Morgunblaðið - 09.10.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
27
Sýnir í Eden
í Hveragerði
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Kjólar — Peysur
Dagkjólar frá kr. 25.000.-, kvöldkjólar, allar stæröir,
einnig tækifæriskjólar. Glæsilegt úrval. — Hagstætt
verö. Ódýrar skólapeysur í miklu úrvali.
opiö fostudag 9—19. Fatasalan Brautarholti 22.
Lauaardag fra 10—12. . . / .
Inngangur fra Noatum.
Frá Happdrætti
Hjartaverndar
Enn eru nokkrir vinningar í Hapdrætti Hjartaverndar 1980
ósóttir.
Vinningsnúmerin eru:
Nr. 99793 Ford Fairmont Chia
100 þúsund króna vinningar:
Nr. 866 — 44537 — 74525 — 7336 — 52563 — 80983 — 10392
— 88169 — 39301 — 61900 — 90985 — 43158 — 67321
Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar aó Lágmúla 9, 3.
hæð.
Símsvari okkar er 8-39-47.
Happdrætti Hjartaverndar.
ÞÓRSTEINN Þórsteinsson list-
málari opnaði málverkasýninKU i
Eden í Hveragerði si. fostudajf ok
verður hún opin í tvær vikur.
Þórsteinn hefur dvalið siðustu
þrjú árin í Hvcraiíerði og sækir
fyrirmyndir sinar gjarnan i um-
hverfið þar í kring. Fréttaritari
Mbl. i Hveragerði hitti lista-
manninn að máli og spurði hann
um sýninguna, nám hans og
störf. Sagði hann svo frá:
— ÉG er fæddur í Reykjavík 9.
maí árið 1932. Ég sótti fyrst
samtímis nám í kvölddeildum
skóla Félags íslenzkra frístunda-
málara og Handíða— og myndlist-
arskólanum og lauk þaðan burt-
fararprófi 1950. Árið 1951 lærði ég
síðan hjá prófessor Aage Stor-
stein í Listaakademíunni í Osló.
Árið, sem leið á milli, fór að hluta
í einkanám hjá Jóni heitnum
Engilberts.
Fyrstu sjálfstæðu sýninguna
hélt ég árið 1953 hjá Gallerie
Arnaud í París, sem ýmsum ís-
lendingum er kunnugt, m.a. vegna
sýninga Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara þar, en veturinn á
undan stundaði ég listnám í París.
Ég hef haldið nokkrar einkasýn-
ingar á Fróni og ber helzt að nefna
sýningu á afstrakt lágmyndum,
sem ég hélt í árslok 1954 í
Bogasalnum. Málverkin (pastel-
verkin) á yfirstandandi sýningu í
Eden í Hveragerði eru mest fyrir-
myndir úr Ölfusinu síðan í sumar
er leið. Hefi ég reynt að stilla
verðinu í hóf.
Kirkjukór Landakirkju:
Flytur Messu Haydn
á Selfossi og í Reykjavík
Á ÞESSU ári er Landakirkja í
Vestmannaeyjum 200 ára og
verður þessara tímamóta minnst
með ýmsum hætti á afmælisár-
inu. M.a. flutti kór Landakirkju
ásamt einsöngvurum og hljóm-
sveit Mariezellermesse eftir Jos-
eph Ilaydn á hvitasunnunni, en
þetta er frumflutningur verksins
hér á landi. Kórinn var skipaður
um 40 söngvurum og 4 einsöngv-
urum, þeim Þórhildi Óskarsdótt-
ur sópran. Hrönn Hafliðadóttur
úr Rvk. alt. Reyni Guðsteinssyni
tenór og Geir Jóni Þórissyni
bassa. Kammersveit skipuð 15
manns úr Sinfóniuhljómsveit fs-
lands lék undir og stjórnandi var
Gúðmundur H. Guðjónsson org-
anisti.
í stuttri kynningu á verkinu
segir m.a.: „Það var í marz 1781 að
einn af vinum Haydns, Anton
Liebe, úr gamalli og frægri her-
mannafjölskyldu, aðlaður sem
uppg,afa herforingi með 24 ára
virka. heiðvirða þjónustu að baki,
bað vin sinn Haydn að semja
„Þakkarfórn" í formi messu fyrir
hina frægu Mariezell pílagríma-
kirkju í Steiermark. Haydn byrj-
aði á verkinu árið 1782. Fyrir
u.þ.b. 20 árum fundust uppruna-
legu hlutar Missa Cellensis (Cell-
ensis er latína og þýðir klefi) á
orgellofti hinnar glæsilegu bar-
okkkirkju í Mariezell.
„Mariezellermesse" Haydns hef-
ur alltaf verið eitt vinsælasta
kórverk hans. Lýðhylli hennar
stafar af hinni undursamlegu
sameiningu margra radda með
máli og formi hins klassíska
Vínarskóla. Það kemur fram í
verkinu glæsilegur hljómsveitar-
flutningur þar sem trompetar og
trumbur stuðla að hátíðlegri gleði.
„Mariezellermesse" skiptist í 6
kafla og er sungið á latínu. Allt
hefur verkið unnið hjörtu áheyr-
enda, hvar sem messan hefur
verið flutt".
Vegna framúrskarandi undir-
tekta í Eyjum og fjölda áskorana
af fastalandinu hyggst Kór Land-
akirkju nú leggja land undir fót og
flytja verkið í Selfosskirkju
föstud. 10. okt. kl. 21 og í Há-
teigskirkju í Reykjavík laugard.
11. okt. kl. 17.
Flytjendur eru flestir hinir
sömu og í vor, nema nú mun
Sigrún Gestsd. úr Reykjavík
syngja sópranhlutverkið.
Á undan „Messunni" flytja Guð-
ný Guðmundsdóttir konsertmeist-
ari og Guðmundur H. Guðjónsson
organisti Landakirkju, Sonata in
D fyrir fiðlu og orgel eftir Pietro
Nardini.
Opið a
laugardögum
STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17
Sumir versla dýrt —
aörir versla hjá okkur
Okkar verð eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupum
I.. í sláturtíð . J
.. Aðeins kr.
5 Slátur íkassa Q
aukavambir uk mör I # 1 V II VI f
• V/ V/ V/
fyrirlijíjíjandi
Lifur 1.980.
Rúgmjöl (5 kg.1.880.
(kr. 376.- pr. kg)