Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
35
Sigríður Ásgeirsdóttir hdl.:
Tvær greinar í ís-
lenskri hegningarlöggjöf
Fyrir nokkru síðan átti ég
erindi í stjórnarráðið. Er ég kom
að dyrum þess var þar fyrir
mannsöfnuður mikill, og mátti ég
hafa mig alla við, að komast inn í
húsið.
Er inn kom litaðist ég um og
þekkti fá viðstadda. Flestir voru
þetta unglingar, en þó nokkrir
eldri innanum og meðal þeirra bar
ég kennsl á Pétur útvarpsþul og
nokkra fleiri æsingamenn komm-
anna.
Eg spurði einn unglinginn hvað
væri um að vera, en hann svaraði
því til, að verið væri að mótmæla
því hróplega ranglæti, að vísa
frönskum manni úr landi. Hins-
vegar vissi unglingurinn ekki nafn
Frakkans, né heldur gat hann
frætt mig nánar um málavexti.
Það hefir hinsvegar ekki staðið
á því, að upplýsingar hafi fengist
um málavexti, því vart hefir verið
hægt að opna blað eða fyrir
útvarpið svo ekki hafi verið rætt
um þennan alræmda mann:
Gervasoni. Varla mun vera til
íslendingur, sem ekki hefir verið
fræddur um þetta furðulega mál í
smáatriðum.
Er langt síðan fjölmiðlar hafa
fengið slíkt móðursýkiskast, en þó
ber ríkisfjölmiðillinn hljóðvarp af,
er hann vitnar í einn ræðumanna
aðeins, þ.e. félaga Guðrúnu þing-
mann kommúnista á útifundi, sem
haldinn var í tilefni af „ódæðinu".
Og hvað var það svo, sem
Ríkisútvarpið taldi svo fréttnæmt,
að það ætti erindi til allrar
þjóðarinnar? Jú, það var þetta:
Félagi Guðrún sagði (öskraði,
segja sjónarvottar) „„Við höfum
valdið — og við höfum ákveðið að
Gervasoni verði kyrr á íslandi.“
í tilefni af þessu datt mér í hug,
að við hefðum lög sem kallast
Almenn hegningarlög. Lögum
þessum er ætlað að vernda borg-
ara landsins gegn ýmiskonar at-
ferli manna, sem talið er að þeim
stafi hætta af t.d. landráðum,
brotum gegn valdstjórninni,
skjalafalsi og líkamsmeiðingum,
svo eitthvað sé nefnt.
I 12. kafla hegningarlaganna
segir svo í 106 grein: Hver sem
ræðst með ofbeldi eða hótunum
um ofbeldi á opinberan starfs-
mann, þegar hann er að gegna
skyldustarfi sínu eða út af því og
eins hver sá, sem á sama hátt
leitast við að hindra framkvæmd
slíks eða neyða starfsmanninn til
þess að framkvæma einhverja
athöfn í embætti sínu eða sýslan,
skal sæta varðhaldi eða fangelsi
allt að 6 árum. Geri maður á
annan hátt opinberum starfs-
manni tálmanir í því að gegna
skyldustörfum sínum, þá varðar
það sektum, varðhaldi eða fang-
elsi, allt að 2 árum.“
Þetta mættu þeir athuga, sem
stofna til múgæsinga og hafa í
hótunum við opinber stjórnvöld,
um að hindra með aðstoð „Alþing-
is götunnar að löglega teknar
ákvarðanir, af til þess bærum
yfirvöldum, verði framkvæmdar.
í 17. kafla hegningarlaganna
segir svo, í 155. grein: „Hver sá
sem notar falsað skjal til að
blekkja með því í lögskiptum, skal
sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal
það einkum metið refsingu til
þyngingar, ef skjalið er notað sem
opinbert skjal, viðskiptabréf eða
erfðaskrá."
í fjölmiðlum hefir komið fram
að Frakki þessi komst inn í landið
á fölsuðum persónuskilríkjum og
hefi ég hvergi séð því mótmælt.
Þetta ættu þeir að athuga, sem
krefjast þess, að maður þessi fái
hér landvistarleyfi. Og þeir ættu
jafnframt að hugleiða það, að hér
bíður Frakkans einnig fangelsis-
vist, ef hann á að lúta sömu lögum
og rétti og landsmenn, sem fremja
skjalafals.
Eg treysti því að dómsmálaráð-
herra láti ekki ógna sér, með
uppþotum og tilvitnunum í gömul
æsingamál, en framfylgi lögum og
rétti, því það er vægast sagt
hræðileg tilhugsun að eiga eftir að
búa á Islandi, undir ógnarstjórn
félaga Péturs og félaga Guðrúnar.
Nýtt
símanúmer
frá 12. október:
26011
skiptiborð — innanlandsflug
26622
farpantanir — innanlands og upplýs-
ingar
FLUGLEIDIR
»T 11 Ollv ““ Olöv
VERÐ: 381.435,-
Útborgun 95.000.- rest 3 mán.
CROWN SHC - 3350
VERÐ: 596.990.-
Útborgun 150.000.- rest 4 mán.
CROWN SHC - 5300
VERÐ: 718.860.-
Útborgun 200.000,- rest 5 mán.
CROWN SIIC - 5500
VERÐ: 727.815.-
(itborgun 200.000.- rest 5 mán.
CROWN SIIC - 5600
VERÐ: 819.705.-
Útborgun 250.000.- rest 5 mán.
Fastar
áætlunarferöir.
GAUTABORG
Umboðsmenn:
Borlind, Bersén & Co.
P.O.Box 2511
S-403 17 GÖTEBORG
Skeyti: Borlinds
Telex: 2340 borlind s
Sími: 31/139122
ia
SKIPADEILD SAMBANDSINS
Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik
Sími 28200 Telex 2101
Hefur þú séð
úrval okkar af
Bambus og
Tágahúsgögnum?
Bambussófar og stólar.
Glæsilegt úrval af
hillum og smávörum.
Opiö föstudaga til kl. 8.
Opiö laugardaga kl. 9—12.
Vörumarkaðurinnhl.
Sími 86112.