Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
17
TEXTI: Ágúst I. Jónsson. MYNDIR: Ragnar Axelsson.
„Eg held að þetta
brölt okkar við
síldarsöltun eigi
allan rétt á sér“
FJÓRIR ungir athafnamenn á Eski-
firöi voru í þann mund aö hefja
eigin útgerö er síldin hvarf af
miöunum fyrir austan áriö 1968.
Nú, 12 árum síðar, reka þeir
síldarsöltunarstöö, saltfisk- og
skreiöarverkun og gera út bátinn
Sæljón SU 104, 140 lesta bát, sem
byggöur var á Akureyri 1974.
Fyrirtækiö hefur vaxiö meö hverju
árinu og er nú orðinn snar þáttur í
atvinnulífi á Eskifirði. Þegar Morg-
unblaösmenn litu viö í söltunar-
stöð Friðþjófs, en þaö er nafn
þessa fyrirtækis, var þar í nógu aö
snúast. Unnar Björgólfsson gaf sér
þó tíma til aö ræöa viö blaðamann,
Unnar Björgólfsson og einn
starfsmanna hans í söltunarstöð
Friöþjófs.
en hann rekur fyrirtækiö ásamt
þeim Árna Halldórssyni, Kristni
Karlssyni og Bjarna Stefánssyni.
Þeir fjórmenningarnir keyptu
gamla Sæljóniö áriö 1968 og
geröu þaö út í 4 ár, m.a. reru þeir
frá Vestmannaeyjum á vertíðinni
og voru síöan á útilegu á grálúöu
yfir sumariö. Nýr bátur var keyptur
1972 og fékk hann nafniö Friöþjóf-
ur, áöur Jón Finnsson, á honum
voru þeir m.a. á reknetum og
söltuöu síldina um borö, en síld-
veiöar voru aö byrja frá Hornafiröi
um það leyti. Sá bátur var seldur
nokkrum dögum eftir aö útgerðin
fékk nýtt Sæljón frá Slippstöðinni
á Akureyri 1974.
„Árið 1973 byrjuöum viö að
reisa þetta hús, en það er hverri
útgerö nauðsyn aö eiga eitthvert
afdrep," segir Unnar. „Síöan viö
byrjuðum þessa útgerö okkar höf-
um viö alltaf verkaö hluta aflans
meö okkar skylduliöi og einkum
höfum viö veriö í saltfiskverkun.
Síöan höfum viö einnig fariö út í
skreiöarverkun og upphafiö aö
síldarsöltun hér hjá Friöþjófi var
áriö 1975. Þá tók Gunnar heitinn
Hermannsson á Eldborginni sinn
síldarskammt hér á Eskifiröi og
bað mig um aö ganga frá síldinni
til útflutnings, en þeir söltuöu
sjálfir um borö í Eldborginni. Þetta
var byrjunin, en eftir aö leyfð var
veruleg veiöi á síld höfum viö veriö
með okkar kvóta á Sæljóninu og
verið með aöra báta í viðskiptum.
Viö höfum byggt tvisvar sinnum
viö þetta hús okkar og þegar mest
er aö gera þá þyrftum viö á mun
stærra húsi aö halda. Viö erum í
rauninni ennþá á hrakhólum meö
dótiö, sem tilheyrir útgeröinni og
byggt var yfir í upphafi. Það kemur
af sjálfu sér, aö þegar maöur fer
aö brölta í þessu þá hlýtur þetta aö
vaxa, hvort sem nokkurt vit er í
þeim vexti eöa ekki. Þó held ég aö
það sé Ijóst, aö eins og þetta er
nú, þá eigi þetta brölt okkar viö
síldarsöltun allan rétt á sér.
AÐALATRIÐIÐ AÐ
VERA MEÐ
GÓÐUM MÖNNUM
Ef síldin heldur sig í skamman
tíma hérna fyrir austan í veiöan-
legu ástandi, eins og margir gera
ráö fyrir, þá á hver vinnslustöö
svona nálægt miöunum fullkominn
rétt á sér. Hún hlýtur bæöi aö
bjarga og skapa verðmæti, ekki
sízt með það í huga hversu dýrt er
oröiö að sækja aflann vegna
olíukostnaðar, sem hlýtur að vera
aö gera hvern mann gráhæröan.
Fyrir mína parta tel ég þó aðalat-
riðið aö vera meö góðum mönnum
þar sem samkomulagiö er gott.
Meöan svo er held ég aö maöur
veröi í þessu brölti," sagöi.
Hann og Kristinn Karlsson, sem
verið hefur skipstjóri á Sæljóninu á
móti Árna Halldórssyni, sögöust
telja að hitinn í sjónum heföi gert
þaö að verkum, aö firðir fyrir
austan væru nú fullir af sfld, en
einnig skynsamleg uppþygging
síldarstofnsins. Þá sagöi Unnar, aö
sér finndist mikill munur á því hvaö
síldin væri miklum mun betri vara
núna heldur en í fyrra og hittifyrra.
í lokin var talinu vikiö aö öörum
fisktegundum og sögöu þeir, aö
það kostaði Eskfiröinga mikiö, aö
sækja fiskinn suöur fyrir Ingólfs-
höfða auk þess, sem þetta væri
vond leið, þannig aö frá Eskifiröi
yröu ekki stundaöir dagróðrar á
vetrarvertíöinni, eins og t.d. frá
Eyjum. Afli sögöu þeir, að hefði
veriö heldur rýr í fiskitroll úti fyrir
Austurlandi þangað til í súmar og
þökkuöu aflaaukningu aö verulegu
leyti hagstæðum hitaskilum í sjón-
um í ár.
Síöastliöiö sumar voru um og
yfir 10 manns í vinnu í landi hjá
Friðþjófi, en á síldarvertíöinni hef-
ur fjöldi starfsmanna farið upp í
50. Söltun byrjaöi síðar hjá Friö-
þjófi en víöa annars staöar þar
sem allt var yfirfullt af saltfiski og
skreiö hjá fyrirtækinu er vertíöin
hófst. Þegar blaöamaöur heimsótti
Eskifjörö hafði söltun staðiö þar í
tvær vikur og var búiö aö salta í
um þrjú þúsund tunnur, en 1978
voru 5.600 tunnur af síld fluttar út
frá Friöþjófi og 5.200 í fyi -a.