Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 STRÁKARNIR á Garðeynni frá Hornafiröi hafa aflaö vel þaö sem af er vertíöinni og á þriöjudag voru þeir komnir meö mestan afla reknetabáta eöa um 2.800 tunnur. Garöey lá inni á Eskifirði þann dag eins og tugur annarra báta frá Hornafirði, en úti fyrir beljaöi noröanáttin svo ekki var viölit aö reyna veiöar, jafnvel þó miöin hafi aöeins verið steinsnar frá bryggjunni eins og veriö hefur undanfariö á Eskifiröi, Reyðarfiröi og öörum fjöröum eystra. Síldveiðar í reknet máttu byrja 25. ágúst og hafa 62 reknetabátar leyfi til aö veiða alls 18 þúsund tunnur, þannig aö hver bátur má aö meöaltali veiöa um þrjú þúsund tunnur. Ekki er um kvóta á hvern reknetabát aö ræöa heldur aöeins heild- arkvóta á þau skiþ, sem leyfi hafa til veiöanna. Skipstjóri á Garöey er Ágúst Þorbjörnsson og er hann einnig eigandi bátsins ásamt Erni bróöur sínum og vélstjóranum. Skiptast þeir bræöur á um skipstjórnina. Ágúst sagöi í samtali viö blaöamann á þriöjudag, aö sú síld, sem fengizt heföi undanfariö, væri mjög góð og heföu 90% fariö í 1. og 2. flokk. Síldin heföi í mörgum tilvikum fengizt upp undir fjöru og jafnvel haröa klettum, hún heföi komið upp svo nærri landinu, aö stund- um heföi legið viö, aö bátarnir fengju botnhreinsun við veiöarnar. „Fyrst maöur kemst í návígi viö blaöamann verö ég aö koma því á framfæri, aö viö sjómenn erum mjög undrandi á hegöun fiskifræðinga í sam- bandi viö síldina," sagöi Ágúst Þor- björnsson. „Þaö er vitaö, aö síldin er dyntóttur fiskistofn, en þessi stofrr hefur gefið þjóöarbúinu hvaö mest, en einnig leikiö þaö mjög grátt. Því finnst okkur skrýtiö aö fiskifræðingar eöa rannsókna- skip skuli ekki sjást hér fyrir austan. i fyrra birtist loks fiskifræöingur á miöun- um þegar vika var eftir af vertíöinni hjá okkur , en þá voru þau vandamál úr sögunni, sem viö höföum átt viö aö glíma viö veiöarnar. Maöur hefði haldiö, aö þessir menn myndu sýna meiri áhuga en þetta eftir allt, sem á hefur duniö í sambandi viö síldina. Þá finnst mér þaö ekki nokkur hemja hvernig endalaust er fariö meö okkur sjómenn og vonandi fara okkar forystu- menn aö ranka viö sér hvaö úr hverju. Þegar ég byrjaöi á síldinni fyrir 6 árum var veröið á kílói af síld einni eöa tveimur krónum hærra en á kílói af þorski. Nú er þetta þannig, aö fyrir síldina fæst helm- ingi minna en fyrir þorskinn. Verölagning- in er þannig, aö fyrst er hugsaö fyrir þörfum allra nema sjómannanna, sem veiöa fiskinn, og þegar þeir eiga að fá sitt, er ekki neitt eftir,“ sagöi Ágúst Þorbjörnsson. Þeir á Garöeynni hafa landaö mestu af afla sínum á Austfjaröahöfnum og aöeins lítilræöi í heimahöfn í Hornafiröi. í fyrra lönduöu Hornafjaröarbátar hins vegar aö langmestu leyti heima nema rétt í byrjun vertíöarinnar. „Þá kom þaö nokkuð oft fyrir aö vísa þurfti bátum frá heima vegna þess hve mikiö barst af síld og var þá landaö á Djúpavogi, Fáskrúösfiröi eöa annars staðar á Austfjöröum. Undanfariö hefur veriö unniö aö því aö fyrirbyggja aö slíkt þyrfti aö endurtaka sig meö því aö bæta alla aöstööu á Hornafiröi og þá gerist þaö, aö engin síld berst til Hafnar. Eg held aö söltunarkerfiö, sem veriö er aö setja upp hjá Fiskimjölsverksmiöjunni, kosti hátt í milljarö, þannig aö ástandiö hlýtur aö vera hrikalegt hjá fyrirtækinu og bætast þeir erfiöleikar viö önnur vanda- mál, t.d. þaö aö engri loönu hefur veriö landaö á Höfn í háa herrans tíö. Þaö kæmi mér ekki á óvart þó síldin yröi áfram hér inni á fjöröunum fram eftir hausti og næstu sumur nema þá aö síldin veröi drepin upp eins og reyndar viröist vera stefnan. Á sama tíma og viö erum aö fárast yfir því aö Norömenn veiði 10 þúsund tonn viö Noreg hleypum viö stööugt fleiri skipum á síldina, t.d. loðnubátunum. Um leið og bátunum fjölgar minnkar hlutur hvers og eins og ef ég væri aö byrja í útgerö núna myndi ég hugsa mig tvisvar um áöur en ég gerði klárt á síld. Ef viö fengjum ekki aö veiða nema þrjú þúsund tunnur myndi ég varla leggja í þann 20-30 milljóna króna kostnaö, sem veiöarfæri og annar búnaö- ur kostar," sagöi Ágúst Þorbjörnsson. Á sama tíma og allt hefur veriö á öörum endanum vegna síldarinnar á Eskifiröi hefur veriö dauft yfir mönnum á Höfn í Hornafiröi vegna síldarleysisins. Á Eskifirði hafa 10-15 bátar Hornfiröinga bætzt viö flotann í haust og eru þessi atvinnutæki viöbót við þaö sem fyrir var. Heimabátar frá Eskifirði eru t.d. núna fyrst aö tygja sig af staö, en þeir hafa flestir veriö á fiskitrolli og margir siglt meö aflann. Skuttogarinn Hólmanes hef- ur aflaö ágætlega í sumar og haust þannig aö jöfn og góö atvinna hefur verið í frystihúsinu. Nú síöari hluta vikunnar berast þær fréttir aö austan, aö síld hafi veiözt viö Ingólfshöföa og aöeins þrír bátar frá Hornafiröi séu enn á miöunum noröar, en hinir séu komnir á heimamiö Hornafjaröarbáta. Því er trúlegt að heldur fari aö hýrna yfir Hornfiröingum, en t.d. á Eskifirði þarf þó ekki aö draga mikiö úr atvinnu því firöirnir munu enn svartir af síld og auk heimabáta eru allmargir nótabátar í viöskiptum viö söltunarstööv- ar á Eskifiröi. Agúst Þort.;örnsson, skipstjóri á Garðey, og Páll Dagbjartsson, skipstjóri á Lyngey, bera saman bækur sínar, e.t.v. eru það olíureikningarnir, sem þeir eru að skoða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.