Morgunblaðið - 12.10.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.10.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 31 (blómaárin — flower power o.s.frv.) var háfleyg textagerö og torskilin framúrstefnutónlist mál- ið. Við sem aðhylltumst þessar hljómsveitir, King Crimson, Pink Floyd, Yes og Jethro Tull svo eitthvað sé nefnt, þóttumst vera að skynja eitthvað merkilegra og háfleygara heldur en þeir sem hlustuðu t.d. á Bee Gees, T. Rex, Diana Ross eða Slade. Tónlist Kate Bush hefur þó nokkuð yfirborðskennda dulúð, en þegar að er gáð eru textar hennar enn of skammt á veg komnir til að geta kallast sérlega lýsandi, né að tónlistin sé sérlega athyglisverð frekar en „mónótónísk" músík Gary Numans. En þó, jú hún er hótinu skárri. Á „Never For Ever“ eru nokkrir góðir punktar. Kate Bush er ágætis söngkona, ein að þeim sérstæðu, meira að segja, þó ýmislegt sé haft frá eldri og veraldarvanari söngkonum á borð við Joni Mitchell (sérstaklega í rólegri lögunum). Og fimm iag- anna eru nokkuð góð, þ.e. „Army Dreamers" þar sem hún reynir ekki einu sinni dulúðargerfið, „Breathing" sem fjallar um líf og dauða og er flutt á skemmtilegan hátt af Kate, „Babooskha" sem er nokkuð vinsælt hérlendis um þess- ar mundir reyndar, „All We Ever leikið hafði með ýmsum hljóm- sveitum upp úr 1960, eins og Zoot Money Big Roll Band, Animals, og Kevin Ayers. En Police naði mik- illi hylli auk þess sem þeir náðu sín á milli sérstökum töktum og fáguðum en þó grófum hljómum. Tvær fyrstu plötur þeirra gerðu mikla lukku og voru mjög líkar að mörgu leyti og lítið þreifað á nýju á seinni plötunni. Copeland er sérlega góður trommuleikari hann heldur ekki alltaf þessum hefðbundna þétta takti sem veldur því að tónlistin virðist oft nokkuð losaraleg, Sting leikur á bassann eins og bestu „fusion“-jazz-bassaleikarar og er ekki alltaf að fitla við hefðbund- inn stíl, og gítarleikarinn Sum- mers lætur mun meira í sér heyra hér en á fyrri plötunum og hans sérstaki rythma/sóló-gítarleikur nýtur sín vel á plötunni. Mörg laganna eru ekki jafn fljótt grípandi og á fyrri plötunum en þó eru þau greinilega ste'rk mörg t.d. „Don’t Stand So Close To Me“, „Driven To Tears", „De Do Do Do De Da Da Da“, „Canary In A Coalmine", „The Other Way Of Stoppin“ og „Man In A Suitcase". Þessi plata þó vekur sérstaklega athygli fyrir frábæran hljóðfæra- leik, og ef svo hefði ekki verið er ekki víst að þessi plata fengi svo miklar og góðar viðtökur. Look For“, létt, leikandi lag sem þó er sett í þunglamalegan búning en leynir sér þó ekki og „Violin“ sem er besta lagið ásamt „Army Dreamers." í „Violin“ beitir hún rödd sinni líkt og fiðlu og nær þeim hljóðum að mestu leyti þó ótrúlegt sé. „Violin" er einnig ágætis rokklag. Dulúðugar og draumkenndar umbúðir tónlistar eru alltaf heill- andi og Kate er ein af fáum sem stunda slíka tónlist í dag, þó hún virðist ekki gera það jafn sann- færandi og t.d. King Crimson á sínum tíma. Þess má geta að Alan Murphy, aðalgítarleikarinn á plötu hennar, John Giblin, bassa- leikari og Preston Ross Heyman, trommuleikari, léku allir í hljóm- sveit Jakobs Magnússonar White Bachman Trio hér um árið og Alan og Preston léku líka með Long John Baldry þegar hann kom hingað og um hríð í Stuðmönnum. „ZENYATTA MONDATTA“ Police (A&M) Police átti upphaflega að vera nokkurskonar „hobbí“-hljómsveit viðkomandi tónlistarmanna. Hún var stofnuð sem „punk“-hljóm- sveit í upphafi ársins 1977 með Henry Padovani á gítar í stað Andy Summers. Trommuleikarinn Stewart Copeland hafði verið í Curved Air, en var nú orðinn stúdíómúsíkant sem vildi leika opinberlega í klúbbum á kvöldin, en Sting (Gordon Summer) var bassaleikari í jazz/rokk-hljóm- sveitinni Last Exit. Þess má geta að þeir voru með aðra „hobbí“-hljómsveit gangandi á sama tíma ásamt Pierre Goerlan úr Gong og Andy Summers, sem „FM NO HERO“ Cliff Richard (EMI) Þó að hulstrið á nýjustu plötu Cliff Richard sé kannski hryllilega væmið, þá er tónlistin á plötunni allt annað en væmin. Cliff hefur gert margt misjafnt og mörg góð popplög liggja eftir á rúmlega 20 ára ferli hans. En þrátt fyrir það er „I’m No Hero“ hans allrabesta plata síðan „Summer Holiday"! Cliff er bara venjulegur popp- söngvari, en hann er líka reglulega góður venjulegur poppsöngvari og baráttuandinn sem er í flutningi hans á þessari plötu sannar það að hann er fær um að keppa við þá sterkustu í dag. Líklega hefur síðasta plata haft þessi áhrif þar sem lagið „We Don’t Talk Any- more“ komst hátt á lista í Banda- ríkjunum en þar hefur hann aldrei náð vinsældum svo heitið geti fyrr án þess að missa þær vinsældir strax með næsta lagi. Það er feiknamikill kraftur í rödd Cliffs á plötunni, en öll lögin eru flutt af aðeins honum og þriggja manna hljómsveit, trommur, bassa og gítar, en það er kannski ein ástæðan fyrir því hversu vel heppnuð platan er. öll lögin eru sterk popplög, með „Take Another Look“, „Give A Little Bit More“, „Dreamin’" og „Anything I Can Do“ í farabroddi. Þeir félagar hans Alan Tarney, sem semur átta af lögunum tíu, Trevor Spencer, og Nick Glennie- Smith, syngja bakraddir og gera plötuna að ekta „hljómsveitar- plötu" þó Cliff sé skráður fyrir henni. Hér er alls ekki alvarleg stefnu- markandi plata á ferðinni, heldur kjarngóð, kraftmikil, heilsteypt og sannfærandi plata frá söhgvara sem þekkir sín takmörk og vinnur út frá þeim. I lljUVIUIOUI I Beomaster 4600 1 Útvarpsmagnari, plötuspilari og segulband. Verö: 833.410 (Greiösluskilmálar). Spariö pláss, án þess að fórna gæöum. n Sjá nánar i símaskránni gegnt minnisblaöi. VERSLIÐ Í SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Fáar söngkonur hafa notiö jafn mikilla vinsælda hérlendis aö undanförnu og Anna, og er fullvíst aö þessi frábæra plata muni stækka aödáendahóp hennar enn frekar. FÆST í VERSLUNUM UM LAND ALLT FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670. Laugavegi 24 — Sími 18670. Austurveri — Sími 33360.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.