Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 „Ék lauk læknisprófi frá Háskóla íslands 1971, tók kandidatsárió en var síðan aðstoðarborKarlæknir og hér- aðslæknir á Sauðárkróki. 1974 fór ég til náms við Iláskólann i Edinborg og naut þá styrks frá Alþjóða- heilbrÍRðismálastofnuninni. Lauk prófi árið eftir i samfélaKslækningum, en það er sérgrein í Bretlandi fyrir lækna sem annast stjórnun ok skipulagninRU heilbrigðis- mála,“ sagði dr. med Guðjón Magnússon. nýráðinn aðstoð- arlandlæknir og eini íslend- ingurinn, sem lokið hefur sérnámi í félagslækningum, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann. Síðan lá leiðin til Svíþjóðar „Nú hefði kannski verið eðlilegt að halda heimleiðis, en í stað þess lá leiðin næst til Svíþjóðar og var ég þar í 5 ár í skipulögðu námi í félagslækningum við Karolinska institutet, Læknaháskólann í til þessa ein mánaðarlaun á ári. Þrátt fyrir þennan mikla kostnað eru mjög mörg heilbrigðismál sem við getum ekki sinnt sem skyldi." Nauðsynlegt að kanna framkvæmd heil- brigðisþjónustunnar Hefur sjúkdómatíðni breytzt á undanförnum árum? „Það er athyglisvert að samtím- is því að flestar þjóðir eyða vaxandi hluta þjóðartekna til heil- brigðismála, þá ber meira á óánægju með heilbrigðisþjónust- una en áður, og það hefur aukið þörfina á því, að kanna betur fyrirkomulag og framkvæmd þjónustunnar. Sjúkdómaspegill- inn hefur breytzt verulega og ef bæði erfitt að mæla þessar þarfir þjóðfélagsins og sjaldnast gert ráð fyrir því, þegar breytingar eða nýjungar á heilbrigðisþjónustunni eru innleiddar, að árangurinn sé gerður upp. Miðað við þá gífurlegu fjár- muni, sem eytt er í heilbrigðis- þjónustuna, er ekki óeðlilegt að verja nokkru fé til þess að athuga hvernig til tekst með reksturinn, hvort gæði þjónustunnar séu eins og efni standa til og hvert sé álit neytenda á þeirri þjónustu sem þeir fá. í Skotlandi hefur verið komið á sérstökum neytendaráð- um á hverju heilsugæzlusvæði, sem eiga að fylgjast með og gera tillögur um breytingar og betrum- bætur á heilsugæslunni. í þessum neytendaráðum er meirihlutinn skipaður leikmönnum. Vegna síaukins kostnaðar við heilbrigðisþjónustuna og auknar hvers konar, bæði rannsóknir og innlagnir. Ekki má skilja orð mín svo, að sjúkrahús séu ekki nauð- synleg, þvert á móti eru sérhæfðar sjúkrahúsdeildir aðalsmerki góðr- ar heilbrigðisþjónustu. Þessar deildir, eða sérfræðingar, sem þar vinna, eiga hins vegar ekki að sinna heimilislækningum." Slæmt atvinnuum- hverfi eykur fjar- vistir starfsfólks Hvað orsakar helzt fjarvistir vinnandi fólks? „Einfaldasta svarið við þessari spurningu væri auðvitað að segja sjúkleiki, en málið er auðvitað flóknara en svo. Fjarvistir starfs- fólks vegna veikinda eru t.d. meiri Guðjón Magnússon, aðstoðarmaður landlæknis: Hver vinnufær maður greiðir sem svarar einum mánaðarlaun- um árlega til heilbrigðisþjónustunnar Stokkhólmi, og öðlaðist þannig sænska sérfræðiviðurkenningu. Samfara náminu var ég með rannsóknarverkefni í gangi, sem kostað var m.a. af sænska Lækna- vísindasjóðnum. Þetta rannsókn- arverkefni varð svo að hluta til að doktorsritgerð minni. Hún fjallar um skipulagningu heilbrigðisþjón- ustunnar út frá rannsókn á að- sókn fólks að stórum og nýjum háskólaspítala sem Huddinge heitir og þjónar hann jafnmörgu fólki og búsett er á öllu íslandi." Félagslegar aðstæður hafa veruleK áhrif á tiðni og dreif- ingu sjúkdóma Hvert er helzta viðfangsefni félagslækninganna? „Félagslækningarnar fjalla um samspil félagslegs umhverfis og heilsufars og einnig um heilbrigð- iskerfið. Þær beina spjótum sínum að þjóðfélaginu eða ákveðnum hópum þess, frekar en einstakling- um, í því skyni að kanna tíðni og útbreiðslu sjúkdóma í þjóðfélag- inu, komast að því hvað valdi þeim og hvernig megi verjast þeim. Ástæðan fyrir því að greinin heitir félagslækningar er sú, að það er vitað, að félagslegt um- hverfi hefur veruleg áhrif á tíðni og dreifingu sjúkdómaa og bata- horfur. Sem dæmi um það má nefna, að ekki er sama hvaða atvinnu fólk stundar, menntun fólks getur einnig haft áhrif á tíöni sjúkdómanna og hvernig fólk lifir lífinu, hvaða siði, eða ósiði það hefur tileinkað sér. Gott dæmi um þetta eru reykingar, sem byrjuðu sem heldri manna siður, þóttu fínar, en síðan apaði al- menningur þetta eftir. Þegar hættan af reykingum varð ljós voru það þeir, sem betur voru menntaðir, sem fyrri urðu til að hætta þeim. Nú eru reykingar að verða vandamál í þróunarlöndun- um þar sem menntun er á lágu stigi. Burðarásar félagslækninganna eru, auk læknisfræðinnar, faralds- fræði, það-eru fræðin um sjúk- dómatíðni og dreifingu þeirra í þjóðfélaginu, og félagsvísindi." Heilbrigðisþjónustan áhugasvið mitt Hvernig er námið byggt upp? „Nám í félagslækningum tekur alls fjögur og hálft ár og skiptist á milli starfs og náms á lyflækn- ingadeild, geðdeild og félagslækn- ingadeild, auk þess sem hluti námsins er fólginn í starfi á heilsugæzlustöö. Áhugasvið mitt er sérstaklega heilbrigðisþjón- usturannsóknir, sem er mín þýð- ing á „Health Services Research", og er með því átt við rannsóknir á því fyrirbrigði, sem er skipulagn- ing, framkvæmd og árangur heil- brigðisþjónustunnar. Þetta er grein sem hefur fengið byr undir báða vængi á síðustu 10 til 15 árum, m.a. vegna stóraukins og sífellt hækkandi kostnaðar við heilbrigðisþjónustuna. Við íslendingar eyðum í dag um 8% af vergri þjóðarframleiðslu til heilbrigðisþjónustunnar, sem er sambærilegt við hin Norðurlönd- in, nema Svía, sem eyða nokkru meira. Þetta samsvarar því að hver einasti vinnandi maður borgi við lítum yfir síðast liðin 30 til 40 ár hafa orðið gífurlegar breyt- ingar á sjúkdómatíðni í vestræn- um ríkjum. Bráðir smitsjúkdóm- ar, sem áður voru aðalbanvaldar í hverju þjóðfélagi, eru nú að mestu horfnir, en í staðinn hafa komið langvinnir sjúkdómar, sem kalla á aðra gerð heilbrigðisþjónustu en við höfum haft. Við getum þó ekki gert okkur vonir um að heilbrigðisþjónustan geti sinnt öllum heilbrigðisvanda- málum fólks. Rannsóknir hafa sýnt, að fyrir hvert eitt vandamál, sem fólk leitar til heilbrigðisþjón- ustunnar með, eru 30 til 40 sem fólk kemur ekki með, Það hefur líka sýnt sig að þar sem ungt, hraust fólk á kost á bæði venju- legri heilbrigðisþjónustu og sér- stakri heilsugæslu innan fyrir- tækis, þá stóreykst heildarnotkun þess og verður meiri en hjá gömlu fólki sem annars er sá hópur er mest notar heilbrigðisþjónustu. Erfitt að mæla þörf þjóðfélagsins á heil- brigðisþjónustunni Það er rétt að nefna það, að skipulagning heilbrigðisþjónust- unnar er mjög vandasamt verk, og til þess að hægt sé að standa að slíku verki á skynsamlegan hátt, verða að liggja fyrir mjög greina- góðar upplýsingar um þarfir þjóð- félagsins og einstakra hópa þess fyrir heilbrigðisþjónustu. Jafn- framt er þörf úttektar á þeim heilbrigðisaðgerðum, sem reyndar hafa verið. í báðum þessum tilvik- um er pottur víða brotinn, enda er kröfur neytenda um meiri þjón- ustu, hafa stjórnvöld víða gripið til þess ráðs að auka verulega fjárframlög til heilsugæzlustöðva í því skyni annars vegar að færa þjónustuna nær neytendum og hins vegar til að auka áhersluna á heilsuvernd, þar sem þær eru í nánari snertingu við fólkið." Um 40 íslenzkir læknar í sérnámi í heimilislækningum Hvernig stendur heilsugæzlan hér á landi? „Sérstaða okkar í þessum mál- um er sú að við tókum dálítið seint við okkur í heilsugæzlunni, en það má segja að síðan 1974 hafi verið gert stórátak við uppbyggingu heilsugæzlustöðva í landinu. Þetta hefur meðal annars leitt til þess, að hugur ungra lækna stendur nú meir til heilsugæzlulækninga en áður var. Nú munu um 40 íslenzkir læknar vera í skipulögðu sérnámi í heimilislækningum og því vænt- anlega aðeins tímaspursmál þang- að til læknastöður við heilsu- gæzlustöðvarnar verða fullsetnar. Hins vegar er rekstur þessara stöðva á vissan hátt í frum- bernsku miðað við rekstur ann- arra heilbrigðisstofnana, sérstak- lega sjúkrahúsa, sem eiga sér mun lengri sögu. Niðurstöður doktorsritgerðar minnar benda til þess að kostnað- ur við heilbrigðisþjónustu sé mun hærri þar sem heimilislæknaþjón- ustu er mjög ábótavant. Við slíkar aðstæður eykst mjög notkun sér- fræðinga og sjúkrahúsþjónustu á stórum vinnustöðum en litlum. Það hefur komið í ljós að hjá fyrirtækjum, þar sem fjarvistir eru miklar, að atvinnuumhverfi er að jafnaði slæmt. Eitt gott dæmi um hvað fyrirtæki geta gert til að minnka fjarvistir er reynsla Volvo-verksmiðjanna, sem fjöl- margar stórar verksmiðjur hafa síðan fært sér í nyt. Þeir hjá Volvo fækkuðu fjarvistum starfsmanna sinna með því að breyta færi- bandaframleiðslukerfi sínu. Þeir fólu litlum hópi manna að annast ákveðin atriði við samsetningu bifreiðanna, en þó þannig að þeir gætu sjálfir ráðið hvernig staðið væri að verki og innbyrðis verkaskiptingu. Þá má nefna tvö atriði, sem oft vilja gleymast en eru mjög þýð- ingarmikil, en það er fullnæging í starfi og annað, sem Volvo- reynslan jafnframt gefur vísbend- ingu um, þ.e.a.s. þýðing þess að geta haft áhrif á sinn eigin vinnuhraða og afköst." Leikhússbruni Osló, 10. október. AP. AÐALSVIÐ norska þjóðleikhúss- ins skemmdist talsvert er eldur varð laus i sviðinu í miðri leiksýn- ingu í gærkvöldi, en 1.100 áhorf- endur og leikarana sakaði ekki. Áhorfendur áttu sér einskis ills von er leikkonan Wenche Foss birtist á sviðinu og sagði þeim rólegri röddu frá eldinum og bað þá að yfirgefa salinn án alls asa og troðnings. Nýlega var lokið við þriggja milljóna dollara lagfæringar á leik- húsinu, og verður aðalsviðið a.m.k. lokað fyrst um sinn, eða meðan viðgerðir fara fram. GuAmundur G. Ilagalin SagnamaAurinn mikli Hötundur fjölmargra óviöjatnan- logra sögupersóna, kvenna og karla. Sjór minnlnga, sérstæöur húmorlsti. Ritverk Guðmundar G. Hagalín 1.-15. - Fyrri hluti Ég voit ekki betur — Sjö voru sólir ó lofti — llmur liðinna daga — Hér er kominn hoffinn — Hrævareldar og himinljómi — Stóó óg úti í tunglsljósi — Ekki fæddur í g»r — Þeir vita þaó fyrir vestan — Fílabeinshöllin — Virkir dagar I — Virkir dagar II — Melakóngurinn, smósögur — Kristrún í Hamravík o.fl. — Sturla í Vogum — Þrjór sögur. s í) Almenna bökafélagið, \jifj Auaturstr»ti 18, sími 25544 Skemmuvegi 36 Kóp. Sími 73055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.