrpast saman í einu eldhúsi á neðstu hæð.
ar F.s., gildir þetta um báða
garðana og Hjónagarða.
Félagsstofnun mun ennfrem-
ur vinna að því að afla viður-
kenninga opinberra aðila. á þvi
að rekstur stúdentagarðanna
eigi að styrkja af almannafé.
Slíkur styrkur , mun að sjálf-
sögðu dragast frá reksturs-
kostnaði garðanna.
Einnig mun F.s. vinna að því að
leita ráða til þess að lækka sem
allra fyrst reksturskostnað
garðanna, einkum með tilliti til
hitunar. Viðhaldsprósentum af
leiguverði Hjónagarða verði
varið til viðhalds þess húss.
Samkvæmt þessu ber að
greiða afsláttarleigu kr.
30.000.- fyrir herbergi á Stúd-
entagörðum mánuðinn sept.
1980 til og með janúar 1981 en
kr. 35.000.- fyrir febrúar —
maí ’81 en leigu á íbúð á
Hjónagörðum kr. 65.000,- fyrir
sept. og okt. 1980 en kr. 70.000.-
fyrir nóv. — ágúst 1981. Fyrir-
framgreiðsla orku verður enn
sem fyrr kr. 15.000 - pr. mánuð.
Leigu ber að greiða 1,—10.
hvers mánaðar fyrirfram.
„Við þetta hef ég litlu að
bæta, það er þó rétt að geta
þess að leiga á hjónagörðunum
á síðasta ári var 42 þúsund,
bæði fyrir tveggja og þriggja
herbergja íbúð og var þá vísi-
tala húsaleigu í sept. 1979 1041
stig, en er nú í október 1678
stig og hefur hækkað um rúm
61% og samkvæmt því ætti
leigan nú að vera 67.700 krónur
og ég vil benda á það að það er
tillaga stjórnar Félagsstofnun-
ar að leiga verði óbreytt allt
leiguárið, en hækki ekki með
húsaleiguvísitölunni á þriggja
mánaða fresti, eins og leyfilegt
er.
Hvað varðar Stúdentagarð-
ana, erum við að leiðrétta
húsaleigugrunninn, hingað til
hefur alltaf verið greitt með
leigunni á báðum Görðunum og
það gengur ekki. Nú þarf hún
að vera 45 þúsund á mánuði, en
við viðurkennum að það er of
hátt og því er áðurnefndur
afsláttur gefinn.
Asökunum Auðuns Svavars
Sigurðssonar, að við getum
ekki gert grein fyrir útreikn-
ingum okkar vegna bókhalds-
óreiðu vísa ég algerlega á bug
sem rangfærslu, sem ekki hef-
ur við nein rök að styðjast.
Útreikningar okkar á rekstr-
arkostnaði Garðanna byggjast
á bókhaldi samkvæmt árs-
reikningum undanfarinna ára
og eru reikningar síðasta árs í
endurskoðun og það hafa aldrei
komið fram neinar athuga-
semdir af hálfu endurskoðend-
anna, en þeir eru ráðnir af
Félagsstofnun að fengnum til-
lögum Háskólaráðs.
Dr. Árni Hólm.
Varði
doktors-
ritgerð
í Banda-
ríkjunum
í APRÍL síðastliðið vor
varði Arni Hólm doktors-
ritgerð í uppeldis- og ráð-
gjafarsálfræði við And-
rewsháskóla í Michigan í
Bandaríkjunum, en Árni
hefur stundað nám við
skólann síðan árið 1975.
Heiti doktorsritgerðarinnar er
„Áhrif rafsegulsviðs á sjónfram-
kallaða svörun í sjónstöðinni".
Árni er nú nýkominn heim til
Islands, og mun búa í Keflavík
fyrst um sinn og kennir nú við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Eiginkona Árna er Soley Hólm
hjúkrunarkona, en börn þeirra eru
Svanrós, hjúkrunarkona búsett í
Noregi og Davíð, starfandi tölvu-
tæknifræðingur í Michigan.
MÓTORSPORT
Tímaritið Mótorsport:
Gengst fyr-
ir ljósmynda-
samkeppni
TÍMARITIÐ Mótorsport er nú
komið út í fjórða sinn 56 blaðsíð-
ur að stærð. Meðal nýjunga í
ritinu að þessu sinni er verð-
launaljósmyndasamkeppni. sem
verða á fastur liður í ritinu svo
og frásögn af reynsluakstri nýs
bíls.
Þá er í Mótorsporti einnig
fjallað um fyrsta alþjóðlega rall
sumarsins og sjóþeysu Dagblaðs-
ins, Snarfara og F.R., sem háð var
í sumar. Greint er frá kvartmílu-
keppnum og sandspyrnu og ýmis-
iegt fleira efni er í ritinu.