Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 25

Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 2 5 Birgir Isl. Gunnarsson: Framsóknarframtakið að renna út í sandinn FBorgarmálaráö Framsóknarnokkslns: Samstarfs- samningurinn veröi tekinn til endurskoöunar _ Borgarmálaráft Fram- Isóknarf lokksins sam I þykkti á slftasta fundi sln- iSprengiefni /fannst í Itófugreni ■ aM — Wg»r bdndtnn á Grí*» 1 tloAatn l Mývntntiveil v»r aö I imilimremkii I l»odl »lnu ( |tr. | raktl h«no á vemlegt m«gn «1 I dýn»mltl og hvellhettom I hr.un | g)ótu vlö gamalt táingreoi I ihammt (rá barnum. I Logreglunni á Hú»avtk var gert Iviövart um þennan (und og var llokiö viö aö koma iprengiefmnu Itil HOaavikur þegar kL 17 I g«r I dag Þykir ekki öaennilegt aö hér I > um þaö dýnamit aö reöa. en Istoliö var tlr »kemmu Léttateyp I unnar á dðgunum, eha aö mlnn»U I koati hluU þes» RARIK á Akur I eyri var þegar UUÖ vlta um (und I þennan og munu »Urf»menn þ«ö I an »5 Uklndum koma tll Hu*avtk lur efttr belgina. tU þeas aö kauna *máliö. jm aft fara þess á leit vift samstarfaf lokkana. Al- þyftuflokk og Alþýftu bandalag. aft samstarfs- samningur þessara þriggja fiokka. sem gerftur var fyrir rúmu ári. yrfti tekinn til endurskoftunar og lagfti til aft hver f lokkur tilnefndi tvo fulltrúa til viftraftna um þetta mál. Kristján BenedikUson. borgar fuillrUi Framsöknarfiokksins, aagöi þaö ekki oeölilegt. aö samn ingur sem þessi v«ri tekmn til nýrrar athugunar, enda heföi hann ekki veriö m)óg itarlegur I upphafi og þaö veriö gert af ráön um hug Hafa þvf ýmii atriöi komiö i Ijós meö reynslunni, aem áströa vrrt til aö skoöa nú. og ef til vill gera einhverjar breytingar gagnvart. I þeaaari aamþykkt aagöi Krtatján alla ekki felast nein atriöi, »em Ifta mrtti á aem Urslitakosti eöa sem þýöa myndu neina breytingu á samstarfa- grundvellinum í'*..1' - ‘*V *C • ' ’ ... Slöastllöaa ndtt homst fro»t bér I Reykjavll (éllu I nátt. svo nU er ekkt lengur eftir n« • m aleft tU þe«» e( álram vtörar etns og I » Heildaraflin frá áramóti Samkvffmt bríftabirgía trí yfirliti um heildaratlann ioka. -bann 15. september 1979 birtist þessi forsíðufrétt í Tímanum. þar sem fram kom að Framsóknarflokkurinn hafi krafist endurskoðunar á samstarfssamninKÍ vinstri meirihlutans. Nú er rúmt ár liðið ok ljóst er að þetta framtak Framsoknar til að gera si|f gilda í samstarfinu er farið út um þúfur.“ Þegar vinstri flokkarnir tveir höfðu fengið meirihluta í borg- arstjórn, létu þeir það verða eitt sitt fyrsta verk að gera sam- starfssamning. Sá samningur var hátíðlega lesinn upp í borg- arstjórn og birtur borgarbúum. Ekki var samningur þessi mikill að vöxtum, en því auðveldara ætti að vera að efna þau loforð, sem í honum voru. Mörg ákvæöi hafa gleymst Margt af því, sem þar stendur hefur þó verið svikið þegar og virðist gleymt. Þar má t.d. nefna loforð um samráð og samvinnu við borgarbúa og starfsfólk borgarinnar. Samstarfið við íbúa borgarinnar hefur aldri verið minna en á þessu kjörtíma- bili og starfsfólk borgarinnar hefur verið hundsað í hverju málinu á fætur öðru. Er þar skemmst að minnast, hversu lítils virði afstaða vagn- stjóra SVR var í augum meiri- hlutans, einkum Alþýðubanda- lagsins, þegar verið var að taka ákvörðun um kaup á nýjum strætisvögnum. í þeirri ákvörð- un tókst Alþýðubandalaginu að knýja það í gegn að keyptir yrðu 5 vagnar frá Ungverjalandi, þrátt fyrir eindregna andstöðu þeirra tæknimanna, sem vagn- ana skoðuðu og vagnstjóra SVR. Þeir einu, sem knúðu fast á um þessi kaup voru heildsalarnir, sem vagnana fluttu inn, en þeir eru innstu koppar í peningabúri Alþýðubandalagsins. Marklítiö plagg Um samninginn eins og hann upphaflega var, skal ekki fjölyrt frekar hér, enda hefur hann reynst marklítið plagg. Eftir hinu bíða menn hinsvegar með nokkurri eftirvæntingu að fá fréttir af því, hvað líði endur- skoðun málefnasamningsins, sem Framsóknarflokkurinn fór fram á með nokkru brambolti á sl. ári. Þegar leið á síðasta ár fannst Framsóknarflokknum að nokkuð væri orðið þröngt fyrir sínum dyrum í samstarfinu við hina flokkana. Fannst ýmsum flokks- mönnum að borgarfulltrúi flokksins væri allt of eftirláts- samur við Alþýðubandalagið og að það væri ófært að eini borgarfulltrúi vinstri flokkanna utan Alþýðubandalagsins, sem eitthvað stæði uppi í hárinu á þeim væri annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, sem hlyti að laun- um nokkrar vinsældir hjá borg- arbúum. Óttuðust ýmsir Fram- sóknarmenn að með þessu áframhaldi myndi flokkurinn hreinlega þurrkast út úr borgar- stjórn í næstu kosningum. Hvað líður end- urskoöuninni? Það er táknrænt að framsókn- armönnum fannst keyra um þverbak, þegar þeir gátu ekki látið góðan flokksmann sinn fá eitt af þeim embættum, sem meirihlutinn reynir nú dyggilega að skipta á milli sín. Því var blásið í lúðra í herbúðum Fram- sóknar og borgarmálaráð flokks- ins samþykkti í september 1979 að krefjast endurskoðunar á málefnasamningi vinstri flokk- anna. Voru framsóknarmenn stoltir af þessu framtaki sínu og þóttust nú heldur betur hafa tekið á honum stóra sínum. Nú er meira en ár liðið og ekkert bólar á þessari endur- skoðun. Upphaflegi samningur- inn er ekki nema tvær og hálf vélrituð blaðsíða og því skyldi maður ætla að það væri ekki margra ára vinna að ganga frá þessari endurskoðun. Fyrri hluta þessa árs spurði Mbl. borgarfull- trúa Framsóknar að því, hvað þessari endurskoðun liði. Hann sagði að fyrst yrði gengið frá fjárhagsáætlun borgarinnar, en síðan tekið til óspilltra málanna við að ganga frá nýjum málefna- samningi. Ekkert hefur gerst Síðan þetta var sagt er meira en hálft ár. Á fundi borgar- stjórnar fyrir 10 dögum spurði Davíð Oddsson að því, hvað endurskoðuninni liði. Kristján Benediktsson þagði þunnu hljóði og gat greinilega engu svarað. Það er því alveg ljóst, að þetta frajntak Framsóknar að krefjast endurskoðunar á málefnasamn- ingnum er runnið út í sandinn. Ekkert hefur gerst í því máli. Þessi tilraun Framsóknar- flokksins til að gera sig gilda í samstarfinu hefur mistekist. Flokkurinn hefur aftur lagst í dvalann og lætur Alþýðubanda- laginu haldast það uppi óáreittu að ráða ferðinni. Þess er því ekki lengur að vænta að Framsókn sýni neitt sjálfstæði í samstarf- inu. Þeir ætla greinilega að láta Sjöfn það eftir. Það er því hætt við að sú niðurtalning á borgar- fulltrúum Framsóknar, sem hófst í síðustu borgarstjórnar- kosningum haldi áfram. njóti það velvilja íslenzkra stjórn- valda í stað þess illvilja, sem greinilega ríkir hjá fjármálaráð- herra. Hvað um sölu á bílaleigu, hótel- eða skrifstofubyggingum? Auðvitað hlýtur það að koma til álita hjá atvinnufyrirtæki, þegar það lendir í erfiðleikum, að selja eignir og þess eru fjölmörg dæmi úti í heimi, að flugfélög reyna nú að selja eignir og leigja þær síðan aftur. Þá er ekki sízt um það að ræða, að félögin selji flugvélakost sinn og leigi hann síðan. Flugleiðir eru með nokkrar flugvélar á söluskrá en erfitt er að selja flugvélar nú með skömmum fyrirvara, þeg- ar allir vilja selja vélar. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði væri óhagstætt að knýja Flugleiðir til þess að selja flugvélar, þegar markaðsverð þeirra er í lágmarki. Þess eru líka dæmi, að flugfélög selji skrifstofubyggingar og leigi þær síðan til langs tíma. En aðstæður hér eru sérstakar. Eru einhverjir kaupendur á næstu vik- um að skrifstofubyggingu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli? Eru ein- hverjir kaupendur til staðar nú að hótelunum tveimur? Kannski SÍS? En hvaðan kemur SÍS fé til þess? Það væri nógu fróðlegt að fá upplýst, hver skuldastaða SÍS er. Á kannski að fjármagna kaup SÍS á hótelum Flugleiða og hlutabréfum í Arnarflugi úr bankakerfinu með lánum, sem aðrir fá ekki? Þegar krafa fjármálaráðherra um sölu á eignum Flugleiða er skoðuð ofan í kjölinn, kemur í ljós, að þar er ekki allt sem sýnist og alveg sérstaklega að sala á fast- eignum félagsins, þótt verðmætar séu, gengur ekki fyrir sig á nokkr- um vikum, en slík sala er skilyrði fjármálaráðherra fyrir veitingu ríkisábyrgðar. Kjarni málsins er þó auðvitað sá, að staða félagsins er ekki með þeim hætti, að ástæða sé til þess að setja þessa kröfu fram. Hún er ekki fram sett með málefna- legum rökum, heldur er hún sprott- in af pólitískum ástæðum og illvilja í garð fyrirtækisins. Bakábyrgð og lending- argjöld Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, lofaði því fyrir hálfu ári í viðtölum við ráðherra í Luxemborg, að lendingargjöld yrðu felld niður. Það var forsenda fyrir því, að þau yrðu felld niður í Luxemborg. í ljós kom, að ráðherr- ann gat ekki staðið við þetta loforð. Og hann getur það ekxi enn, þrátt fyrir það, að þau hafi verið ítrekuð. í bréfi fjármálaráðherra kemur fram, að hann hefur enn ekki tekið ákvörðun um það, hvort lendingar- gjöldin verða felld niður, eða hvort einungis verður um gjaldfrest að ræða á þeim. Hversu lengi ætlar samgönguráðherra að þola fjár- málaráðherra það ,að gera hann órnerkan orða sinna? Flugleiðir óskuðu ekki eftir stuðningi ríkis- stjórnarinnar við að halda Átlants- hafsfluginu áfram. Þvert á móti tók fyrirtækið ákvörðun um að hætta þessu flugi vegna mikils taprekstr- ar og sagði miklum fjölda starfs- fólks upp af þeim sökum. Þá kom ríkisstjórnin til skjalanna, tók að eigin frumkvæði upp viðræður við Luxemborgara og lofaði stuðningi við þetta flug, ef því yrði haldið áfram, að sjálfsögðu til þess að tryggja atvinnu starfsfólksins. Það eru sem sagt ríkisstjórhir íslands og Luxemborgar, sem óska eftir því við Flugleiðir, að Atlants- hafsfluginu verði haldið áfram. Ríkisstjórn Luxemborgar stendur við sitt og greiðir sitt framlag eftir ákveðnum reglum. En hvað um ríkisstjórn íslands? Hvernig stend- ur hún við það framlag, sem hún lofaði til þess að hægt yrði að halda Atlantshafsfluginu áfram, eins og hún hafði átt frumkvæði að að óska eftir? Mönnum er ráðlagt að lesa vel 1. tölulið í bréfi fjármálaráð- herra, sem birt var í Morgunblað- inu í gær. Þessi kafli er nánast óskiljanlegur. Hið eina, sem lesa má út úr honum, er það, að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um bakábyrgð vegna Atlantshafsflugs- ins er orðið óljóst og þokukennt. Þetta þokukennda orðalag verður tæpast skilið á annan veg en þann, að ríkisstjórnin hafi fengið bak- þanka og sé nú ekki reiðubúin til þess að styðja áframhaldandi Atl- antshafsflug í sama mæli og fyrir nokkrum vikum eða þá að ríkis- stjórnin sé ósammála um áfram- hald Atlantshafsflugs, samgöngu- ráðherra með, fjármálaráðherra á móti. Það er ekki fyrst og fremst umhugsunarefni fyrir stjórnendur Flugleiða, sem hafa alls ekki óskað eftir þessari aðstoð, en hafa hins vegar ljáð máls á því að halda fluginu áfram, verði tapið greitt. Nei, þessi þokukenndu svör eru íhugunarefni fyrir starfsfólk Flug- leiða, sem hafði leitað til ríkis- stjórnar íslands um aðstoð og fyrir- greiðslu og taldi sig hafa fengið loforð fyrir henni, þannig að það gæti haldið atvinnu sinni. Þessi þokukenndu svör eru líka umhugs- unarefni fyrir Luxemborgara, sem hafa heitið verulegum fjárframlög- um, að sjálfsögðu með því skilyrði, að hið sama komi frá íslenzku ríkisstjórninni. Er ekki hægt að treysta orðum íslenzks ráðherra á alþjóðavettvangi? Er Atlants- hafsflugid úr sögunni? Ef bréf fjármálaráðherra er síð- asta orð ríkisstjórnarinnar í sam- bandi við Atlantshafsflugið, sýnist veruleg hætta á því, að það sé úr sögunni. A.m.k. þurfa ráðherrar að gefa rækilegar skýringar á því, hvað í bréfinu felst, áður en hægt er að skilja bréfið á þann veg, að ríkisstjórnin sé með því að standa við gefin fyrirheit. Hitt er svo bersýnilega knýjandi, að lýðræðisflokkarnir á Álþingi beri saman bækur sínar strax eftir helgina og komi sér saman um það, með hverjum hætti Alþingi afgreið- ir beiðni Flugleiða um ríkisábyrgð. Það er alveg augljóst mál, að Alþýðubandalagið með fjármála- ráðherrann í fararbroddi ætlar að koma í veg fyrir það, að þessi ríkisábyrgð verði afgreidd það fljótt, að hún komi Flugleiðum að gagni. Það er hins vegar ekki Alþýðubandalagið eða fjármálaráð- herra, sem veita ríkisábyrgð, það er Alþingi íslendinga, sem gerir það og þingið getur gefið fjármálaráð- herra fyrirmæli um það, hvernig hann á að haga sér í því máli. Það er ekki eftir neinu að bíða að þingið taki þetta mál í sínar hendur og gefi fjármálaráðherra fyrirmæli um að haga störfum sínum á þann veg, að hann greiði fyrir þessari mikilvægu atvinnustarfsemi í stað þess að bregða fæti f.vrir hana, eins og hann stefnir að með Ólaf Ragnar og Baldur Óskarsson hvorn á sína hönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.