Morgunblaðið - 09.10.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 09.10.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 Björgvin í úrslitum í alþjóðlegri söngvakeppni BJÖRGVIN Halldörsson sönjfv- ari tekur um þessar mundir þátt i alþjóðlejíu sönxvakeppn- inni i Castlebar á írlandi. Björjfvini hefur vegnað vel og mun hann syngja í úrslita- keppninni sem fer fram á föstudagskvöldið. Lagið sem Björgvin syngur er að finna á síðustu einsöngsplötu hans og nefnist Skýið. Lagið er eftir Bj.örjfvin en textinn eftir Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson. A Irlandi syngur Björgvin lagið hins vegar með enskum texta Jóhanns Helgasonar og heitir það nú „Maiden of the Morn- ing“. Samhliða söngvakeppninni fer fram sérstök lagakeppni (Orchestral Competition). Björgvin á þar einnig eitt lag, „Dægurfluga". Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort það lag verði í úrslitakeppninni. Hljómplötuútgáfan hf. sér um þátttöku Björgvins í söngva- keppninni. Björgvin Halldórsson Laugarásbíó frum sýnir Caligula I DAG frumsýnir Laugaráshíó kvikmyndina „Caligula“ með Malcolm McDowell, Peter Malcolm McDowell í hlutverki Caligula keisara. O’Toole, John Gielgud og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Mynd- in fjallar um harðstjórnarár Cali- gula keisara í Róm, 37—41 e. Kr. Framleiðendur eru Boh Guccione og Franco Rossellini, leiktjöld og búningar Danilo Donati. Kostnaður við töku „Caligula" nam um 18 milljónum dollara og var í engu til sparað í búnaði eða mannahaldi. Malcolm McDowell leikur hinn vitfirrta keisara, Peter O’Toole leikur Tiberius keisara, Teresa Ann Savoy leikur Drusillu, Helen Mirren leikur Caesoniu, John Gielgud leikur Nerva og Giancarlo Badessi leikur Claudius. Um Caligula var haft eftir langömmu hans, Liviu, eiginkonu Agústusar keisara, að hann væri „lyginn, huglaus, ótrúr, svikull, montinn og lostafullur". í „Cali- gula“ er dregin upp óhugnanleg mynd af valdníðslu og hnignun á tímaskeiði því er myndin fjallar um. Ný flugvél Arna væntanleg í nóv. ísafiröi. 8. októher. NÚ MUN ákveðið að ný og vel húin flugvél hætist í flugflota Flugfélagsins Arna á ísafirði. Vélin er 14 manna, Cessna Titan, sem breyta má til að flytja allt að 1,5 lestum af vörum. Vélin er smíðuð í Whichita í Kansas-ríki en henni hefur nú verið flogið til Chicago þar sem tækjabúnaði verður bætt í hana. Ahöfn frá Örnum mun svo vænt- anlega fljúga vélinni heim til ísafjarðar með viðkomu í Goose •Bay upp úr miðjum nóvember nk. Til þæginda fyrir farþega verð- ur vélin innréttuð fyrir 10 farþega í stað 12. Venjuleg flughæð er um 10 þúsund fet og þar er flogið með 370 km hraða. I Chicago verða sett í vélina öll fullkomnustu flugleiðsögutæki, sem aú eru í notkun, m.a. Loran C, staðarákvörðunartæki af sömu gerð og Landhelgisgæzlan notar. Flugfélagið á fyrir tvær minni vélar og er nýju vélinni ætlað að auka þjónustuna við íbúa Vest- fjarða en Ernir er mikilvægur aðili að neyðar- og sjúkraþjónustu í fjórðungnum en að auki hefir félagið með höndum áætlunarflug milli ísafjarðar og þéttbýlisstað- anna á Vestfjörðum auk leigu- flugs. Hörður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri taldi komu flugvél- arinnar verða félaginu lyftistöng en verkefni vetrarins yrðu að skera úr um hvort þeir þyrftu að selja eldri vélarnar. Hver þessara véla hefur séreiginleika, sem nýt- ast við afar misjöfn og siæm skilyrði til flugs hér vestra. Kaup- verð vélarinnar er um 250—300 milljónir króna. - Úlfar Grundvöllur frystiiðn- aðarins ekki tryggður - segir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson — ÉG TEL að grundvöllurinn sé ekki tryggður með þeim ráðstöfunum sem fyrirhugaðar cru en eru þess eðlis að það má ekki tala neitt um þær. sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, annar fulltrúi kaupenda. — Það liggur auðvitað í aug- um uppi, að það er ekki grund- völlur fyrir 8% hækkun fisk- verðs og 5% hækkun olíugjalds. Hvernig á fiskvinnslan að taka það á sig? — Liggja fyrir einhverjar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda til að tryggja grundvöll fryst- ingarinnar? — Það er afskaplega óljóst. Þeir sem standa að þessu, hljóta að hafa einhverjar hugmyndir um það hvað á að gerast. Mér er það ekki ljóst að ég geti staðið að þessu. Ég tel að það verði hallarekstur áfram. Annars virðist liggja í augum uppi að gengissig sé á bak við þetta. — Nú situr þú hjá en greiðir ekki atkvæði á móti. Hver er ástæðan? — Það er of flókið að fara út í það af hverju ég sit hjá, það er mál sem ég tel ekki skipta máli út á við. Allavega vildi ég ekki standa í vegi fyrir því að málið yrði afgreitt á löglegan hátt. Það er rétt að taka fram að þetta er milliákvörðun, það er að koma að stórri ákvörðun um áramótin og mikil óvissa framundan, t.d. með samningana. En einhvern veginn verður þetta að velta áfram, sagði Eyjólfur. Ingólfur Ingólfsson: Stefnir beint í átök sjómanna og útgerðarmanna „ÞAÐ, sem gerzt hefur nú, er það, að ríkisstjórnin, að minnsta kosti sjávarútvegsráð- herra hennar, beitir sér þannig i þessu máli. að staðfestur er fullur fjandskapur við hag sjó- manna,“ sagði Ingólfur Ingólfs- son. „Þetta gerist á sama tima og rikisstjórnin hefur gert kjarasamninga, ótímabæra að visu, við rikisstarfsmenn og vill stuðla að samningum á almenn- um vinnumarkaði, sem eiga að færa mönnum umtalsverðar kauphækkanir. Sjómenn eiga hins vegar að búa við umtals- verða kjaraskerðingu. Það er greinilegt, að með þessari fiskverðsákvörðun stefn- ir beint í átök sjómanna og útgerðarmanna, því það er óhjá- kvæmilegt, að sjómenn verji sinn hlut á öðrum vettvangi og það innan tíðar. Það hljóta allir að sjá, hver staða sjómanna er með þessari ákvörðun, þegar það er haft í huga, að launahækkun ríkisstarfsmanna hefur verið metin 6%, þótt allir viti að hún skili allt að tveimur prósentum meira, verðbótavísitalan hækk- aði um 8,57% 1. september og 1. desember stefnir í að minnsta kosti 10% hækkun verðbótavísi- tölu. Við þetta eiga sjómenn að búa óbreytt til áramóta meðan laun almennings eiga hins vegar að hækka um allt að 20%.“ Gengissig hefur skapað svigrúm til fiskverðshækkunar - segir Árni Benediktsson ÞAÐ SEM hefur gerst á undan- förnum vikum er það, að gengið hefur lækkað mjög verulega og líkur eru á þvi að það verði um einhverjar frekari lækkanir að ræða. Aður en til gengislækk- unarinnar kom var staða frysti- húsanna mjög tæp en það hefirr breyst þannig að nokkurt svig- rúm er til fiskverðshækkunar, sagði Árni Bencdiktsson. fram- kva'mdastjóri hjá Sambands- frystihúsunum, annar fulltrúi kaupenda, en Árni greiddi at- kvæði með fiskverðsákvörðun- inni í yfirnefnd í gær. — Staða útgerðarinnar var mjög tæp líka, sagði Árni, sér- staklega hafa kostnaðarliðir eins og olía hækkað verulega. Olíu- gjaldið hefur lækkað á þessu ári og hefur næstum horfið, var komið niður í 2'k%. Nú var óhjákvæmilegt að breyta þessu gjaldi eitthvað til hækkunar, til þess að hægt væri að fá þolan- lega stöðu fyrir útgerðina. Ég held að með þessari verðlagn- ingu megi telja að frystiiðnaður- inn sé hallalaus, en ekki meira samt og hefði gjarnan mátt vera betra. Útgerðin er með einhverj- um halla en þó með viðnnandi stöðu. — Komu fram mótmæli hjá sjómönnum vegna olíujrjaldsins? — Sjómönnum er mjög illa við þetta olíugjald. Það er á vissan hátt verið að fara fram- hjá hlutaskiptum en staðan er einfaldlega sú, að það eru ýmsir kostnaðarliðir útgerðarinnar, sem eru háðir svo miklum breyt- ingum, að það verður að finna einhverja aðferð til frambúðar „VEGNA hækkunar oliugjalds- ins til útgerðarinnar batnar halli hrnnar, sem var rösk 10%, í það að vera að meðaltali 3,1%,“ sagði Kristián Ragnars- son, formaður LIÚ, en hann greiddi atkva'ði mcð nýja verð- inu. „Ég samþykkti þetta með til þess að þær geti orðið án þess að þær hafi líka áhrif á hluta- skiptin. Olíugjaldið hefur verið notað í þessu skyni en það er ekki nógu góð aðferð, það verður að finna aðra og betri aðferð. — Lágu fyrir einhverjar aðr- ar stjórnvaldaaðgerðir en láta gengið síga? — Það er í athugun með breytingar á vaxtakostnaði. Ég vona að það komi eitthvað í ljós í þeim efnum innan fárra daga. tilliti til þess, að cg met mikils þá viðleitni til að bæta hag útgerðarinnar vegna olíuverðs- vandans, sem felst i þessari hækkun oliugjaldsins, enda þótt þcssi verðákvörðun skili ekki hallalausum rekstri.“ Kristján Ragnarsson: Samþykkti vegna hækkunarinnar á olíugjaldinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.