Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 3 SJÓMENN UM ÁKVÖRÐUN FISKVERÐS OG OLÍUGJALDIÐ: bera saman eitt kíló af fiski og eina klukkustund í tímavinnu. Það má deila heilmikið um það, hvort það sé rökréttur samanburður. í lokin sagði Sigfinnur Karlsson á Neskaupstað: „Ég vonast til þess, að það geti orðið alvarleg breyting í þessu efni við næstu fiskverðs- ákvörðun í janúar og að þá verði tekið upp allt annað fyrirkomulag á þessum málum heldur en er í dag.“ Guðjón Jónsson á Akureyri: Sjómanna- sambandið lætur frá sér heyra „VIÐ ERUM auðvitað mjög óhressir með þessa síðustu verðlagningu," sagði Guðjón Jónsson, formaður Sjómanna- félags Eyjafjarðar. „Síst af öllu áttum við von á að fá þetta olíugjald sett á aftur, við höfum verið mótfallnir því og viljað afnema það algerlega og það áttu stjórnvöld að vita. Og undanfarin ár höfum við orðið fyrir kjaraskerðingu og verðum fyrir ennþá meiri skerðingu núna. Það hefur aldrei staðið á sjómönnum að gefa eftir til þess að ná niður verðbólgunni í landinu, ef aðr- ir gerðu það líka. En við erum mjög óhressir yfir því, að ævinlega þegar kemur að því, að við fáum þá kauphækkun, sem aðrir hafa fengið, þá er byrjað að skera niður. Eftir þessa verðlagningu fór ég fljótlega suður til Reykja- víkur, svo ég hef ekki haft tækifæri til þess að kynna mér rækilega afstöðu sjómanna hér við Eyjafjörð, en þeir eru sjálfsagt mjög óhressir eins og sjómenn sjálfsagt eru um allt iand. Ég geri ráð fyrir því, að Sjómannasambandið láti frá sér heyra, og þá fyrr en seinna," sagði Guðjón Jónsson á Akureyri. Elías Björnsson í Vestmannaeyjum: N, „Þetta er hrein og klár ósvífni44 „VIÐ ERUM alveg furðu lostn- ir yfir þessu,“ sagði Elías Björnsson, formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum. „Það var búið að reyna olíugjaldið og það gaf ekki góða raun. Aðferðin er náttúrulega kolvitlaus. Við vit- um að það þarf að greiða niður olíuna fyrir útgerðina, það er alveg á hreinu, en það er spurning hvort örfáar hræður eigi að gera það, eða hvort allur landslýður eigi að taka þátt í því. Við héldum nú, að stjórn- völdum hefði verið bent það rækilega á, hvað sjómenn eru algerlega mótfallnir því að hafa þennan háttinn á. Það hefur margsinnis verið bent á það hvað þetta er í rauninni vitlaust í öllum atriðum. Ég veit hreinlega ekki hvað stjórnvöld eiga við með þessu. Það er gefið mál að þetta er hrein og klár kjaraskerðing og það verður að gera einhverjar ráðstafanir gegn þessu, hvern- ig sem brugðist verður við í þeim málum. Heildarsamtök sjómanna eiga eftir að taka ákvarðanir um það. Mér finnst hrein og klár ósvífni, að ætlast til þess, að þessi fámenna stétt, sjómenn, borgi þetta einvörðungu í stað- inn fyrir að láta alla þjóðina taka þátt í þessu. Ég veit ekki betur en olíustyrkur til fólks, sem kyndir með olíu, sé tekinn beint úr ríkishítinni, en nú eiga aðeins sjómenn að greiða niður olíuna fyrir útgerðina. Ég hreinlega botna bara ekki í því, að það skuli alltaf ráðist á þessa fámennu stétt, sjómenn- ina, sem þó allir eru sammála um að afli gjaldeyristekna þjóðarinnar," sagði Elías Björnsson í Vestmannaeyjum. Bárður Jensson í Ólafsvík: „Vil ekki spá um af- leiðing- arnar“ „ÞETTA er mjög neikvætt," sagði Bárður Jensson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Jökuls á Ólafsvík. „Sjómenn eru orðnir langt á eftir öðrum með sínar kröfur. Annars hefur maður varla áttað sig á þessu, þetta er það nýtilkomið. En þessi 8% skiptaverðs- hækkun er engin hækkun, gæti kannski orðið um 3% í reynd og það er auðvitað engin hækk- un. Og það er ofboðslegt, að sjómenn skuli ævinlega fara svona út úr þessu, þeir sem vinna að þeim störfum, sem raunverulega standa undir öllu efnahagslífinu. Og svo verða verkamennirnir verst úti í landi. Það verður að búa þann- ig að þessu fólki, að það fái a.m.k. sambærileg laun og starfsfólk ríkis og bæja, að það sé tryggt. Ég get ekki ímyndað mér það, að menn sætti sig við þetta. Þetta getur ekki endað nema á einn veg, það er alveg hreint og klárt, en ég vil nú ekki spá um hverjar afleið- ingar þetta getur haft í för með sér.“ Lárus Benedikts- son í Bolungarvik: Skammar- legt af Steingrími! „MÉR FINNST þetta alveg fráleitt," sagði Lárus Bene- diktsson, ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvík- ur. „Þetta er eins og að skvetta olíu á eld, því þetta var nú það sem eiginlega hjó á hnútinn í sjómannadeilunni á ísafirði í vor, þegar þeir lækkuðu olíu- gjaldið niður í 2,5%. Mér sýnist ekki friðvænlegt í þess- um efnum. Og satt að segja skil ég ekki þessa fiskverðs- ákvörðun og það sem á undan er gengið, því það er ekkert vafamál, að sjómenn hafa orð- ið fyrir stórkostlegri kjara- skerðingu undanfarið. Ég skil nú ekki Steingrím Hermannsson, að ætla að flytja frumvarp um hækkun olíugjalds nú í byrjun þings! í vor fóru fulltrúar sjómanna á ísafirði suður og ræddu við félagsmálaráðherra og í kjöl- far þess voru gerðar breyt- ingar á sjómannalögunum. Og í framhaldi þeirra viðræðna er ég hissa á, að ríkisstjórnin skuli ekki vera vinveittari sjó- mönnum. Þetta er skammar- legt af Steingrími Hermanns- syni,“ sagði Lárus Benedikts- son i Bolungarvík. Forsjáll ferðamaður velur ÚTSÝNARFERÐ ALLIR FARSEÐLAR Á LÆGSTA VEROI. LONDON — heimsborgín, sem býður eitthvað viö allra hæfi — Leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaða — knattspyrnuleikir — söfn — verzlanir og fjölbreytt skemmtanalít. Enn sem fyrr býður Útsýn hagstæðustu . kjörin vegna margra ára viöskipta og hagkvæmra samninga við gististaði í hjarta borgarinnar. Starfsmaöur Útsýnar tekur á móti farþegum á flugvelli og veröur til aöstoöar meöan á dvölinni stendur. Vikuferdir — brottför alla laugardaga. Verö frá kr. 292.300.- Helgarferöir — brottför annan hvern fimmtudag. Verö frá kr. 261.200.- HVERT SEM FERÐINNI ER HEITIÐ, GETUR ÚTSÝN SPARAÐ YÐUR FÉ OG FYRIRHÖFN. Ódýr jólafargjöld Kaupmannahöfn kr. 133.880.- Glasgow kr. 99.700.- London kr. 115.500.- Luxemborg kr. 142.000.- Oslo kr. 121.900.- Stokkhólmur kr. 142.600.- Farseðlar og ferðaþjónusta Útsýn hefur á aó skipa færustu sér- fræöingum í far- seölaútgáfu og skipulagningu einstaklingsferóa hvert sem er í heiminum. Með hvaöa flugfélagi viltu fljúga? Útsýn útvegar þér lægsta fáanlegt fargjald á hvaóa flugleió sem er á áætlunarleiðum allra helstu flugfé- laga heimsins. Þú færó flugfarseóil- inn hvergi ódýrari en hjá Útsýn meó hvaóa flugfélagi sem þú flýgur. FLUGLEIDIR Æ AerLingus * oiyjifPfC Al A3PCKPAOT ÚAPAN Alff L/NCS British © Lufthansa gPg airways German Airlmes M/STWiAM A/*l /*// swissair •22* KLM Roysl Dutch Airlines ^3TfH,í ÍLuGAt jy/f AIRFRANCE Helstu vörusýningar í Evrópu 1980—’81 Birmingham: Kaupmannahöfn: Kaupmannahöfn: Helsinki: Kaupmannahöfn: Kaupmannahöfn: Frankfurt: Diisseldorf: Ifit. Motor & Commercial Motor Show 15—26okt.' 80. Int. Boat Show 8—16 nóv. '80. Scandinavian Dental Fair 3—5 jan. •81. Finnish Fashion Fair 27—29 jan. ’81. Building for Billions 21 feb.—1. mars '81. Scandinavian Fashion Week 12—15 mars 81. Int. Sanitation, Heating & Air Con- dition'g Exbn. 17—22 mars '81. Int. Footwear T rade Fair 21—23 mars '81. Austurstræti 17. Símar 26611 og 20100? Ferðaskrifstofan UTSYN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.