Morgunblaðið - 12.10.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.10.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 5 Framhaldsleikritið kl. 16.20: Blóðfórnin Á dagskrá hljóðvarps kl. 16.20 er 2. þáttur framhalds- leikritsins „Leysin«ar“ scm Gunnar M. Magnúss færði í leikbúning eftir sogu Jóns Trausta. Nefnist þátturinn „Blóðfórnin“. Leikstjóri er Benedikt Árnason er leikstjóri framhaldsleikritsin.s. Róbert Arnfinnsson leikur Þorgeir kaupmann. Baldvin Halldórsson leikur sýslu- manninn. Benedikt Árnason, en í stærri hluverkum eru m.a. Róbert Arnfinnsson, Árni Tryggva- son, Baldvin Halldórsson og Sigurveig Jónsdóttir. I 1. þætti sagði frá verslunun- um tveimur í kauptúninu Voga- búðum, Jensensverslun sem Þorgeir Ólafsson stjórnar, og Bræðraverslun þar sem synir Sigurðar hreppstjóra ráða ríkj- um. Þeir reisa stórt vöru- geymsluhús, sem Þorgeir öf- undast yfir, og hann fær von- svikinn verkamann, Einar í Bælinu, til að kveikja í því. 2. þáttur greinir frá yfir- heyrslum yfir Einari vegna brunans. Sigurð hreppstjóra grunar hvers kyns er, en hann hefur engar sannanir, og sýslu- maður vill fara að öllu með gát. En þrátt fyrir það finnst Þor- geiri vissast að eiga ekki neitt á hættu. Árni Tryggrvason leikur Einar í Bællnu. Sigurveig Jónsdóttir leikur sýsiu- mannsfrúna. Maður er nef ndur Guð- mundur Daníelsson Kl. 20.45 sýnir sjónvarpið þáttinn Maður er nefndur Guðmundur Daníelsson. Jónas Jónasson ræðir við skáldið. Þátturinn er gerður á heimili skáldsins á Selfossi og i fjörunni og Húsinu á Eyrarbakka. en Guðmundur bjó lengi á Bakkanum. Hljóðvarp kl. 10.25: Gagnkvæm áhrif hafs og lofts Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 er erindi dr. Þórs Jakobssonar, Gagnkvæm áhrif hafs og lofts, en það er fjórða erindið i erinda- flokki um veðurfræði. — Þetta er frekar þurr fyrir- lestur um blautt efni, sagði dr. Þór, — og fjallar einkum um það, sem gerist við yfirborð sjávar, svo sem uppgufun og upphitun á andrúmsloftinu og myndum haf- strauma af völdum vinda. Þetta eru mjög mikilvægir ferlar og eru menn vissir um, að þekking á víxláhrifum hafs og lofts sé skil- yrði framfara í langtímaspám, þ.e. spám um veður, mánuð eða jafnvel lengra fram í tímann. Sjónvarp kl. 22.30: Möppu- dýrin Á dagskrá sjónvarps kl. 22.30 er kanadísk heimildar mynd. Möppudýrin (Paper- land), um opinbera starfs- menn i ýmsum löndum. hlut- verk Jteirra og hlutskipti í tilverunni. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. — Þetta er þó nokkuð skondin mynd, sagði Guðni. — Þarna er gerð úttekt á skrif- finninum og fjallað um efnið á gamansaman hátt, þó að grunnt sé á alvörunni eða öfugt. Litið er á möppudýrin í austri og vestri og við kynn- umst starfi þessa fólks. Talað er um atriði eins og hefð- bundnar vinnuaðferðir skrif- finnanna sem svipar saman um allan heim — kerfið — sameiginlegt öllum löndum og stjórnskipulagi. Og skriffinn- unum fjölgar stöðugt. Allir stjórnmálaforingjar lofa að minnka umsvif þeirra. En þeim fjölgar samt. Rétta ferðin á rétta staðinn á réttum tima! 23.-27. okt. Frábær verslunar- og skemmtiferð til Dublin með gistingu á hinu nafntogaða Burlington hóteli, 1. flokks hótel á mjög góðum stað í borginni. veró kr. 245.000 Innifalið er flug, flutningur til og frá flug- velli, gisting með höfðinglegum írskum morgunverði og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.